10.8.2011 | 23:59
Magnað, Dow Jones féll 4,6% eftir að hafa hækkað 4% daginn áður. Hlutabréfavísitölur í Evrópu féllu einnig!
Ég skal viðurkenna að ég er smávegis hissa. Ég hélt á þriðjudagskvöldið, að markaðir væru búnir að ná botni, þannig að smávegis hækkun sem varð þann dag væri vísbending um að kyrrt myndi verða um einhverja hríð. Eða þangað til að næsta neikvæða frétt myndi koma.
En strax daginn eftir á miðvikudag féllu sömu vísitölur aftur til baka, og virðast markaðir víðast nú vera í lægri stöðu en fyrir þriðjudag.
Svo þrátt fyrir yfirlísingu Seðlabanka Bandaríkjanna á þriðjudag - þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu sé að kaupa á fullu bréf Ítalíu og Spánar, heldur óróleikinn áfram! Krýsan enn á fullum dampi!
Stocks Slide 4.6%, Ending at 11-Month Low :
"Leading the declines were financial stocks, with Citigroup falling $3.33, or 10%, to $28.49; Bank of America off 83 cents, or 11%, to 6.77; J.P. Morgan Chase down 2.03, or 5.6%, to 34.37; and American Express shedding 3.30, or 7.2%, to 42.80."
- "Dow Jones Industrial Average... fell 519.83 points, or 4.62%, to 10719.94 on Wednesday, more than reversing the previous day's exuberant gains."
- "In Italy, a number of stocks were halted as its FTSE MIB tumbled 6.7% to lead the major market declines in Europe.
- The Stoxx Europe 600 fell 3.8%
- while France's CAC-40 index fell 5.5% and
- Germany's DAX fell 5.1%."
"French-listed shares of Société Générale SA tumbled 15% leading declines across a broad swath of lenders in Italy, Spain and France. Crédit Agricole SA shed 12% and BNP Paribas SA lost 9.5% in Paris, while Intesa Sanpaolo SPA dropped 14% and Banco Popolare SC fell 9.4% in Milan. In Madrid, Banco Santander SA finished down 8.3%."
Svo hvað er í gangi? Frakkland!!
Það hefur verið uppi sterkur orðrómur um að Frakkland væri við það að missa 3-A lánshæfis einkunn. Það er eins og að fókus markaða, hafi farið alveg viðstöðulaust á þann orðróm - sannur eða ekki sannur - um að lækkun á mati Frakklands væri á næsta leiti.
Focus of eurozone crisis turns to France
Bréf franskra banka hafa verið að falla stórt undanfarnar tvær vikur -
"Société Générale plunging...15 per cent...while Crédit Agricole was off 12 per cent and BNP Paribas down 9 per cent...SocGens shares have fallen by third this month..."
Það má vera, að frétt þess efnis að Sarkozy hafi í gær komið úr sumarfrýi, og kallað í gær saman fund ráðherra sinna, en þeir voru víst einnig í sumarfrýi - en skv. fréttum af því sem þar fór fram, var rætt um að framkvæma útgjalda niðurskurð - til þess að sannfæra markaði um, að Frakkland myndi geta náð halla niður í 3%. Ráðherrarnir hafa víst viku til að koma fram með nýjann niðurskurð.
- En að Sarkozy skuli hafa hvatt ráðherrana úr sumarfrýi - getur hafa gefið orðrómnum ákveðinn viðbótar byr undir vængi!
Skuldir ríkissjóðs Frakklands cirka 82% stefna í 90% við árslok, en hugsanlegt er að 10% bætist við þær skuldir ef Ítalía og Spánn, hætta að geta tekið þátt í uppihaldi sameiginlegra skuldbindinga, af seðlabankakerfinu innan Evrusvæðis.
Að auki hefur samdráttur í hagvexti í Evrópu sem hófst í maí, og hefur síðan næsti mánuður alltaf verið lélegri en sá síðasti - aukið áhyggjur markaðarins af framtíðar hagvexti í Frakklandi.
- Frakkland er ekki endilega alveg á leið með að verða Ítalía.
- En skuldastaða Frakklands, er samt veikleiki!
- En þetta getur þítt að, Frakkland sé ekki fært um að taka á sig þær viðótar byrðar sem til þyrfti - ef bjarga ætti Ítalíu og Spáni!
Það er kannski fókus fjárfestanna - ekki endilega að þeir hafi áhyggjur af því að Frakkland sé að verða gjaldþrota - heldur því að tiltölulega veik staða Frakklands, geti minnkað möguleika til þess að unnt verði að bjarga sjálfri Evrunni!!
En það er klárt að ef bjarga á Ítalíu og Spáni með þeirri aðferð að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis, þá erum við að tala um stækkun úr 440ma. í eitthvað um 2.000ma..
Veik staða Frakkland getur hindrað þann möguleika - klárlega!
Þá er einungis einn gambíttur eftir - massíf peningaprentun - og stór gengisfelling Evrunnar sem þá yrði útkoman - ásamt verðbólgu og hærri bankavöxtum!
Niðurstaða
Frakkland er stóra hræðslan núna - ef marka má fréttaskýrendur erlendra fjölmiðla. Ekki hræðslan endilega við þrot þess, heldur það hvað tiltölulega veik staða þess þíðir fyrir hið stærra samhengi evrukrýsunnar.
Þetta er sennilega ástæða þess, að markaðir fóru aftur í bakkgrírinn á miðvikudag.
--------------------
Það virðist klárt að spennan heldur áfram!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.8.2011 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.8.2011 | 01:53
Wallstreet hækkar um 4% á þriðjudag, markaðir víða hækkuðu aðeins, verðfallið virðist búið a.m.k. í bili!
Það sem virðist hafa haft mest áhrif á aukna bjartsýni á bandar. hlutabréfa markaðinum, var niðurstaða daglangra fundahalda stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna sbr. "Federal Reserve" um að, halda vöxtum í Bandaríkjunum mjög lágum, út 2013 a.m.k.
Það er uppi vangaveltur, að svör starfsmanna "Fed" gefi vísbendingu um að QE3 sé til skoðunar, en það var rætt um að "Fed" muni halda áfram að fylgjast náið með málum, og ef frekari aðgerða verði þörf - þá sé engin aðgerð fyrirfram útilokuð.
Gull hækkaði í verði - dollarinn féll gagnvart jeni og svissn. franka!
Fed Pledges Low Rates Through 2013 :"Fed officials said they expect the weak economy to warrant exceptionally low levels for the federal funds rate "at least through mid-2013." Seven voted in favor of this action, with three voting against.
Bloomberg: Fed to Keep Rates at Lows at Least Through Mid-2013
"Economic growth so far this year has been considerably slower than the committee had expected, it said. The Fed also said it expects a somewhat slower pace of recovery over coming quarters. The downside risks to the economic outlook have increased, the Fed concluded."
Fed holds short-term rates to mid-2013: "The Japanese yen strengthened to Y76 versus the dollar, just below the level at which the Bank of Japan began a market intervention earlier this month."
Swiss franc surges to record highs : "The (Swiss) franc climbed...6.1 per cent at one stage...all-time high of SFr0.7085 against...dollar before easing...to... SFr0.7182 to the dollar..."
Treasury yields plunge to record lows
- þ.e. bandar. ríkisskuldabréf hækkuðu í verði, með öðrum orðum, vaxtakrafan lækkaði, og varð um tíma sú lægsta sem sést hefur, en náði svo jafnvægi í því lægsta sem sést hefur lengi.
Niðurstaða þriðjudagsins varð, að Dow Jones vísitalan, fór upp um 3,98% og fór aftur upp fyrir 11.000 stiga múrinn, sem hún féll niður fyrir á mánudag. Sbr.: Dow Jumps 4% to Reclaim 11000 Mark
Evrópskar vísitölur fóru einnig upp, náðu hluta af fyrra tapi til baka: European Stocks End Losing Streak
- "Stoxx Europe 600 index ended 1.4% higher at 232.20, following a 4.1% slide Monday..."
- "The U.K.'s FTSE 100 index rallied 2.1%..."
- "In Paris, the CAC 40 index rose 1.6% to 3176.19,..."
- "Germany's DAX was unable to end in positive territory, falling 0.1%..."
Ljóst samt, að miðað við stöðu miðað við upphaf sl. viku - hafa allar vísitölurnar fallið umtalsvert!
En, verið getur, að smá friður skapist um tíma - en vandamálin að sjálfsögðu ekki úr sögunni!
Ein mikilvæg spurning, er hvað gera Þjóðverjar?
En það er raunverulega mikil andstaða innan Þýskalands, við hugmyndir þess efnis að Þjóðverjar fjármagni í reynd, ríki í vanda - svokallað "transfer union" eða millifærslu-samband.
Angela Merkel, á nú í glímu við aukna andstöðu meðal raða eigin flokksmanna - og meðlima samstarfsflokksins Frjálsra Demókrata - en andstaða við hugmyndir um stækkun björgunarsjóðs eða um Evrubréf, fer harðnandi!
Merkel faces revolt over eurozone deal : "Angela Merkel...face(s) a revolt among...own supporters..."The complex political landscape means...Merkel is determined to resist pressure from her partners, and from the European Commission, for any further measures...for fear of losing...parliamentary majority."
Svo það er mjög góð spurning - hvort það sé pólitískt mögulegt fyrir Merkel að stækka björgunarsjóðinn?
En, með 440ma. sem þíðir í reynd að hann getur lánað kringum 300ma., þá sjá markaðir að fjármagn í spilum, er hvegi nærri nógt - sbr. cirka 2.250ma. skuldir Spánar og Ítalíu samanlagt.
Það eru engir augljósir kostir aðrir í stöðunni þar fyrir utan - en að Seðlabanki Evrópu taki upp peningaprentun án takmarkana!
En, fræðilega getur hann keypt upp allar skuldir Ítalíu og Spánar, en gagnvart þeim tilkostnaði að sökkva evrunni - þá á ég við, gengi hennar - skapa um leið mjög umtalsverða verðbólgu!
Beware the ECBs brave new world :"The ECB...Greece...Irish and Portuguese...Before this weeks intervention, the SMP held 74bn-worth of government securities from these three countries. That is 14 per cent of the around 520bn of bonds they have outstanding..."
- Martin Sandbu, gefur upp töluna 2.250ma. og 14% af því er 315ma..
- Það er klárt - að 440ma. þakið á björgunarsjóðnum, er hvergi nærri nógt, ef inngrip Seðlabanka Evrópu, eiga að vera einhvers staðar sambærileg í hlutfalli sbr. fyrri inngip hans.
- Og þau inngrip - ef fólk man svo langt aftur - mistókust öll fyrir rest, því í dag eru löndin 3 öll í reynd gjaldþrota, þeirra skuldabréf á markaðsvirði sem er langt fyrir ofan mörk sem ríkisstjórnir þeirra hafa efni á.
- Sagan vinnur því ekki með ECB - stofnunum ESB - né ríkisstjórnum Evrusvæðis.
Niðurstaða
Vandræði Bandaríkjanna, geta hugsanlega farið í smá pásu - eftir yfirlísingu "Federal Reserve" þ.s. hann skuldbindur sig um, að halda vöxtum áfram mjög lágum - það svo lengi sem út 2013 a.m.k.
Þá beinast sjónir okkar aftur að Evrópu, vandræðunum þar. En, inngrip Seðlabanka Evrópu hófust sl. mánudag með kaupum á bréfum Ítalíu og Spánar. Klárt er af litlum samanburði við það hlutfall, sem bankinn keypti að meðaltali af skuldum Grikkland, Írland og Portúgals; að ef hann kaupir sambærilegt hlutfall skulda Ítalíu og Spánar - þá skapast virkilega mjög áhugaverð staða.
En þá, verður hann kominn með svipaða upphæð á sína reikninga af þeirra bréfum, og sem nemur þeirri upphæð sem eftir er í björgunarsjóð Evrópu.
Fjárfestar vita að sú upphæð cirka 300ma. er sennilega þak á því sem Seðlabanki Evrópu er til í að kaupa fyrir. En, ef hann kaupir meir - þá getur hann ekki átt möguleika á því, að láta björgunarsjóðinn taka þær skuldbindingar yfir. Nema sá sé stækkaður!
----------------------
Það má því slá því algerlega föstu - að á einhverjum tímapunkti muni fjárfestar láta reyna á málið með stöðutökum gagnvart Ítalíu og Spáni.
En, ef til vill ekki alveg strax!
Það getur því verið að friður verði ef til vill út ágúst - einnig á evrusvæðinu.
Áhugaverðir hlutir fari ekki að gerast aftur - fyrr en þjóðþingin koma saman í september.
En þá ætti þegar að liggja dágóður slatti af skuldum Ítalíu og Spánar, á bókum ECB.
Fjárfestar munu auðvitað fylgjast með þeim tón sem umræður á þingunum munu taka - en þörf fyrir það að stækka björgunarsjóðinn ætti að blasa mjög vel við - en ef fjárfestum sýnist klárt að andstaða við slikar hugmyndir sé öflug í tilteknum lykilríkjum, sérstaklega Þýskalandi.
Þá kemur sennilega sú stund - sem fjárfestar láta slag standa!
------------------------------
Spennandi haust - sem sagt!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 10. ágúst 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar