Inngrip Seðlabanka Evrópu seinni part dags, lækkuðu vaxtakröfu sem og skuldatryggingaálag á Evrusvæðinu!

Það sem virðist hafa ráðið úrslitum um viðsnúning á verðþróun á skuldabréfamörkuðum seinni hluta dags, eru inngrip Seðlabanka Evrópu. En ég tel líkur á að um inngrip Seðlabanka Evrópu hafi verið að ræða, yfirgnæfandi. En, orðrómur komst á kreik eftir hádegi að von væri á inngripum.

 

Buiter Says ECB Will Revive Bond-Buying Program to Protect Italy Auctions :"“The ECB will intervene on whatever scale is necessary to allow Italy to conduct its auction on Thursday,” Buiter, now chief economist at Citigroup Inc., told reporters in London today. “If the ECB doesn’t come in, the Italian bond auction is likely to fail.”"

 

Ég held að Buiter hafi átt kollgátuna. En mér sýnist sá ákveðni viðsnúningur er átti sér stað á mörkuðum seinni part, benda sterklega til inngripa. En eins og sjá má, þá var markaðurinn í stöðugum hækkunarspíral, þar til allt í einu að viðsnúningur varð og verð fóru að lækka, lækkuðu við lok dags niður fyrir stöðu loka dags frá því í gær.

 

Short-term debt auction eases pressure on Italy :"The auction of €6.75bn in 12-month denominated bills came at a yield of 3.67 per cent, the highest since 2008, and up from the 2.147 per cent seen at the previous auction of short term sovereign debt." - "Italy’s...borrowing costs (10 year bonds)...fell back having brushed 6 per cent in early trade...Spanish debt...yields coming off...6.28 per cent to 6.04 per cent."

Italian and Spanish bonds feel heat as contagion fears rise :"...Italian bond yields hit intra-day highs of 6.01 per cent before dropping back to about 5.5 per cent, while Spanish yields rose to 6.30 per cent before falling back to about 5.8 per cent." - "Harvinder Sian...at RBS...“If yields on Italian and Spanish bonds go above 7 per cent, then this will not just be a eurozone crisis, it will be a global crisis, threatening the currency club in its existing form.”"

 

Verð lækkuðu einnig almennt á mörkuðum gagnvart fleiri löndum, eins og Portúgal og Grikklandi, en það má vera að kaup Seðlabanka Evrópu hafi ekki einskorðast við ítalska uppboðið. Þannig, að inngrip Seðlabanka fremur en það að markaðir hafi í raun róast, getur verið meginskýring þeirrar lækkunar er átti sér stað.

  • Svo, þá er ef til vill staðan sú, að markaðir eru enn í sama paník-kastinu - að lækkun sé einungis tímabundin.

Að vísu getur það hafa stuðlað að róun, að ítalska þingið samþykkti að setja nýtt niðurskurðarfrumvarp fjármálaráðherra í flýtimeðferð. Berlusconi kom einnig fram með yfirlísingu, þar sem hann óskaði eftir samstöðu.

  • Svo, það virðist að þessar nýju niðurskurðaraðgerðir fari fram og fái öruggann meirihluta.

Á hinn bóginn, benda gagnrýnendur á að sá niðurskurðarpakki, hafi lítil áhrif og sé því ólíklegur í reynd til að skipta máli.

  • Hann muni ekki lækka hallann á Ítalska ríkinu í nálægri framtíð.
  • Né sé þar nokkuð að finna, til að auka líkur á hagvexti.

En ekki síst sú staðreynd að Ítalía er á "0" punkti þessa stundina, það var samdráttur í iðnframleiðslu í júní, síðan kom vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu þann 7/7 sl. sem fjárfestar vænta að muni hafa samdráttaráhrif á Ítalíu, og að auki fregnir frá Bandar. sl. föstudag um að hagvöxtur í júní hafi verið enn slakari en í maí sem þó var slæmur mánuður. 

Allt þetta víxlverkar saman, þ.e. að aðilar gera sér ljóst að samverkandi áhrif allra þessara þátta, séu líkegir til að íta Ítalíu og einnig Spáni yfir í samdrátt á ný; svo þessi samvirkni áhrifaþátta sé ástæða þess, að núverandi Evursvæðiskrýsa gís allt í einu fram nú.

 

Doubts remain on Italy’s assurances :"Tito Boeri, economics professor at Bocconi university. The bulk of cuts and savings...come into play only in 2013...more than a third of the budget correction depends on future changes to welfare legislation “whose contents are far from defined”...There are no measures to promote economic growth..."

 

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á morgun - hvort markaðurinn haldi áfram að vera í paník. En, nk. föstudag verður ný sala skuldabréfa hjá Ítölum.

  • Ég verð að segja, tjá mig, um það hve lík þessi atburðarás er þeirri sem átti sér stað, þegar Grikkland var á leið í vandræði - síðan Írland og svo Portúgal.
  • En í öllum tilvikum, skapaðist þessi spenna um "bond auction" eftir "bond auction" og Seðlabanki Evrópu, í öllum tilvikum greip inn og gerði tilraun til að róa markaði með því að kaupa, og í öllum tilvikum mistókst það.
  • Í þetta sinn eru stærðirnar þ.e. upphæðirnar svo mikið mikið stærri í sniðum.
  • En nú er hættan svo mikið - mikið meiri, því fall Ítalíu líklega er hvorki meira né minna en fall Evrusvæðis.

Skuldir Ítalíu eru cirka = 20% af heildarþjóðarframleiðslu alls Evrusvæðisins, sbr. að þjóðarframleiðsla Grikklands í heild er bara 3% cirka af þjóðarframleiðslu Evrusvæðis.

Við getum nú verið að sjá þetta gerast næstu virkurnar - að Ítalía og Spánn, bæði tvö ríkin verði hrakin af mörkuðum. Þá verður tilvistarkreppa Evrunnar öllum ljós.

 

Skuldatryggingaálag

Staða Markit Itrax Sov kl. 17.30 13/7 - sveiflur halda áfram í dag - tölur fremst í röð.

Staða Markit Itrax Sov kl. 13.00 13/7 - sveiflur halda áfram í dag.

Staða Markit Itrax Sov kl. 9.30 13/7 - sveiflur halda áfram í dag.

Staða Markit Itrax Sov kl. 17.30

Tölurnar aftast frá kl. 17.30 - næstu tölurnar við frá fyrr í dag, eða 13.00.

Svo koma tölur frá 17.30 í gær og fyrstu tölur kl. 13.00 í gær.

Þetta sýnir ágætlega þróun þá er átt hefur sér stað í dag og gær.

Grikkland...........2.340 / 2.333 / 2.325/ 2.297 / 2.300 / 2.425 / 2.338

Portúgal.............1.085 / 1.085 / 1.050 / 1.090 / 1.125 / 1.190 / 1.078

Írland..................1.060 / 1.065 /1.015 / 970 / 1.005 / 1.125 / 996

Spánn..................313 / 321 / 320 / 342 / 345 / 370 / 324

Ítalía...................282 / 291 / 282/ 279 / 302 / 325 / 289
------------------------------------------------

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn) 

 

Þróun vaxtakröfu fyrir 10 ára ríkisbréf

Italian Bonds Snap Six-Day Drop on Speculation ECB Bought Country’s Debt

Defaulted Greece May Have to Aid Trichet to Save Face as ECB Stands Firm

Ísland seldi 5 ára bréf, vaxtakrafa 10 ára er vanalega nokkuð hærri - á bilinu 0,5-1% vanalega.

Grikkland............16,86% (16,77 12/7,  17,02 11/7)

Portúgal..............13,36% (13,36 12/7, 13,39 11/7)

Írland.................13,78% (13,35 12/7, 13,38 11/7)

Spánn..................5,75% (5,8 12/7, 6,04 11/7 - 5,56 sl. viku)

Ítalía...................5,48% (5,56 12/7, 5,71 11/7, 5,28 þann 8/7, 5,21 þann 7/7 var 5,08 í 6/7 og 4,99 í sl. viku.)

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Niðurstaða

Ég tel á hæsta máta líklegt að sá viðsnúningur á verðum á mörkuðum gagnvart Spáni, Ítalíu, Portúgal, Grikklandi og Írlandi - er átti sér stað seinni part dags, hafi verið vegna inngripa Seðlabanka Evrópu.

Það getur verið að ECB hafi keypt nær allt ítalska útboðið, og einnig gripið inn í verðmyndun gagnvart hinum löndunum. En, ég sé ekki neina stóra ástæðu til meiriháttar hugarfarsbreytingar, á markaði.

Því miður, virðist Ítalía vera kominn yfir á sama hrunferlið og áður hefur sést. En spegilmynd þess ástands sem Ítalía er í um þessar mundir, er nær perfect. 

Við getum verið að sjá Ítalíu og Spán, bæði ríkin vera hrakin af mörkuðum næstu vikurnar. Sú niðurstaða mun þó ekki leiða til greiðsluþrots Ítalíu eða Spánar í einum rykk, því greiðsludreifing skulda sérstaklega Ítalíu er með þeim hætti, að Ítalía getur sennilega haldið út án markaðsaðgangs um nokkra hríð. Jafnvel eitt eða tvö ár. 

Ekki eins viss um Spán, en ef þetta ástand skapast verður tilvistarkreppa Evrunnar öllum ljós. Meira að segja ESB og Evrusinnar munu ekki lengur getað afneitað því.

----------------------

Þá mun Evrópa standa nákvæmlega frammi fyrir valkostunum:

  1. Bjarga Evrunni - eða -
  2. bjarga henni ekki!
 

Kv.


Skuldatryggingaálag og vaxtakrafa innan Evrusvæðis í nýjum hæðum! Er Evran að falla?

Sérstaklega virðist fókus ótta fjárfesta hafa verið á Ítalíu í gær, en þar féllu hlutabréf banka stórt. Verðbréfamarkaðir féllu á Evrusvæðinu. Bandaríkjunum einnig. Evran féll gagnvart dollar og áhugavert, féll gagnvart svissneska frankanum niður á lægsta verð nokkru sinni í svissneskum frönkum.

Merkilega þá lækkaði vaxtakrafa bæði fyrir bandar. og þýsk ríkisbréf. 

Vaxtakrafa fyrir ríkisbréf á Evrusvæðinu hækkaði að auki - svo og skuldatryggingaálag. Báðar stærðirnar virðast standa í nýju meti!

Reuters - Italy woes hit stocks, euro, boost bonds

Bloomberg - Stocks Fall, Euro Drops on Crisis Concerns

FT.com - Eurozone contagion panic grips investors :"“Contagion was the word on everyone’s lips as the eurozone debt crisis threatens to envelop the periphery,” Gavan Nolan of Markit...."Nicholas Spiro of Spiro Sovereign Strategy: “In terms of the threat posed by contagion, this is the most critical period since the debt crisis erupted in April 2010.""

Evrukrýsan í nýju hámarki - skilaboð markaða skýr til forystu Evrusvæðis, gerir eitthvað í málum strax! Annars gerist eitthvað raunverulega alvarlegt!

 

Þróun skuldatryggingaálags

EURO GOVT-Italy CDS hits record high before emergency meeting

Italy Leads Surge in Sovereign Debt Risk to Record on Contagion

FT.Alphaville 

Aftur nýjar tölur - 17.30 Alphaville frá Markit Itrax Sov, 12/7.

Nýrri tölur frá Alphaville - aftast þ.e. tölur frá í dag - 13.00

Tölur frá því í gær - við lokun markaða!

Tölur frá fyrriparti dagins í gær!

**Inni í sviga fyrir aftan hvað álit markaðanna þíðir**

*Skv. Alphaville sem byrtir Markit Itrax tölur var CDS komið enn hærra sjá seinni tölurnar.

Grikkland...........2.297 (86% probability of default within five years) / 2.300 / 2.425 2.338

Portúgal.............1.090 (61% probability of default within five years) / 1.125 / 1.190 / 1.078

Írland..................970 (56% probability of default within five years) / 1.005 / 1.125 / 996

Spánn..................342 / 345 / 370 / 324

Ítalía...................279 / 302 / 325 / 289

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)

Ég setti tölur inn fyrir Ísland - svona til gamans - en eins og allir vita, þá búa öll ofangreind lönd fyrir utan Ísland, við það ótrúlega og óskaplega - sannarlega stórfenglega einnig - hagræði, af því að hafa Evru; meðan Ísland býr við það óskaplega óhagræði og helsi, að búa við krónu.

Ég segi það barasta - það er svo klárt að við eigum að taka upp Evru, og það helst strax í gær, til að njóta ávaxtanna - alls gróðans af henni - hinna stórfellt auknu tækifæra sem henni myndi fylgja :)

 

Þróun vaxtakröfu fyrir 10 ára ríkisbréf

Italian, Spanish, Portuguese Bonds Slump on Contagion Threat

Ísland seldi 5 ára bréf, vaxtakrafa 10 ára er vanalega nokkuð hærri - á bilinu 0,5-1% vanalega.

Grikkland............17,02%

Portúgal..............13,39%

Írland.................13,38%

Spánn..................6,04% (5,56 sl. viku)

Ítalía...................5,71% (5,28 þann 8/7, 5,21 þann 7/7 var 5,08 í 6/7 og 4,99 í sl. viku.)

Ísland..................4,993% (5 ára)

Aðild að Evru leiðir til meira trausts - það er krystal klárt af ofangreindum tölum, ekki satt :)

 

Hver voru viðbrögð ráðherra EBS? Við ætlum að íhuga að gera eitthvað!

Ecofin June 11. Statement

Eins og sést af lestri yfrlísingarinnar er hún fremur óljós.

En skv. henni virðast menn farnir að vakna eitthvað til lífsins um að Grikkland virkilega ráði ekki við núverandi stöðu.

Markets rocked as debt crisis deepens :"Late on Monday night, the ministers attempted to respond to the pressure, announcing at the close of an eight-hour meeting that they had reopened the possibility of using the eurozone’s €440bn bail-out fund to repurchase Greek debt on the open market."

Ekki kemur með nokkrum hætti skýrt fram í orðalagi ályktunarinnar, að þetta sé rétt hjá Financial Times. En, ef þetta er það sem meint er með óljósu orðlalagi þá getur það gert nokkuð gagn, að ef nýjum björgunarsjóð eða núverandi, verður heimilað að lána Grikkjum til að framkvæma endurkaup á eigin skuldabréfum, áður útgefnum.

EU Revives Buyback Idea as Crisis Hits Italy :"With Greek 10-year debt fetching less than 55 cents on the euro, buybacks were forced back onto the table by the Institute of International Finance, a group representing more than 400 banks and insurers that has tried to broker an accord on the French proposal."

Miðað við þessar upplýsingar, gæti verið mögulegt fyrir björgunarsjóðinn að lána Grikkjum til að endurkaupa bréf skv. tilboði um 65-70% af nafnvirði.

Sem myndi þá gefa 30-35% lækkun upphaflegs nafnvirðis skuldar.

En, það var einungis samþykkt að taka mál til frekari skoðunar - STERKT :)

 

Niðurstaða --> Róm er að brenna!

Markaðir eru í paník - og ég meina paník.

European banking sector left battered :"Indeed, investors ap­peared to be in panic mode, with selling reminiscent of the post-Lehman Brothers financial crisis."

Hrun var langmest hjá ítölskum bönkum, sbr. UniCredit niður 6,3% ofan á 20% fall sl. föstud. Intesa Sanpaolo niður 7,7% ofan á 13,3% sl. viku. Bréf banka víðsvegar um Evrusvæðið féllu einnig. 

En gríðarleg hækkun skuldatrygginga vekur mesta athygli. Þær voru klárt enn að hækka seinnipart dags, eins og nýrri tölur frá Ft.Alphaville sýna. Spurning hvað gerist á morgun þ.e. 12/7.

En, ég get ekki séð, að niðurstaða Ecofin fundar fjármálaráðherra Evrusvæðis í gær, geti dugað til að róa markaðinn. Svo aum var hún.

Sannarlega er hækkun vaxta-álags áhugavert einnig.

--------------------------------

Er Evran við það að falla?

 

Kv.


Bloggfærslur 12. júlí 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband