Á Íslandi gildir, lífskjör eru = gjaldeyristekjur - kostnaður af gjaldeyrisskuldum!

Þetta er ekki flóknara. Þess vegna þíðir aukning gjaldeyrisskulda, ef þær eru ekki vegna fjárfestinga sem eiga eftir að borga sig og gott betur, óhjákvæmilega skerðingu lífskjara. Ástandið á Íslandi er þannig að skv. Seðlabanka Íslands var nettó afgangur gjaldeyristekna sl. ár einungis 1,7% og skv. spá fyrir 2011 2,4%, í báðum tilvikum miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Staðan er í járnum.

 

Dálítil ritdeila hefur farið af stað milli Marínós G. Njálssonar og Andra Geirs Arinbjarnasonar.

Gjaldeyriskrísa

Varamaður í bankaráði Landsbankans hf. sendir launþegum tóninn

Sko, í þetta sinn er ég reynd sammála Andra. En, eins og útskýrt er að ofan, þá eru gjaldeyristekjur landsmanna tæpar. Marínó kemur þarna fram, sem reiður fulltrúi alþýðu, segir launahækkanir ekki miklar - sem út af fyrir sig er rétt - og að auki að ósanngjarnt sé að láta tapið bitna á launþegum en það hafi verið bankarnir sem settu hér allt á hausinn - þetta er út af fyrir sig rétt einnig.

  • En, það breitir því ekki að staðan er eins og staðan er, burtséð frá sanngyrnissjónarmiðum.
  • Segjum að heimurinn sé ekki sanngjarn - bankamenn brugðust, stórfé var stolið af almenningi, ræningjarnir ganga enn lausir, hafa stungið af með peningana og skilið okkur eftir með tapið.
  • En, það þarf alltaf einhver að borga tap, og vegna þess að við getum ekki stungið af öll, farið eitthvert annað, eða einfaldlega skipt um kennitölu; þá losnum við ekki undan því að taka upp reikninginn.
  • Nema auðvitað að við ákveðum að borga ekki - þ.e. fara leið Argentínu!
  • Þetta er hin eiginlega spurning -
  1. borgum við /
  2. borgum við ekki. 

Ef við ætlum að borga, þarf að taka tillit til erlendra gjaldeyrisskulda.

  1. Þá eru lífskjör hér = gjaldeyristekjur - erlendar gjaldeyrisskuldir.
  2. Ef við borgum ekki, þá verður þetta lífskjör = gjaldeyristekjur. 
  • Greiðsluþrot þíðir þó að erlendir aðilar munu líklega krefjast af okkur staðgreiðslu á öllum innflutningi, a.m.k. þangað til að okkur hefur tekist að safna upp í Seðlabanka nægum eignarsjóði sem dugar fyrir innflutningi a.m.k. 6 mánuði.
  • En, eftir að nægur sjóður hefur upp safnast, má vera að erlendir aðilar myndu vera til í að eiga við okkur kredit viðskipti á nýjan leik.
Þetta er raunverulegur möguleiki vegna þess, að við höfum gjöful mið og því í gegnum þau drjúga uppsprettu öruggra gjaldeyristekna. Án þeirra væri þetta ekki hægt.

 

Þetta er eina spurningin sem skiptir máli - borga / borga ekki!

Sjá Peningamál 2/2011

  • "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu.  - bls. 38.
  • "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu."  - bls. 38.

Til gamans sveifla Evru vs. Dollar sl. 365 daga = 19,75%!

  • Þegar tekinn er hæsta vs. lægsta staðan, fæst 19,75% heildarsveifla.

 

Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, ef á að triggja nægan gjaldeyrisafgang - sem sagt við ætlum að borga gjaldeyrisskuldir, eru: Nægilega lág laun eða innflutningshöft.

  • Við erum rétt í þessu að ganga frá samningi til launþega um hækkun launa um 4%, síðan rúml. 3% hækkun hvert ár næstu 2. ár.
  • Eins og Íllugi Gunnarrsson sagði í Silfrinu í dag, þá þarf 4% hagvöxt til að standa undir þessu.
  • Lilja Mósesdóttir, benti auk þess réttilega á þ.s. ég segi þarna í upphafi, að meðan skuldir eru þetta háar, þarf gengi krónunnar að vera nægilega lágt til að nægur afgangur skapist. Það sé því ekki raunhæft að hækka gengi krónunnar, meðan svo háttar með skuldastöðu landsins. 
  • Af máli Marínós G. að skilja, er að hann sé hlynntur höftum á innflutning - en hann mynnti á fyrri skoðun sína að þau myndu vera nauðsynleg, í athugasemd á blogginu hans Andra.
  • Auðvitað er það möguleiki, að taka tiltekna þætti sérstaklega innflutning eldsneytis út fyrir sviga, setja í haftakerfi, taka upp skömmtun til einstaklinga t.d. 30l. á mánuði.
  • Þannig næst ef til vill, breytt skipting innflutnings milli neysluvara og eldsneytis. Ég held samt ekki, að það feli í sér nettó ávinning.
  • Hættan er auðvitað, að þáttum sem þarf að setja inn í höft fjölgi, ef laun halda áfram að hækka umfram raunverulega aukningu útflutningstekna. Þannig smám saman, snýr landið til baka inn í kerfið sem ríkti milli 1947-1959.
  • Bendi á að það reyndist spillingarhít, því aðilar með sambönd við nefndina fengu frekar innflutnigsheimild, sem þeir gátu selt dýrum dómum.
  • Reyndar var grunað, að slíkum gróða væri skipt upp milli aðila innan nefndar og kunningjans utan nefndar.
  • Mér líst reyndar bölvanlega á slíka þróun, er á því að af tvennu íllu sé samt skárra, að halda launum niðri þannig að höft á innflutning ásamt meðfylgjandi spillingu séu óþörf.
  • Þá þarf hinn valkostinn - nýja gengisfellingu. Seðlabankinn sýnist mér, getur einfaldlega látið gengi krónu síga án þess að tala nokkuð um gengisfellingu. Ríkisstjórnin og fylgismenn, nefna það ekki þá heldur. Þannig, að felling gengis fer þá fram þeigjandi og hljóðalaust. Þetta er til mikilla muna líkegri útkoma.

 

Enahagslögmálin breytast ekkert innan Evru

Marínó G. virðist telja að Ísland verði að taka upp annan gjaldmiðil, nefnir hann ekki á nafn sbr.

"Staðreyndir málsins eru að meðan við höfum ekki alþjóðlega viðurkenndan gjaldmiðli, þá erum við í djúpum skít og þurfum að búa bæði við gjaldeyrishöft og innflutningshöft."

  • Bendi á, að innan Evru hafa Grikkland, Portúgal og Írland, tapað tiltrú og öllu lánstrausti.
  • Ísland er einnig með miklar skuldir, en samt - samt mun lægra skuldatriggingaálag en ríkin 3. Þ.e. álag Grikklands er um 4-falt, meðan hinna er rúml. 2-falt.
  • Sömu efnahagslögmál gilda innan Evru, að tekjur okkar eru jafnt og útflutningstekjur + tekjur af ferðamennsku, og við þurfum að passa upp á að lenda ekki í halla, vegna of mikils innflutnings og vegna of mikilla skuldasöfnunar, en of mikill innflutningur er eitt þeirra atriða sem leiðir til skuldasöfnunar.
  • Bendi á, vandræði Portúgals eru ekki vegna efnahagsbólu heldur samfellds viðskiptahalla í um rúman áratug samfellt.
  • Það sama gildir því, að ef innflutningur er of mikill of lengi, verðum við gjaldþrota. Þá glatast tilrú. Lánstraust glatast. Lífskjör falla - eins og mun gerast í Portúgal.
  • Það er því ekkert "free ride" að hafa innan Evru, eins og alltof margir virðast halda.
  • Þ.s. getur gerst innan hagkerfis í Evru, er peningaþurrð. En hagkerfi fær úthlutað peningum, getur ekki búið þá til. Ef notkun á peningum er umfram rauntekjur, þ.s. sami gjaldmiðillinn er á öllu svæðinu, er engin hindrun fyrir peninga að fara á brott.
  • Þegar tiltrú glatast allt í einu, þá er ekkert sem hindrar fólk í því að flytja peninga sína þangað sem betri ávöxtun er að fá. Og peningaþurrð tekur við - og óskaplegur samdráttur í hagkerfinu.
  • Þ.s. innra hagkerfi á Íslandi er svo agnarlítið, þá er mjög fáum störfum haldið uppi sem ekki standa og falla með heilsu núverandi gjaldeyrisskapandi greina.
  • Ég bendi á, að einungis Írlandi hefur tekist að framkvæma kostnaðar aðlögun með launalækkunum samfellt í 3. ár. Hinum tveim löndunum hefur ekki tekist slík aðlögun. Þetta bendir til þess, að ekki sé unnt að treysta á slíka aðlögun.
  • En ef aðlögun tekst ekki, sé ég ekki annað, en að þá myndi taka við óskaplega djúp kreppa, dýpri til mikilla muna en sú sem við erum í nú. Henni fylgdi líklega greiðsluþrot ríkis og sveitarfélaga, fall banka þegar of mörg heimili og fyrirtæki lenda í vandræðum með lán o.s.frv. Að auki, streymir allt fé úr landi vegna þess að allt er í Evrum. Við tekur fjárhagsleg eyðimörk.
  • Fólk gerir alltof lítið úr áhættunni, sem fylgir því fyrir okkur með okkar mjög svo sveiflukennda hagkerfi - og með okkur svo óskaplega háð heilsu gjaldeyrisskapandi greina; sem myndi fylgja því að taka út þá aðlögunarkosti að geta fellt gengi - eða sett innflutningshöft í staðinn, því alls óvíst er að takist að framkvæma aðlögun með öðrum hætti.


Niðurstaða

Aðalspurningin sem svara þarf er: borgum við / borgum við ekki? En, ef til stendur að borga, þá virðist ljóst að núverandi kjarasamningar sennilega eru of dýrir. En ljóst er að við getum ekki hækkað lífskjör nema í takt við aukningu gjaldeyristeknar annars vegar og hins vegar í takt við lækkun skulda.

Líklega mun ríkisstjórnin láta gengið síga þeigjandi og hljóðalaust þannig að triggt sé að lífskjör í reynd raunhækki ekki, og ríkið þannig triggi að það eigi gjaldeyri næsta ár þegar það þarf að borga af AGS.

Yfirlísingar ríkisstjórnar um helgina, að nú skuli stefna á bætingu lífskjara, hafi fyrst og fremst verið fjölmiðlafóður - sem lítil ástæða sé til að taka nokkurt mark á. 

------------------------

Hinn valkosturinn, að borga ekki; getur a.m.k. skilað skárri niðurstöðu - til skamms tíma, lengra fram litið verður málið óljóst. En þ.e. að ríkið hættir að greiða af erlendum skuldum. Það á þá a.m.k. eitthvað meiri peninga.

Ólíklegt er að útlendingar hætti að kaupa af okkur fisk, að erlendir ferðamenn hætti að koma hingað o.s.frv. Þannig að ríkið hefur áfram öruggar skatttekjur.

Á móti koma óþægindi vegna sennilegrar kröfu útlendinga um staðgreiðsluviðskipti. En, ekki verður unnt að flytja inn fyrir meir en þ.s. við höfum gjaldeyristekjur fyrir. Kannski er það þá einfaldlega sá skóli sem við þurfum á að halda, til að læra að lifa skv. því sem við raunverulega eigum fyrir. 

Valkosturinn innflutningshöft eða ekki innflutningshöft verður þá einn eftir, en ég mæli frekar með því að laun verði höfð lág þ.e. passlega lág svo innflutningur haldist innan ramma án tilstillis hafta. En, galli við haftakerfi er óskapleg spilling sem þeim fylgir. Niðurstaðan yrði ekki meiri lífskjör. 

Þ.s. þarf að passa er að ríkið eiði ekki of miklu - en halli er einfaldlega ávísun á verðbólgu.

Að auki, ef ríkið sogar til sín of hátt hlutfall innlends fjármagns, dregur úr getu hagkerfisins til vaxtar.

Það verður því að viðhafa mjög strangt fjárhagslegt aðhald að ríkinu, þannig að verðbólga haldist lág - og fyrirtæki haldi sjálfsaflafé, þannig að þau geti nýtt það til að auka við rekstur, fjárfesta í nýjum hlutum eða með öðrum orðum, skapa hagvöxt.

Sama tíma, leiða hækkanir launa umfram þ.s. raunverulega er til fyrir einungis til verðbólgu og innflutningshafta. Launþegar þurfa því að sýna aðhald að kröfum og skilja, að rauntekjur geta einungis hækkað í takt við tekjuaukningu hagkerfisins.

Reyndar á það sama við í dag - en, þetta ástand verður enn skýrara í ástandi greiðsluþrots, þegar ekki verður raunverulega unnt að fá erlend lán til að lána fyrir halla.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. maí 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 871895

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband