Ég hef verið að lesa ræðuna hans Camerons, en texa hennar má sjá - HÉR.
Sjá David Cameron flytja ræðu sína á Davos.
Punktar úr ræðu David Cameron:
But we also need to be honest about the long-term consequences of a single currency.
Now, Im not one of those people who think that Single Currencies can never work.
Look at America. Or the United Kingdom. But there a number of features common to all successful currency unions.
- A central bank that can comprehensively stand behind the currency and financial system.
- The deepest possible economic integration with the flexibility to deal with economic shocks.
- And a system of fiscal transfers and collective debt issuance that can deal with the tensions and imbalances between different countries and regions within the union.
- Currently its not that the Eurozone doesnt have all of these its that it doesnt really have any of these.
- Now clearly if countries are close enough in their economic structure, then tensions are less likely to arise.
- But when imbalances are sustained and some countries do better than others year after year, you can face real problems.
- Thats what the current crisis is demonstrating. Of course private capital flows can hide these problems for a while.
- In the Eurozone thats what happened. But once markets lose confidence and dry up you are left in an unsustainable position.
- Yes, tough fiscal discipline is essential. But this is a problem of trade deficits not just budget deficits.
And it means countries with those deficits making painful decisions to raise productivity and drive down costs year after year to regain their competitiveness.
But that does not happen overnight. And it can have painful economic and even political consequences. Nor is it sufficient.
- You need the support of single currency partners and as Christine Lagarde has set out, a system of fiscal integration and risk sharing, perhaps through the creation of Euro area bonds to make that support work.
- As Mario Monti has suggested, the flip side of austerity in the deficit countries must be action to put the weight of the surplus countries behind the Euro.
Im not pretending any of this is easy. These are radical, difficult steps for any country to take.
Knowing how necessary but also how hard they are is why Britain didnt join the Eurozone.
But they are what is needed if the single currency, as currently constituted, is to work.
Mjög góða ræða hjá David Cameron:
Eins og hann segir getur Evrópa lagað eigin stöðu. Vandinn snýst meir um ranga hugmyndafræði, en þær lausnir sem þarf að grípa til, eru blokkaraðar af þeim sem eru andvígir þeim.
- Ég er gersamlega sammála David Cameron, þá vísa ég til greiningar hans á því hvert er vandamálið innan Evrunnar.
- Það er náttúrulega, viðskiptaójafnvægið.
- Þetta hef ég sjálfur marg írekað í mínum eigin pistlum.
Ræða Angelu Merkel veitir áhugaverðann samanburð, verulega ólíkur boðskapur.
Punktar úr ræðu Angelu Merkel:
Angela Merkel: "Merkel says there is a "very clear erosion of confidence" in Europe's strength around the world." - "What is at the foreground of discussions is quite often the problem of public indebtedness. We have difficulties and weaknesses as regards competitiveness, and that's even more difficult to combat." - "The financial and economic crisis that started in America left a deep imprint on Europe and we are still working on the fallout from this."
"it's not only austerity measures... this is not only in and of itself of the essence, but also structural reforms that lead to more jobs. We all now this takes longer than 12 months or 18 months to achieve. We still have to convince each other that this is necessary."
"Those jobs are needed for the sake of young people in the eurozone, who are at risk of disillusionment caused by rising unemployment:" - "It's really, urgently necessary that particularly young people can have the experience that there is progress. I don't think it's a great miracle that you've seen many, many young people convinced that Europe isn't a good option for them."
"Merkel is now talking about how Europe is viewed by the rest of the world. Not well, she says:" - "Let me tell you, I know that we're labelled the big economic headache of the global economy, but if one is honest we're probably not the only headache the global economy has. We all have our work cut out for ourselves and will be kept busy for the next few months."
"We have said right from the start that we want to stand up for the euro, but what we don't want is a situation where we are forced to promise something that we will not be able to fulfill."
Ég er mjög ósammála Angelu Merkel:
Hún er einmitt talsmaður þeirra ranghugmynda, sem í reynd hindra það sem gera þarf, til að bjarga evrunni. Sem koma í veg fyrir það, að það sem gera þarf - fái að komast til framkvæmda.
En þjóðverjar neita enn að kannast við það, að þeirra viðskipta-afgangur við S-Evrópuríkin í vanda, sé helmingur af þeim vanda sem er að skapa svokallaða evrukrýsu.
Að hann þíði að fjármagn sé stöðugt að streyma út úr þeim hagkerfum sem eru í vanda, sem minnkar það fé sem þau hafa til umráða, til að greiða niður skuldir.
Þess í stað, heimta þeir að ríkin í vanda aðlagi sig án sérstakrar aðstoðar - nema að þeim standa til boða neyðarlánsfjármögnun, sem enn þag dag í dag er of dýr.
Það þíðir að þau þurfa þá öll, að ganga í gegnum mjög djúpann samdrátt áður en þau geta snúið til baka - og þ.s. Þjóiðverjar virðast ekki vilja skilja, að sá samdráttur mun auka skuldavandræði þeirra landa vegna þess að hagkerfin munu þá skreppa saman.
Og þ.s. mun bitna á Þjóðverjum, að eftirspurn mun minnka í akkúrat þeim sömu löndum, og fyrir rest mun sá samdráttur einnig toga Þjóðverja niður sjálfa í kreppu.
Ég skil ekki af hverju þeir sjá ekki þetta. Innan Þýskalands virðist ríkja eitthvert furðurlegt "ideé fixe".
Niðurstaða
David Cameron er sennilega færasti pólitíkusinn í Evrópu þessa stundina. Ég hvet alla til að hlusta á ræðuna hans. Hann telur að Evrópa geti snúið vanda sínum við.
Ég er í reynd sammála honum. Og þau atriði sem hann nefnir sem bakgrunn vanda evrusvæðis eru þau réttu, og samtímist er það einmitt rétt afstaða að nauðsynlegt er að afnema akkúrat þann tiltekna halla ef evrusvæðið á að geta gengið upp.
Að auki, að löndin í vanda þurfa aðstoð á meðan þau framkv. þau aðlögun sem þau þurfa að framkv., að þau muni ekki ráða við málin án aðstoðar.
Kv.
29.1.2012 | 02:44
Sannar vegferð Eystrasaltslandanna, að raunhæft sé að Ítalía og Spánn fylgi þeirra fordæmi?
Þetta er mjög áhugaverð spurning, því þetta er akkúrat áætlun sú sem þeim löndum er ætlað að fylgja þ.e. svokölluð innri aðlögun, sem þíðir að laun þurfa að lækka svo að útflutningsframleiðsla nái fótfestu á ný, svo dragi úr innflutningi en útflutnngur vonandi aukist á móti. Þannig sé núverandi ástand ósjálfbærs viðskiptahalla snúið við, staða hagkerfanna gerð sjálfbær í staðinn. Samtímis sé skorið niður stórfellt í útgjöldum ríkis og sveitarfélaga, þannig að meðan hin aðlögunin fer fram sé að auki framkvæmd aðlögun ríkisútgjalda og sveitarfélaga, svo að þeirra rekstur verði einnig sjálfbær ger - í lengra samhengi litið. Útkoman verði síðan fyrir rest, endurkoma hagvaxtar og löndin snúi til baka frá vandræðum. Allt verði í lagi fyrir rest.
The Baltic states and Ireland are not a model for Italy and Spain
Simon Tilford hefur tekið saman upplýsingar um vegferð Eistlands, Lettlands og Litháen, auk Írlands.
Hann síðan skellir sömu hlutfallslegu aðlögun yfir á Ítalíu og Spán, og spáir í það hvað það þíði, þegar flutt yfir á skala svo mikið stærri landa - sem auk þess vega svo mikið meir í samhengi heildarhagkerfis ESB, og evrusvæðis.
Hver er árangur Eistlands, Lettlands, Litháen og Írlands - akkúrat?
Eistland:
- Efnahagssamdráttur, 20% frá hæsta punkti, til endurkomu hagvaxtar.
- Vöxtur hefur síðan skilað cirka helmingi þess til baka, nettó 10% samdráttur.
- Eftirspurn er enn 27% minni en 2007.
- Viðskiptahalli var cirka 17% 2007, en 2011 var viðskipta-afgangur cirka 1% af þjóðarframl.
- Viðsnúningur viðskiptajöfnuðar er megindráttum vegna minnkunar innlendrar eftirspurnar, sem stafar af lækkuðum lífskjörum, sem hefur leitt til samdráttar í innflutningi. Atriði sem við hér á Íslandi könnumst við - ekki satt, af völdum hinnar vondu krónu :)
- Brottflutningur hefur verið umtalsverður til nágrannalanda.
- Skuldir sáralitlar, framkv. var últragrimmur niðurskurður svo enginn verulegur ríkishalli hefur orðið. En, vegna þess hve skuldir eru litlar, er ekki þörf á að mynda umtalsverðann afgang, svo jafnvægi er nóg.
Lettland:
- Efnahagssamdráttur, 24% frá hæsta punkti, til endurkomu hagvaxtar.
- Vöxtur hefur síðan skilað cirka helmingi þess til baka, nettó 12% samdráttur.
- Eftirspurn er enn 28% minni en 2007.
- Í Lettlandi varð umsnúningur viðskiptajöfnuðar cirka af svipaðri stærðargráðu og í Eistlandi.
- Viðsnúningur viðskiptajöfnuðar er megindráttum vegna minnkunar innlendrar eftirspurnar, sem stafar af lækkuðum lífskjörum, sem hefur leitt til samdráttar í innflutningi.
- Brottflutningur hefur verið umtalsverður til nágrannalanda.
- Aukning skulda ríkissjóðs, úr 9% í 45%.
Litháen:
- Efnahagssamdráttur, 17% frá hæsta punkti, til endurkomu hagvaxtar.
- Vöxtur hefur síðan skilað cirka þriðjungi þess til baka, nettó 11% samdráttur.
- Eftirspurn er enn 20% minni en 2007.
- Í Litháen varð umsnúningur viðskiptajöfnuðar cirka af svipaðri stærðargráðu og í Eistlandi.
- Viðsnúningur viðskiptajöfnuðar er megindráttum vegna minnkunar innlendrar eftirspurnar, sem stafar af lækkuðum lífskjörum, sem hefur leitt til samdráttar í innflutningi.
- Brottflutningur hefur verið umtalsverður til nágrannalanda.
- Aukning skulda ríkissjóðs, úr 16% í 38%.
Írland:
- Efnahagssamdráttur, 13% frá hæsta punkti, til endurkomu hagvaxtar.
- 2011 mældist smávegis vöxtur á Írlandi, en vart samt unnt að tala um að tap sé farið að skila sé til baka, og útlit þessa árs bendir til þess að samdráttur sé á næsta leiti, þannig að nettó virðist nærri 13%.
- Eftirspurn er cirka 24% minni en 2007, og er enn að dragast saman.
- Viðskiptahalli var cirka 5,6% 2007, en 2011 náðist smávegis viðskipta-afangur, þó ekki enn nægur til að standa undir skuldum.
- Viðsnúningur viðskiptajöfnuðar er megindráttum vegna minnkunar innlendrar eftirspurnar, sem stafar af lækkuðum lífskjörum, sem hefur leitt til samdráttar í innflutningi.
- Brottflutningur hefur verið umtalsverður til nágrannalanda.
- Aukning skulda ríkissjóðs, úr 25% í rétt rúm 100%.
- Best að muna þó að áfallið sem Ísland varð fyrir er umtalsvert stærra en nokkurt ofangreindra landa lenti í.
- Samdráttur landsframleiðslu enn meiri - fer þó eftir því við hvaða gjaldmiðil er miðað.
- Einn áhugaverður sbr. er að fyrir hrun mældist landsframleiðsla Íslands GNP, 58þ.dollara per haus, en árið 2011 var sama tala per haus cirka 37.500 dollarar.
- Þetta er mjög líklega mesta efnahagsáfall sem nokkur vestræn þjóð hefur orðið fyrir, mjög sennilega stærra en það áfall er Finnar lentu í, er Sovétríkin hrundu og þannig þau miklu viðskipti sem Finnar höfðu lengi haft við Rússa.
- Þrátt fyrir þetta gríðarlega áfall, mældist hagvöxtur á Íslandi sl. ár.
- Einnig á Íslandi eins og ofangreindum löndum, verður viðskipta-afgangur vegna hruns lífskjara.
- Þá fyrir tilstuðlan samdráttar innflutnings - en eðli sínu í því tilviki sem innri aðlögun virkar, þá hefur hún ekki ósvipuð áhrif og gengisfall. Nema að, gengisfall er búið á einum degi, en þessi aðlögun tók frá 2008 þ.e. rúm 2 ár hjá þeim.
----------------------------------
Ef sambærileg aðlögun er yfirfærð á Ítalíu og Spán?
- Spánn + Ítalía eru cirka 30% af heildarhagkerfi evrusvæðis, og 25% minnkun eftirspurnar í báðum að meðaltali, myndi skila cirka 8% minnkun eftirspurnar á evrusvæðinu sem heild.
- Taka ber fram að sú eftirspurn skiptir miklu máli fyrir Þýskaland, en þessi tvö lönd samanlagt eru stærri markaður fyrir þýskar vörur, en Bandaríkin eru.
- Þýskaland yrði því fyrir miklu tjóni hagvaxtarlega, ef samdráttur eftirspurnar myndi verða eitthvað í námunda við þetta.
- Það þarf varla að nefna, að víxlverkan slíks samdráttar væri einnig mjög umtalsverð - vegna þess hve hagkerfin eru orðin náin, þá hefur minnkun í stærri hagkerfunum veruleg neikvæð áhrif á rest.
- Skuldir Ítalíu rúm 120%.
- Ef hlutfall hækkar um sama fj. prósenta eins og í hinum löndunum, myndi hlutfall aukast í 133% eða 145% eða 195%.
- Aukning hlutfalls á bilinu 15-25% hljómar ekki ótrúlegt í tilviki Ítalíu, en sennilega myndi það ekki aukast sambærilega við Írland, en bankakerfi Ítalíu er ekki nærri eins útblásið.
- Skuldir Spánar tæp 70%.
- Ef hlutfall hækkar um sama fj. prósenta eins og í hinum löndunum, myndi hlutfall aukast í 80% eða rúm 100% eða rúm 140%.
- Í tilviki Spánar hljómar írsk aukning ekki endilega fjarstæðukennd, vegna þess að bankakerfi Spánar er á brauðfótum, í kjölfar mjög stórrar húsnæðisbólu sem þar sprakk eins og á Írlandi.
- Umtalsverður brottflutningur hefur verið frá Eystrasaltslöndunum og Írlandi síðan kreppan hófst, ef sambærilegt hlutfall brottfluttra væri frá Spáni og Ítalíu og frá Litháen 2010, væri fj. brottfluttra frá Spáni það ár cirka 750þ. en frá Ítalíu 1 milljón cirka.
- Áhugavert er að frá Grikklandi skilst mér að 3 milljón manns hafi farið til annarra landa síðan kreppan þar hófst, sem er hreint magnað hlutfall, og kvá mikill fj. grískra farandverkamanna vera í Þýskalandi. Kannski verða þeir enn ódýrari en Tyrkirnir.
- Spurning við hve mörgum Þýskaland getur tekið - hvort þar fara að spretta upp hreysahverfi í útjöðrum borga, eins og í S-Ameríku og Afríku, og Bandar. í heimskreppunni miklu?
Niðurstaða
Þessi stutta samantekt, ætti að gefa einhverja smá hugmynd um það af hverju hagfræðingar víða um heim, þ.e. Asíu, N-Ameríku og S-Ameríku; óttast svo óskaplega ástandið á evrusvæðinu.
Meginástæða þess að hagfræðingar utan Evrópu skelfast svo mjög ástandið, er vegna þess hve sérstaklega Ítalía skuldar óskaplega háar upphæðir, þ.e. rúma 1.940ma..
Sem er víst 4 stærsta skuld hvað upphæð varðar í heiminum hjá sjálfstæðu ríki.
Það getur í reynd enginn bjargað Ítalíu, ef hún ætlar að rúlla. Dæmið er of stórt.
Spánn er talinn í hættu vegna þess hve veikt innanlandskerfið er, en bankakerfið er talið innihalda mikið af óreiðu sem líklega verði mjög kostnaðarsöm, auk þess að atvinnuleysi er orðið hreint ótrúlegt. En nýlega fór fj. atvinnulausra í rúmar 5 milljónir. Hlutfall atvinnulausra í aldurhópnum 25 ára og yngri, náði 50% rúmum.
Bæði hagkerfin eru talin komin í samdrátt af flestum hagfræðingum, aukning atvinnuleysis á Spáni ber þess ljós merki.
Vegna þess hve skuldir Ítalíu eru ótrúlegar, þarf Ítalía í reynd mun harðari samdráttaraðgerðir en Eystrasaltslöndin vegna þess hve mikinn afgang ítalska ríkið þarf, sem líklega skilar fyrir rest að sjálfsögðu minnkun hagkerfis a.m.k. ekki um minna hlutfall en um 25%.
Það myndi sennilega þíða skuldahlutfall sem myndi nálgast 150%.
--------------------
Heildaráhrif fyrir evrusvæði af svo miklum samdrætti í svo stóru hagkerfi, auk þess samdráttar sem Spánn mun verða fyrir. Getur eginlega ekki verið annar en sá, að nettó hagkerfi evrusvæðis muni fara yfir í samdrátt.
Þýskaland tel ég nær öruggt að hljóti vera togað niður, af svo mikilli minnkun eftirspurnar í þeirra stærsta útflutningsmarkaði.
Þá er megaspurningin hvað gerist er ljóst er að Evrópa sem heild er að skreppa saman?
En stóri ótinn er og verður heilsa fjármáakerfis álfunnar.
Kv.
Bloggfærslur 29. janúar 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 240
- Sl. sólarhring: 241
- Sl. viku: 273
- Frá upphafi: 870095
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar