Evrópa hefur 6 vikur til að koma fram með lausn!

Það er útlit fyrir að engin stór yfirlísing komi fram á G20 fundinum á laugardag, varðandi evrukrýsuna. En þeirri hugmynd virðist hafa skotið rótum, að gefa evrópu 6 vikur.

En 6 vikum héðan í frá, verður haldinn annar G20 fundur í Canne í Frakklandi.

Europe hastens to build up debt crisis defenses :""They have six weeks to resolve this crisis," said British finance minister George Osborne, speaking on the sidelines of semi-annual policy discussions in Washington."

George Osborne: "Patience is running out in the international community... More needs to be done to avoid a disorderly outcome," he said, before referring to the next G20 meeting in Cannes on November 3 and 4. "The eurozone has six weeks to resolve its political crisis."

 

Þó maður geti ef til vill ekki fullyrt með 100% öryggi að orð Osborne sé rétt lýsing á vilja þjóða heims.

Þá finnst mér ólíklegt - að hann myndi hafa tekið til orða með þessum ákveðna hætti, án þess að vera búinn að ræða a.m.k. óformlega við aðrar mikilvægar ríkisstjórnir út um heim.

  • En sennilega ræður mestu - að Grikklandsdæmið er í gangi, og aðilar vilja gefa Evrópu tíma til að ákveða sig, hvort Grikkland verður gjaldþrota eða ekki.
  • Tíma að auki til að klára, staðfestingarferli á þeim aðgerðum sem ákveðnar voru í miðjum júlí sl. 

Svo þó evrukrýsan muni örugglega verða mikið rædd - þá verði hún ekki endilega megin mál fundarins, eins og áður var haldið af fjölmörgum fréttaskýrendum.

G20 fundurinn muni einfaldlega hvetja Evrópu til að koma fram með lausn sem fyrst.

Að auki verði Evrópu tjáð, að ríki heims verði tilbúin til að aðstoða, þegar Evrópa hafi loks markað ákveðinn farveg - með einhvern lágmarks trúverðugleika.

 

Niðurstaða

Mér sýnist orð fjármálaráðherra Breta, benda sterklega til þess. Að ekkert stórt útspil muni koma fram, af hendi stórvelda heimsins - frá G20 fundinum. 

Evrópu verði send hvatningarorð - og væntanlega einnig óljós vilyrði um gulrætur síðar, ef Evrópa fyrst finnur einhvern nothæfann farveg, fyrir sín vandamál.

 

Kv.


G20 fundurinn nk. laugardag í Washington, verður allsherjar krýsufundur!

En það er alveg sama hvert litið er, alls staðar hægir á. Hvort sem við erum að tala um S-Ameríku, Asíu, N-Ameríku eða Evrópu. Sannarlega, er þó enn verulegur hagvöxtur til staðar í Asíu. Þar er enn einungis um að ræða minnkun hagvaxtar - ekki kreppuútlit.

En allt annað er uppi á teningnum, þegar litið er til Bandaríkjanna og Evrópu. 

  • Löndin beggja vegna N-Atlantshafs, eru á leið í nýja kreppu!
  • Það virðist í dag nær alveg fullvíst!

En samdrátturinn hófst í maí sl. og hefur síðan verið samfelldur, mánuð til mánaðar - þ.s. dregið hefur jafnt og þétt úr hagvexti.

Er svo komið nú, að hagtölur nálgar "0" með ógnarhraða - og með sama áframhaldi verður kreppa skollin á ný - - í vetur.

  • Ég spái því að kreppa verði á 4. ársfjórðungi á Evrusvæðinu.
  • 3. ársfjórðungur muni mælast um eða við "0".

Nýjustu PMI (Purchasing Managers Index) tölur fyrir Evrópu: september!

  1.  "PMI...eurozone's manufacturing...48,4. - - (49 í ágúst)
  2. "PMI...eurozone's services sectors...49,1 - - (51,5 í ágúst)

Tölur yfir 50 er vöxtur - tölur undir 50 er samdráttur!

  • Þetta inniber spá um samdrátt iðnframleiðslu og þjónustu iðnaðar á evrusvæðinu, í október!

Meira að segja í Kína voru PMI tölur undir 50! En þar sem hagvöxtur þar er enn svo mikill - er það ekki endilega varasamt!

Allt annað á við um Evrusvæði, þ.s. hagvöxtur á 2 ársfjórðungi mældist bara 0,7%.

Algerlega klárt að hann verður minni á 3. fjórðungi - en að hvaða marki, er ekki enn eins ljóst.

Smávegis samdráttur umsvifa einkahagkerfis - sem ofangreindar tölur gefa vísbendingu um, ítir greiniega ástandinu frekar niður og nær "0" mörkum.

"The European Commission said its consumer confidence index fell to -18.9 in September, following a sharp fall to -16.5 in August."

  • Þetta kom einnig fram í dag - að enn frekara fall í bjartsýni neytenda hafi átt sér stað.

Þegar við bætist að markaðir urðu óttaslegnir við frétt miðvikudagsins, sem var greinargerð Federal Reserve um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum, þá ásamt tölum um frekari slæma þróun í Evrópu - - varð verulegt verðfall á mörkuðum í dag, beggja vegna N-Atlantshafsins!

 

Verðfall á mörkuðum í Bandaríkjunum: U.S. Stocks Plunge

  • "The Dow Jones Industrial Average closed down 391.01 points, or 3.5%, to 10733.83"
  • "The Standard & Poor's 500-stock index shed 37.20 points, or 3.2%, to 1129.56, after touching its lowest intraday level since early August."
  • "The technology-oriented Nasdaq Composite slumped 82.52 points, or 3.2%, to 2455.67."

Áhugavert að Dow Jones er komin niður fyrir 11.000 stig. En það hefur nú gerst þrisvar áður, síðan óróleikinn hófst fyrir alvöru í agúst.

En fyrri skiptin reis vísitalan aftur upp fyrir 11.000 markið - en spurning hvort að nú muni hún haldast fyrir neðan það!

Ef svo reynist vera, þá mun það verða visst sálrænt áfall!

 

Verðfall á mörkuðum í Evrópu: European Stocks Sink

  • The Stoxx Europe 600 index ended down 4.6% at 214.89. This was the biggest percentage fall since March 2009 when the index fell 5.3%.
  • "U.K.'s FTSE 100 closed down 4.7% at 5041.61, hitting an intraday low of 5013.55. The FTSE managed to keep its head above the 5000-mark, which is seen as a psychologically important level."
  • "Germany's DAX declined 5.0% to 5164.21"
  • "France's CAC-40 closed 5.3% lower at 2781.68."
  • "The Stoxx Europe 600 banks index also declined 5.7%."

Verðfallið á mörkuðum í Evrópu, er að sögn erlendra fréttavefja - það mesta siðan kreppan 2008 hófst fyrir alvöru með falli Leaman fjárfestingabankans.

Munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu síðan ágúst, er að í Bandaríkjunum hækkuðu verð aftur.

Þannig að vísitölur þar hafa verið að rokka upp og niður, upp og niður. En að meðaltali staðið í stað - fram að þessu. Kannski að nú sé að verða breyting.

Meðan, að í Evrópu hefur nettó sveiflan verið niður - og það jafnt og þétt. Þó nokkrum sinnum hafi vísitölur einnig hækkað, þá voru hækkanir yfirleitt minni en verðfallið á undan og síðan verðfallið sem kom í kjölfarið.

Evrópskar vísitölur eru því verulega niður - heilt yfir litið. Síðan í upphafi ágúst.

 

Niðurstaða

Evrusvæðið virðist vera að búa til nýja heimskreppu. Vegna þess hve heims fjármálamarkaðir eru orðnir innbyrðis háðir, skuldabréf Evrusvæðisríkja eru t.d. í miklu magni í eigu bandar. banka. Evr. skuldabréf eru einnig í eigu japanskra og kínv. aðila. Og auðvitað víðar.

Að mjög mörgu leiti er þetta eins og endurtekning á "sub prime" krýsunni. Nema að nú er vantraust að skapast á skuldabréfa-útgáfum sjálfstæðra ríkja. Sem leiðir til verðfalls þeirra - og tjóns fyrir fjármálastofnanir sem eiga þau bréf.

Skv. AGS er fjárhagslega holan innan banka á Evrusvæðinu af þessa sökum, á stærðargráðunni 300ma.€.

Fjármálakreppa muni dreifast um heiminn. 

En í þetta sinn, eru ríkin víða um heim búinn með sína varasjóði - megni til.

Þannig, að útlit er fyrir - að ekki verði endurtekin sú mikla alþjóðlega björgun á heimsfjármálakerfinu sem Bandaríkin höfðu forustu um síðla árs 2008 sem stóð fram á mitt ár 2009.

En, ég reikna fastlega með að rætt verði á G20 fundinum á laugardaginn, hvað hægt sé að gera. Hvort unnt sé að hrinda einhverju sambærilegu af stað.

En, mjög ólíklegt er að skalinn á þeim aðgerðum verði neitt sambærilegur. 

Þannig ólíklegt að þær dugi til, að snúa þeim neikvæða spíral við - sem er klárt í gangi!

----------------------------

Ný heimskreppa virðist því á allra næsta leiti.

Verður líklega hafin á útmánuðum næsta árs.

Og hún mun sennilega standa lengi.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. september 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband