15.9.2011 | 16:36
Helstu seðlabankar heimsins, koma Evrusvæði til aðstoðar!
Þetta er ný frétt. En tilkynnt var eftir hádegi í dag af hálfu Seðlabanka Evrópu um samræmda aðstoð, sem Seðlabanki Evrópu hefur skipulagt með eftirfarandi seðlabönkum:
- Seðlabanki Bandaríkjanna.
- Seðlabanki Bretlands.
- Seðlabanki Sviss.
- Seðlabanki Japans.
Þetta snýr að vandræðum evrópskra bankastofnana, við fjármögnun peningalegra eigna einkum í dollurum. En undanfarið hefur slíkra vandræða gætt í vaxandi mæli.
"Fears about European banks' holdings of the sovereign debt of indebted eurozone nations has made other banks unwilling to lend to them, and borrowing dollars has come under particular strain in recent weeks."
Aðstoðaráætlunin sem stendur til ársloka, mun fela í sér veitingu skammtímalána þ.e. 3. mánaða.
------------------------------------------
PRESS RELEASE
15 September 2011 - ECB announces additional US dollar liquidity-providing operations over year-end
The Governing Council of the European Central Bank (ECB) has decided, in coordination with the Federal Reserve, the Bank of England, the Bank of Japan and the Swiss National Bank, to conduct three US dollar liquidity-providing operations with a maturity of approximately three months covering the end of the year. These operations will be conducted in addition to the ongoing weekly seven-day operations announced on 10 May 2010. The schedule for these additional operations is as follows:
Tender date Settlement date Maturity date 12 October 2011 13 October 2011 5 January 2012 9 November 2011 10 November 2011 2 February 2012 7 December 2011 8 December 2011 1 March 2012 These will all take the form of repurchase operations against eligible collateral and will be carried out as fixed rate tender procedures with full allotment. Further information on tender procedures can be found on the ECBs website.
------------------------------------------
Þessi aðgerð er klár teikn um þær áhyggjur sem aðilar innan alþjóðafjármálakerfisins, hafa af ástandinu á Evrusvæðinu!
Þessi aðgerð er auðvitað takmörkuð - en banki getur einungis fengið pening gegn gildu veði.
Spurning hvað akkúrat er gilt veð - en ekki kemur fram hvort reglur um slíkt hafi verið samræmdar milli seðlabankanna.
Bankar geta samt farið á hausinn - þó þeir taki þátt í slíkri áætlun.
En, þetta dregur úr líkum þess að banki rúlli vegna skammtíma fjármögnunar vandræða.
Það virðist vera meining aðila - að bankar séu flestir hverjir til lengri tíma litið - ofan moldu.
Að vandræðin séu tímabundin - muni líða hjá!
Fram kemur í fréttum að markaðir hafi tekið við sér - og hlutabréf bankastofnana í Evrópu fari nú hækkandi - seinni part dags.
Öllur neikvæðari frétt:
The European Commission has put out its growth forecasts for the eurozone in the second half of the year, and has cut its estimates "considerably" because of the impact of the debt crisis.
The commission now expects the eurozone to expand by just 0.2pc in the third quarter and 0.1pc in the final quarter.
- 0,2% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi á Evrusvæði.
- 0,1% hagvöxtr á 4. ársfjórðungi.
Hagvöxtur á evrusvæðinu er að nema staðar!
Þetta auðvitað magnar upp vandamál banka á evruvæðinu, því þeirra vandamál eru ekki síst vegna mikilla eigna þeirra í formi ríkisskuldabréfa.
Og þau bréf, hafa verið í vandræðum einmitt vegna, slæms útlits nokkurra ríkja.
Vísbendingar hafa verið um vaxandi líkur á að þeir bankar tapi verulegu fé - út á þær eignir.
Það hefur verið megindrifkraftur vaxandi vantrausts fjármálamarkaða gagnvart evr. bönkum.
Enn versnandi horfur í efnahagsmálum, að sjálfsögðu draga úr tiltrú á ríkjum í vanda, sem þá framkallar enn meira vantraust á stöðu þeirra banka, sem eiga mikið af þeirra bréfum.
Þannig víxlverkar þetta hvað um annað - ekki má gleyma að þegar meðalvöxtur er orðinn þetta lítill, verða einhver lönd sennilega kominn alla leið yfir í samdrátt!
Niðurstaða
Þessi sameiginlega björgunaráætlun seðlabankanna, sýnir meir en mörg orð - hve alvarlegt ástand mála á evrusvæðinu er orðið. En hrun væri mjög alvarleg ógnun við heimshagkerfið.
Hrun í Evrópu myndi líklega valda enn alvarlegri heimskreppu en "sup prime" krýsan í Bandaríkjunum orsakaði.
Með versnandi efnahagshorfur í huga að auki, þá er þetta sennilega mjög nauðsynleg aðgerð.
Fögnum henni - - orustan um evruna er sennilega hafin fyrir alvöru!
Kv.
15.9.2011 | 00:35
Grikkland áfram með evruna - skv. sameiginlegri yfirlísingu Merkel, Sarkozy og Papandreo!
Vandinn við þessa yfirlísingu, að ekkert nýtt í reynd kemur fram. Merkel og Sarkozy ítreka enn eina ferðina, að Grikkland verði að herða róðurinn, framfylgja fyriskipuðum áætlunum - sem fyrir lifandi löngu síðan er ljóst að munu ekki ganga upp; og Papandreo kemur með enn eina innantóma loforðið, um að Grikkland muni standa við sitt.
Ég reikna ekki með því að markaðir muni sannfærast!
Greece's Future Is With Euro Zone, Say Merkel and Sarkozy
- Sl. mánudag lýsti ríkisstj. Grikklands því yfir að hún myndi leggja á nýjan eignaskatt - sem á að ná inn þeim 2ma. sem vantar inn í fjárlög skv. útreikningum svokallaðs þríeykis.
- Áhugavert að sjá hernig mun ganga að innheimta það fyrir nk. áramót. Stutt eftir af árinu.
- Ég reikna með því fremur en hitt, að þegar þríeykið fundar með ríkisstj. Grikklands á allra næstu dögum, muni koma í ljós að þríeykið geri sér þessa yfirlísingu að góðu.
- Þó svo að fram að þessu, hafi engin áætlun ríkisstj. Grikklands, um tekjur af innheimtu skatta - gengið eftir.
- Að auki, þó svo að til þessa, hafi efnahagssamdráttur alltaf reynst meiri en reiknað var með sbr. nýlegar tölur þess efnis, að samdráttur 1. ársfjórðungs hafi verið 8,1% og 7,3% 2. fjórðung.
En Timothy Geitner fjármálaráðherra Bandar. sagði í dag - að leiðtogar Evrópu muni ekki heimila að Lehman Brothers skala hrun, eigi sér stað.
Svo reikna má með því, að stjv. Evrópu og Bandar. hafi talast við - og bandar. stjv. hafi tjáð evr. að það væri mjög slæm hugmynd að láta Grikkland verða gjaldþrota.
Þannig, að það tal sem verið hefur í Evrópu, um yfirvofandi gjaldþrot Grikklands - ekki síst meðal þýskra stjm.manna - meira að segja Merkel nefndi þetta; verður þá líklega sett á hilluna í bili.
Stjórnmálamenn Evrópu og í Bandar. muni leitast við að blöffa það - að Grikkland muni standa við sitt - - svo eins og ég sagði, reikna ég fastlega með því að ákveðið verði af þríeykinu vegna þrýstings stjv. evr. og bandar. - að fresta gjaldþroti Grikklands að sinni.
Grikkland fái því þá greiðslu sem grísk yfirvöld eiga að fá, ef þau teljast hafa staðið við prógrammið - nú í september.
Næsta Grikklands drama verður þá aftur eftir 3. mánuði!
Þegar kemur að næstu endurskoðun.
Nema auðvitað - að það komi mjög fljótt í ljós að þetta skattheimtu plan grískra stjv. gangi alls ekki upp.
- Annars er af nógu að taka - bankakrýsa - Ítalíu og Spánarkrýsa, ofan á Portúgalskrýsu.
- Svo er möguleiki meira að segja - - á Frakklandskrýsu.
En heyrst hefur orðrómur um það, að stutt sé í að frönsk stjv. neyðist til að taka yfir sína helstu stóru banka - og endurfjármagna þá. En bréf þeirra hafa fallið nú um rúmlega helming, síðan sl. áramót.
Það er mikil blóðtaka! Hlýtur að setja stórt spurningamerki við raunverulega eiginfjárstöðu þeirra.
Maður er jafnvel farinn að velta upp möguleikanum á banka-áhlaupi, að hrunið verði jafnvel fyrir rest með meginfókus á sjálft Frakkand - þar hrynji spilaborgin.
En franskir bankar eru bersýnilega mjög viðkvæmir núna - ef kostnaður af endurfjármögnun leggst á frönsk stjv. - þá geta skuldir Frakkl. nálgast skuldastöðu Ítalíu þ.e. cirka 120% en í dag skuldar ríkisstj. Frakkl. cirka 82%.
Á 2. ársfjórðungi var hagvöxtur í Frakklandi meira að segja lélegri en á Ítalíu. Mældist í reynd akkúrat "0" - svo ef skuldastaða ríkisins snöggversnar hastarlega, þá er langt - langt í frá unnt að útiloka; að Frakkland taki við af Ítalíu sem fókus markaða NO 1.
Niðurstaða
Leiksýningin á Evrusvæðinu heldur áfram. Pólitíkusar hlaupa í kringum vandamálin eins og kettir í kringum heitan graut. Á meðan vandamálin hlaðast upp - skaflinn hækkar. Spurningin virðist einungis um það - hvenær skaflinum verður ekki lengur ítt áfram, eitt skiptið enn.
Mögulegum trigger atburðum er alltaf að fjölga: Grikkland, Ítalía, Spánn - bankakrýsa, jafnvel sjálft Frakkland, ef bankakrýsan heldur áfram að vinda upp á sig. Svo er það hagvaxtarvandinn - sem víxlverkar við öll ofangreind vandamál; og ef 3. ársfjórðungur mælist enn lélegri en sá nr. 2, þá mun eitt stóra verðfallið enn verða - þvert yfir, hvort sem það eru bankabréf, bréf annarra fyrirtæka eða bréf einstakra ríkja.
Svo þá versna öll þau vandamál, sem hvert og eitt getur verið trigger.
----------------------------
Því miður þá lækkaði Seðlabanki Evrópu ekki vexti um daginn. Hélt þeim óbreyttum í staðinn. Meðan flestir óháðir hagfræðingar eru á því að síðasta vaxtahækkun hafi verið mistök, og að bráðnauðsynlegt hafi verið að bregðast við því hve dregur mjög bersýnlega úr hagvexti - mánuð eftir mánuð; með snarlegri vaxtalækkun.
Og enn er Framkvæmdastjórnin að þrýsta á sem mest af útgjaldaniðurskurði - sem allra fyrst.
- Eins og menn fatti ekki, að markaðir óttast í reynd enn meir, ef það gerist að hagvöxtur snýr við alla leið í samdrátt!
Engin vaxalækkun - og - sá skilningur stofnana ESB, að best sé að mæta minnkandi hagvexti með enn frekari niðurskurði; þ.e. samdráttar aðgerðum.
Hvergi er að sjá stað - hagvaxtarhvetjandi aðgerða, sem hafa nokkuð að segja til skammt tíma.
- Strúktúr breytingar - skila sér á endanum, en ekki nægilega hratt til að hafa áhrif á vöxt næstu mánaða, eða næsta árið.
Ég er því afskaplega hræddur um að, það verði samdráttur á 4. ársfjórðungi.
Ef það ræstist, í samhengi við allt hitt sem er í gangi - þá geta lokamánuðir ársins orðið mjög spennandi - þannig séð!
Kv.
Bloggfærslur 15. september 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar