Hitnaði frekar undir Evrunni í dag!

Eins og fram kemur í fréttum varð umtalsvert verðfall á mörkuðum í Evrópu í dag. Einnig varð hækkun á skuldatryggingum og vaxtaálagi á skuldabréf, sjá að neðan.

Evran féll gagnvart svissn. franka enn eina ferðina, og sló nýtt met þ.e. aldrei hefur svissn. franki kostað meir í evrum talið, og þó var verðið frá sl. föstudegi einnig metverð.

Að auki, er nýtt metverð á gulli, eða 1.607$ "troy ounce". En það þíðir að dollarinn féll gagnvart gulli, en vegna þess að evran féll gagnvart dollar, þá er gullverð einnig metvert í evrum talið.

Verð á silfri hækkaði að auki - einnig mælt í dollar sem þíðir að sjálfsögðu að evran féll einnig gagnvart silfri. Það kvá hafa hækkað um 20% sl. 2. vikur - markaðurinn endaði í 40,70$ "troy ounce".

Hlutabréf stórra banka féllu víða um Evrópu - en við þeim viðbrögðum var búist þ.s. niðurstöður svokallaðra "spennu prófa" stofnanan ESB á bönkum starfandi innan ESB, voru birtar sl. föstudag.

En, kvað önnur viðbrögð varðar sýna þau vaxandi óþol og óvissu á mörkuðum, sem sést á verðhækkunum á gulli - silfri og svissn. frankanum, og merkilegt nokk þrátt fyrir gríðarl. óvissu í bandar. v. þess að alríkið verður greiðsluþrota þann 2/8 nk. þá leita fjárfestar samt úr evrum yfir í dollar.

Þetta síðasta atriði sennilega sýnir það einna best, hve gríðarlega sterk upplifun fjárfesta er í dag, varðandi stöðu evrunnar!

 

Mjög mikilvægur leiðtogafundur nk. fimmtudag!

Neyðarfundur leiðtoga evrusvæðis verður nk. fimmtudag. En reikna má með að viðbrögð markaða sýni einnig skort á tiltrú á getu leiðtoganna, um að koma fram með nothæfa lausn.

En þetta sést ekki síst á umræðunni, að enn er rifrildið ekki komið lengra en að vera um lausn fyrir Grikkland. Og þar er allt enn jafn pikkfast og áður, að því er best verður séð skv. fréttum frá því í gær.

 

ECB and Merkel clash over Greece :Jean-Claude Trichet: “If a country defaults, we will no longer be able to accept its defaulted government bonds as normal eligible collateral,”...“the governments would have to take care the euro system is presented with collateral that it could accept.”

Angela Merkel: “I will only go if there is a result.” - “The more voluntary contribution the private creditors make, the less likely will it be that further steps are needed,” - “There needs to be a very clear political agreement on all the elements.”

 

Mér sýnist Trichet vera að óska eftir því að hinar ríkisstj. veiti baktryggingu eða ábyrgð, vissan hátt er það eftirgjöf - eitt hænufet.

En afstaða Merkel er sú sama og áður, að bankar verði að taka þátt í kostnaðinum við svokallaða björgun Grikklands, og hótar að mæta ekki nema klárt sé að hún fái sitt fram.

Hætta er sú, að neyðarfundurinn muni snúast um nánast ekkert annað er rifrildi um Grikkland, þegar ástand mála á markaði er þegar komið á næsta stig, og farið að snúast um vanda Ítalíu og Spánar.

------------------

Ekkert furðulegt að markaðurinn sé skeptískur í ljósi viðbragða helstu persóna og leikenda á því leiksviði.

Eitt sem vert er að muna, er að það að Merkel heimtar að einka-aðilar taki þátt í kostnaði, þó svo margvísleg sanngirnisrök megi færa fyrir slíku, þá er það að auka áhyggjur fjárfesta - sem m.a. eru að verðfella skuldabréf ríkja í vandræðum vegna þess, að þeir reikna með því að plan fyrir Grikkland veiti fordæmi fyrir meðferð skulda annarra landa í vandræðum.

En slík meðferð að sjálfsögðu eykur líkur á að eigendur skulda verði fyrir tapi, sem skýrir hvers vegna markaðurinn eykur vaxtakröfu.

Svo, ef Merkel fær sitt fram, þá mun það líklega - mjög líklega - leiða til enn hærri vaxtakröfu fyrir löndin í vanda --> sem svo mun víxlverka við skuldatryggingaálag þeirra.

Svo sanngirnirkrafan er að kynda undir krýsunni.

 

Skuldatryggingaálag
-------------------------
Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 15.30
Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 14.00
Markit Itrax Sov - 15/7 kl. 17.30

Grikkland...........2.575 / 2.525 / 2.468

Portúgal.............1.215 / 1.190 / 1.140

Írland..................1.185 / 1.180 / 1.120

Spánn..................390 / 375 / 349

Ítalía...................333 / 325 / 305
------------------------------------------------

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)


Þróun vaxtakröfu fyrir 10 ára ríkisbréf
------------------------------------------------
Ísland seldi 5 ára bréf, vaxtakrafa 10 ára er vanalega nokkuð hærri - á bilinu 0,5-1% vanalega.

Grikkland............ 18,30%(16,86 15/7, 16,77 12/7, 17,02 11/7)

Portúgal.............. 12,86%(13,05 15/7, 13,36 13/7, 13,36 12/7, 13,39 11/7)

Írland................. 14,55%(13,95 15/7, 13,78 13/7, 13,35 12/7, 13,38 11/7)

Spánn..................6,39% (5,86 15/7, 5,75 13/7, 5,8 12/7, 6,04 11/7 - 5,56 2. vikum)

Ítalía...................6,01% (5,63 15/7, 5,48 13/7, 5,56 12/7, 5,71 11/7, 5,28 8/7, 5,21 7/7)

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Niðurstaða

Atburðarás mánudagsins gefur ástæðu til enn frekari svartsýni um framtíð evrunnar. Það er klárt.

Var sú svartsýni þó næg fyrir.

En miðað við núverandi stöðu er maður farinn að telja líkur á hruni - klárt meiri heldur en minni.

Og því miður getur verið styttra í það hrun en marga grunar.

En þó að Ítalía geti ef til vill þolað að vera hrakin af mörkuðum um hríð, vegna þess hve vel skuldadögum er dreift, svo það má vera að Ítalía geti haldið út jafnvel í ár eða rúml. ár; þá er ég mjög efins um að Spánn hafi slíkt úthald - miðað við hve slæm staða bankakerfis Spánar virðist vera skv. spennuprófum, sem þíðir sennilega að ríkisstj. Spánar mun þurfa að aðstoða bankastofnanir í vanda, ríkisstj. Spánar mun því líklega þurfa að selja meir af skuldabréfum en núverandi plön sína.

Svo ef Spánn og Ítalía verða hrakin af mörkuðum á næstu vikum, þá er alls óvíst að evran lifi árið af.

 

Kv.


Þýskaland gæti bjargað evrunni - með því að yfirgefa hana!

Þetta er ekki ný hugmynd. En, undanfarið hef ég sagt að eina leiðin til að bjarga evrunni sé með því að fara verðbólguleið, þ.e. að verðfella skuldir í Evrum. Seðlaprentun er einmitt ein möguleg leið til þess.

En - sannleikurinn er sá að peningaprentun er eina leiðin til að redda evrunni með núverandi persónum og leikendum öllum innanborðs. En það er einnig unnt að bjarga henni með þeim hætti, að einhverjir núverandi persóna og leikenda, yfirgefi það tiltekna leiksvið.

En það er einmitt unnt að framkvæma verðfall evrunnar með annarri aðferð, en það væri að Þýskaland sjálft segði "bless" við evruna.

Þá verður einnig verðfall skulda í evrum!

Ambrose Evans-Pritchard - A modest proposal for eurozone break-up

 

Best væri þó að búa til 2-gjaldmiðilssvæði!

  • Klárt er að Þjóðverjar munu standa algerlega þverir gegn verðbólgulausn á evrukrýsunni.
  • Þeir munu einnig standa þverir gegn þeirri lausn, að breyta Evrusvæðinu í gegnumsstreymis-klúbb "transfer union".
  • Rökrétt útkoma við "nei" við báðu - er fyrir rest, stjórnlaust hrun Evrusvæðis ásamt fjöldagjaldþrotum banka, og nýrri heimskreppu.

Hinn bóginn, má bjarga málum með því, að fækka Aðildarríkjum evru.

En, málið er að besta reddingin er ekki sú, að löndin í vanda fari -

heldur að hin svokölluðu sterku lönd það geri.

  1. Punkturinn er sá, að ef veiku löndin fara - þá þurfa þau óhjákvæmlega að fara leið ríkisþrots.
  2. Evran myndi styrkjast eitthvað eftir að þau myndu fara.
  3. Vandinn er sá að þá kemur engin lækkun skulda - sterku ríkin sitja uppi með skaðann, þ.s. gjaldþrota ríkin segja sig frá skuldunum, svo þau sterku verða að bera allar þær kerfislægu klyfjar sem safnast hafa upp innan Evrusvæðis. Þá verða þau jafnvel fyrir verulegum íþyngjandi skuldum, sem getur skaðað þeirra framtíðar efnahag.
  4. Getur jafnvel hugsast að eitthvert þeirra yrði gjaldþrota - t.d. Frakkland, en þ.e. ekki endilega svo fjarstæðukennt, ef löndin 5 nú í vanda fara og skuldbindingum tengdum evrukerfinu þarf að viðhalda af færri aðilum, þannig að upphæðir stækki per land.
  5. Svo jafnvel geti sagan svo endurtekið sig aftur - eins og endurtekning af hruni gull-fótsins á sínum tíma.
  • Geri ráð fyrir að sterku löndin myndi nýjan sameiginlegann gjaldmiðil!
  1. Ef sterku löndin fara sbr. Þýskaland, Finnland, Holland, Austurríki, Slóvakía, Flæmingjahluti Belgíu; þá þess í stað verður cirka 30% gengisfall á Evru.
  2. Ef Frakkland ákveður að vera með í hóp hinna sterku landa - eykst gengisfall evru í 50%.
  • Það sem vinnst með þessu er verðfall skulda í evrum - sem öll löndin þá græða á sama hvort þau verða áfram í evru eða fara yfir í nýjan gjaldmiðil.
  • Gengisfall eykur samkeppnishæfni landanna sem eftir verða í evrunni. 
  • Samverkandi áhrif gengislækkunar og skuldalækkunar fyrir lönd í vanda, er að gera þeim mögulegt að vinna á sínum vanda, að komast upp á lappirnar aftur.
  • Sannarlega skaðast nokkuð samkeppnishæfni sterku landanna við gengishækkun nýs sterks gjaldmiðils sbr. evru og aðra gjaldmiðla, en á móti þá njóta þau einnig skuldalækkunar - sem þá mildar það áfall. Síðan, minnkar gengishækkun verðbólgu. Með lækkaðar skuldir geta ríkissjóðir þeirra haft efni á að reka sig með halla til að örva atvinnulífið.


Niðurstaða

Grein Evans-Pritchard varð kveikjan að því að ég setti inn þessar línur. En, ég reikna með því að mikið muni á ganga á mörkuðum í Evrópu mánudaginn 18/7. En eftir er að ganga í gegnum markaði, þeirra viðbrögð við fréttum sl. föstudags um hrikalegt ástand spænska bankakerfisins, en að auki þeirra viðbrögð almennt við niðurstöðum stressprófa stofnana ESB á bönkum starfandi innan ESB.

  • Best að fylgjast stíft með fréttum á mánudag 21/7!

Á fimmtudaginn nk. eða 21/7, á að halda neyðar-leiðtogafund aðildarlanda Evrusvæðis. Ljóst er að vandi Grikklands og annarra ríkja, verður ræddur. Ræddar verða mögulegar og hugsanlegar lausnir.

En, ennþá virðist lítt benda til annars en að þær lausnir sem ræddar verða, muni ganga alltof - alltof skammt.

Því miður verðu "messy" hrun evrusvæðis raunhæfari hætta með degi hverjum. 

Sú stund nálgast hraðar en leiðtogar Evrusvæðis virðast vilja viðurkenna bæði opinberlega og sennilega einnig með sjálfum sér.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. júlí 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband