28.5.2011 | 16:17
Bindum enda á kyrrstöðuna í hagkerfinu! Möguleg leið, látum sjóðina efla hagkerfið í stað þess að bæla það!
"Raunávöxtun lífeyrissjóða neikvæð um 2,4 prósent sl. fimm ár!" Þetta kemur fram í tölum Landssamtaka Lífeyrissjóða, en þetta skilur eftir sig umtalsvert gat hjá sjóðunum sem þurfa 3,5% meðalárs-raunávöxtun, til að standa undir skuldbindingum.
Raunávöxtun lífeyrissjóða neikvæð um 2,4 prósent síðustu fimm árin
Ég ætla samt ekki að tala um þetta tap, heldur velta öðru upp þ.e. samhenginu við hrunið.
- Málið er, að þegar bankakerfið hrynur þá verður í samanburði við verðmæti þjóðarframleiðslu í dollar 40% minnkun!
- Nú er mæld minnkun raunverðmæta lífeyriskerfisins í samanburðinum, einungis 2,4%.
- Þetta þíðir að umfang kerfisins sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu hefur aukist! En ef þjóðarframleiðslan minnkar mun meir af raunverðmæti er þetta útkoman. Og þetta er stór aukning.
- Punkturinn er sá, að það er hagkerfið sjálft þ.e. heilsa þess og geta til að standa undir skuldbindingum, sem er hin raunverulega trygging þess að sjóðirnir geti greitt lífeyri.
- Við hrunið varð gríðarleg hækkun/aukning þeirra skuldbindinga sem almennir skattgreiðendur og atvinnulífið þarf að standa undir - og það þíðir að almenningur og fyrirtæki hafa minna handa á milli til allra hluta, þar á meðal til að fjárfesta í nýju.
- Þessi gríðarlega aukning skuldbindinga sem lífeyriskerfið er hluti af, lán eru annar - er örugglega stór hluti skýringar þess, að innlend fjárfesting er um þessar mundir sú minnsta síðan eftir seinna stríð.
Heildarútkoman er efnhagsleg kyrrstaða - mjög skert geta til hagvaxtar; ef þessu er ekki breytt með einhverri stórri aðgerð, er nánast eina vonin til nokkurrar hreyfingar, erlend fjárfesting.
Ég er eiginlega að segja, að skuldbindingar á hagkerfinu séu of miklar - ekki síst þær innlendu; meðan núverandi kyrrstöðuástand ríkir.
Annaðhvort þarf að lækka þær skuldbindingar, eða skapa þann hagvöxt sem til þarf svo ástandið í gegnum aukningu tekna smám saman verði léttbærara
Verðum að lækka raunávöxtunarþörf sjóðanna í 2%
Varðandi lífeyriskerfið, verðum við sennilega að lækka ávöxtunarkröfu, en tjónið sem orðið er verður ekki unnið upp, nema með því að auka skuldbindingar á skattgreiðendur enn meir, en nú er þegar orðið. Þetta á við ef menn ætla að standa við núverandi fyrirkomlag sjóðanna.
Ef meðalávöxtun er hinsvegar lækkuð í 2%, þá mun ekki þurfa eins mikið viðbótar fé. Þetta þíðir á mannamáli, að skerða þarf réttindi til að samsvara þeirri ávöxtun. Þegar er búið að ákveða að hækka iðgjöld í 15% af launatekjum. Lengra verður ekki gengið um það.
Að auki, er 3,5% krafan mjög erfið, en til þess að hún gangi upp, þarf eiginlega 3,5% meðalhagvöxt per áratug. Það því miður hefur ekki orðið síðan eftir að 9. áratugnum lauk. Ekki er útlit fyrir á næstunni, að unnt verði að triggja hagvöxt á þeim slóðum.
2% krafan er mun auðveldari fyrir hagkerfið. Að auki, geta sjóðirnir þá fjárfest í öruggari þáttum og/eða bréfum, enda er þumalfingursreglan sú að því öruggari sem fjárfestingarkostur er því lægri vexti borgar sá kostur, 2% regla myndi þíða að sjóðirnir væru að kaupa til mikilla muna í öruggari hlutum, sem ætti að minnka hættu á töpum.
Að lokum, halda sjóðirnir hér uppi vaxtastigi. En, ein byrtingamynd 3,5% kröfunnar, og víxlverkun við hrunið og höft. Er að sjóðirnir geta ekki flutt fé úr landi fjárfest það erlendis. Þeir sitja nú uppi með rúml. 200ma.kr. sem þeir geta ekki nýtt til nokkurs hlutar.
En, þeir geta ekki nýtt það fé til fjárfestinga, vegna þess að innlendar fjárfestingar í atvinnulífi, geta ekki tryggt 3,5% ávöxtun.
Hvernig kæfir 3,5% reglan hagkerfið!
Ólafur Margeirsson, hagfræðingur: Hvernig kæfir 3,5% reglan hagkerfið?
- Eins og sést af töflunni sem Ólafur Margeirsson tók saman, þá einungis 2. af samanburðarárum nær atvinnulífið hér, að veita raun-ávöxtun upp á 3,5% eða meir á eiginfé.
- Þetta er ástæða þess, að sjóðirnir sitja með hendur í skauti með sína liðlega 200ma. að hin lögbundna krafa, sem leiðir til 3,5% raunávöxtunar þarfar þeirra, gerir þeim ókleyft að nýta þetta fé til fjárfestinga hér innanlands.
Svo lokapunkturinn er, að ef krafan er lækkuð í 2% - sjáið að 2% krafa er sjálfbær skv. ofangreindum tölum - þá geta sjóðirnir lagt það fé sem þeir hafa og um þessar mundir geta ekki nýtt, í fjárfestingar í innlendu atvinnulífi.
Þannig skapað störf - þannig skapað hagvöxt - þannig stuðlað að því að bundið sé endir á þá deyfð í atvinnulífinu sem nú ríkir.
Vandinn er einfaldlega að innlennt fé situr fast vegna laga sem verður að breita og það á stundinni.
Að auki, mun þessi lækkun einnig skila sér til bankanna, en sjóðirnir eru þeirra aðal fjármögnunarleið, svo um leið og sjóðirnir treysta sér til að fjármagna þá á 2% raun-vöxtum en ekki 3,5% þá ætti það að skila sér í bilinu 1-2% lækkun raunvaxta útlána frá bankakerfinu einnig.
Þannig gert aðilum mögulegt að nýta það mikla magn af innlánsfé sem nú er til, til útlána. En, ég vil meina að 3,5% reglan sé einnig að valda því að bankalán séu of dýr miðað við núverandi ástand.
Hugsið ykkur, hve mikil innspýting það væri í atvinnulífið ef ekki einungis liðlega 200ma. sjóðanna komast í vinnu heldur yfir 1.000ma af innlánum.
Þessi fjárfesting þarf auðvitað einkum að vera í útflutningi. En, mér sýnist að bara ef raunávöxtunarþörf sjóðanna er lækkuð í mun raunhæfari 2% - sem þíðir lækkun réttinda. Svo það sé algerlega á hreinu. Þá væri unnt að binda enda á kreppuna hérlendis.
-------------------
Bendi á að auki, að þessi raunvaxtalækkun lána, myndi einnig skila sér til almennings, lækka þeirra kostnað jafnvel meir en svokölluð 20% leið Framsóknarflokksins.
Niðurstaða
Ég er að segja að ein lítil breyting, geti lagað alveg ótrúlega mikið.
Vandinn er að baki, standa mjög öflugir hagsmunaaðila þ.e. sjóðirnir og að auki þeir gamblarar sem hafa notið þess fjár sem frá þeim hefur komið. Þeir munu berjast gegn breytingunni.
Það mun vera íjað að því, að maður sé vondur við lífeyrisþega.
En málið er það atriði sem öllu máli skiptir að sjálbærni sjóðanna, þeirra greiðsla sem frá þeim koma, standa og falla með heilsu hagkerfisins.
Skv. núverandi ástandi eru sjóðirnir íþyngjandi mein á hagkerfinu, sem ógna stöðu þess í vaxandi mæli, en þannig þarf það all ekki að vera. Þvert á móti eiga þeir að þjóna okkur öllum.
Því ástandi er í reynd sára einfalt að endurreisa, en sú endurreisn felst í því að gera samhengi sjóðanna og landsins heilbrigt á ný. Til þess þarf einungis eina grunnbreytingu sem öllu breytir.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 28. maí 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 871895
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar