Varðandi hinn stórfellda glæp, sem Anders Behring Beivik framdi!

Síðan Norðmaðurinn Anders Behring Beivik myrti 76 manns sl. föstudag, hefur átt sér stað umræða sem er að ímsu leiti ónotaleg. Hann sjálfur virðist skilgreina sig sem hægrimann, ekki nasista eða fasista, heldur sem hægrimann. Á sama tíma skilgreinir hann sig einnig sem kristinn.

En hans hægrimennska er langt frá dæmigerðri hægri mennsku og sama á við hans kristni.

Assessing the killer's mind - The Cold Aggression of a Mass Murderer - Anders Breivik's Roots in Right-Wing Populism

The suspected perpetrator Anders Behring B. He is also thought to be...

Eiga hægrimenn eða kristnir að biðjast afsökunar á Anders B. Beivik?

Að sjálfsögðu bera hvorki venjulegir hægrimenn né venjulegir kristnir borgarar hina minnstu ábyrgð á honum, né ber þeim að verja sínar skoðanir í ljósi þess, að Anders telur sig hægrimann og kristinn.

En nokkuð hefur verið um það, að fólk í þjóðfélaginu hafi gripið þessar sjálfsskilgreiningar hans á lofti, og með fremur andstyggilegum hætti, talað um að nú þurfi hægrimenn á Íslandi, að sverja hann af sér - að fordæma hann sérstaklega.

Verið íjað að því, að vissir hægri hópar hér eigi nú margt skilið við þær hugmyndir, sem Beivik stendur fyrir.

Glæpir Anders eru að sjálfsögðu þau svívirðilegustu fjöldamorð, sem framin hafa verið á norðurlöndum, síðan í seinni styrrjöld er nasistar réðu ríkjum í Noregi og Danmörku.

En, hvað með þá sem eru kristnir, þurfa þeir að svara fyrir hans gerðir?

Nei! Ekki hægrimenn heldur.

 

Svívirðilegur glæpur hefur ekki réttætingu

Málið er að það skiptir engu máli í reynd, hvað Anders sjálfur kallaði sig, glæpir hans eru jafn svívirðilegir hvort sem hann hefði framið þá í nafni íslam, eða einhverrar öfga vinstristefnu, í reynd alveg sama hvaða -isma hann hefði brugðið fyrir sig, að ekkert getur réttlætt hans glæpi.

Það sem hans glæpir beina sjónum að, eru hatursglæpir almennt.

Og þá aftur á það sama við, það skiptir engu máli hver er bakgrunnur þess hatursr.

Hatur er jafnslæmt, hvort sem að það er íslamisti sem hatar samfélag Vesturlands en býr samt á meðal vor - eða hvort það er íslamista hatari á vesturlöndum sem hatar múslíma sem búa meðal vor á vesturlöndum, sama má segja um hatur vinstrimanna á hægrimönnum eða öfugt hatur hægrimanna á vinstri, og einnig um hatur byggt á þjóðerniskennd, eða hverju öðru sem fólk notar sem afsökun til að hata annann hóp.

 

Hatur gegn íslam á vesturlöndum!

  • Verknaður Anders, hefur beint sjónum að nýju trendi meðal öfgamanna, sem er hatur á íslam og múslímskum íbúum vesturlanda.
  • En merkilegt er, að með í þeim kokteil er fylgisspekt við Ísrael - vegna þess að Íslam er óvinurinn og þá er Ísrael vinur.
"The enemy, he makes it clear, are all those who are responsible for the Islamization of Europe -- those who are not nationalists in the same vein as himself. In his words it sounds like this: "(...) it's in your interest to help out your French, British, German, Scandinavian etc brothers to defeat the cultural Marxists/multiculturalists here in European metropolitans. Travel here yourself, transfer funds, give your moral support, become a martyr in the fight yourself --anything will be greatly appreciated.""
  • Spurning hvort þetta er raun þjóðernisstefna - en þessir hópar virðast vinna saman innan Evrópu, og líta svo á að þeir séu í sameiginlegri baráttu, gegn íslam-væðingu innan Evrópu! 
  • Fókusinn er ekki á að halda tilteknu landi hreinu, heldur Evrópu - þannig hafi Anders ímyndað sér að verknaðurinn, með því að skapa einhvers konar vakningu innan Noregs, myndi það vera hlekkur í þessari heildar baráttu, gegn íslamvæðingu Evrópu.
  • Það sýnist mér því vera villandi að líkja þessu við þjóðvernisstefnu.
  • Stendur nær kynþáttahyggju.

Það hefur verið eitthvert and íslam tal hérlendis einnig - en vondandi bregður þeim aðilum í brún og læra sinn lærdóm. 

 

Íslenskir þjóðernissinnar þurfa ekki heldur að biðjast afsökunar!

En að vera íja að því að dæmigerð íslensk þjóðernisstefna sé að einhverju leiti varasöm í þessum sama skilningi, eins og sumir vilja láta, er hreinlega andstyggilegt.

Hún hefur aldrei snúist um hatur - heldur meir rómantíska ást á eigin þjóð, og landinu sjálfu og því sem það veitir. Og, síðan um vörn - fyrir tunguna og menninguna - já landið sjálft einnig - auðlyndir þess. Með vissum hætti má segja, að Íslendingar hafi aldrei komist upp úr rómantísku stefnunni.

Íslensk þjóðernisstefna er ekki þjóðremba, en hún lítur ekki á að íslendingar séu bestir allra, eða útlendingar séu slæmir, heldur eingöngu svo á að það sem íslenskt sé og Ísland sjálft, hafi verðmæti í sjálfu sér - sem þurfi að verja - sem megi ekki glatast í þjóðahafinu - sem hafi sjálfstæðann tilverurétt.

Á Íslandi búa bara liðlega 330þ. manns. Við raunverulega getum auðveldlega tínst í því ógnarhafi, sem sá óskaplegi fjöldi býr á Jörðinni er. Og, hafandi í huga, að á Jörðinni eru milljónir efnahagslegra flóttamanna, í leit að betri kjörum - þá réttlætir það fullkomlega það að vilja varðveita það sem íslenskt er, því sannarlega geta íslensk sérkenni orðið undir, vatnast út.

Þeir sem ganga lengst í vissri tegund hugsunar, vilja meina að takmarka aðstreymi fólks erlendis frá sé rangt. Vilja meina, að við höfum ekki meiri rétt. En, ef ég tek framsóknarmenn sem dæmi, þá er meiningin ekki sú að ekki skuli vera neinn aðflutningur, heldur að hann verði undir einhverri stýringu. 

Þannig, að aðstreymi sé ekki hraðar en svo, að hægt sé að forðast þá þróun er víða hefur átt sér stað, að til verður fjölmennur hópur útlendinga, sem mynda samfélag við hliðina á samfélaginu sem fyrir er, og verður undir. Slíkt getur skapað hættur síðar meir, eins og víða hefur komið í ljós. Aðstreymi sé ekki hraðar en svo, að unnt sé að halda við og kenna því fólki á siði landsins og málið. Og að auki, að réttmætt sé að velja úr umsækjendum, þ.e. velja þá úr frekar sem hafa menntun eða þekkingu.

 

Niðurstaða

Athæfi Anders Behring Beivik mynnir okkur á, að við berum öll ábyrgð á gerðum okkar, þar á meðal útbreiðslu hatursfullra skoðana. Eins og sést af Anders, sem virðist hafa varið löngum tíma á spjallvefjum íslam hatara, þá geta vefir sem ala á hatursfullum skoðunum verið varasamir. Vefir tengdir íslamistum og al-Qaeta sérstaklega, hafa verið undir skoðun, síðan svokallað stríð gegn hryðjuverkum hófst.

Í kjölfar ódæðis Anders, er ljóst að veita þarf vefjum íslam hatara meiri athygli. Þetta eru ekki nasistar, því þessir einstaklingar segjast vinir Ísraels - og hafa tengingar við mjög öfgafull gyðingasamtök "Jewish Defense League (JDL), a group which has been branded a terrorist organization in the USA". Fyrst að Bandar. skilgreina JDL sem hryðjuverkasamtök, hljóta þau að vera virkilega á háu stigi ofstækis. En, hinn sameiginlegi fókus er hatur á íslam og múslimum.

Þetta er nýtt trend, sem hefur verið að vaxa sl. áratug meðfram svokölluðu stríði gegn hryðjuverkum, og þeirri ógn sem mörgum hefur fundist vera til staðar vegna hryðjuverka íslamista. 

Þannig má líta á þetta sem róttækt andsvar! Það er því ákveðin kaldhæðni í því, að Anders hefur nú sennilega myrt fleiri en hafa verið myrtir í árásum íslamista á sl. áratug, í Evrópu.

Það hlítur nú að skaða verulega fylgi við þá róttæku and-hreyfingu, sem virðist hafa verið að skjóta rótum í Evrópu. Er það sjálfsagt vel - að aðgerðir Anders Behring Beivik, verði til þess að fæla fólk frá þeim hópum. Draga úr því hatri gegn íslam og múslímum, sem farið var að gæta alltof víða um Evrópu.

---------------------------

Varðandi umræðuna á Íslandi, spyr ég þá sem tönnslast á því að Anders Behring sé hægri maður, hvað þeir séu að segja með þessu?

En að tönnslast á því að hann hafi kallað sig hægri mann eða trúaðann, er eins vitrænt og tönnslast á því að Osama Bin Laden hafi verið múslimi. Því viðhorf Osama voru langt í frá dæmigerð múslima viðhorf.

Sama á að sjálfsögðu við Anders Behring Beivik að hans viðhorf eru langt í frá dæmigerð fyrir viðhorf hægri manna né viðhorf kristinna.

  • Að Osama Bin Laden væri múslimi var einmitt mikið notað af þeim, sem vildu kynda undir hatri á múslimum og íslam.
  • Margir þeirra hafa einmitt viljað meina, að viðhorf Osama séu ekki svo ódæmigerð.
  • Anders Behring Beivik er hluti af hópi, sem hatar múslima og íslam.

Því vekur það þá spurningu, þegar stöðugt er tönnslast á því að Anders Behring Beivik segist vera hægri maður, hvort þeir viðkomandi hafi sambærilega haturstilhneygingar til hægri manna á Íslandi?

  • Eða hvað eiga þeir við, með því að standa fyrir þessu?
  • Eru þeir að segja, að hugsanir Anders Behring Beivik séu virkilega dæmigerðar hugsanir hægri manns, að þeir reikni með því að hægri menn geti hvenær sem er tekið upp á því að taka sér byssu í hönd?

Ég segi við þá, sem virðast njóta þess, að benda á að Anders Behring Beivik telji sig hægri mann - hættið þessum andskotans fíflagangi!

Ekkert gott getur af þessu hlotist - við eigum að vinna gegn hatri, það er lærdómurinn af glæp Anders Behring, alls ekki að bregðast við með því að kinda undir nýju hatri hér á Íslandi. 

 

Kv.


Bloggfærslur 26. júlí 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband