Spurning hvort að hugmyndir Þjóðverja um skuldabremsu, sé rétta leiðin?

Spánn er fyrsta landið sem tekur áskorun Merkelar og Sarkozy frá því fyrir rúmri viku, um að innleiða svokallaða skuldabremsu. En hugmyndin er að ríki leiði í grunnlög þ.e. stjórnarskrá - bindandi markmið í ríkisfjármálum.

Spánverjar eru desperrat um að auka tiltrú Spánar í augum fjárfesta-vona að þetta hafi jákvæð áhrif.

Þetta telja Þjóðverjar að sé rétta útleiðin fyrir löndin í S-Evrópu, að spara sig út úr kreppunni.

Það eru þó fjölmargir hagfræðingar á algerlega andstæðri skoðun!

Þar á meðal þekkt nöfn eins og Stiglitz, Krugman og Roubini.

Spanish Parties Agree on Deficit Cap

Spanish parties agree debt and deficit limits

 

Hver er gagnrýnin?

  1. Spánn er eins og Írland, að bakgrunns ástæða vandans þar - er ekki í reynd ríkisútgjalda vandi. Sannarlega er verulegur halli, en skuldir spænska ríkisins í reynd eru ennþá undir meðaltali Evrusvæðisríkja miðað við hlutfall af þjóðarframleiðslu.
  2. Spánn og Írland voru rekin með afgangi á góðærisárunum á síðasta áratug, alveg eins og ríkissjóður Íslands. Þannig séð, passar hegðun þeirra við kenningar Keynes - að skila afgangi í góðæri en halla í hallæri.
  3. Það sem gerðist á Spáni, á Írlandi og Íslandi - er að í öllu þrem löndunum átti sér stað stófelld lánabóla, sem var drifin af sjálfstæðum aðilum innan hagkerfisins þ.e. - fyrirtækjum, einstaklingum og bönkum - sem lánuðu fyrir veislunni, fyrir utan að mikið af veislunni var tekin að láni í erlendum bönkum.
  4. Nú eftir að bólurnar eru sprungnar, sytur allt hagkerfið eftir með timburmenn í formi skuldaklafa sem er að sliga þá sömu sjálfstæðu aðila þ.e. atvinnulífið, bankakerfi og almenning.
  • Ef ríkið, sveitarfélög, og fylkin á Spáni - allt hið opinbera, samtímis fer í miklar sparnaðar aðgerðir.
  • Á sama tíma og almenningur - fyrirtæki - bankakerfi; heldur að sér höndum - sem skilar sér í mjög litlum hagvexti þessa stundina.
  • Þá er mjög - mjög mikil hætta á að, Spánn fari yfir í hreinann samdrátt.
  1. Megin ótti fjárfesta í dag varðandi Spán - er ekki núverandi skuldir spænska ríkisins, eða hins opinbera á Spáni; heldur að Spánn sé á leið í samdrátt.
  2. Því að, ef samdráttur á sér stað - óttast fjárfestar að spænskir bankar sem í dag eru mjög tjónaðir eftir lánabólu sl. áratugar, einkum húsnæðisbóluna sem var risastór - hafa orðið fyrir gríðarl. útlánatapi, hanga svona nokkurn veginn á horriminni; rúlli.
  3. Þeir óttast sem sagt að Spánn verði Írland!
  4. Að það endurtaki sig á Spáni, að bankakerfið taki ríkið með sér í fallinu.

Og, einmitt vegna þess að þetta er bakgrunnur ótta fjárfesta - - þá er ekki endilega rétt greining að nú eigi að bregðast við með því að allt hið opinbera á Spáni samtímin, fari í stórfelldann útgjalda niðurskurð.

Því sá er auðvitað samdráttaraukandi - þ.e. velta hagkerfisins mun minnka, störfum fækka enn meir.

Hið opinbera mun sennilega hækka gjöld fyrir þjónustu, auk þess að skera niður - má reikna með hækkunum skatta að auki.

Málið er, að ástæða þess að Keyne taldi nauðsynlegt að ríkið væri með halla í kreppu - er að þegar einkahagkerfið er í samdrætti, er að skera niður útgjöld og skuldir - þá minnkar umframneysla ríkisins samdrátt hagkerfisins.

Ef aftur á móti, ríkið og hið opinbera, fer samtímis ásamt öðrum þátttakendum í hagkerfinu - að skera niður; þá magnast upp samdráttaráhrif innan hagkerfisins.

Þetta er í reynd þ.s. átti sér stað á 4. áratugnum, er svokallaður gullfótur var ríkjandi peninga-hagstjórnarmódel. En, það módel einmitt var mjög sveiflumagnandi því eins og það virkaði þá mátti ríkið eyða í góðæri en en það var knúið til að spara í hallæri. Þetta lyktaði í heimskreppunni miklu - að gullfótarkerfið hrundi, því að ríkin gáfust eitt eftir öðru upp á þeim samdráttarspíral sem myndaðist.

Hættan er sem sagt, að það stefni í endurtekningu! En samdráttarspírall mun ekki skapa tiltrú fjárfesta! Þvert á móti, þá sannarlega hata fjárfestar ríkisskuldir - en enn meir hata þeir niðursveiflu þ.e. samdrátt. Því þá skreppur eftirspurn saman, aðilar hafa minna úr að spila - skuldir spírala upp sem hlutfall af tekjum. 

  1. Vandi Spánar er, að vegna þess að stóra hættan er bankakerfið. Að samdráttarspírall einmitt framkalli þ.s. menn óttast - þ.e. bankahrun.
  2. En, í samdráttarspíral náttúrulega þegar allir hafa minna, þá um leið fjölgar slæmum lánum, eignir lækka í verði - að lokum kemur að því að bankar í tæpri stöðu sökkva undir. 
  • Að spara of harkalega of hratt - getur einmitt flýtt fyrir gjaldþroti Spánar!

Roubini benti einmitt á svipað um daginn - var þó að tala um Bandar., að of hraður niðurskurður geti verið "debt negative" eins og hann orðaði það, en þá meinti hann að í ástandi þegar hagvöxtur er staddur á blábrún þess að hverfa, jafnvel að snúast yfir í samdrátt - þá geti of harkalegur niðurskurður hækkað hlutfall skulda ríkisins sem hlutfall landsframleiðslu, með því að vera vendipunktur í því að framkalla viðsnúning yfir í samdrátt.

Svo Roubini í Bandar. kallar eftir peningaprentun. Vegna þess að það er ekki í boði á Spáni, þá sennilega myndi hann hvetja spænsk yfirvöld til að hugsa hallann frekar í lengri tíma - einbeita sér í núverandi aðstæðum að hagvaxtarhvetjandi aðgerðum til að snúa við núverandi samdráttarþróun um hagvöxt; einbeita niðurskurði eingöngu að þáttum til skamms tíma sem eru lítt samdráttaraukandi - með öðrum orðum að fresta verulegum niðurskurðaraðgerðum þar til seinna.

 

Kv.


Grikklandskrýsa - taka 3! Ætlar Evrópa að leggjast sem hrægammar á hræ Grikklands?

Eins og ég nefndi um daginn er skollin á ný Grikklandskrýsa innan Evrusvæðis. En í þessari viku eftir að 4 aðildarríki Evrusvæðis um sl. helgi kvörtuðu yfir samningi Finna og Grikkja, sem hefði lækkað áhættu Finna - sbr. umfjöllun mína frá því um daginn: Er ný Grikklandskrýsa í uppsiglingu?

Þá hefur þessi nýja krýsa síðan þá verið að krauma og síssla. Í dag, sýndu markaðir mjög ákveðin viðbrögð, þ.e. vaxtakrafa Grikklands fór í nýtt met - þ.e. hefur aldrei áður verið hærri:

  • 18,5% f. 10. ára bréf.

Greek debt yields spike on collateral fears

Vaxtakrafa Grikklands hefur verið að stíga í þessari viku, en þegar hún náði þessu nýja meti - varð allt í einu umsnúningur á mörkuðum í Evrópu, sem höfðu verið í hækkunarferli sl. 3 daga - og verðfall hófst í staðinn cirka um kaffileitið.

Óhætt að segja - að Grikklandskrýsan sé skollin á aftur af fullum þunga!

En staðan er svo alvarleg - að samkomulagið frá júlí er hreinlega á barmi hruns!

Ef það gerist - er allt unnið fyrir gíg, eins og ekkert samkomulag hefði átt sér stað í júlí!

Ef það verður niðurstaðan - þá verður markaðspaník sú sem átt hefur sér stað fram að þessu, sem smágárur í polli sbr. þau markaðsboðaföll er þá geta orðið.

Varðandi kröfu Finna, þá er þetta krafa sem hefur víst legið fyrir alveg síðan samkomulagið var gert í júlí - en þá var hluti af sáttinni að Finnar mættu gera einhverskonar samkomulag við Grikki um Tryggingu. 

  • Þannig séð voru Finnar ekkert að brjóta af sér - þetta samkomulag var alveg skv. því sem þeir reiknuðu með, að þeim hefði verið lofað að þeir mættu gera.
  • Þetta samkomulag við Finna, knúðu þeir fram - hótuðu ella að samþykkja ekki björgunarpakka til handa Grikkjum.

Þegar Finnar gengur fyrir viku frá samkomulagi um slíkt v. Grikki - þá risu 4. aðrar þjóðir upp, og kröfðust að fá smbærilegann díl. Síðan skiptu Hollendingar um skoðun, og þess í stað settu fram úrslitakosti - þ.e. gagnvart Finnum; að gefa eftir sína kröfu eða að Holland myndi neita að staðfesta samkomulagið um björgun Grikklands í annað sinn.

 

Neyðarfundur fjármálaráðherra Evrusvæðis á föstudaginn 26/8

Þessi fundur er hreinn neyðarfundur, og sníst um 11. stundar tilraun til að bjarga samkomulaginu um aðra björgun Grikklands frá yfirvofandi hruni.

Finance ministers move to save Greek bail-out : "...three officials briefed on the talks said the group was looking at a proposal for a “non-cash” collateral arrangement where Greece would put up either real estate or shares in state-owned enterprises and financial institutions as a guarantee towards eurozone bail-out loans."

  • Þetta er mögnuð hugmynd - en skv. þessu mun slíkur díll standa opinn gagnvart hvaða Evrusvæðislandi, sem óskar að fá tryggingu í veði í grískum eigum.
  • Ath. að þegar er búið að lofa, að selja nær allar eignir gríska ríkisins, sem eitthvert raunverulegt verðmæti er í - til að ná fram lækkun á lántökukostnaði til handa Grikklandi um 50ma.€.
  • Ath. Grikkir græða ekkert á þeirri sölu - þeir peningar eiga ekki að fara til að bæta hag grískra borgara, eða til að lækka skuldir gríska ríkisins - - heldur eingöngu til að hin ríkin þurfi að leggja minna fé í púkkið. Þetta sparar skattgreiðendum hinna landanna.
  • Nú að auki, virðast sterkar líkur á að skattgreiðendur hinna landanna, í nafni sinna ríkisstjórna - að auki muni slá eign sinni á nánast allt þ.s. eftir verður af grískum ríkiseignum; í gegnum kröfu um tryggingu í formi veða.
  • Ég velti fyrir mér - hvað þarf til að grískur almennigur geri uppreisn? Það er verið að taka allar grískar ríkiseigur - án þess að grískur almenningur komi til að njóta nokkurs ágóða af þeim eignaskiptum.
  • Hugsa sér - er þetta sú evrópska samstaða, sem við Íslendingar viljum taka þátt í?
  • Þjóð liggur niðri - þá koma hinar þjóðirna eins og hrægammar, og hirða allar eigur hennar upp í skuld.
  • Þetta mynnir á hegðun evrópskra nýlenduvelda - t.d gagnvart Egyptalandi, sem var platað til að taka á sig skuldir, svo skiptu Bretar og Frakkar landinu í milli sín.
  • Jafnvel þó að Grikkir hafi ekki beint verið plataðir - þá er þetta ekki aðferð þeirra sem vilja hjálpa!
  • Svona hegða vinir sér ekki við félaga sinn - sem liggur niðri, sannarlega eftir svall!


Niðurstaða

Mér lýst virkilega ekki á framkomu Evrópuþjóða gagnvart Grikkjum. Og einmitt sú framkoma, gerir mann enn síður móttækilegann fyrir hugmyndum, um að ganga inn í þennann klúbb.

  • En, ef þú vilt vita hvaða mann einhver tiltekinn hefur að bera - þá er ekki besta mælingin á viðkomandi hvernig sá hagar sér, þegar vel gengur.
  • Heldur, þá sýnir það hver þú ert - hvernig þú hegðar þér, þegar á hefur bjátað.
  • Að auki, er hegðan þín gagnvart þeim sem eru minni máttar - mjög lísandi um þitt eðli.

Í stað þess að hjálpa Grikkjum. Leggjast þjóðir Evrópu eins og hrægammar á hræið eða hrafnar, og þ.e. ein stór átveisla framundan, nema gríska þjóðin rísi upp.

Svona vinskap hef ég ekki áhuga á!

 

Kv.


Bloggfærslur 26. ágúst 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband