4.7.2011 | 19:24
Eru spekúlantar að græða á óförum Grikklands?
Ég las í dag frábært viðtal við Wolfgang Schäuble, sem er fjármálaráðherra Þýskalands. Það er klárt að mikill munur er á gæðum spurninga blaðamanns Der Spiegel, og íslenskra blaðamanna. En, sjá hérna tvær öflugustu spurningarnar:
'We Can't Allow a Second Lehman Brothers'
"SPIEGEL: The beneficiaries of your policies are international speculators. During the financial crisis, they were able to count on having the state buy up ailing banks in danger of collapse. They can now count on taxpayers financing countries whenever they go bankrupt. Where will this end?"
"SPIEGEL: One more time: In return for having agreed to hold on to their bonds for a longer period, banks will be allowed to charge extremely high interest rates while also getting state guarantees. It would be hard to demonstrate more clearly that the speculators are the ones setting the conditions."
- Ég hvet alla til að lesa viðtalið - en þetta kallar maður að spyrja lykilspurninga!
Þetta er einmitt málið - að eins og svokölluð björgunaráætlun mun virka, þá er klárt verið að verðlauna fjárhagslega spekúlanta, fyrir akkúrat það að veita áhættusöm lán eða fyrir að kaupa áhættusöm skuldabréf.
En, veiting viðbótarlána er til að Grikkland, geti greitt áfram af öðrum lánum, svo björgunarsjóðurinn fer beinlínis í að greiða þeim, sem veittu lán til Grikklands án þess að ath. nægilega vel raun greiðslugetu þess, eða hafa verið að fjárfesta í skuldabréfum þeim sem Grikkland hefur verið að selja síðan 2008, ekki síst á þetta við þau skammtímabréf sem Grikkir hafa selt gegn mjög háum vöxtum 2010 og 2011.
Spekúlantar hafa einmitt verið að kaupa þessi bréf - því veðmálið er að ríkisstjórnirnar borgi.
Hagfræðingurinn Stefan Homburg - frétt. - 'The German Government Will Pay Up'
"Homburg: In recent days, I myself have invested a considerable sum in Greek bonds. They will mature in one year's time and, if all goes well, produce a 25 percent return on investment. I sleep very soundly at night because I believe in the boundless stupidity of the German government. They will pay up."
Homburg er þarna skemmtilega kaldhæðinn - en svona er þetta nákvæmlega, það er eins og að ríkisstjórnirnar séu að láta spekúlanta smala sér eins og sauðum inn í rétt - sjá nánar orð Homburgs.
"Homburg: No. The contagion spreads in precisely the opposite direction, because many banks and hedge funds benefit from the following business model.
In a zero-sum game, there are not only losers, like us taxpayers, but also winners."
- Step one: They sell the bonds of the country concerned.
- Step two: They spread negative rumors about the country.
- Step three: After bond prices have fallen, they buy them back cheaply.
- And, finally, they take governments for a ride with this nonsense that a default would have devastating consequences.
Svo spekúlantar eru sigurvegararnir sem setja í vasann það fé sem skattborgarar, leggja fram til að halda Grikklandi uppi örlítið lengur - en þegar Grikkland hrynur loks mun tapið nær eingöngu lenda á skattgreiðendum.
En ef, Grikkland yrði gjaldþrota á þessu ári, þá er það enn svo, að meir en 50% skulda er í eigu einka-aðila.
Það má því virkilega velta því fyrir sér, en ef núverandi plan heldur áfram, þá mun þegar um mitt næsta ár hlutfall skulda Grikklands í rauneigu evrópskra skattgreiðenda, fara yfir 50% - síðan fara hækkandi ár frá ári, þangað til að undir lok 2014 munu skattgreiðendur rauneiga í kringum 70% skulda Grikklands.
Svo það er eins og að, verið sé að smala pólitíkusunum, í vissa átt - þ.e. til þess að samþykkja að tryggja gróða spekúlanta og áhættusækinna banka.
Síðan er það svokallað Franskt plan - French Plan:
- Fyrir hverjar 100 sem falla á gjalddaga fær einkabanki 30 beint á eigin reikning.
- Banki sem þátt tekur í plani, endurlánar 70 til Grikklands, á 5,5% vöxtum sem hækka í 8% ef Grikkland nær 3% hagvexti.
- Ríkisstjórn Grikklands, fær þó einungis að nýta 50 en verður að kaupa tryggingu fyrir 20, þ.e. "AAA-rated" bréf sennilega af björgunarsjóð Evrópu, sem í gegnum þann sjóð verða baktryggð af aðildarríkjum Evru. En, þau verða "zero coupon" eða "0" vextir sem þíðir, að þau munu ekki veita grískum stjv. nokkra vexti á móti.
- Afleiðingin er sú, að Grikkland fær 50 þó Grikkland borgi 5,5% vexti af 70 eða 8%. Þetta er sambærilegt við að þeir borgi kringum 7% vexti fyrir 50 því þ.e. þ.s. þeir í raun fá eða rúml. 11% þ.e. ef hagvöxtur nær 3%. Slíkur vöxtur verður þó að skoðast sem mjög ólíklegur.
Það merkilega er, að þó þetta plan sé svo klárt óskaplega dýrt fyrir Grikki, þá bregðast haukarnir í Standards&Poors við með eftirfarandi hætti:
Bloomberg - EU Rescue Effort May Prompt Greek Default Rating
"tandard & Poors said today a rollover plan serving as the basis for talks between investors and governments would qualify as a distressed exchange and prompt a selective default grade. That may leave the bondholders unwilling to complete the transaction and the European Central Bank unable to accept Greek government debt as collateral, impairing the lifeline it has provided the countrys banks."
Reuters - S&P warning adds default threat to Greece's bailout
"Greece would likely be in default if it follows a debt rollover plan pushed by French banks, S&P warned on Monday, deepening the pain of a bailout that one European official said will cost Athens sovereignty and jobs..."
FT.com - S&P deals blow to Greek bail-out plan
French and German banks plan to roll over their holdings of Greek debt suffered a blow on Monday as Standard & Poors, the credit rating agency, said the move would amount to a default.
Það virðist sem að S&P álíti dílinn of ódýrann - en, skv. viðmiðum fyrirtækjanna skoða þeir einkum verð þau sem fjárfestar fá í mati á því, hvort skiptin eru "distressed" eða ekki.
- En þekkt er, að hin svokölluðu lánsmatsfyrirtæki, eru eins og sagt er "investors friendly."
- En, af þessu að dæma, virðist sem að blaðamaður Der Spiegel að ofan, hafi virkilega haft "insiders info" er hann spurði spurninga sinna - sjá efst.
Til að bæta gráu ofan á svart er það staðfest af Evrópusambandinu, að samdráttur muni ríkja á Grikklandi a.m.k. út þetta ár!
FT.com - Greece to see out year in recession - The European Union has warned that Greece will stay in recession for the rest of this year...set to shrink 3.75 per cent in 2011...Contrary to earlier expectations, economic activity is expected to continue contracting in the second half of 2011..."
Það er þó spáð mjög veikum vexti 2012 eða 0,6% - en miðað við að fram að þessu, hafa allar spár um vanda Grikklands reynst of bjartsýnar, þá myndi ég ekki hengja mig upp á að það verði vöxtur á næsta ári.
Þvert á móti í ljósi óskaplega harkalegra aðgerða, og mjög mikillar hættu á því að enn frekari aðgerða verði krafist, en nánast öruggt virðist manni að eignasöluplanið muni ekki virka þ.e. verð verði langt undir væntingum; þá myndi mér ekki koma á óvart að Grikkland fari í svokallaðann dauðaspíral.
----------------------------------
Ég bendi á mjög skemmtilega grein Der Spiegel International, en þar er brugðið upp mynd af því hvernig það væri fyrir Þýskaland, að þurfa að takast á við sambærilegt prógramm og stendur til að pína Grikki til að undirgangast, en niðurstaða Der Spiegel er að það væri helvíti fyrir Þjóðverka:
Der Spiegel International - Greek-Style Austerity Would Be Hell for Germans
Að lokum bendi ég á þessa grein, en mér finnst þar fyrrum ráðherra, koma fram með ágæta punkta.
Telegraph - Greece cannot borrow its way out of this debt crisis
Niðurstaða
Málið er að ef Grikkland væri sett í þrot á þessu ári, þá myndi það spara skattgreiðendum stórfé. Þeir sem tapa, eru spekúlantar og önnur áhættusækin fjármálafyrirtæki. En, það er eins og að aðilar eins og Seðlabanki Evrópu, lánsmatsfyrirtæki og síðan pólitíkusar; gangi erinda spekúlanta.
Í einhverjum tilvikum, geta skattgreiðendur neyðst til að aðstoða tilteknar bankastofnanir, en eins og blaðamaður Der Spiegel bendir á, þá eru þær stofnanir allar þekktar. Spurning hvort þetta Lehmans Brothers tal er ekki einfaldlega hræðsluáróður, en Grikkland er ekki nema 3% af heildarhagkerfi Evrusvæðis. Einmitt vegna þess að það liggur alveg fyrir hverjir eiga skuldir þess, öfugt við Lehman Brothers þá er unnt að gera ráðstafanir fyrirfram.
Þannig, að hættan ætti í reynd ekki að vera nein umtalsverð, af stýrðu greiðsluþroti.
Hafandi það í huga er erfitt að skilja þær einörðu fullyrðingar stjórnenda Seðlabanka Evrópu, nema að maður hreinlega reiknar með að þeir, séu að ganga erinda spekúlanta.
En sjá eftirfarandi grein The Econmist, sem einmitt sýnir fram á, að sennilega sé ekkert að óttast:
The Economist - Fear of fear itself.
En, þvert á móti þá sé ég ekki betur en að Stefan Homburg hafi rétt fyrir sér, en hann segir m.a. að þvert á móti, auki frekari lánveiting áhættuna sem fylgir Grikklandi. Það held ég að sé einmitt hárrétt.
Vanalega hallast ég ekki að samsæriskenningum, en þegar maður sér undarlegar ákvarðanir - sérstaklega enduteknar slíkar, þá fer maður að velta þeim frekar fyrir sér.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.7.2011 | 00:30
Argentína við Eyjahaf
Mjög merkilegt en satt, en akkúrat fyrir 10. árum síðan þ.e. júní 2001, var Argentína alveg eins og Grikkland er í dag, á barmi greiðsluþrots. Það er ótrúlega sterk kaldhæðni í því að telja upp þau atriði sem eiga við bæði löndin.
FT.COM -Dithering risks creating the Argentina on the Aegean
Argentína gerði einnig tilraun með svokallað "voluntary debt swap" en einungis 6. mánuðum seinna, var landið hrunið í greiðsluþrot.
Spurning hvort það sama mun eiga við um Grikkland, að það næstkomandi desember verði það gjaldþrota.
Fleira má tína til, en þegar Argentína var að sigla fram af bjargbrúninni, þá flúði töluvert af einkafjármagni út úr bönkum í Argentínu, til Montevideo þ.e. Úrúgvæ.
Tveim árum seinna þ.e. 2003 lenti Úrúgvæ einnig í vandræðum, en þau vandræði tengdust því fjármagni sem hafði flúið frá Argentínu, sem átti sér stað vegna vandræða í bankakerfinu þar þegar féð streymdi svo aftur snögglega út.
Skv. fréttum frá Financial Times, gætir fjármagnsstreymis frá Grikklandi til Kýpur - sem virðist líkjast fjármagnsstreyminu af bankareikningum í Argentínu til Úrúgvæ á sínum tíma.
Hvað segja fréttir helgarinnar?
WSJ - Greece Awaits Further Rescue
"Euro-zone finance ministers signed off on a new slice of bailout money for Greece, avoiding a financial meltdown this month..." - "Ministers also decided they would agree by September on arrangements for a new bailout to supplement the 110 billion package they agreed on last year but which..."
Það sem átti sér stað 3/7 þegar fjármálaráðherrar Evrusvæðis funduðu, var hið algera lágmarks samkomulag - þeir samþykktu að láta Grikkland fá sinn hluta áfanga greiðslu skv. björgunaráætluninni frá því í fyrra.
En björgunarpakkinn frá því í fyrra, var skipt 2/3 - 1/3 milli ESB og AGS, þannig að í hvert sinn sem svokölluð endurskoðun á sér stað, þá greiðir björgunarsjóður Evrusvæðis 2/3 og AGS 1/3 ef Grikkland er talið hafa staðið við markmið áætlunar.
Annars reglum skv. er báðum stofnunum ekki heimilt að greiða. En nú hafa ráðherrar Evrusvæðis ákveðið að greiða Grikklandi sinn hluta af áfangagreiðslu í ljósi atkvæðagreiðsla á gríska þinginu í sl. viku, er ríkisstj. Grikklands náði í gegn formlegu samþykki á viðbótar niðurskurði ásamt stórfelldri sölu ríkisfyrirtækja.
Þær áætlanir hafa þó mjög takmarkaðann trúverðugleika - svo meira sé ekki sagt.
Síðan kemur í ljós þann 15/7 nk. þegar AGS tekur formlega ákvörðun um greiðslu síns hluta, hvort ákvörðun ráðherranna telst fullnægjandi skv. reglum AGS.
En strangt til tekið, má AGS ekki leggja fram fjármagn, nema endurgreiðsla þess sé tryggð. Og þ.e. virkilega orðið vafasamt að það eigi við - þ.e. að endurgreiðsla fjármagns AGS sé triggð.
Varnaðarorð starfsmanna AGS voru að, skv. reglum yrði fjármögnun Grikklands að vera triggð næstu 12. mánuðina - en það á klárt ekki við!
Það virðist samt af orðum ráðherrana að marka, að þeir telji fullvíst að AGS muni einnig greiða út sinn hluta.
Sjáum til - segi ég!
Getur Þýskaland geta þolað sambærilegt niðurskurðarplan?
Der Spiegel International - Greek-Style Austerity Would Be Hell for Germans
Þetta er mjög áhugaverð grein, en starfsmenn Der Spiegel setja niðurskurðar plan þ.s. Grikkjum er gert að undirgangast í þýskt samhengi.
Þeirra niðurstaða er klár, að Þjóðverjar myndu ekki ráða við sambærilega niðurskurðaráætlun.
Ég sé ekki ástæðu til að efast um réttmæti þeirra ályktana.
Ég hve alla til að lesa greinina og mynda eigin skoðun!
Niðurstaða
Svona er það. Akkúrat 10 árum eftir að nær fullkomlega eins atburðarás skók Argentínu, er Grikkland nánast skref fyrir skref - að því best verður séð - að endurtaka þá sögu.
Sagan endurtekur sig - er oft sagt!
En, hún gerir það einungis vegna þess, að fólk lærir ekki af sögunni.
Evrópa átti að hafa svo fullkomnar stofnanir - að engum kom til hugar, að stúdera sögu S-Ameríku á 8. og 9. áratugnum. Uppskeran er síðan, nær fullkomin eftirherma - þ.e. eins og í S-Ameríku "boom" sem þar átti sér stað á 8. áratugnum, sem lyktaði svo með "bust" á 9. áratugnum.
Evrópa gekk í gegnum "boom" á sl. áratug, síðan 2008 kom "bust"-ið og skulda-kreppa ríkir.
Með aðstoð Bandaríkjanna á 10. áratugnum ( Brady plan / Brady plan ), komst S-Ameríka á endanum út úr skuldagildrunni, og endir var bundinn á drunga og stöðnun sem einkennt hafði seinni hluta 9. áratugarins þar í álfu. En aðstoðin fól í sér endurfjármögnun skulda, lánum skipt fyrir lán með lægri vexti og hagstæðari greiðsluskilmála, og í nokkrum tilvikum átti sér einnig stað afskrift að hluta.
Þessi atburðarás myndar "parallel" við skuldakreppu S-Evrópu í heild ásamt Írlandi. Full ástæða er að ætla, að svipuð úrræði ættu að virka þ.e. ódýrari lán, hagstæðari greiðsluskilmálar + skuldaafskriftir í tilvikum.
Vandræði Argentínu eru síðan sér kapítuli, sem spilaðist við síðustu aldamót og árið eftir. Þá atburðarás er nánast eins og að verið sé nær fullkomlega að endurleika í Grikklandi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. júlí 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar