11.7.2011 | 02:02
Forseti Ráðherraráðs ESB kallar saman neyðarfund, einungis örfáum klst. fyrir Ecofin fund fjármálaráðherra ESB
Mér sýnist stund alvörunnar vera að renna upp innan Evrusvæðis. En, svo alvarleg er staðan metin að því er virðist eftir atburði sl. viku, að forseti Ráðherraráðs, sér sig knúinn að halda - hvort sem við köllum það neyðarfund eða samræmingarfund - einungis nokkrum klukkustundum áður en svokallaður árlegur "Ecofin" fundur allra fjármálaráðherra ESB er haldinn sama dag.
En líklega er það rétt að þessi tiltekni fundur snýst um samræmingu afstöðu þeirra mikilvægu einstaklinga sem hittast. Og hverjir eru þeir?
Reuters - EU calls emergency meeting as crisis stalks Italy :"European Central Bank President Jean-Claude Trichet will attend the meeting along with Jean-Claude Juncker, chairman of the region's finance ministers, European Commission President Jose Manuel Barroso and Olli Rehn, the economic and monetary affairs commissioner..."
Svo báðir forsetarnir verða þarna þ.e. Ráðherraráðs og Framkvæmdastjórnar, Seðlabankastjóri Evrópu eða Evrusvæðis, formaður fjármálaráðherra Evrusvæðis og kommissari efnahags og fjármála.
- Og klárt að fundur þessara aðila er ekki kallaður með skömmum fyrirvara út af neinum smá málum!
- Alls - alls ekki, rétt fyrir annan mjög mikilvægann fund! Sama dag!
Telegraph - Top EU officals meet over Italy debt contagion fears :"Top European Union officials will meet in Brussels on Monday morning to discuss the growing eurozone debt crisis amid fears that Italy could be the next country to be affected." - "They will also "coordinate their positions" on the second Greek rescue package as Europe's debt crisis threatens to deteriorate further." - "Monday morning's meeting in Brussels will happen ahead of a meeting of eurozone finance ministers."
Financial Times - EU stance shifts on Greece default :"European leaders are for the first time prepared to accept that Athens should default on some of its bonds as part of a new bail-out plan for Greece that would put the countrys overall debt levels on a sustainable footing."
Grikkland
Ekki vitað nákvæmlega. En skv. frétt FT þá er franskt plan ekki lengur í myndinni, en eldri þýskar hugmyndir eiga endurnýjun lífdaga. Þannig að þau mál eru aftur á upphafsreit!
En eins og þeim var áður lýst þá felast þær hugmyndir þjóðverja í því að þvinga einka-aðila, til að endurnýja lán sem falla á gjalddaga næstu 3. árin, en skv. hinum eldri þýsku hugmyndum áttu þeir einka-aðilar ekki að fá nærri eins gróðavænlegann díl eins og hinar frönsku hugmyndir ráðgerðu.
Einfaldlega þannig, að þeir endurláni aftur en ekki gegn þeim háu vöxtum sem ríkja í dag á markaði, heldur gegn sambærilegum þeim sem björgunarsjóðurinn veitir og að auki að þau skuli vera til langs tíma eða 30 ára.
Þetta er auðvitað mun mildari díll fyrir Grikki, ef þetta verður ofaná. En að sjálfsögðu einungis hægt að framkalla með einhverjum ótilteknum þvingunarúrræðum, sem ekki er ljóst hver yrðu.
En viðbrögð matsfyrirtækja í sl. viku, sem sögðu að franska planið væri einnig "selective default" hefur valdið þessari hugarfarsbreytingu að sögn, svo nú virðist hugmyndin að umbera að Grikkland muni fá "D" eða "default" einkunn.
En, ég reikna með að Trichet og hans meðstjórnendur innan Seðlabanka Evrópu muni bregðast mjög harkalega við þessum hugmyndum.
En fram að þessu hefur þeirra afstaða verið, og ekkert útlit er fyrir að sú afstaða þeirra mildist, að ef Grikkland fær "D" eða "default" einkunn, muni þeir ekki lengur samþykkja að grísk ríkisskuldabréf séu gild veð, þannig að grískir bankar munu þá ekki lengur geta fengið neyðarlán frá Seðlabanka Evrópu.
Það myndi framkalla hrun þeirra þegar í stað - gárungar hafa kallað þetta "the nuclear option" hjá Seðlabankanum, því Grikkland yrði mjög sennilega að hætta í Evrunni tafarlaust og lísa sig greiðsluþrota.
En, í seinni tíð, hafa ímsir verið að halda því fram, að kalla ætti blöff ECB manna - vilja meina að þegar á reynir, muni Seðlabankinn halda áfram að samþykkja grísk ríkisskuldabréf sem veðhæf.
Annars auðvitað er Seðlabankinn sjálfur gjaldþrota því gjaldþrot Grikklands veldur nægilega stóru tapi til þess að þurrka út hans eigin fé - svo væntanlega fer af stað sú bylgja í gegnum bankakerfi Evrópu sem tafarlaust greiðsluþrot Grikklands framkallar.
Margir halda að þá verði alvarleg víxlverkun sem geti leitt til mun víðtækara hruns. Meðan sumir aðrir, telja að slík krýsa muni ekki valda neinum óskaplegum vandræðum.
Segjum a.m.k. að ekki sé öruggt hvort er rétt!
Klárt að ef Financial Times hefur rétt fyrir sér, þá sé "high stakes game of chicken" í gangi á Ecofin fundi ráðherra ESB síðdegis mánudag þ.e. 11/7, og það má vera að tilgangur fundarins á undan sé einungis sá að samræma afstöðu aðila sem koma fram fyrir stofnanir ESB. En, einnig má vera að mun meira sé í gangi.
En ég treysti mér alls ekki til að fullyrða, að stjórnendur Seðlabanka Evrópu muni raunverulega blikka!
Fram að þessu hafa þeir ekki gefið eftir einu sinni nöglina á litla fingri!
Það mun ekki kæta markaði - ef niðurstaða fundahalda mánudags 11/7 mun einungis staðfesta áframhaldandi óleystann ágreining aðila.
Ítalía
- EU calls emergency meeting as crisis stalks Italy :"The spread of the Italian 10-year government bond yield over benchmark German Bunds hit euro lifetime highs around 2.45 percentage points on Friday, raising the Italian yield to 5.28 percent, close to the 5.5-5.7 percent area which some bankers think could start putting heavy pressure on Italy's finances."
En ég vek athygli á eftirfarandi, vaxtakrafa 10. ára bréfa:
- Ítalía 5,28 þann 8/7, 5,21 þann 7/7 var 5,08 í 6/7 og 4,99 í sl. viku.
- Spánn 5,71 (5,56 sl. fimmtudag)
- EU calls emergency meeting as crisis stalks Italy :"Shares in Italy's biggest bank, Unicredit Spa, fell 7.9 percent on Friday, partly because of worries about the results of stress tests of the health of European banks that will be released on July 15. The leading Italian stock index sank 3.5 percent."
Það átti sér stað hröð atburðarás gagnvart Ítalíu í sl. viku - en einnig magnaði það spennu að Berlusconi veittist að fjármálaráðherra sínum, og virtist vera að gera tilraun til að losna við hann úr ríkisstj.
- En markaðir líta á hann sem nokkurs konar varðmann fyrir ábyrgða fjármálastjórnun!
Reuters - Analysis: Tremonti exit would spell big trouble for Italy :Silvio Berlusconi - about Tremonti "He thinks he's a genius and everyone else is stupid," - "He is the only minister who is not a team player," - Analysis - "Tremonti is seen as electoral poison by most of the cabinet, who blame his spending curbs and refusal to lower taxes for the government's loss of popularity."
Það myndi alls ekki gefa réttu skilaboðin, að ef Berlusconi ítir Tremonti út - svo hann geti slakað á aðhaldi því sem Tremonti hefur viðhaldið á eyðslu.
En 1. ársfjórðung þessa árs mældist hallinn á ríkissjóði Ítalíu 7,7% af þjóðarframleiðslu, þó svo að spá fyrir árið í heild geri ráð fyrir að hann verði 4,7% af þjóðarframleiðslu.
Ríkisskuldir Ítalíu verða 120% af þjóðarframleiðslu á þessu ári eða um 1.840ma., sem hvorki meira né minna eru 3. mestu ríkisskuldir í heimi, þegar miðað er við upphæð.
Að auki, mældist samdráttur í iðnframleiðslu á Ítalíu í júní sl. og heildarhagkerfið við "0" punkt hagvaxtarlega séð, sem er viðkvæm staða.
En vaxtahækkun ECB í sl. viku mun hafa samdráttaraukandi áhrif á Ítalíu, auk þess að auka líkur á gengishækkun Evru, sem einnig mun skaða Ítalíu - þá útflutning.
Að auki í sl. viku kom í ljós - sem einnig hefur áhrif innan Evrópu - að tölur frá júní í Bandar. voru enn verri en tölur í maí sl. Svo, stöðnun hagvaxtar virðist vera að staðfestast í Bandar. frekar en hitt.
Það eykur líkur á því, að sú hæging hagvaxtar sem einnig hefur verið í gangi sl. 2 mánuði í Evrópu, geti einnig reynst vera mun meir langvarandi en menn hafa fram að þessu, haldið fram.
Vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu - heilt yfir litið - getur því reynst vera mjög slæm hugmynd, hluti af því sem er að auka óróa, draga úr trúverðugleika stöðunnar heilt yfir litið.
Ambrose Evans-Pritchard - Italy and Spain must pray for a miracle :"This is not a time for the ECB to raise rates. It has repeated the error made in mid-2008 when it tightened into the final phase of an oil shock, when half the eurozone was already in recession. Once is careless, twice is unforgivable."
Hvað ætti Evrópa að gera?
Annaðhvort að taka hart á stjór, eða hart á bak!
Mér sýnist ástandið á Evrusvæðinu nálgast bjargbrúnina á ógnarhraða, og einungis ákveðin viðbrögð séu líkleg til að bjarga málum frá stjórnlausu hruni.
- Annaðhvort að aðstoða lönd í vanda með mjög ákveðnum hætti - þannig að tryggt verði að þau lendi ekki í greiðsluþroti.
- Eða, að aðstoða þau við að yfirgefa Evrusvæðið - við upptöku eigin gjaldmiðils.
- Ein leið til raunverulegrar björgunar væri, að aðildarríkin samþykki að veita ríkjum í vanda sameiginlega ábyrgð - svo þau geti slegið lán út á þær ábyrgðir gegn kjörum á bilinu 3,5-4,5%.
- Þá myndu þau, einfaldlega kaupa upp eldri skuldir sjálf með afföllum, en bjóða í staðinn að skulda þeim sömu aðilum, út á sameiginlega ábyrgð allra landanna.
Það þarf ekki að efast um að aðilar myndu samþykkja slíka díla - því reynsla af svokölluðu Brady plani þ.s. Bandaríkjamenn aðstoðuðu lönd í vanda á fyrri hl. 10. áratugarins sýnir að sú útkoma er líkleg.
Þannig, að full ástæða er að ætla að slík áætlun myndi raunverulega geta virkað þannig að:
- Skuldir myndu lækka, og
- þær yrðu á lægri vöxtum og að auki hagstæðari greiðsluskilmálum.
Gallinn er sá, að löndin í vanda eru samt föst í þeirri klemmu sem þau eru lent í innan Evrunnar, það er að þeirra hagkerfi eru mjög langt frá að vera samkeppnisfær sem sést á miklum viðskiptahalla og einnig miklum halla ríkissjóða.
Svo hætta er á því að skuldir hlaðist upp á ný, nema beitt verði mjög grimmum og erfiðum aðlögunaraðgerðum, sem felast myndu í beinum launalækkunum - og breytingum innan vinnumarkaðar til að auka samkeppni innan hans. Og að auki, stórfelldum niðurskurði ríkisútgjalda.
Þetta þíðir auðvitað mikinn samdrátt í þeim hagkerfum - slíkar aðgerðir að auki líklegar til að þurfa mörg ár, til að skila árangri.
Svo, þau lönd yrðu allan tímann - kannski samfellt næstu 15 árin, að vera í samfelldri aðstoðaráætlun, þ.s. þau myndu taka lán skv. sameiginlegri ábyrgð - má vera jafnvel að þau þurfi beinar gjafir.
- En Þjóðverjar hafa reynslu af sameiningu Þýskalands á bakinu, en A-hlutinn er enn á spenanum frá V-hlutanum 20 árum eftir sameiningu.
- Reynslan af A-Þýskalandi, leiðir því til mikillar fælni þjóðverja við allar hugmyndir um, langvarandi styrkja-áætlun.
- Það er ekki síst öflug andstaða Þjóðverja, sem hefur viðhaldið pattstöðu innan ESB um málefni ríkja í vandræðum.
- Hættan er, að ef hún heldur áfram, þá verði versta útkoman fyrir alla niðurstaðan!
Það er mun betra að aðstoða ríkin í vanda, við það verkefni að taka á ný upp á ný eigin gjaldmiðla, en að láta áframhaldandi pattstöðu halda áfram í stjórnlaust hrun.
Niðurstaða
Það er einhvernveginn eins og enginn árangur hafi orðið af öllu rifrildinu sem átt hefur sér stað milli aðildarríkja Evrusvæðis og einnig með þátttöku stofnana ESB, síðan í vor. Mál virðast aftur á upphafsreit - nema að tryggð hefur verið skammtímafjármögnun fyrir Grikkland eitthvað fram á næsta ár.
En allt annað er í sama háaloftinu og við upphaf sumars.
Og markaðir í sl. viku sýndu klár merki þess, að vera farnir að verða órólegir vegna stöðu Ítalíu.
Í ljósi þess, hve vaxtakrafa Ítalíu fór upp við lok sl. viku, þá líst mér alls ekki á það, að ef niðurstaða fundahalda morgundagsins innan ESB, verður í reynd engin þ.e. áframhaldandi pattstaða.
En ég sé ekki Seðlabanka Evrópu gefa eftir hænufet - og aftur virðast Þjóðverjar vera að þrýsta á um þær hugmyndir, sem voru orsök pattstöðu samfellt í 6 vikur þ.e. í máí og júní.
----------------------------
Ef það verður útkoman, þá gæti þróun á markaði orðið söguleg út vikuna.
Spurning á hvaða tímapunkti verður leiðtogum Evrópu það ljóst - að þeir eru upp við vegg?
Verður það áður en stjórnlaust hrun á sér stað - eða munu þeir labba fram af hengifluginu án þess að gera sér grein fyrir því að það er að gerast, fyrr en um seinann?
Mér sýnist hengiflugið blasa við þeim nú þegar - en eru þeir færir um að sjá það?
Eru þeir færir um að bregðast við - á hvorn veginn sem er, í tæka tíð?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 11. júlí 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar