22.5.2011 | 21:45
ESB aðild getur verið dálítið tvíbent fyrir Ísland!
Þetta sníst um stöðu okkar á norðurslóðum, og samskipti okkar við mikilvæg ríki eins og Rússland og Kína, sem sýna norðurslóðum vaxandi áhuga. En Össur telur að ESB aðild sé ekki vandamál, að við getum mjög vel treyst starfsmönnum Framkvæmdastjórnar ESB, til að halda utan um hagsmuni Íslands, þegar kemur að samskiptum við þessi mikilvægu ríki um hagsmuni okkar á norðurslóðum.
- Best, til að halla ekki réttu máli, þá eru samningar um auðlindir aðrar en fisk ekki á könnu Framkvæmdastjórnarinnar, svo við sjáum áfram um samninga við 3. ríki t.d. um hugsanlega olíuleit og einnig sem dæmi, ef Norðmenn leita olíu við Jan Mayen, vilja leita á þeim hluta neðansjávar hriggjarins er nær inn í íslenska lögsögu.
- En, á hinn bóginn, sér Framkvæmdastjórnin um alla viðskiptasamninga við lönd utan sambandsins fyrir hönd aðildarríkja, þetta hafa ESB sinnar vilja meina að sé styrkur fyrir okkur eða kostur, að njóta þ.s. þeir vilja meina, gildandi samninga sem ESB hefur við 3. ríki og að auki, afls ESB í samningsgerð við 3. ríki.
- Á hinn bóginn, eru hlutir ekki alveg þetta einfaldir, því til að skilja hvað býr undir, þarf að íhuga hverjir undirliggjandi hagsmunir aðila eru, því þjóðir og ríkjasambönd eru ekki undanskilin, fylgja alltaf í ákvörðunum sínum, þeim hagsmunum sem þau ríkin eða meirihluti ríkjasambands hafa.
Össur staðfesti í Silfrinu í dag sunnudag 22/05
- að kínverskur ráðherra sá er hingað kom fyrir tveim árum hefði ekki viljað ræða um neitt annað, en um hugsanlega siglingu risaskipa hingað, og því hugsanlega risafjárfestingu kínv. aðila hér þeim siglingum til undirbúnings,
- og að auki að háttsettur aðili frá Singapore þ.s. kínv. hafa mikil áhrif, hefði einnig rætt þessi mál.
- Og að auki kom fram, að uppi væru viðræður í Utanríkisráðuneytinu við embættismenn í Alaska um að hafa samvinnu um uppsetningu umskipunarhafna þar og hér.
- Svo þ.e. klárlega hreyfing á því dæmi.
- Síðan talaði hann um það, að hér þyrfti að biggja upp alþjóðlega björgunarmiðstöð, og hefði hann rætt það við utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna allrar þeirrar umferðar olíuskipa sem líklega verður hér, þegar vinnsla fer af stað við Grænland.
- Hann benti réttilega á, að ef olíuvinnsla fer af stað v. A-Grænland, þá sé langhagvæmast að byggja upp hér þjónustu- og birgðaaðstöðu.
Ég er ekki sammála Össuri um að, aðild að ESB sé í engu áhættuatriði, þegar kemur að samstarfi við þjóðir á heimsskautssvæðinu. Sannarlega er rétt að samningar um auðlindamál önnur en fiskveiðar, koma Brussel ekki við - a.m.k. ekki með beinum hætti.
En, allir viðskiptasamningar við ríki utan ESB - eins og ég sagði áðan - þurfa að ganga í gegnum Brussel - og þá stýrir Brussel viðræðum skv. auðvitað hagsmunum Brussel.
En, ef við sjáum sjálfir um þær viðræður, þá getum við betur gætt okkar hagsmuna í slíkum samningum, þ.e. ekki er hætta á því að okkar hagsmunir lendi í öðru sæti eftir hagsmunum heildarinnar innan ESB, sem ekki þarf endilega að vera að séu þeir sömu og okkar.
--------------------------------------------Mikilvægi Rússa fyrir ESB
"In 2007, 38.7% of the European Union's natural gas total imports and 24.3% of consumed natural gas originated from Russia.[1][3] Russian natural gas is delivered to Europe through 12 pipelines, of which three pipelines are direct pipelines (to Finland, Estonia and Latvia), four through Belarus (to Lithuania and Poland) and five through Ukraine (to Slovakia, Romania, Hungary and Poland).[3]"
"The largest importers of Russian gas in the European Union are Germany and Italy, accounting together for almost half of the EU gas imports from Russia. Other larger Russian gas importers (over 5 billion cubic meter per year) in the European Union are France, Hungary, Czech Republic, Poland, Austria and Slovakia.[4][5] The largest non-EU importers of Russian natural gas are Ukraine, Turkey and Belarus.[4]"
"According to the European Commission, the share of Russian natural gas in the member states' domestic gas consumption in 2007 was the following[3]:"
Estonia 100%
Finland 100%
Latvia 100%
Lithuania 100%
Slovakia 98%
Bulgaria 92%
Czech Republic 77.6%
Greece 76%
Hungary 60%
Slovenia 52%
Austria 49%
Poland 48.15%
Germany 36%
Italy 27%
Romania 27%
France 14%
Belgium 5%
--------------------------------------------Mikilvægi Rússa fyrir ESB
ESB sem heild, hefur mikla hagsmuni af góðum samskiptum við Rússland en einnig við Kína!
Ég er einmitt að velta þessu fyrir mér, þ.e. hvernig þetta myndi koma út fyrir okkur, þegar við eigum samskipti við þessi ríki, en erum orðin aðilar að ESB.
Eins og kemur fram, þá selja Rússar Evrópu mikið af gasi sem Evrópa alls ekki getur verið án, sérstaklega bendi ég á að lykilríki ESB Þýskaland er mjög háð rússnesku gasi, þó þeir fái einnig gas víðar að, þá geta þjóðverjar samt ekki kúplað út það gas sem þeir fá frá Rússum.
Þó sannarlega hafi hlutfall af gasi sem ESB kaupir frá Rússum minnkað, vegna aukningar á kaupum t.d. frá Noregi, þá þíðir núverandi ástand samt að hagsmunir Rússa hafa meiri vikt en okkar hagsmunir. Það ætti öllum að vera alveg algerlega klárt.
Þannig, að ef við værum inni í ESB, þá myndi ESB þ.e. Brussel ekki hugsa sig um 2-svar, þegar það metur hvort okkar hagsmunir eða Rússa hafi meiri vikt, í deilu um hagsmuni á Norðurslóðum.
Ég bendi á, að Össur nefndi fiskveiðar þ.e. að á norðurslóðum séu fiskistofnar sem við viljum sennilega nýta eins og aðrir, og að sjálfsögðu einnig um viðskiptatengsl. Undanskil olíumál sem koma Brussel ekki við.
Ég lít svo á að ESB hafi hagsmuni af því að gefa okkar hagsmuni eftir, ef kemur upp árekstur við Rússa, því hagmunir Evrópu í orkumálum á heimaslóðum séu það yfirgnæfandi sbr. okkar hagsmuni.
En, þ.e. einnig ástæða til að íhuga stöðu okkar, í tengslum við samskipti við Kínverja, nú á sviði verslunar og viðskipta. En, eins og fram kom, þá getur verið eftir miklu að slægjast fyrir okkur, vegna áhuga Kínverja á því að setja hér upp verslunarhafnir - gera viðskiptasamninga við okkur, sem viðkoma stöðu kínv. aðila hér, fjárfestingum þeirra hér o.s.frv.
Aftur, hefur Evrópa mikilla hagsmuna að gæta, en Þýsk og Frönsk fyrirtæki hafa verið að efla starfsemi sína í Kína, og staðreyndin er sú að innan Kína þarf heimild stjórnvalda fyrir öllum hlutum sem koma að fjárfestingum fyrirtækja innan Kína, þ.e. ef fyrirtæki þitt vill kaupa kínv. aðila þarf heimild frá kínv. embættismönnum.
Það er ekki flóknara, að ef ekki væri fyrir vöxt markaðar í Kína, væri enginn hagövxtur í Evrópu akkúrat núna. En sá byggist algerlega á útflutningi þ.e. auknum útflutningi og megnið þeirrar aukningar hefur verið til Kína allra síðustu misserin, vegna þess að markaðurinn í Bandaríkjunum hefur verið í lægð síðan kreppan skall á þar, og enn hefur sá markaður ekki tekið við sér að ráði.
Svo, Kína hefur mjög sterkt hald á ESB, í gegnum það tangarhald sem Kínastj. hefur á hagvexti í Evrópu, sérstaklega í tveim mikilvægustu ríkjunum þ.e. Frakklandi og Þýskalandi.
Svo, aftur sýnist mér klárt - að hagsmunir okkar geta lent undir, ef Kína vill eitthvað en það eitthvað er ekki í samræmi við okkar hagsmuni; þá geti þeir hótað að einhver viðskiptasamningur eða einhver yfirtaka, fari ekki fram - milljarðar Evra í viðskiptum tapist, þannig fengið sitt fram og við setið eftir með sárt ennið, með óhagstæðari útkomu en ef við sjálf hefðum séð um samninga.
Niðurstaða
Það skrítna er, að einmitt vegna þess, að við eigum ekki mikla hagsmuni innan Kína eins og Frakkland og Þýskaland, og vegna þess að við erum ekki háð gasi frá Rússlandi; þá höfum við meira svigrúm til athafna gegn Kína og Rússlandi, en ESB.
Jafnvel þó ESB sé mikið stærra, hafa Rússar og Kínv. visst tangarhald á Evrópu, sem hvorugur hefur á okkur. Þess vegna eru líkur til þess, að utan ESB sé líklegra að okkur gangi betur, að eiga við Kínverja og Rússa.
Ég bendi að auki, að varnarsamningurinn er enn í gildi við Bandaríkin, svo þ.e. ekki nein hætta á því að við yrðum beitt einhverjum alvarlegum hótunum. Og þ.s. við erum ekki sérlega háð þeim löndum í viðskiptum ennþá er ekkert enn sem komið er, í húfi fyrir okkur að vera stíf og ákveðin í samningum.
Ég lít því á að í þessum skilningi væri ESB aðild varasöm fyrir okkur.
Kv.
22.5.2011 | 14:50
Evra 3. árum eftir aðild - "Össur Skarphéðinsson". Aðild eftir 2-3. ár, sem sagt Evra eftir 5-6 ár. Raunhæft?
Össur var í Silfrinu í bjartsýnni kantinum sannarlega. En, hann er bjartsýnn um að samningar klárist á næsta ári þ.e. 2012. Síðan tekur staðfestingarferli samnings ESB aðildarríki á bilinu 1-2 ár. Þannig, að miðað við bjartsýnar forsendur Össurar, væri aðild í höfn eftir 2-3 ár, svo miðað við að hann spáir Evru hugsanlega 3. árum frá aðild. Þá, er hann að segja, að Ísland sé tilbúið undir Evru eftir 3-4 ár.
En til þess að unnt sé að taka upp Evru eftir 5-6 ár, þarf að vera búið að uppfilla öll skilyrði "Convergence Criteria" eftir - úps - 3-4 ár.
En lokaprófið er að halda gjaldmiðli föstum þ.e. án nokkurra hreyfinga á gengi, í 2. ár samfellt. Til þess að geta þreitt það lokapróf, verða öll önnur skilyrði að vera í höfn, áður en prófið hefst.
Svo Össur er að tala um, að vera tilbúin undir Evruna eftir 3-4 ár!
-------------------------------Convergence Criteria
"1. Inflation rates: No more than 1.5 percentage points higher than the average of the three best performing member states of the EU.
2. Government finance:
- Annual government deficit:
- The ratio of the annual government deficit to gross domestic product (GDP) must not exceed 3% at the end of the preceding fiscal year. If not, it is at least required to reach a level close to 3%. Only exceptional and temporary excesses would be granted for exceptional cases.
- Government debt:
- The ratio of gross government debt to GDP must not exceed 60% at the end of the preceding fiscal year. Even if the target cannot be achieved due to the specific conditions, the ratio must have sufficiently diminished and must be approaching the reference value at a satisfactory pace.
3. Exchange rate: Applicant countries should have joined the exchange-rate mechanism (ERM II) under the European Monetary System (EMS) for two consecutive years and should not have devalued its currency during the period.
4. Long-term interest rates: The nominal long-term interest rate must not be more than 2 percentage points higher than in the three lowest inflation member states."
-------------------------------Convergence Criteria
- Þá þarf klárlega að auka til muna hraðann á afléttingu gjaldeyrishafta, sem Seðlabankinn er nú búinn að fá heimild til að framhalda um 5. ár.
- En, klárt er að ef á að vera búið að ná algeru jafnvægi á okkar peningakerfi, á 3-4 árum; þá þarf að hefjast handa af miklum krafti ekki seinna en á þessu ári.
- Stjórnarandstaðan hefur verið að segja, höftin af sem fyrst.
- Miðað við orð Össurar, þarf ríkisstjórnin að taka þeirri kröfu stjórnarandstöðunnar sem áskorun, um að bretta upp ermar og afnema höftin - helst þegar á þessu ári.
- En ljóst er að nokkur boðaföll munu verða á okkar peningakerfi, þegar losað er um stíflur sbr. hundruð milljarða útistandandi af krónubréfum sem þarf að losa um, hundruð milljarða af aflandskrónum sem einnig þarf að losa um, og ekki síst peningar innan okkar fjármálakerfis sem líklega vilja út.
- Ekki fyrr en þessum boðaföllum er lokið, er hægt að hefjast handa um að ná því jafnvægi sem þarf að ríkja, ef á að vera unnt að þreita lokaprófið.
- Miðað við orð Össurar er mjög lítill tími til stefnu - en ég bendi á að nú fyrst um 3. árum eftir hrun er verðbólgan að mestu farin sem varð til vegna gengisfallsins, og þ.s. útstreymi mun kalla á umtalsvert gengisfall miðað við þörf á að beita sem hraðvirkustu útleið úr núverandi ástandi, þá er ekki óvarlegt að ætla að það taki a.m.k. svipað langann tíma að ná aftur niður verðbólgu, sem nýtt hrun vegna afnáms hafta mun framkalla.
- Tíminn sem Össur setur er því mjög naumur - virkilega mjög svo. Og nú er ég ekki farinn að nefna skuldastöðu ríkissjóðs, sem verður að vera komin a.m.k. niður fyrir 70% sbr. kröfuna um 60% hámark, en orðalag gefur vissann afslátt ef skuldastaða er að leita hratt í rétta átt. Sú skuldastaða er nú rétt innan við 100% af þjóðarframleiðslu, og enn er halli á ríkissjóð þetta ár, svo reiknað er með að skuldir ríkissjóðs verði enn hærri 2012 þ.e. eitthvað rúml. 100%.
- Þá þarf að ná miðað við næsta ár, skuldastöðu upp á rúml. 100% niður fyrir 70% á 2-3 árum.
Niðurstaða
Er að setja orð Össurar í smávegis vitrænt samhengi :)
Tek fram, að ég hef engar væntingar um það, að ríkisstjórnin komist nokkurs staðar nærri þessu markmiði, og lít á 10 ár þ.e. 7-8 árum eftir aðild, sem bjartsýnt markmið. En hugsanlega mögulegt.
Síðan vil ég benda á orð föðurs Evrunnar, Robert Mundell - en hann kom fram með þá ráðleggingu að taka einhliða upp dollar, sjá: Robert Mundell, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, oft kallaður faðir Evrunnar - ráðleggur Íslendingum að tengja gengi krónunnar við gengi bandar. dollars!
Ég ætla ekki að tjá mig neitt sérstaklega um hans ráðleggingu, bendi einfaldlega um á mína umfjöllun með beinni tilvitnun í Mundell, en þær ástæður sem Mundell nefnir fyrir dollar frekar en evru koma þar fram.
En þ.e. samt ekkert hrist úr erminni, vegna þess að við yrðum þá að kaupa þá dollara sjálf. En mín skoðun er, að við eigum a.m.k. næstu 10. árin að miða við að búa við krónu. Upptaka annars gjaldmiðils sé lengri tíma markmið, ef þ.e. okkar niðurstaða að það sé rétta leiðin.
Kv.
Bloggfærslur 22. maí 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 871895
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar