18.5.2011 | 02:29
Erum við Herúlar? Hef alltaf haft gaman af kenningu Barða Guðmundssonar!
Illugi Jökulsson, hefur síðustu daga, notað sigur Azerbaijan í Eurovision, sem átillu til að fjalla um hina fornu þjóð eða þjóðflokk Herúla. En, það hefur lengi verið uppi sú kenning að hér hafi sest sérstakur þjóðflokkur - miðað við þætti sem að fornu virðast hafa einkennt þann hóp sem settist hér að, í kjölfar sameiningar Haraldar Hárfagra á Noregi. En vísbendingar eru um að fjöldi fólks hafi flúið V-Noreg í kjölfar ósigurs sameinaðs herliðs andstæðinga Haralds í orustunni í Harðangursfirði 872.
Landnám Íslands!
- Sumir telja vanda við þessa sýn, að fundist hafa sannanir fyrir byggð á Íslandi verulega fyrr, hugsanlega öld fyrr - og jafnvel umtalsverða byggð áratugum fyrr.
- Landnám hafi því tekið mun lengri tíma - en áður hefur verið talið.
Á hinn bóginn, þarf þetta alls ekki að vera vandamál - en, landnám getur farið fram þannig að mismundandi hópar komi, af mismunandi ástæðum, á mismunandi tímum.
- Að hér hafi verið nokkurt fjölmenni fyrir, getur verið ástæða þess, að Landnáma var skrifuð!
Landnáma getur þá verið rétt að því leiti, að þeir höfðingjar sem þarf koma við sögu, hafi í reynd sest hér nokkurn veginn skv. þeirri tímalínu sem er líst, - en það hafi ekki verið rétt að þar hafi hvergi verið menn fyrir, heldur hafi þetta jafnvel í tilvikum verið hrein yfirtaka, innrás.
- Hlutverk Landnámu, sé því í reynd sögufölsun.
- Sagan sé í reynd rituð af sigurvegurunum, sem hingað hafi komið vopnaðir á víkingaskipum sínum, eftir ósigurinn fyrir Haraldi, ekki allir á sama tíma - en einhverjir komu nokkru seinna að því er virðist frá Írlandi - jafnvel N-Skotlandi, en í öllum tilvikum hafi þeir er þeir hingað komu, tekið landið af óvopnuðum íbúum sem fyrir voru, á þeim svæðum þ.s. fólk var fyrir.
- Landnáma hafi verið skrifuð, til að réttlæta þeirra eignarhald og um leið drottnun þeirra, og þeirra ættmenna, fyrir komandi kynslóðum.
- Festa sem sagt, höfðingjaveldið í sessi - sem þeir skópu.
- En sagnir eru um þrælahald - en þeir hafi frekar verið þeir sem fyrir voru, en að þeir hafi tekið fjölda þræla með sér, enda er takmarkað pláss á víkingaskipum, enda voru þeir að flytja með sér sitt fólk, sína húskarla - ásamt vistum, búsmunum og jafnvel búsmala. Vart pláss fyrir fj. þræla að auki.
- Eftir að þrælahaldi lauk, hafi þeir sem fyrir voru skipað hóp fátækra smábænda - kotkarla og vinnufólks.
Ég veit ekki hvort nokkrum hefur dottið þessi útgáfa af sögunni til hugar, en hún er algerlega "consistent" við þeirra hegðun, sem má sjá er sigraði víkingaherinn tók yfir Eyjarnar Norður af Skotlandi, þ.s. þá voru enn samfélög Pikta, en þ.e. það síðasta sem fregnist af Piktum, en við yfirtökuna hverfa Piktar að því er virðist úr mannkynssögunni fyrir fullt og allt, sem bendir ekki endilega til að þeir hafi allir verið drepnir af aðkomufólki, heldur til þess að þeirra menning hafi algerlega verið lögð í rúst, útmáð.
Svipuð aðför hafi átt sér stað á Íslandi er þeir komu hingað, og þeirra menning -alveg eins og á S-Eyjum eins og þær voru af þeim kallaðar- orðið gersamlega drottnandi, og einnig tunga.
Drottnun þeirra yfir N-Skotlandi stóð yfir stutt, enda Skotland of fjölmennt til að þeir gætu náð þar yfirráðum til lengdar, og voru þeir víst hraktir þaðan innan fárra ára, eftir að Skotar sameinuðust gegn þeim.
Á Írlandi voru þeir nokkru lengur, en þaðan einnig voru þeir hraktir eftir nokkra áratugi, og skv. Landnámu kom hópur þaðan, sem tók bólfestu á SV-landi. Auður Djúpúðga sem höfðingi, ásamt föruneyti. En, ég set fram þá kenningu, að það hafi í reynd verið innrás á það svæði - sem heppnaðist eins og annars staðar. En þ.e. þó ekki unnt að slá því föstu að það hafi fólk verið fyrir.
En voru þetta Herúlar?
Á þjóðflutningatímum, þá var mikið flakk á hópum germana. Það er hið minnsta alls ekki loku fyrir skotið, að á 8. og fram á 9. öld, hafi drottnað yfir V-Noregi, hópur herskás aðkomufólks er áður hafði hrakist annars staðar frá - sjálft.
Þessi hópur getur þá hafa verið óvinsæll, af alþýðu - þannig að um leið og hann myndi bíða hernaðarlegann ósigur svo alvarlegann að drottnun hópsins á svæðinu væri á enda, þá ætti hópurinn ekki val um annað, en að hverfa á brott snarasta.
Hvort þetta voru Herúlar verður sennilega aldrei sannað!
En skemmtileg kenning er það engu að síður!
Og hún getur hið minnsta mögulega verið sönn!
Sjá umfjöllun Ílluga Jökulssonar:
Brutu niður Rómaveldi, en fluttust svo til Íslands?! - 17.5 2011
Eru Íslendingar komnir af Herúlum? - 16.5 2011
Við unnum Evróvísíon af því við erum Aserar!
Wikipedia: Heruli
Ein skemmtileg tenging, er að þeir virðast hafa þjónað í her Miklagarðskeisara. En, sagnir eru um að a.m.k. einn ísl. höfðingjasonur hafi það gert um tíma. Hvort sem það gefur tengingu eða ekki.
Niðurstaða
Herúlakenningin, sennilega mun aldrei fá vísindalega viðurkenningu, þó Thor Heyerdal hafi talið hana líklega.
En, mín skoðun hið minnsta er að líklega hafi höfðingjastéttin flust hingað með sitt hafurtask á milli 870 og 930, eins og sagt er í Landnámu, en þá hafi þeir tekið landið yfir eins og áður S-Eyjar voru teknar yfir frá Piktunum sem þar bjuggu fyrir og menning þeirra eyðilögð, útmáð með öllu.
Landnáma hafi verið skrifuð í pólitískum tilgangi, eins og lengi hefur verið talið, en á bakvið hafi legið umtalsvert dekkri tilgangur en menn hafa fram að þessu haldið, þ.e. að breiða yfir þ.s. í reynd hafi verið yfirtaka hér og þar um landið, á bestu og gjöfulustu svæðunum - "legitmice" yfirráð hins ráðandi/drottnandi hóps yfir landinu, skrifa sem sagt söguna skv. þeirra geðþótta, geðþótta sigurvegaranna og þannig, blinda komandi kynslóðum sýn á þ.s. í raun átti sér stað.
Hvað segja menn um þessa kenningu?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Bloggfærslur 18. maí 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 871895
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar