19.7.2011 | 23:35
Stjórnlagaráð hefði útilokað Icesave atkvæðagreiðslur! Stendur til að ræna þjóðina réttinum til að segja "nei" við gerningi sambærilegum við Icesave!
Góðir hálsar, ég fæ ekki betur séð en að tillaga Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá, takmarki rétt þjóðarinnar til lýðræðislegrar tjáningar, varðandi mjög mikilvægan flokk málefna.
Ég óska þess að fólk kynni sér ákvæði þau sem ég vísa í - lesi þann kafla tillögu Stjórnlagaráðs, sem ég vísa á - og ef fólk telur mig misskilja málið - endilega rökstyðjið svarið!
Sjá - Drög að stjórnarskrá!
- Skuldbindingar þjóðréttarlegs eðlis!
- Það er mjög fátt mikilvægara fyrir þjóðina að hafa rétt til að segja sitt álit á heldur en þjóðréttarlegum skuldbindingum,
- því það eru einmitt slíkar skuldbindingar, sem skuldbinda alla skattgreiðendur landsins - þjóðina alla - komandi kynslóðir.
- Það er mjög ísmeygilegt af Samfóum - að taka þennan rétt af þjóðinni - á sama tíma og þeir klæða þá réttarsviptingu, í búning sem í svipinn virðist mjög fallegur og lýðræðislegur yfirlitum.
Stjórnlagaráð virðist hafa, gengið að kröfu Samfylkingar um að, taka aftur til baka þann rétt sem Ólafur Ragnar Grímsson, var búinn að vinna til handa þjóðinni, það er rétturinn til að koma í veg fyrir að hún sé skuldbundin, af spilltum stjórnmálamönnum um aldur og æfi.
Ég mun því hvetja sem flesta til að fella þessa stjórnarskrártillögu, nema Alþingi lagi þetta áður en málið fer fyrir þjóðina.
Takið eftir - Drög að stjórnarskrá
Innan kafla 3 - "III. Kafli. Alþingi"
65. grein. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu
Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal varða almannahag. Hvorki er hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni og ríkisborgararétt.
Heimilt er að vísa frá málum sem uppfylla ekki ofangreind skilyrði eða eru ekki þingtæk að öðru leyti.
Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu."
- Eins og ég skil þetta þíða orðin "samkvæmt ákvæðum þessa kafla" að takmarkandi ákvæði 65. gr. eiga við fyrir öll tilvik "III. Kafla." þar sem - þjóð, þingi eða forseta - er heimilað að vísa máli til þjóðar.
- Þannig, að 65. gr. lokar á að unnt sé að vísa máli er varðar þjóðréttarlega skuldbindingu til þjóðarinnar - yfirhöfuð skv. nokkru ákvæði "III. Kafla", sbr. ákvæði laga um samþykki Icesave er lögðu það á ábyrgð þjóðarinnar að taka á sig alla kostnaðarlega áhættu af Icesave.
- Þjóðin á sem sagt aldrei aftur að fá að hafna því að taka á sig slíka kostnaðarsama ábyrgð - ef pólitíkusarnir í ráðandi ríkisstjórn hvers tíma - telja slíkt réttann gjörning.
63. grein. Málskot til þjóðarinnar
Nú hefur Alþingi samþykkt lagafrumvarp og getur þá þriðjungur þingmanna ákveðið innan þriggja daga að leggja það undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar.
Áður en fimm dagar eru liðnir frá því að slíkt erindi kom fram getur Alþingi samþykkt með meirihluta atkvæða að frumvarpið verði fellt niður.
Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá samþykkt frumvarpsins. Verði frumvarpið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal það staðfest af forseta Íslands innan þriggja daga og veitir staðfestingin því lagagildi.
Lög sem Alþingi hefur samþykkt skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykkis eða synjunar ef fimmtán af hundraði kjósenda krefjast þess innan þriggja mánaða frá samþykkt þeirra. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó með meirihluta atkvæða ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.
- Eins og þarna kemur fram, þá veitir 63. gr. sambærilegann rétt og danska þingið hefur. Við lesningu 63. gr. mætti virðast að þessi málskotsréttur sé ótakmarkaður.
- En ef 65. gr. er lesin, þá er ljóst að takmarkanir á rétti sem þar koma fram - klárlega gilda fyrir ákvæði 63. gr.
Er Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því lagagildi.
Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt til forseta Alþingis. Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi, en bera skal lögin innan þriggja mánaða undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Ræður einfaldur meirihluti hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum.
Heimild til synjunar á ekki við um fjárlög, fjáraukalög og lög um skattamálefni, lög um ríkisborgararétt og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.
- Einhverra hluta vegna - hefur Stjórnlagaráð ákveðið að ítreka takmörkun þá sem gildir skv. 65. gr. í síðustum setningu 58. gr.
- Það er þó með öllu óþarft - en skv. setningunni úr 65. gr. "samkvæmt ákvæðum þessa kafla" gilda takmarkandi ákvæði 65. gr. fyrir 58. gr. einnig, svo síðasta setning 58. gr. er tvítekning!
Ég get einungis skilið það þannig - að þessi afgreiðsla Stjórnlagaráðs myndbyrti heilaga reiði krata og a.m.k. hluta VG við þá breytni Ólafs Ragnars Grímssonar, að bjarga þjóðinni frá Icesave skrímsla samningnum.
Niðurstaða
Yfir til ykkar Alþingi.
Það verður að stöðva þessa atlögu að rétti þjóðarinnar - til að koma í veg fyrir að hún, næsta kynslóð og komandi kynslóðir, séu beittar ofbeldi af spilltum stjórnvöldum - sem þjónka hagsmunum erlendra ríkja fremur en hagsmunum þjóðarinnar.
Alþingismenn - þið verðið að standa keikir og laga þetta frumvarp!
Það má ekki gerast - að þjóðin sé rænd því valdi - að hafna ofbeldi skv. þjóðarrétti.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.7.2011 kl. 04:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Bloggfærslur 19. júlí 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar