Sannleiksferli getur auðveldað saksókn gegn þeim sekustu!

Sannarlega er rétt að sannleiksferli felur það í sér að einstaklingar koma fram fyrir sannleiksnefnd, og fá í staðinn friðhelgi/griðhelgi - þannig að þeir verða ekki sóktir til saka fyrir þær upplýsingar eða játningar sem þeir veita. Sannleiksnefndin sjálf úrskurðar um það, hvort viðkomandi hefur sagt allt létta, og oft var gengið á einstaklinga þeir krosspurðir vegna gagna sem einhver þriðji aðili hafði veitt. Ekki fyrr en nefndin sjálf er sátt með viðkomandi, er honum eða henni veitt grið.

  • Sumir sjá þetta í neikvæðu ljósi, að þá verði öllum fyrirgefið og enginn saksóttur.

 

En þarna skortir fólk þekkingu á því hvernig sannleiksferlum var beitt í Argentínu og Chile

Málið er að fjöldi manns voru einmitt saksóttir í Chile og Argentínu, vegna skítugu stríðanna í þeim löndum. Á sama tíma, var þó langflestum gefin grið - af þeim sem þátt tóku, sem frömdu glæpi.

ÞAÐ MÁ NOTA SANNLEIKSFERLI SEM VEIÐITÆKI!

VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ ÁKVEÐA AÐ FYRIRGEFA ÖLLUM.

Þegar ákveðið var að beita þessari aðferð í Argentínu og Chile, var einnig ákveðið að tilteknir einstaklingar fengu ekki grið - fengu ekki að koma fram og fá friðhelgi.

Heldur var leitast eftir með notkun sannleiksferlis, að afla upplýsinga gegn þeim aðilum - sem tókst í langflestum tilvikum, og helstu yfirmenn, hers og lögreglu - á árum skítuga stríðsins, fengu langa fangeilsisdóma.

 

Ef við ímyndum okkur beitingu sannleiksferlis við rannsókn fjármálaglæpa hér!

Þá er vandinn eins og í þeim löndum, að fjöldi manns er innviklaður í þá glæpi, tók fullann þátt í þeim glæpum.

Vegna ótta viðkomandi við það að fara sjálfir hugsanlega fyrir lög og dóm, hafa slíkir meðsekir einstaklingar mjög sterka hvatningu til þess að "halda kjafti".

  • Besta leiðin einmitt til þess að rjúfa slíkann þagnarmúr - er að bjóða grið eða friðhelgi, gegn fullum uppljóstrunum.  
  • Og þ.e. einmitt kostur að þær uppljóstranir fari fram í beinni - eins og venja er með sannleiksferli, að öllu er útvarpað/sjónvarpað beint.
  • Þá sjá aðrir "sekir" að viðkomandi er að fá eitthvað sem er eftirsóknarvert að fá, þ.e. grið. 
  • Að auki sjá þeir, hverju viðkomandi er að ljóstra upp.
  • Þeir fara þá margir hverjir að óttast um sinn hag, óttast að verða sjálfir sóktir til saka vegna uppljóstrana af slíku tagi, og allt í einu sníst "þagnarmúrinn við" og það verður þess í stað kapphlaup um að segja allt hið létta, svo menn fái að öðlast "grið".

Á lýgilega stuttum tíma - getur slík uppljóstrunar "stampete" eða kapphlaup, ljóstrað upp öllu því sem þörf er á, til þess einmitt að ná því takmarki, að koma toppunum í steininn.

Verðið er að gefa öllum eða nær öllum undirmönnum grið.

Einhverjir sem eru of lengi að hugsa sig um, verða of seinir - þannig séð.

 

Varðandi stjórnmálin, er sennilega aldrei unnt að koma nokkrum í tukthús!

Einfaldlega vegna þess að meintir glæpir eru fallnir á tíma lögum skv. Svo að sannleiksferli sníst þá fyrst og fremst, um það að fá fram "sannleikann".

Sannarlega getur verið að slíkt ferli skili minna á þessu sviði, vegna þess að skortur á óttanum um lögsókn og hugsanlega sakfellingu, þíðir að erfitt er að skapa sambærilegann þrýsting á fólk til að koma fram og segja allt hið létta.

Þó er ekki útilokað, að ég hafi rangt fyrir mér, t.d. að í ljós komi ólöglegar mútur eða eitthvað það annað, sem unnt er að gera að sakamáli.

  1. Fleiri en ein sannleiksnefnd getur starfað á sama tíma - í reynd margar ef út í þ.e. farið. 
  2. Þær geta þá verið sérhæfðar - þannig væri sennilega best að nefnd sem væri að rannsaka fjármálaglæpi starfaði algerlega sjálfstætt.

 

Niðurstaða

Mig grunar að margir geri sér ekki grein fyrir því, hve öflugt tæki einmitt til þess að ná fram upplýsingum, sem síðan er unnt að nýta í sakamálum - "Sannleiksferli" er!

Ég sé þetta einmitt sem mjög gagnlega aðferð til að glíma við þá spillingu sem virðist algerlega gegnsýra okkar fjármálakerfi, þ.s. sama spillingin virðist enn þrífast eftir sem áður.

Ég tel að sú spilling eytri út frá sér inn í stjórnmálin, því þarna að baki eru fjárfsterkir aðilar sem styrkja einstaka stjórnmálamenn og flokka, og viðhalda spillingarkerfinu innan fjármálakerfisins, með aðstoð vildarvina innan hins pólit. kerfis.

-------------------------------

Bendi einnig á eldri færslur:

Nýtum sannleiksferli til að gera upp hrunið!

28.9.2010 Geir ákærður - en aðrir sleppa!

22.9.2010 Er sannleiksferli lausnin? 

 

Kv.


Nýtum sannleiksferli til að gera upp hrunið!

Þetta er alls ekki ný skoðun hjá mér, hún kemur einnig fram í færslum sem ég skrifaði 2010:

28.9.2010 Geir ákærður - en aðrir sleppa! -- 22.9.2010 Er sannleiksferli lausnin?

Ég er búinn að vera hrifinn af "Sannleiksferli" alla tíð síðan Nelson Mandela beitti því innan S-Afríku, í því skini að gera upp hina ægilegu glæpi aðskilnaðarstefnunnar sbr. Aphartheit. 

Við erum að tala um morð á fj. fólks innan S-Afríku, áratuga skipulagða kúgun minnihlutans á meirihlutanum, fangelsun og þrælkun þúsunda, og ekki síst að S-afrísk stjv. hvíta minnihlutans, viðhéldu skæruliðastríði innan nágrannalanda, þ.e. Angola og Mósambík. Börðust áratugum saman einnig gegn sjálfstæðisbaráttu íbúa Namibíu. Ekki má gleyma, að aðstoðuðu einnig um árabil aðra hvíta minnihluta stjórn í ríki sem þá hét Ródesía, en síðar eftir hrun stjórnar hvíta minnihlutans þar, Zimbabve.

Síðan eru það skítugu stríðin í Chile og Argentínu, í tíð herforingjastjórna sem þar ríktu. En þar var farið í fótspor Nelsons Mandela, og þau hræðilegu ár gerð upp akkúrat með beitingu "Sannleiksferlis". Í báðum tilvikum erum við að tala um hræðilega glæpi, þ.e. fjöldamorð á stjórnarandstæðingum, í þessu tilviki var þetta ekki kynþáttastríð heldur var um að ræða innanlandspólitíska andstæðinga, sem voru myrtir í báðum löndum tug þúsundum saman. Að auki eins og reyndar í S-Afríku einnig, var um að ræða umfangsmiklar skipulagðar pyntingar á föngum. Fangelsanir á miklum fj. fólks sem taldist til stjórnarandstæðinga, en þó þurfti oft ekki mikið til að komast í þann hóp sem fangelsaður var. Tímbail ógnarstjórnar í báðum löndum.

Það verður að segja eins og er, að þeir glæpir sem við þurfum að rannsaka, fölna töluvert í samanburðinum, við þá ægilegu glæpi sem gerðir voru upp í S-Afríku, Argentínu og Chile!

Þess vegna einmitt ætti okkur ekki að vera skotaskuld úr því, að nýta þess aðferð skv. fordæmi S-Afríku, Argentínu og Chile: 

Truth and reconciliation commission

Sjá einnig: Truth and reconciliation commission of South Africa

Ekki síst: Truth and Reconciliation Commission of South Africa Report

Skýrslan er vistuð á vef S-Afr. stjv. og virðist sjálf aðalskýrslan um niðurst. sannleiksferlisins er þar fór fram - fyrir áhugsama er nenna að verja nokkrum dögum, jafnvel vikum í lestur :)

 

Kostir þessarar leiðar!

  1. Galli við lög um ráðherraábyrgð er víst að meintir eða hugsanlegir glæpir fyrnast á einungis 3 árum, svo ef mál Geirs H. Haarde fellur um sjálft sig, eða hann er sýknaður. Þá er í dag of seint að ákæra nokkurn annan, eða birta Geir nýja ákæru.
  2. Kostur á móti við aðferð Sannleiksferlis, er að þá er unnt að rannsaka málin niður í kjölinn, án nokkurra takmarkana í tíma, eða um það hverjir eiga í hlut.
  3. Sannarlega er fræðilega einnig unnt að framkv. slíka rannsókn með þingnefnd, sem sérstaklega væri skipuð. En gallinn hér, er að sjálft Alþingi og almennt gildir það einnig um pólitíkusa landsins, nýtur afskaplega lítils trausts. Ef á að gera hrunið upp, þarf að leita leiðar - sem getur fylgt hámarks traust. Þá eiginlega er vart unnt að finna nokkurn þingmann eða landspólitikusa sem njóta slíks trausts, að úrskurði þeirra eða áliti væri treyst. Almenningi þætti einnig erfitt að treyasta, nefnd skipaðri af pólitíkusum landsins, jafnvel þó svo hún væri ekki skipuð neinum augljóslega pólitískum aðilum.
  4. Þess vegna, held ég að sannleiks nefndar-leið sé vænlegri, en til þess að svo verði í reynd, myndum við þurfa að óska aðstoðar erlendis frá til að koma sannleiksferli af stað. Það er mín niðurstaða - að Ísland geti ekki rannsakað hrunið án einhverskonar aðstoðar utan frá. Það þarf ekki endilega vera, ósk um aðstoð erlends ríkis - heldur er þ.s. ég velti fyrir mér, að haft verði samband við þá einstaklinga sem höfðu forystu fyrir sannleiksnefndum í Chile og í Argentínu, og athugað með það hvort ekki sé unnt að fá einhverja þeirra til að koma hingað til lands, og aðstoða okkur við uppsetningu slíks ferlis hér.
  5. Þá þyrfti ekki síst, að fá annaðhvort ráðgjöf þeirra um það hvaða erlenda einstaklinga þeir myndu mæla með, sem áreiðanlegu fólki með þekkingu sem myndi nýtast, eða fá einhverja þeirra einstaklinga - til að sitja í sannleiksnefndinni, ásamt hverjum þeim öðrum innlendum eða erlendum sem væru skipaðir.

Af hverju útlendinga? Einfaldlega vegna þess, hve lítið traust er hér á öllum þeim sem koma í nokkru nærri pólitík er, og að auki vegna smæðar Íslands er mjög erfitt að finna algerlega óháða einstaklinga þ.e. sem ekki tengjast með nokkrum hætti neinu því sem skaðað getur þeirra getu til að vera óháðir dómendur. Með því að hafa nefnd a.m.k. að hálfu skipaða útlendingum, væri möguleiki á því að almenningur myndi treysta útkomu slíks ferlis.

Gallar!

  • Augljósi gallinn er að, þeir sem koma fram og segja frá - fá vernd frá saksókn. Þannig þeir verða ekki sóktir til saka fyrir þær játningar eða upplýsingar sem þeir gefa fyrir nefndinni, í beinni útsendingu.
  1. En skv. lögum sem sett væru um Sannleiksnefndina, fengi hún þann rétt til að veita einstaklingum friðhelgi.
  2. Það er þó ekki án skilyrða, þannig eru nefndarmenn dómarar um það hvort þ.s. fram kemur uppfyllir þeirra kröfur, og t.s. í S-Afríku, var gengið oft hart gegn einstaklingum þegar þeir voru spurðir út í gögn, sem þriðju aðilar höfðu komið með. Þetta er í reynd yfirheyrsla.
  3. Þeir sem koma fram, þ.e. þeim í hag að gefa allt upp - til að fá friðhelgi.Þess vegna er þetta svo öflug leið, einmitt ef þ.e. litið svo á að megintilgangurinn sé í reynd öflun upplýsinga, þ.e. vitneskjunnar um það hvað raunverulega gekk á.
  • Á hinn bóginn, er hvort sem er ólíklegt að þeir sem sekir eru í tengslum við hrunið, sérstaklega þeir sem tóku heimskulegar ákvarðanir, upp í þ.s. mörgum finnst glæpsamlegar, verði sóktir til saka. Ef einhver er dæmdur, er dómur ólíkegur að verða langur. Svo ég lít eiginlega ekki á þetta atriði sem nokkra frágangssök - en munum að þessar aðferðir voru notaðar, þegar miklu mun verri glæpir höfðu verið framdir, og þar má treysta svall mörgum móður, að sjá menn viðurkenna fjðldamorð, pyntingar - sleppa við dóm. Ef þetta var hægt í Chile, Argentínu eða S-Afríku, getum við þetta einnig.

 

Ég held að það sé mikil þörf fyrir okkar samfélag að koma þessu í verk

Í dag er það svo að alger skortur er á trausti, og það vantraust er að éta upp þjóðarsálina, er sem sár á henni.

Þ.e. ekki síst vegna þessa, sem sannleiksferli er að mínu viti nauðsynlegt hérlendis - en ég tel það alveg augljóst að hvort tveggja: Stjórnmálin og Dómskerfið.

Séu algerlega ófær um að framkvæma þá upplýsingu sem almenningur í reynd krefst, og þörf er á - ef vinna á bug á þessu mikla vantrausti.

Ég stórlega efa, að nokkur sú nefnd sem Alþingi getur skipað - geti náð því trausti, svo að hún geti mögulega stigið í þau spor sem sannleiksnefndir S-Afríku, Chile eða Argentínu - fetuðu.

Ég skynja raunverulega hættu á uppþotum, ef ljóst verður að mál Geirs H. Haarde, fellur um sjálft sig, og almenningur veit að enginn mun þurfa að taka pokann sinn, eða fara í steininn.

Ekki síður, þegar ljóst verður sennilega hve lélegur afraksturinn verður, af þeim dómsmálum sem nú eru í gangi.

Sannarlega var núverandi ríkisstjórn ekki síst kjörin út á kröfuna um uppgjör - en ég held að vegferð hennar sýni svo ekki verði um villst, að þ.e. raunverulega svo að innlend stjórnmál ráða ekki við málið.

Ekki síður vegna hættunar á þvi að spennan brjótist út í alvarlegum átökum, þarf að fara leið sannleiksferlis - en ákvörðun Nelson Mandela var ekki síst byggð á þeirri röksemd, að friðurinn væri dýrmætur.

  • Auðvitað þarf fyrir rest að verða fyrirgefning, en ekki fyrr en lærdómur hefur verið tekinn.
  • Og teikn eru á lofti, að einhverjar trúverðugar breytingar séu að eiga sér stað.

En sannleiksferli er einmitt líklegast - að leiða fram þá þekkingu sem við þurfum á að halda, ef við eigum að geta tekið réttar ákvarðanir um akkúrat í hverju þær breytingar skulu felast.

En áður en meinið er þekkt og greint, er ekki unnt að sjúkdómsgreina rétt.

 

Niðurstaða

Ég mælist eindregið til þess að Ísland fylgi fordæmi Nelson Mandela í S-Afríku, og einnig fordæmum Argentínu og Chile. Fyrst að þær þjóðir gátu gert upp miklu mun verri mál en þau sem við stöndum frammi, ættum við að geta beitt þeirra góðu fordæmum, til að gera upp það sem hérlendis hefur gengið á. Enda eru það ekki fjöldamorð né pyntingar, né stríðsátök sem við þurfum að rannsaka, aðeins spilling - fjármálaglæpir og vanhæfi.

Ég meina virkilega - við geitum þetta, sérstaklega ef við fáum erlenda einstaklinga með þekkingu, til að taka þátt í starfinu, eða jafnvel til að hafa yfirumsjón. 

Við Íslendingar eigum ekki að vera feimnir við það að fylgja góðum fordæmum sem finna má hjá öðrum þjóðum.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. janúar 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 240
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 870095

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband