4.8.2011 | 21:10
Seðlabanki Evrópu að búa til meiriháttar klúður?
Ég veit ekki hvaða leik Seðlabanki Evrópu er að leika, en í dag var vaxtadagur og vöxtum var haldið óbreyttum, sem ekki er gott fyrir löndin í vanda þó skárra að halda þeim föstum en að hækka þá frekar. En, svo var það hin væntu inngrip, jú seðlabankinn hóf aftur inngrip í markaði. En, þau kaup eru einungis á grískum og írskum bréfum.
Í kjölfar ræðu Trichet - hófst skriða verðlækkana á mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins, og samtímis versnaði einnig staða Spánar og Ítalíu.
04/08/2011 - Press release: ECB announces details of refinancing operations with settlement in the period from 12 October 2011 to 17 January 2012 - Hér
ECB Resumes Bond Buying as Trichet Offers Banks Cash to Stem Debt Crisis :"With the ECB not daring to touch Italy and Spain and the decision to buy Portugal and Ireland also not taken unanimously, the market looks set to question the ECBs resolve until it sees the facts, said Christoph Rieger,"" - "The euro slipped after Trichets comments, falling to $1.4161 at 6:37 p.m. in Frankfurt from $1.4202 at the start of the press conference." - "The 23-member Governing Council decided today to extend unlimited allotment in its refinancing operations through the end of the year and offer banks as much money as they need in a six-month tender..."
U.S. Stocks Plunge in Biggest Retreat Since 2009
World stocks sink in global sell-off, bonds soar
Debt crisis: Dow Jones plunges as eurozone contagion spreads
European Central Bank paralysis sparks global crash :"Not since the deepest days of the banking crisis, when we were looking into the abyss of a second Great Depression, have things looked so scary. Policy seems impotent before the storm."
Lesið þessa grein, hún lýsir hvernig Seðlabanki Evrópu, hefur átt sinn þátt í gegnum árin í því að búa til það ástand, sem hefur leitt til krýsunnar í dag:
Peterson Institute - Peter Boone and Simon Johnson - Europe on the Brink
Vaxtakrafa 10. ára bréfa 4/8, 2/8, 25/7, 22/7, 21/7, 18/7
Takið eftir krýsan náði síðast hámarki þann 18/7, takið síðan eftir að núverandi vaxtakrafa Ítalíu er mest, þ.e. hærra en áður er hún fór hæst, og Spánn er á svipuðum slóðum er krafan fyrir Spán áður fór hæst.
Grikkland............15,41% / 15,01% / 14,91% / 14,74% / 16,53% / 18,30%
Portúgal..............11,54% / 11,12% / 11,53% / 11,23% / 11,69% / 12,86%
Írland.................10,60% / 10,68% / 12,08% / 11,98% 12,58% / 14,55%
Spánn..................6,36% / 6,33% / 6,04% /5,79% / 5,77% / 6,39%
Ítalía...................6,27% / 6,16% /5,67% / 5,40% / 5,36% / 6,01
-----------------------
Ísland..................4,993% (5 ára)
Skuldatryggingaálag
Skuldatryggingaálag Ítalíu og Spánar einfaldlega hefur ekki verið hærra!
Álag Spánar er komið hættulega nálægt 450, þegar LHC Clearnet, stærsti brokerinn í Evrópu, mun skv. eigin reglum, krefjast sérstaks áhættuálags á viðskipti sem nýta spönsk bréf.
Eftir að Grikkland, Írland og Portúgal lentu í svipuðu, hækkaði krafan fyrir þau lönd hratt enn frekar!
Markit Itrax Sov - 4/8 kl. 17.30
Markit Itrax Sov - 2/8 kl. 17.00
Markit Itrax Sov - 25/7 kl. 17.30
Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 15.30
Grikkland...........1.713 / 1.725 / 1.650 / 2.575
Portúgal.............964 / 960 / 965 /1.215
Írland..................835 / 845 / 900 / 1.185
Spánn..................431 / 405 / 335 / 390 (ef nær 450 hljótast viðbótar vandræði af)
Ítalía...................392 /360 / 280 / 333
------------------------------------------------
Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)
Niðurstaða
Hvað eru eiginlega stjórnendur Seðlabanka Evrópu að hugsa - sjá að neðan orð Trichet?
ECB resumes bond-buying scheme: "Mr Trichet said: I wouldnt be surprised that before the end of this teleconference you would see something on the market."
Hann segir við fólkið í salnum, og auðvitað í beinni útsendingu í fjölmiðlum, að inngrip í markaði muni fara af stað þá þegar.
Allir vonast eftir, að þau inngrip feli í sér kaup á ítölskum og spönskum bréfum. En, hvað kemur í ljós - kaup á grískum og írskum.
Fjöldi manns hljóta að hafa gapað af undrun. Þetta er næstum eins og að reka fingurinn framan í mannskapinn. Undrun - reiði og síðan hræðsla.
Það er þ.s. við sáum síðdegis, allsherjar hræðslukast á mörkuðum þ.s. Wall Street féll um 500 punkta. Markaðir féllu víðsvegar um heim, gengi Evru féll verulega, og vaxtakrafa sem og skuldatryggingar Spánar og Ítalíu fóru upp.
Nú er álag Spánar komið nærri hættulegum "trigger" punkti þegar LHC Clearnet, mun krefjast áhættuálags á viðskipti þ.s. spönsk bréf eru notuð sem veð, en það felur í sér kröfu um tryggingu sem eykur kostnað þeirra aðila sem nýta spænsk ríkisbréf sem veð - sem einkum eru bankar á Spáni.
Því miður, líklega verður frekara drama á mörkuðum á morgun. En verðfallið hófst síðdegis, þegar það voru ekki margir klukkutímar eftir af opnun. Það getur mjög vel átt eftir að spila sig lengra.
Það getur verið að skuldatryggingarálag Spánar nái 450 punktum á morgun - þannig að lántökukostnaður spænskra banka stórlega aukist, þegar þeir verða tilneyddir til að bjóða hluta upphæðarinnar í hvert sinn - að mótveði hjá LHC Clearnet.
Eftir að Grikkland, Írland og Portúgal lentu í því sama var spírallinn í framhaldinu hraður.
Samskonar atburðarás virðist í endurtekningu!
Útlit fyrir að hrein tilvistarkreppa fyrir evruna verði komin á fullt flug áður en ágúst er allur.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2011 | 00:12
Reiknað með að Seðlabanki Evrópu, hefji inngrip í markaði í dag fimmtudag! Tilraun til að forða því að Spánn og Ítalía, verði hrakin af mörkuðum!
Þetta er eiginlega eini skammtíma gambítturinn sem Evrusvæðið getur gripið til. En Evrópa hefur verið gripin í bólinu, þ.e. megnið af starfsfólki stofnana ESB í sumarfrýi, það sama á við stofnanir meðlimaríkja einnig, þjóðþing tóku sér einnig frý í ágúst, forsætisráðherra Spánar neyddist til að snúa við í gær - einmitt úr frýi. Ágúst er nokkurs konar allsherjar frý mánuður!
Því miður, er ekki búið að leiða þær aðgerðir sem samþykktar voru af leiðtogum Evrusvæðis í lög, til þess þarf að kveðja þjóðingin saman - en fyrst af öllu þarf að skrifa sjálfann lagatextann.
Eurozone moves to prop up rescue fund : "People are working around the clock, night and day, one European official said, estimating that it was a matter of weeks...before the text was ready...could not say how long it would be before all 17 countries completed the ratification process, particularly given the summer holiday."
Það er hreint magnað hve rækilega Evrusvæðislöndin og stofnanir Evrópu voru gripnar í bólinu! En, ekki er að sjálfsögðu hægt að beita nýju reglunum fyrr en, ofangreindu ferli er lokið.
Þannig, að þó standi til að veita björgunarsjóð Evrusvæðis heimildir til inngripa í markaði og til að veita einstökum löndum skammtíma lánalínur - til að brúa eitthvert vandræðaástand; þá verður ekki unnt að beita þeim úrræðum nærri því strax.
Kannski ekki fyrr en fer að nálgast mánaðamót september og október, en björgunarsjóðurinn þarf einnig, að fá tíma til að útvega sér fjármagn - hann þarf að útvega sér það sjálfur, með sölu skuldabréfa út á ábyrgðir sem aðildaríkin hafa veitt.
Paul De Grauwe: Only ECB can halt eurozone contagion
- Prófessor Grauwe telur að Seðlabanki Evrópu verði að fá fullar heimildir til að verja ríki í vanda, þ.e. sambærilegar heimildir þeim sem hann hefur til að verja banka í vanda.
- Það þíðir auðvitað heimild til að prenta það magn af Evrum sem til þarf - svo hann geti drekkt mörkuðum með peningum.
- Einungis þannig, verði sú markaðs þeysireið sem nú er í gangi stöðvuð.
Helsta vandamálið er að, ótakmarkaðar heimildir til peningaprentunar - geta leitt til verulegrar aukningar peningamagns í umferð, sem getur valdið verðfalli gjaldmiðilsins og einnig nokkurri aukningu verðbólgu.
Þannig, að seðlabankinn yrði þá að hverfa algerlega frá núverandi stefnu, að berja niður verðbólgu með hækkun stýrivaxta annars vegar og hins vegar með mjög ströngu aðhaldi með peningamagni.
Á hinn bóginn, er óvíst að seðlabankinn þyrfti að beita peningaprentunarheimildum af því tagi - í miklum mæli, þ.s. vera má að það eitt að hann væri búinn að fá slíkar ótakmarkaðar heimildir, geti dugað til að fjárfestar haldi að sér höndum, við það að fara gegn vilja Seðlabankans.
- Klárt er samt - að Þjóðverjar yrðu að veita slíkar heimildir!
- Það virðist vera þeir sem raunverulega ráða þessu.
- Og þeir, hafa mikið antípat á verðbólgu og hafa einmitt verið að þrýsta á Seðlabankann, til að hækka vexti, sína aðhald í peningamálum.
- Sem dæmi, hefur Seðlabankinn fram að þessu, einungis keypt skuldabréf í mjög takmörkuðum mæli - og skv. kröfu Þjóðverja.
- Að auki, með þeim hætti að peningamagn hefur ekki aukist.
- Svo þetta krefst grunnstefnubreytingar hjá Þjóðverjum - sem óvíst er að komi, eða getur dregist úr hömlu.
- Svo líkur eru til að þær heimildir til inngripa sem Seðlabanki Evrópu fái, fylgi fyrra fordæmi þ.e. verði takmarkaðar - og að auki, að Seðlabankinn verði knúinn til að passa upp á að þær aðgerðir auki ekki peningamagn.
- Ef þetta verður niðurstaðan - þá munu aðgerðir ECB skorta trúverðugleika.
- En, fyrri takmörkuð inngrip þegar Grikkland, Írland og Portúgal voru á leið í vanda, skiluðu ekki árangri, nema í mjög takmarkaðann tíma. Breyttu ekki útkomunni.
Ambrose Evans-Pritchard:
Niðurstaða
Það er klárt að skuldakrýsan innan Evrusvæðis, hefur kúplað yfir í til muna hættulegra stig en áður. Nú raunverulega nálgast sú stund að Evran getur mjög raunverulega fallið, þá meina ég hætt að vera til. En, einn vandinn enn ofan í þ.s. kom fram að ofan, er að þar sem skuldbindingum vegna neyðarsjóðs og vegna seðlabankakerfisins, er deilt niður á meðlimaríkin. Þá er ein afleiðing þess, að ríkjum í gjaldþroti fjölgar, að þá detta þeirra skuldbindingar út - og restin af ríkjunum þarf að skipta þeim á milli sín, sem eykur byrði þeirra ríkja sem eftir eru af því að viðhalda Evrukerfinu.
Hagfræðingar hafa bent á, að þetta geti ógnað stöðu Frakklands. En, skv. þeirra lauslegu útreikningum myndi skuldabyrði Frakklands hækka um 10% af þjóðarframleiðslu ef Spánn og Ítalía myndu hætta að vera fær um að bera sinn hluta af skuldbindingum við kerfið. En skv. hagspám nær skuldabyrði Frakklands 90% af þjóðarframleiðslu á þessu ári, + 10% væri 100%.
Sem er ekki nóg til að skapa endilega skuldakrýsu, en það myndi þíða að Frakkar að líkindum myndu missa 3-A "AAA" lánshæfi sitt. Þá myndi björgunarsjóður Evru sennilega einnig missa sinn 3-A status, nema að hann hætti að treysta á ábyrgðir frá Frakklandi, og treysti einungis á ábyrgðir frá Þýskalandi, Hollandi og Finnlandi. Sem eru þau 3-A lönd sem þá eftir eru. Þá þyrftu þau, að bæta við ábyrgðum ef sjóðurinn ætti ekki að tapa getu til lána.
Það er þarna sannarlega hætta á slæmu dómínó!
----------------------------------
Á hlekknum að neðan, getið þið skoðað hve margar útgáfur skuldabréfa eru eftir á árinu hjá Ítalíu, sem mun gefa nokkra hugmynd um hve mikið magn af Evrum Seðlabanki Evrópu myndi þurfa að prenta eða fá annars staðar frá innan kerfisins, ef hann fær ekki að prenta:
Listi Seðlabanka Ítalíu yfir skuldabréfa-útgáfur á árinu!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 4. ágúst 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar