17.6.2011 | 18:31
Lausn getur loks verið í sjónmáli, á pattstöðunni innan ESB um vandamál Grikklands!
En Angela Merkel á fundi hennar með Nicolas Sarkozy í dag virðist hafa gefið eftir, og er niðurstaða þeirra fundar á þá leið, sem er líklegt að Seðlabanki Evrópu sætti sig við. Ef svo er, þá getur verið að samkomulag um framhaldið komi jafnvel fram, á fundinum á nk. sunnudag.
En niðurstaðan er þá einfaldlega sú sem Seðlabanki Evrópu vildi allann tímann, og gaf ekki eftir hænufet. Sem sagt, að Grikkland fái nýtt lán sennilega á bilinu 70-100ma..
--------------------------------------------------------
- "Ms. Merkel told a joint press conference with French President Nicolas Sarkozy that a so-called "Vienna initiative," code for a voluntary rollover of Greek bonds, could form the basis of a deal.
- "The aim is the participation of the private sector on a voluntary basis, and the Vienna initiative, as it's known, is a good foundation, and I think we can move forward on this basis," Mr. Merkel said.
- The original "Vienna initiative" was a successful gentleman's agreement among European banks in 2009 to maintain their lending operations in Eastern Europe during the global financial crisis.
- The ECB and France support a similarly voluntary pact under which Greece's creditors would promise to buy new Greek bonds when existing bonds mature. Before Friday, Germany had expressed little confidence that such a gentleman's agreement would work, because investors are so averse to prolonging their exposure to Greek debt."
--------------------------------------------------------
Hugmynd þjóðverja var að spara 30ma. þ.e. kostnaður yrði 70ma. með því að knúið væri fram, með einhverjum hætti ótilgreindum, að fjárfestar endurnýji lán þegar þau falla á gjalddaga þ.e. láni aftur fyrir sömu upphæð - sbr. "rollover", en hugmynd Þjóðverja virtist vera að beita þá þrýstingi til að samþykkja ný lán á sambærilegum vöxtum og fylgiríkin væru að lána gagnvart og að auki til lengri tíma en áður.
- Þetta eru auðvitað miklu mun hagstæðari kjör, en Grikkir fá á markaði - þannig miklu hagstæðari kjör en þeir aðilar, myndu líklega sjálfviljugir bjóða.
- Þetta var augljóslega ekki unnt að knýja fram, nema með einhverjum ótilgreindum þrýstingi, þannig að aðilar væri ekki að taka í reynd frjálsa ákvörðum.
- Þ.e. einmitt sá vinkill, sem Seðlabanki Evrópu hefur fett fingur út í - og lánsmats fyrirtæki, en þau hafa tekið þá afstöðu, að slíkt "coerced rollover" væri "default" eða greiðsluþrot í reynd.
- Augljóslega, mun "Vienna initiative" ekki skila sambærilegum árangri, þannig að líkur eru umtalsverðar að margir kjósi frekar að fara með sína peninga annað - og að auki kjör verða líklega til mikilla muna óhagstæðari sbr. um 15% vextir á 10. ára lán, 28% á 2. ára.
- Svo í reynd er þetta nær 100% eftirgjöf, og líklegt að lítill sparnaður verði af þessu, þ.e. lán verði ekki miklu lægra en áætlaður cirka 100ma. björgunarkostnaður.
- Segjum á bilinu 90-100ma..
Svo Seðlabanki Evrópu, virðist hafa haft fullnaðarsigur eftir allt saman, eins og maður var löngu búinn að reikna með, maður er fyrst og fremst smá hissa að það tók þetta margar vikur, fyrir andstöðuna að brotna á því skeri, sem þvert "Nei" stjórnenda ECB hefur verið.
Spurning þó hvernig Sambandsþingið þíska mun taka þessu, en ekki lengra síðan en fimmtudaginn í síðustu viku, að þar var samþykkt ályktun með miklum meirihluta, sem kvað á um það að þátttaka einka-aðila í kostnaði við björgun Grikklands, yrði að vera veruleg og umtalsverð.
Það gæti orðið nokkur þraut fyrir Merkel, að knýja í gegn því sem er í reynd fullkomin eftirgjöf.
Það á einnig eftir að koma í ljós hvort ríkisstjórn Grikklands, fær samþykkt trausts-yfirlísingu þings Grikklands nk. sunnudag. Ef ekki þá er stjórnin fallin. En, það má vera að meiri líkur en minni séu um það, að stjórnin haldi.
Fylgjast áfram með fréttum!
En ef allt fer vel - þ.e. gefum okkur að vel þíði að gríska ríkisstj. lifi, henni takist að knýja fram frekari sölu eigna og frekari niðurskurð útgjalda, Grikkir fá viðbótarlán sem þíðir viðbótarskuldir, þá verða samt skuldir Grikklands í restina með viðbótarlánum en sölu eigna á móti, a.m.k. 150% af þjóðarframleiðslu. Þetta segja óháðir hagfræðingar.
Ný spá AGS um hagvöxt í heiminum - fyrir áhugasama!
AGS lækkar aðeins spá um vöxt ársins í heiminum, vegna versnandi horfa í Bandaríkjunum. AGS reiknar samt með því enn, að vöxtur glæðist á seinni hluta árs. Sjáum til hvort það stenst.
Aðeins uppreiknuð spá um vöxt í Evrópu, þ.e. frá 1,7-2,0% sem þeir reikna nú með fyrir árið í ár.
Ógnanir virðast koma frá ríku ríkjunum, þ.e. vanda tiltekinna ríkja í Evrópu annars vegar og hins vegar frá Bandaríkjunum. Þeir umvanda við þau lönd, benda þeim á að spíta í lófana við það verk, að snúa við neikvæðri þróun skulda.
AGS segir lítið meira en þetta, en að sjálfsögðu þá getur þetta ástand skapað nýja heimskreppu, punktur sem AGS nefnir ekki - skiljanlega, en ætli að flestir séu ekki færir um það eins og ég, að lesa þarna á milli lína. AGS umvandar ekki af ástæðulausu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spennan í augnablikinu er hvort gríska ríkisstjórnin fellur, en það ætti að vera ljóst af eða á, einhverntíma á morgun. En, ef stjórnin fellur þá verður ekki af innleiðingu frekari sparnaðar-aðgerða í Grikklandi, né fer sala ríkiseigna af stað. Þá fellur óformlegt samkomulag sem virðist nú óvænt hafa átt sér stað milli AGS og ESB, um að greiða Grikkjum út þann 20. júní nk.
En, ef stjórnin lafir, þá heldur það samkomulag, Grikkir fá peninginn frá AGS og björgunarsjóði ESB greiddann, sem þeir eiga að fá ef þeir standast endurskoðun - þá skv. pólitískri ákvörðun um að láta þá hafa þann pening, þó klárt sé að Grikkland hafi ekki staðist þá endurskoðun skv. viðmiðum AGS.
En, einhvern veginn, eru hlutir að þróast þannig - að reglum er vikið til hliðar umsvifalaust, þ.e. nauðsyn brýtur lög hugsunin, nær yfirhöndinni. Ég velti því fyrir mér, hvaða áhrif það hefur á trúverðugleika AGS, sjáið þessa grein þ.s. sá sem skrifar einmitt veltir því upp: How Long Can IMF Play the Contortionist?
Á sunnudag, verður neyðarfundur meðal ráðandi afla innan ESB og Evrusvæðis, þ.s. ákveðið verður formlega að greiða Grikkjum út þanng 20. nk. En, auðvitað verður sá fundur mun áhugaverðari, ef stjórnin fellur á morgun. En, ef svo fer, spái ég því að ESB muni samt láta Grikki fá peninginn, þó svo að þá hafi þeir ekkert pólitískt skjól af loforðum grískra stjv.
"The IMF board plans to meet in the beginning of July to consider the next tranche of funding. "It's not so urgent as some people think," the senior IMF official said. "We have enough time to meet the next borrowing needs of Greece by the middle of July, so we have some time."" - (eftir þann tíma klárast peningarnir hjá grískum stjv. ef þau hafa ekki fengið viðbótar pening fyrir þann tíma).
- En ástæða þess að þeir munu líklega það gera, er að þá er eina alternatívið að Grikkland verði greiðsluþrota í júlí nk. - sem sagt innan 3-4 vikna héðan í frá.
Sjá: Greek Leader Vows to Stay and Fight Debt Crisis
Sjá einnig: Europes Lehman Moment Looms as Greek Debt Unravels Markets: Euro Credit
Síðan Alan Greenspan: Default by Greece Almost Certain: Greenspan
The problem you have is that its extremely unlikely the political system will work in a way that solves Greeces crisis, Greenspan, 85, said in an interview today with Charlie Rose in New York. The chances of Greece not defaulting are very small. - "The chances of Greece defaulting are so high that you almost have to say theres no way out, said Greenspan, who ran the central bank from 1987 to 2006. That may leave some U.S. banks up against the wall. - "Greeces debt crisis has the potential to push the U.S. into another recession, Greenspan said. Without the Greek issue, the probability is quite low of a U.S. recession, he said."
Greenspan er eðlilega umdeildur. En, hann samt hefur enn mikla virðingu sem hagfræðingur.
Hvað gerist með grískar skuldir, ef "baylout" heldur áfram?
Svarið er einfalt, eins og myndin sýnir, sem teiknuð var upp af hagfræðingi starfsmanni JP Morgan bankans, að því lengur sem hent er peningum í Grikkland, því hærra hlutfall skulda Grikkja endar í rauneigu hinna aðildar-landa Evru.
Línurnar renna í kross, á þeim punkti þegar cirka jafn mikið af skuldum Grikklands er í eigu aðildarríkjanna í gegnum björgunarsjóðinn, og annarra aðila.
Síðan eftir það, verður sí stækkandi meirihluti skulda Grikkja í eigu aðildarlandanna, í gegnum björgunarsjóðinn og þannig, bjarga í reynd skattgreiðendur aðildarríkjanna bönkum og öðrum fjármálamönnum út úr þeirri snöru, að eiga grískar skuldir.
En, þá greiða Grikkir þeim með lánspeningunum, þær skuldir klárast þ.e. greiðast upp, en eftir verður skuldin við aðildarlöndin, og hún smám saman hærra hlutfall heildarskulda Grikkja.
"Baylout" er í reynd björgun, til handa fjármagnseigendum og bönkum, sem voru svo vitlausir að lána Grikkjum fé - reikningurinn endar hjá skattgreiðendum hinna landanna, þegar kemur að óhjákvæmilegum afskriftum skulda Grikklands.
Skattgreiðendur hinna landanna, hafa vaknað og eru farnir að beita eigin ríkisstjórnir þrýstingi. Þess vegna hefur verið þetta stapp undanfarnar 4. vikur - löngu eftir að maður reiknaði með, að ríkisstjórnirnar segðu já og amen.
Þess vegna, varð ekkert samkomulag sl. þriðjudag, þess í stað var ákveðið að halda áfram að rífast um hugsanlegann björgunarpakka til handa Grikklandi, til að fjármagna Grikkland næstu 3. árin; fram í 1. viku júlí nk.
Niðurstaða
Ég vorkenni Grikkjum. Þetta er þjóð sem raunverulega getur orðið fátæk aftur.
PS: Leiðrétting, gríska þingið mun víst ekki greiða atkvæði um stuðning sbr. "wote of confidence" fyrr en nk. sunnudag. Svo hvort ríkisstj. Grikklands hefur það af, verður ekki ljóst fyrr en þá.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 17. júní 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 367
- Frá upphafi: 871891
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 344
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar