Joseph A. Stiglitz lýsir algeru frati á áætlun Angelu Merkel fyrir Evrusvæði

Umæli Joseph A. Stiglitz i dag um evrusvæðið hafa vakið mikla athygli. En klárt af þeim er að hann er viss um að sú leið sem Angela Merkel vill að Evrusvæðið fari, sé leið til efnahagslegs helvítis.

Að auki virðist sem hann sé orðinn mjög skeptískur á áframhaldandi tilvist evrunnar.

 

Hér er hlekkur á hið fræga viðtal við Joseph A. Stiglitz:

Stiglitz Says Slower China Growth Probably `Good Thing'

En viðtalið var tekið í Hong Kong, og greinilega að spyrli fannst svör hans um aðstæður í Kína áhugaverðastar.

En fyrir okkur, er það til mikilla muna áhugaverðara, hvað hann segir um stefnu ríkisstjórnar Angelu Merkel - sem telur réttu leiðina til viðsnúnings úr kreppunni, vera þann að gervallt evrusvæðið fari inn í meiriháttar niðurskurð á opinberum útgjöldum, og það samtímis.

Síðan dæmi um umfjöllunn fjölmiðla:

Stiglitz says European austerity plans are a 'suicide pact'

""The answer, even though they see over and over again that austerity leads to collapse of the economy, the answer over and over [from politicians] is more austerity," said Mr Stiglitz to the Asian Financial Forum, a gathering of over 2,000 finance professionals, businessmen and government officials in Hong Kong."

""It reminds me of medieval medicine," he said. "It is like blood-letting, where you took blood out of a patient because the theory was that there were bad humours.""

""And very often, when you took the blood out, the patient got sicker. The response then was more blood-letting until the patient very nearly died. What is happening in Europe is a mutual suicide pact," he said."

""Among economists the discussion is about the best way to end the euro. It could be civilian upset that does it. Youth unemployment in Spain has been over 40pc since 2008. How much longer will they tolerate that? The policies of the new government are for more of the same medicine, except worse."

""The other way it may end is when the European Central Bank refuses to be the lender of last resort for some countries, precipitating a crisis. We can be sure that markets will be highly volatile and the end of the Euro will be a very severe disruption to the global economy," he said."

 

Fyrir þá sem hlustuðu á viðtalið!

Það er ljóst að Stiglitz telur að bandaríska ríkið eigi að eyða peningum, ekki skera niður. Hann bendir á "crumbling infrastructure" - að alríkið geti notfært sér ótrúlega ódýr lánskjör þessa stundina, til þess að framkvæma með tiltölulega ódýrum hætti. Og þannig hvetja hagkerfið.

Hann hefur ekki heldur tiltrú á sparnaðaraðgerðum breskra stjv. - klárt telur að þar eigi einnig að nota ótrúlega hagstæð lánskjör sem breska ríkinu bjóðist i dag.

Ég bendi þó á að "Bank of England" er að prenta peninga á fullu þessa stundina, og það má alveg halda því fram að slík prentun, komi í stað þess að ríkið sé að eyða - eins og hann leggur til.

Það sem kannski má gagnrýna, er að i júlí tók seðlaprentunaraðgerð enda hjá "Federal Reserve" bandar. seðlabankanum.

En því má alveg halda fram, að ef "Fed" prentar samhliða því að stjv. skera niður - þá ætti það að duga til þess, að ekki verði allsherjar hjöðnun í hagkerfi Bandar.

  • Ég er alveg sammála honum, þegar hann segir að niðurskurðaraðgerðir bandar. stjv. muni hafa mjög hjaðnandi áhrif, ofan á skerta neyslu út af skuldastöðu almennings og vegna þess að fyrirtæki eru enn að halda að sér höndum með fjárfestingar.
  • Ef þ.e. á hinn bóginn rétt hjá honum að vega- og samgöngukerfi Bandar. sé víða úr sér gengið, þá sannarlega getur það verið hagkvæm ráðstöfun að framkvæma á fullu akkúrat núna. En samgöngubætur nýtast síðar, þ.e.a.s. ef þær raunverulega eru nauðsynlegar - bæta skilvirkni hagkerfisins.
  • Annað átti við í Japan, þar var samgöngukerfið gott fyrir, og það gekk hratt á nytsama hluti til að framkv., og margt af því sem framkv. var síðar meir er talið hafa verið til lítilla nota - "Bridges to nowhere - roads to nowhere".
  • Skuldir eru eftir allt saman skuldir - svo ríkið á ekki að skuldsetja sig frekar - jafnvel þó skuldsetning sé mjög ódýr nú; nema um raunverulega arðbærar famkv. sé að ræða.
  • Japanska ríkið reyndi í áratug að beita eyðslu til að örva hagkerfið - með mjög takmörkuðum árangri, eiginega er sá fyrst og fremst að japanska ríkið skuldar mjög mikið.
  • Alternatív leið - er sú breska, sem verður að flokkast sem millileið - þ.e. að ríkið sannarlega spari, en á móti hafi seðlabankinn "Bank of England" fullt umboð til seðlaprentunar.
  • Bank of England er einmitt að prenta í dag.

Mér finnst nefnilega Stiglitz ganga smá langt, þegar hann mótmælir aðgerðum breskra stjv., setur undir sama hatt og aðgerðir bandar. stjv.

En bresk stjv. hafa haft mikinn ríkishalla, það reyndar hafa bandar. líka - eða um eða yfir 10%.

Svo mikill halli framkallar frekar hraða skuldasöfnun. Það verður að muna, að þó ódýr nú, þá samt auka nýjar skuldir vaxtakostnað ríkisins - sem minnkar í framtíðinni umráðafé þess.

Nema auðvitað að það finnist mjög arðbærar fjárfestingar - sem ef það á við, getur breytt reikningnum.

Varðandi sparnaðaraðgerðir innan evrusvæðis, er ég algerlega sammála hans gagnrýni:

  • Það er út af fyrir sig unnt að skilja þá hugsun, að ef ríkin skulda - eigi þau að spara.

En þarna þarf að hugsa dæmið í samhengi.

Þjóðverjar telja að þ.s. þeir gerðu á sl. áratug sé dæmi til eftirbreytni - en þ.s. þeir gerðu er til mikilla muna vægara en þeir eru að krefjast af S-Evrópuþjóðunum.

  1. Þjóðverjar frystu að mestu launahækkanir á sl. áratug, laun hækkuðu ekki nema 1% á ári að meðaltali, vegna þess að laun hækkuðu meir annars staðar - framkallaðist raungengislækkun í Þýskal. vs. önnur aðildarlönd evrusvæðis, eins og Þjóðverjar hefðu fellt gengið.
  2. En í dag er krafan um beinar launalækkanir, sem er til mikilla muna stýfari krafa, erfiðari aðgerð. En meðan launafrysting orsakaði ekki samdrátt í Þýskalandi - heldur stöðnun í aukningu neyslu. Þá mun launalækkun með þráðbeinum hætti minnka neyslu í S-Evrópu löndunum, þannig minnka efnahagsumsvif - því tekjur ríkisins, og að auki hækkar skuldir landsins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.
  3. Þýska ríkið sannarlega skar nokkuð niður útgjöld, en krafan um niðurskurð á S-Evrópu er mun stífari, sem framkallar sjálfstæð samdráttarárif innan hagkerfisins, sem mun auka hlutfall skulda af landsframleiðslu.
  4. Svo þarf að muna, að á sl. áratug var það Þýskal. eitt og sér, sem var að beita sig aðhaldi, meðan hin hagkerfin voru í uppsveiflu. Þýska hagkerfið naut góðs af vaxandi eftirspurn frá þeim löndum - og heilmikil hjálp fyrir þýska hagkerfið var af þeim auknu tekjum - meðan aðlögun átti sér stað.
  5. En ef öll flest hinna 17 aðildarríkja evrusvæðis samtímis beita sig hörðu, verða víxlverkandi áhrif yfir landamærin, vegna þess að samdráttur í einu mun minnka eftirspurn eftir framleiðsluvörum þess næsta og öfugt, svo koll af kolli. Þannig að samlegðaráhrifin af því að evrusvæðið er einn markaður, mun þá fara í öfugann gír.
  6. Svo þarf að muna eftir bönkunum, sem á evrusvæði hafa því miður fengið að hafa mjög lágt eiginfjárhlutfall þ.e. kringum 5%. Sannarlega hefur þeim verið skipað að auka það í 9%, en þeir hafa frest til þess fram í júní eða júlí nk. Það sennilega hefur ekki enn komið til framkv.
  7. Hættan er sem sagt, að öll þessi hjöðnun sem ég lýsi í 1-5 leiði til svo mikils verðfalls á eignum bankanna, svo mikillar aukningar affalla af lánum - að eiginfé einhverra banka þurrkist upp.
  8. Mér sýnist hætta á bankahruni augljós - og klárt vaxandi því meir sem ofangreindar aðgerðir auka á samdrátt hagkerfa evrusvæðis.
  • Bankahrun er jafnt og endalok evrunnar sjálfrar - eða það getur farið þannig, að hrun stórs banka hefði sambærilega afdrifaríkar afleiðingar við hrun Credit Anstalt í Austurríki í mái 1931, atburður sem hratt af stað bankahruni um Evrópu víða - hruni fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu einnig, þetta barst síðan til Bandar. framkallaði hrun þar einnig, svo barst þetta um heiminn vítt.
  • Slíkur atburður sýnist mér geta endurtekið sig - og það sé í reynd ákaflega líklegt að sagan endurtaki sig, ef fylgt verði ráðleggingum ríkisstjórnar Angelu Merkelar innan ríkja Evrusvæðis.

Það verði að vera peningaprentun - samtímis, svo Seðlabanki Evrópu geti eftir þörfum endurfjármagnað banka í vandræðum, með svipuðum hætti og Federal Reserve eða Bank of England gerðu.

Ef peningaprentun er bætt við púkkið, verði efnahagsstöðnun og nokkur - hugsanlega vaxandi - verðbólga, jafnvel töluverð verðbólga, e-h umtalsvert lífskjarahrun; en sennilega ekki þessi stórfelldi hrun atburður, sem myndi valda enn skelfilegra tjóni.

Það má vera að sé rétt, að lífskjör þurfi að lækka - ríkissjóðir þurfi að minnka umsvif, skera niður. En án peningaprentunar sé ég ekki hvernig á að komast hjá stórum hrun atburði - ef svo víðtækum hjöðnunar aðgerðum er beitt.

 

Niðurstaða

Hagfræði er óviss vísindi, sjálfsagt mál að lesa jafnvel þá allra frægustu hagfræðinga með gagnrýnum hætti. Ég kaupi algerlega þá gagnrýni Stiglitz að leið Angelu Merkelar sé líkleg til að keyra evrusvæði í stöðugt dýpri samdrátt. Að auki, að þá sé um leið sífellt vaxandi líkur á stórum hrun atburði sem líklega myndi binda enda á tilvist evrunnar.

Þetta þarf þó ekki að fara svo ílla. Vel unnt að komast hjá slíkum hrun atburði.

Ekki víst þó að maður eigi að vera sammála öllu því sem hann vill gera með öðrum hætti.

 

Kv.


Bloggfærslur 17. janúar 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 240
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 870095

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband