28.1.2012 | 00:10
Grikkland skal sett í skuldafangelsi skv. kröfu þjóðverja!
Ég er að tala um alvöru skuldafangelsi skv. skjali sem var lekið á vefinn og nokkrir fjölmiðlar heimsins hafa byrt, m.a. Financial Times: Call for EU to control Greek budget
Skv. frétt FT þá var þessu skjali dreift seinni part föstudags til nokkurra annarra ríkisstjórna evrusvæðis, og sjálfsagt hefur einhver embættismaður meðal þeirra lekið skjalinu.
En þetta virðist vera tillaga þýsku ríkisstjórnarinnar um hvaða kröfur eigi að gera til Grikkja, nú þegar ljóst er að björgun Grikklands er gersamlega á heljarþröm!
- Þetta er einfaldlega ógeðslegasta skjal sem ég hef lesið!
- Sannkallaður viðbjóður - ég á ekki orð, mér blöskrar svo ferlega!
Síðasta orðið - ef einhver gat ekki lesið er "amendment."
Hvernig stendur á þessum viðbrögðum?
En málið snýst um það, að hallinn á rekstri gríska ríkisins eina ferðina enn, stenst ekki áætlanir, þ.e. halli sl. árs átti að vera 9% skv. áætlun samþykkt seint í nóvember 2011.
En skv. uppgjöri sl. árs, er hann 9,5% sem mér skilst, að þíði cirka 1 ma. í umframhalla.
Mig grunaði, að þýska ríkisstjórnin myndi taka þann pól í hæðina, að með þessari útkomu, væri Grikkland ekki að standa við gert samkomulag - eina ferðina enn.
Helvítis Grikkirnir sem sagt, aldrei hægt að treysta þeim - maður getur séð þessa hugsun fyrir sér.
En ástæðan er að hagkerfi Grikkland hafði meiri samdrátt en reiknað var með, sem leiddi til minni skatttekna en reiknað var með.
Ef Grikkland samþykkir þetta?
Þá er sjálfstæði landsins afmáð. Sendimaður Brussel verður eiginlegur "Landstjóri" og skv. kröfu þjóðverja, hafa kröfuhafar - sem sagt þjóðverjar - alltaf fyrstu kröfu til skatttekna gríska ríkisins.
Ég get ekki skilið þetta með öðrum hætti en þeim, en að útgjöld gríska ríksins myndu verða skorin niður gersamlega miskunnarlaust, burtséð frá því hvað er þá tekið út - ég meina burtséð frá því hvað fellur út af þjónustu við almenning.
Ég get ekki ímyndað mér að ríkisstjórn Grikklands geti samþykkt þetta, en ef hún gerir það eru ráðherrar orðnir þjóðnýðingar og þjóðsvikarar af allra verstu sort.
Sama hve dökkt ástandið verður, þá er greiðsluþrot betra en þetta.
Allt er betra en þetta.
En miðað við kröfuna, þá verður undirskrift þessara afakosta skilyrði fyrir því, að Grikkland í raun fái svokallaða 2-björgun. Þ.e. seinni björgunarpakka upp á 130ma..
Ég vil einni vekja athygli á eftirfarandi:
The Baltic states and Ireland are not a model for Italy and Spain
Ég ætlaði að fjalla um þessa grein. En þegar ég rakst á skandalinn að ofan, þá tók ég hann fyrir í staðinn.
En ég hvet alla til að lesa samt sem áður þetta skjal. En þarna er mjög vel útskýrt, af hverju það er algert efnahagslegt brjálæði að ætla Ítalíu og Spáni, að feta í fótsport Eystrasaltslandanna, sem nefnd eru gjarnan sem sönnun þess, að það sé víst hægt að framkvæma innri efnahagslega hjöðnun og snúa við til hagvaxtar, sem Þjóðverjar heimta að Ítalía og Spánn geri.
Ef Þjóðverjar virkilega vilja eyðileggja Evrópusambandið, þá er sú áætlun til þess einmitt sniðin.
Svo bendi ég á aðra áhugaverða skoðun:
Luxembourg's Foreign Minister -Merkel's Fiscal Pact a 'Waste of Time and Energy'
Merkilegt reyndar að ráðherra frá Lúxembúrg sé þetta opinskár, kallar sáttmálann ónothæfann.
Niðurstaða
Tillaga þýsku ríkisstjórnarinnar, er að mínu mati mjög nærri því að vera glæpsamleg, ef ekki ber einfaldlega að líta svo á fullum fetum. Þvílíkt hneyksli sem þetta skjal er, sem þýsk stjv. hafa látið frá sér fara.
Nú verður Grikkland að standa í lappirnar og segja "Nei". En ef það gerir það ekki, þarf ekki að efast um að aðgerðir sem þær, sem skjalið felur í sér hlýtur að vera eins fullkomin uppskrift af uppreisn grísks almennings, sem nokkru sinni hefur verið gerð.
Ef menn vilja blóðbað - ef menn vilja alvöru skæruhernað, ég meina hryðjuverk, morð á sendimönnum ESB innan Grikklands, þá er þetta leiðin til þess að fá slíkt fram.
Þvílík forherðing! Þvílík heimska. Hafa menn ekkert lært af sögunni?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggfærslur 28. janúar 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 240
- Sl. sólarhring: 241
- Sl. viku: 273
- Frá upphafi: 870095
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar