Dragman er eina von Grikklands!

Ég bendi á tvær mjög góðar greinar. Ein úr ensku útgáfu Der Spiegel: European Politicians in Denial as Greece Unravels. Önnur úr The Economist: An economy crumbles. Eins og fram kemur í grein The Economist, þá enn þrátt fyrir 3 ár í kreppu, er viðskiptahalli Grikklands um 10% af þjóðarframleiðslu.

Eins og sést vel á myndinni til vinstri tekin af vef Der Spiegel. Þá er skuldasöfnun Grikklands óskaplega hröð.

Skv. svokallaðri "Annarri Björgun Grikklands" sem samþykkt var seint í nóvember 2011, þá stendur til að lána Grikklandi 130 ma.€ til viðbótar.

En eins og kemur fram í grein Der Spiegel, eru nú efasemdir uppi um hvort sú upphæð dugar. En talað er nú um það, að í reynd þurfi 145 ma.€.

En þá er ekki tekið tillit til annars máls, sem er sú áætlun að láta einka-aðila afskrifa 100 ma.€ andvirði af skuldum Grikklands.

Samkomulag um slíka afskrift hefur ekki enn tekist, en deilt er um vexti á skuldabréfum sem eiga vera til 30 ára, sem gríska ríkisstjórnin á að gefa út í stað þeirra skuldabréfa sem einka-aðilarnir afskrifa.

Upphaflega áttu einka-aðilarnir að afskrifa 50%. En skv. þeirra lýsingum, þíðir krafa opinberra kröfuhafa þ.e. Seðlabanka Evrópu, og aðildarríkjanna þess efnist, að vextir verði innan ekki hærri en 3,5% í stað 4%, að slíkt sakomulag myndi fela í sér í reynd 70% afskrift framreiknaðs raunvirðis.

En virðist málið fast í stappi milli einka-aðilanna, og hinna opinberu kröfuhafa. Seðlabanki Evrópu og aðrir opinberir kröfuhafa, hafa þverneitað að til greina komi, að þeir sjálfir afskrifi nokkuð.

Viðræður hafa ekki formlega brotnað upp - en ég sé ekki mjög mikla ástæðu til bjartsýni um málalyktir, sem séu hagstæðar áætlun evrusvæðisríkja.

Eins og sést á myndinni til hægri, hefur viðskiptahalli Grikklands minnkað, en einungis um cirka 1/4.

Með þessu áframhaldi, mun það þá líklega taka 9 ár til viðbótar að koma viðskiptahallanum niður á "0".

Og síðan enn frekari ár, til að ná fram afgangi. Auðvitað, nema að hraði launalækkana á Grikklandi aukist. En klárt hefur launalækkana aðferðin fram að þessu ekki verið að virka vel.

Með þessu áframhaldi verður atvinnuleysi jafnvel orðið meira en á Spáni, nema auðvitað að hraðinn á brottflutningi aukist enn, en ég hef séð tölur frá síðla árs 2011 þ.s. fram kom að rúm 3 millj. grikkja hafði yfirgefið landið í atvinnuleit frá upphafi kreppu.

Svo sennilega er falið atvinnuleysi, upp á nokkur prósent í viðbót, ef tekið er tillit til brottflutnings.

Grikkir verða þá með þessu áframhaldi helstu farandverkamenn Evrópu - nema auðvitað að Spánv. og Portúgalir slást í þeirra hóp. 

Kannski að það spretti upp hreysahverfi í jaðri Þýskra borga, eins og þekkist í S-Ameríku og Afríku.

Myndin að ofan frá Der Spiegel lýsir samsetningu skulda Grikklands.

  • Með því að þrýsta á einka-aðila, eru aðildarríkin að leitast við að velta kostnaðinum, af verri framvindu Grikklands en áætlun frá síðla nóvember gerði ráð fyrir, á einka-aðilana.
  • En málið snýst um að koma skuldastöðu gríska ríkisins niður í 120% af þjóðarframleiðslu, sem skv. "debt sustainability assessmet of IMF staff is sustainable".
  • Um það hef ég stórfelldar efasemdir, sem dæmi telur Nouriel Roubini að skuldastaða umfram 80% sé það ekki. Má jafnvel velta fyrir sér hvort 60% sé ekki raunveruleg hámark.
  • En greiðslugeta er breytileg milli hagkerfa. Sum eru sterkari en önnur. Meðan sum eru sannarlega veikari. Og Grikkland er að auki mjög tjónað hagkerfi, með líklega mjög skerta greiðslugetu.

Ég held að drögmuvæðin sé eina leiðin

En jafnvel þó svo að skuldir væru afskrifaðar niður í "0", þá er enn 10% viðskiptahalli. Á nokkrum árum myndi slíkur halli búa til skuldir upp á tugi prósenta af þjóðarframleiðslu.

Því miður er alþjóðleg samkeppnisfærni Grikkland svo hraparlega léleg, að gengisfelling evrunnar er mjög líklega ekki nóg. 

Grikkland er þá samt sem áður sjúklingur áfram.

Slík gengisfelling líklega dygði ítölum og spánverjum, vegna þess að þau hagkerfi ráða yfir góðum fyrirtækjum, sem myndu geta eflst hratt.

En einhvern veginn virðist gríska hagkerfið vera í algeru rusli, hvert sem litið er.

Ég veit vel að lífskjör í Grikklandi myndu hrapa mjög stórfellt við drögmuvæðingu, hún félli hugsanlega jafnvel um 80% miðað við par við evru. 

En þ.e. ekkert endilega betra hlutskipti að gerast farandverkamenn á flakki um Evrópu, lifa í annars eða þriðja flokks húsnæði, eða jafnvel enn verra.

Síðan sé ég ekki betur en að við landinu myndi smám saman blasa fátæktargildra.

Málið er að við svo stórt fall, þá um leið - á einnig nóttu, væri Grikkland orðið a.m.k. samkeppnisfært við löndin í kring, sem ferðamannaland.

En eins og fram kemur í grein Der Spiegel, eru ferðamennska á Grikklandi, nær einungis yfir sumarið. Meðan hinum löndunum í kring, hefur gengið betur að fá fólk alllan ársin hring.

  • Snögg efling ferðamennsku um leið skilar aukngum tekjum í púkkið.

Síðan er a.m.k. möguleiki að þ.s. áður var söluvara, þ.e. grísk vín. Verði það aftur.

En þá verður sú framleiðsla væntanlega verðsamkeppnisfær á ný.

Síðan eru það siglingar, en Grikkir frá aldaöðli hafa verið á kafi í siglingum, eru það enn. En þeirri atvinnugrein hefur hnignað hressilega seinni árin.

Með lækkun lífskjara verða grískir sjómenn aftur samkeppnisfærir, og Grikkland getur aftur eflst í siglingum á heims höfunum. Glæsti tími grískra skipakónga eins og Aristoteles Onassis, gæti komið aftur.

Ég held þetta sé eina leiðin til að framkalla nægilega öflugt rof - til að stöðva stöðuga hnignun Grikklands.

  • Auðvitað þíðir það Greiðsluþrot Grikklands - en það blasir þegar við.

En það sem verið er að semja um, sbr. afskriftir einka-aðila, telst skv. alþjóðlegum stöðlum vera "greiðsluþrot".

Takmarkað greiðsluþrot - en líkurnar eru mjög litlar á því að hnignunin stoppi á þeim punkti.

Það verði því fyrir rest frekari afskriftir - jafnvel síðan enn frekari þaðan í frá.

  1. Þetta eru valkostir - þ.e. táradalur til mjög margra ára, fátækt fyrir endanlega rest.
  2. Snöggur viðsnúningur til fátæktar - en þá a.m.k. von um að mjög fljótlega þaðan í frá, hefjist enduruppbyggingin. 

 

Niðurstaða

Drögmuvæðingu Grikkland sem allra fyrst. Það er mikill misskilningur að betra sé að lengja og lengja stöðugt í hengingarólinni.

Fyrir áhugasama - enn ein útgáfan af Stöðugleika Sáttmála Angelu Merkel:

Leaked EU draft treaty in full

 

 

Kv.


Seðlabanki Evrópu virðist búinn að taka yfir evrópska millibankamarkaðinn!

Þetta er skilningur hagfræðingsins Gavyn Davies á því sem hefur verið að gerast síðan Mario Draghi lánaði evrópskum 521 evópskum banka alls 489ma.€ til þriggja ára á 1% vöxtum, samtímis því að slakað var mjög á reglum um gæði þeirra eigna sem bankar veita sem veð á móti slíkum neyðarlánum.

Sjá: Fear and greed in the eurozone

  1. Athygli hefur vakið að í janúar hafa evrópskir bankar verið að varðveita á reikningum sínum sambærilegar upphæðir í Seðlabanka Evrópu.
  2. Sumir hagfræðingar litu á þær tölur, og töldu að útspil Seðlabanka Evrópu væri ekki að minnka, þ.e. tölurnar sýndu að bankarnir væru að leggja sömu peningana inn, í stað þess að nýta þá.
  3. En Mario Draghi fullyrti snemma í janúar, að það væru ekki sömu bankarnir sem hefðu tekið 3. ára neyðarlán, og þeir bankar sem væru að leggja sambærilegar upphæðir inn á reikninga í Seðlabanka Evrópu.
  4. Gavyn Davies út frá ofangreindu ályktar, að þetta þíði í reynd að millibankamarkaðurinn í Evrópu liggi niðri. Að Seðlabanki Evrópu sé í dag, millibankamarkaðurinn eins og hann leggur sig. Þeir bankar sem hefðu verið að lána þeim sömu bönkum sem Seðlabanki Evrópu veitti 3. ára neyðarlán, þess í stað kjósi að leggja það fé inn á reikninga sína í Seðlabanka Evrópu.
  5. Þetta sýni því í reynd það algera rof á trausti sem ríkir milli bankastofnana innan Evrópusambandsins.

 

Hvað með framhaldið?

Mario Draghi, the Latin Bloc’s monetarist avenger

Ambrose Evans-Pritchard veltir fyrir sér hvað gerist ef þetta heldur svona áfram. En hann bendir á að kröfur Seðlabanka Evrópu hafi forgang. Það geti ógnað stöðu venjulegra kröfuhafa eftir því sem frá líður, og Seðlabanki Evrópu á stöðugt hærra hlutfall krafna í bankastofnanir í S-Evrópu.

Hugsanleg áhrif slíks eru þau að gera þessa banka stöðugt háðari fjármögnun Seðlabanka Evrópu, enda eftir því sem Seðlabankinn á hærra hlutfall, því minna söluvænlegar verða þeirra útgáfur skuldabréfa - því Seðlabankinn á alltaf fyrsta veðkall.

Á einhverjum tímapunkti verði þeir algerlega háðir seðlabankanum um alla fjármögnun. Þ.e. hver einasti banki í S-Evrópu.

 

Niðurstaða

Mér sýnist að álykun Davin Gavies sé líklega hin rétta. Að Seðlabanki Evrópu hafi í reynd komið í stað millibanka markaðarins innan Evrópu, sem sé algerlega botn frosinn. Þetta sjáist af tölum um veitt neyðarlán. Þetta sjást samtímis af tölum sem sýna evópska banka leggja sambærilegar upphæðir inn á reikninga, sem þeir eiga í Seðlabanka Evrópu.

Það er í gangi mjög alvarleg fjármálakrýsa í Evrópu.

Neyðarlán Draghi líklega komu í veg fyrir að það yrði mjög alvarlegt fjármálahrun í janúar.

 

Kv.

 


Bloggfærslur 30. janúar 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 240
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 870095

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband