Ítalía og Spánn á leið í þrot! Vegna rosalegs klúðurs geta björgunaraðgerðir dregist úr hömlu!

Í dag urðu umtalsverðar hækkanir á vaxtakröfu og einnig skuldatryggingaálagi Spánar og Ítalíu. En í augum fjárfesta virðast þessi lönd hanga saman. En ég tengi ástæðu þess að þetta verðfall á sér stað nú, til fréttar er kom sl. föstudag.

European Firms Express Gloom 

En fjöldi stórfyrirtækja gaf út fyrir helgi svokallað "profit warning" þ.e. í þessu tilviki aðvörun til hluthafa - að vænta megi samdráttar í hagnaði seinni hluta árs. En ástæður upp gefnar, virðast hafa mikið að gera við Evru krýsuna, því bankar séu að halda í peninga frekar en að lána þá, lán séu dýrari - viðskiptavinir einnig haldi að sér höndum, fresti kaupum frekar en hitt. Samdráttur pantana bendi til að minna verði að gera hjá fyrirtækjunum á seinni helmingi árs.

Þetta kemur ofan á aðrar slæmar fréttir, sem benda til þess að júlí hafi verið slakari en júní, sem þó var slakari en maí, þó þótti maí slakur.

Miðað við aðvaranir þessara stórfyrirtækja, þá sennilega óttast fjárfestar að evrópska hagkerfið sé enn að spírala niður í hagvexti - ekki sé séð fyrir endann á því.

Að lokum, að um Spán og Portúgal, þá mældist enginn hagvöxtur í júní og það var samdráttur í iðnframleiðslu. Það gefur vísbendingar í samhengi við aðrar upplýsingar að bæði löndin geta verið komin í samdrátt, hafi verið það í júlí.

Einungis lætin í sambandi við Bandaríkin, frestuðu viðbrögðum markaða, þannig að þau komu fram í dag en ekki í gær.

How to Ruin Italy

Ambrose Evans-Pritchard, sjá mynd til hægri, bendir á að peningamagn í umferð á Ítalíu, hafi verið í stöðugum samdrætti, eins og sést á mynd a.m.k. síðan 2009, en hraðinn á samdrættinum hafi farið vaxandi.

Vandi er að, stöðugt minnkandi peningamagn hefur samdráttaráhrif!

Áhrifin hlaðast upp - þ.e. "cumulative".

 

Vaxtakrafa 10. ára bréfa 2/8, 25/7, 22/7, 21/7, 18/7

Takið eftir krýsan náði síðast hámarki þann 18/7, takið síðan eftir að núverandi vaxtakrafa Ítalíu er met, þ.e. hærra en áður er hún fór hæst, og Spánn er á svipuðum slóðum er krafan fyrir Spán áður fór hæst. Á sama tíma, eru krafan fyrir hin löndin í vanda - lækkandi.

Grikkland............15,01% / 14,91% / 14,74% / 16,53% / 18,30%

Portúgal..............11,12% / 11,53% / 11,23% / 11,69% / 12,86%

Írland.................10,68% / 12,08% / 11,98% 12,58% / 14,55%

Spánn..................6,33% / 6,04% /5,79% / 5,77% / 6,39%

Ítalía...................6,16% /5,67% / 5,40% /  5,36% / 6,01

-----------------------

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Skuldatryggingaálag

Skuldatryggingaálag Ítalíu og Spánar einfaldlega hefur ekki verið hærra!

Á sama tíma lækkar það hjá hinum löndunum í vanda.

Markit Itrax Sov - 2/8 kl. 17.00

Markit Itrax Sov - 25/7 kl. 17.30

Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 15.30

Grikkland...........1.725 / 1.650 / 2.575

Portúgal.............960 / 965 /1.215

Írland..................845 / 900 / 1.185

Spánn..................405 / 335 / 390

Ítalía...................360 / 280 / 333
------------------------------------------------

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)

 

Er reddingin stórt klúður?

Italy, Spain Spreads Widen on Concern Sovereign Crisis ‘Self-Fulfilling’ :“Suddenly, Italy joined the other peripherals,” said Justin Knight, a European rate strategist at UBS AG in London. “Investors are, in general, overweight Italy versus other peripheral markets, and it’s going to be a difficult position to unwind.” 

Við erum að tala um, að 3. stærsta hagkerfi Evrópu og það 5. stærsta, eru á leið í þrot - samtímis! Það er einfaldega versta hugsanlega martraðar útkoman!

  • Ítalía skulda liðlega 1.840ma.€
  • Spánn um 600ma.€
  • Samanlagt rúml. 2.400ma.€

Menn hafa ítrekað sagt, að ef Spánn fer í klúður væri það búið - en þ.e. Spánn + Ítalía!

 

Beware the guns of August :"In August 2008, when Russian tanks rolled into Georgia, David Miliband, Britain’s foreign secretary at the time, had to deal with the crisis on a mobile phone from a holiday villa in Spain."

Italy is the single point of failure. Including its auctions :"No timetable for parliaments across Europe to vote in an expanded role for the EFSF any time soon — therefore you can’t even threaten markets with the idea of EFSF purchases of Italian debt or credit lines."

Listi Seðlabanka Ítalíu yfir skuldabréfa-útgáfur á árinu!

Áhugaverð grafík - tölur frekar úreltar, nema eftirfarandi - hakið við "Debt maturity."

Þá sést að rúmlega 300ma.€ falla á gjalddaga á þessu ári!

Sem þíðir að neyðarsjóðurinn getur einungis haldið Ítalíu uppi um takmarkaðann tíma!

 

Hvað á ég við með klúður?:

  1. Björgunarsjóðurinn fékk ekki viðbótar fjármagn, á leiðtogafundi Evrusvæðis, ræður yfir einungis 440ma.€, en þ.e. þó villandi því vegna fyrri útlána getur hann í reynd ekki lánað nema rúml. 300ma.€. Þ.e. cirka helmingurinn af því sem ríkissjóður Spánar skuldar.
  2. Björgunarsjóðurinn fékk viðbótar verkefni eða fúnksjónir, en þær hafa ekki enn tekið formlega gildi, en til þess að svo verði þurfa þing aðildarríkjanna, að samþykkja samkomulag leiðtoganna.
  3. Þá kemur það súrrealíska - þ.e. skollið á sumarleyfatími innan stofnana ESB, aðildarlönd ESB, hafa einnig tekið upp sama sið - svo stofnanir ESB og Evrusvæðis, þing aðildarlandanna, ráðuneyti aðildarlanda og jafnvel ráðherrar sjálfir; hafa tekið sér sumarfrý og eru ekki við störf, einungis lágmarks starfsemi rekin.
  4. Eins og nú er útlit fyrir, gæti það tekið björgunarsjóðinn 2-3 mánuði, að útvega sér nægilegt fjármagn, og hefja þá viðbótar starfsemi sem honum hefur verið falið - þ.e. inngrip í markaði, veita ríkjum lánalínur til að halda þeim á floti. Þingin taka ekki til starfa fyrr en seint í ágúst eða jafnvel í september, eins og á við um þýska þingið.
  5. Björgunarsjóðurinn, á nefnilega einungis ábyrgðir frá aðildarlöndunum, til að geta lánað þarf sjóðurinn að selja skuldabréf út á þær ábyrgðir. Þetta tekur tíma í venjulegu árferði, en nú er erfitt ástand á mörkuðum. Svo hann getur ekki lánað undirbúningslaust.
  6. En, til að verja Ítalíu og Spán, þarf hann að hafa allt það fé milli handa sem hann mögulega getur haft, svo hann mun þurfa að innleysa allar ábyrgðirnar - til að eiga nokkurn möguleika til að stoppa í gatið. En, sú aðgerð getur í allra fyrsta lagi hafist í september. Þó getur sjóðurinn selt skuldabréf nú þegar, á þeim hraða sem markaðurinn þolir.
  7. Nema auðvitað þing aðildarríkjanna, verði kölluð saman til aukafundar hvert um sig - til að ræða og afgreiða viðbætur þær við björgunaráætlanir Evrusvæðis, sem leiðtogarnir samþykktu. Það skiljanlega getur tekið nokkurn tíma.
  8. Að auki er einnig mögulegt að kalla fólk úr sumarfrýjum, en þ.e. einnig líklegt að taka nokkurn tíma.

In short - Evrusvæðið með allt niður um sig!

Mikil hætta er því, að viðbrögð við hinni nýju krýsu verði sein!

En einnig fumkennd og fálmkennd!

 

Niðurstaða

Klúðrið sem stofnanir ESB og aðildarríkin virðast vera að búa til er hreint magnað. En, þegar þann 25/7 sl. grunaði mig að það stefndi í eitthvað því-um-líkt sbr. : Evrukrýsan heldur áfram - þrátt fyrir hina stóru ákvörðun sl. viku!

Það er útlit fyrir að slæmi spádómurinn sem ég setti þá fram sé akkúrat að rætast!

 

Kv.

 


Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa nú staðfest samkomulag Obama forseta, við leiðtoga Demókrata og Repúblikana, um lyftingu skuldaþaks á bandarísku alríkisstjórninni!

Ég sá þessa frétt á "breaking news" á FT.com vefnum. En samkvæmt því klofnaði meirihluti Repúblikana og 66 þeirra greiddu atkvæði á móti, en nægilega margir Repúblikanar og Demókratar kusu með málinu, til þess að úrslitin urðu 261 á móti 161.

Þannig liggur nú fyrir staðfesting beggja þingdeilda Bandaríkjaþings, fyrir lausn þeirri sem um samdist um helgina við Obama forseta.

Svo alríkisstjórnin á ekki að eiga það í hættu að vera greiðsluþrota, út kjörtímabilið. Enda, skuldaþakinu lyft einmitt út kjörtímabil Obama forseta.

Sjá frétt Bloomberg fréttaveiturnnar: House Passes $2.1 Trillion U.S. Debt Ceiling Plan

Undirskrift Obama er vart annað en formsatriði - en samkomulagið verður þá að lögum.

 

Strembið prógramm!

"The measure would raise the debt ceiling in two installments, sufficient to serve the nation’s needs into early 2013. The framework would cut $917 billion in spending over a decade, raise the debt limit initially by $900 billion and assign a special congressional committee to find another $1.5 trillion in deficit savings by late November, to be enacted by Christmas."

"Because any spending cuts would be delayed until 2013, timed to coincide with the expiration of the Bush tax cuts, Republicans would have an added incentive to agree to overhaul taxes, which Democrats want to use for raising revenue." 

 

Sennilega stærsta fréttin við samkomulagið, fyrir utan að Obama fær að nýta 900ma.$ í nafni alríkisstjórnarinnar - að tekið er fyrir skattahækkanir!

Það er ekki 100% öruggt, en Demókratar neyddust til að gefa eftir allar slíkar hugmyndir, að sinni a.m.k., og mjög ólíklegt er að Repúblikanar myndu samþykkja hærri skatta síðar.

Svo fókusinn er á sparnað!

Þær sparnaðaraðgerðir sem nefnd skipuð fulltrúum beggja flokka frá báðum þingdeildum, á að ná saman um, koma ekki til framkvæmda fyrr en 2013 - skv. frétt.

Demókrötum virðist hafa tekist að blokkera framkvæmd mjög umsvifamikilla sparnaðaraðgerða, þangað til að nýtt kjörtímabil Obama væri hafið v. upphaf árs 2013 - þ.e. ef Obama nær endurkjöri.

Til að þetta gangi upp skv. frétt, þá þarf það að virka þannig, að þó svo gengið sé frá samkomulagi um viðbótar sparnað í nóvember, þá komi aðgerðirnar samt ekki til framkvæmda fyrr en þá.

Spurning hvort fréttamenn hafi örugglega tekið þetta rétt niður!

Þá vitum við sennilega eitthvað um hvað verður deilt um, þegar keppst verður um forsetaembættið í það skiptið.

 

"If Congress met that deadline and deficit target, or voted to send a balanced-budget constitutional amendment to the states, Obama would receive another $1.5 trillion borrowing boost."

"In the case of Congress failing to take either step, or not producing debt savings of at least $1.2 trillion, the plan allows the president to obtain a $1.2 trillion debt-ceiling extension. That would trigger automatic spending cuts across the government -- including in defense and Medicare -- to take effect starting in 2013."

 

Þarna er svipan. En ég reikna með að Obama þurfi þennan viðbótar pening svo að alríkisstjórnin lendi ekki í vandræðum, áður en kjörtímabilið er búið.

En Obama á það á hættu, að fá nokkru minna fé þ.e. 1.200ma.$ í stað 1.500ma.$ ef þingmönnum gengur ílla á ná samkomulagi um viðbótar sparnað.

En, mjög líklega verður mjög mikið rifist um hvaða hlutar af kerfinu eiga að verða fyrir mestum niðurskurði.

Obama vill t.d. skera 325ma.$ af hermálum, sem myndi vera mjög tilfinnanlegur niðurskurður á því sviði.

Svo mikill niðurskurður hermála er líklegur til að verða mjög umdeildur meðal Repúblikana sem munu leggja til meiri niðurskurð "MedicAid" og "MedicCare" þjónustu kerfanna, en Demókratar eru í reynd tilbúnir til.

Má reikna með sögulegum deilum um svo mikinn útgjalda niðurskurð.

------------------------

Eitt er þó víst að Alríkisstjórnin fær takmarkaðri "discretion spending" heimildir, en Obama örugglega vildi upphaflega.

Svo, sennilega þíðir það fé sem Obama stjórnin fær úthlutað, að aðhald þarf að vera verulegt hjá Alríkisstjórninni, þá við hennar athafnir aðrar en þær sem viðkoma stóru prógrömmunum, sem hafa sérstakar fjárveitingar á grundvelli samþykktra fjárlaga.

 

Niðurstaða

Stóru þræðirnir:

  1. Greiðsluþroti alríkisins forðað út kjörtímabilið.
  2. Alríkið verður tilneytt til að taka upp aðhald og sparnað.
  3. Hækkanir skatta eru sennilega ekki inni í myndinni.

Mér sýnist að þetta sé þó eftir allt saman nær vilja Repúblikana en Demókrata, miðað við upphaflega stöðu deilenda.

Repúblikanar geti litið á þetta sem sigur fyrir sitt prógramm!

Þó svo að Teboðshreyfingin muni verða annarrar skoðunar og væntanlega brigsla þeim Repúblikönum um svik, sem greiddu atkvæði sitt með samkomulagspakkanum sl. mánudagskvöld.

------------------------

Fyrir heiminn er stóra málið að gríðarlegu ruggi er forðað, Bandaríkin eiga útistandandi mesta magn skuldabréfa í heiminum.

Margar fjármálastofnanir eiga slík bréf, og mynda þau mikilvægann hluta af grunni eignasafns sbr. eiginfé. Auðvitað einnig mýgrútur einstaklinga - sjóða þá ekki síst lífeyris.

Svo er ekki að gleyma, að nokkur fj. ríkja á einnig mikið magn bandar. ríkisskuldabréfa, sem þau hafa verið að nýta til að ávaxta fé í sjóðasöfnun hvort sem það eru svokallaðir "sovereign" söfnunarsjóðir eða að jafnvel þeirra seðlabankar hafa nýtt þetta, til forðasöfnunar enda þessi bréf mjög auðinnleysanleg öllu að jafnaði.

---------------------

Það hefði því haft óskapleg áhrif á alþjóðakerfið, ef Bandaríkin hættu að greiða af þessum bréfum - og þau myndu verðfalla verulega.

Ég treysti mér ekki að fullyrða, að slíkt dygði til að taka alþjóða fjármálakerfið alveg niður.

Við erum samt að tala um mikið rugg, verulega stærra mál en þegar Lehmans bankinn fór í þrot.

Það þyrfti mjög víðtækar aðgerðir til að bjarga alþjóðar fjármála-kerfinu, og síðast var það Bandar. sem áttu mestann þátt í því að forða því frá falli.

---------------------

Svo þetta er klassíska dæmið um að ef Bandar. fá kvef fær heimurinn flensu, o.s.frv.

Svo geta menn skalað það upp!

 

Kv.


Bloggfærslur 2. ágúst 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband