Bíll framtíðarinnar?

Mjög margir spá því að rafmagnsbílar séu framtíðin, en jafnvel þeir allra - allra bestu, enn hafa nokkra galla sbr. sennilega sá besti Nissan Leaf , en í þessari video prófun á þeim bíl, er honum ekið þangað til hann deyr af rafmagnsleysi. Niðurstaða 74 enskar mílur eða rúml. 120km. Sjá einnig Nissan Leaf 80kW UK spec

Nissan Leaf 80kW UK spec:LED cluster is shaped to direct airflow away from the door morrors, reducing drag Niðurstaðan er, að þetta er prýðilegur annar bíll - en eiginlega ekki alveg nægilega praktískur sem eini bíll.

Í Bretlandi kostar hann svipað og ódýr útgáfa af BMW 300 línu, svo menn geta skoðað hvað ódýrasta útgáfa af BMW 300 dísil kostar hér, til að áætla líklegann prís á þennan Golf stærðar bíl.

Þetta er samt, velheppnað ökutæki - veitir akstursánægju, og er þá valkostur fyrir þá sem eiga peninga fyrir BMW 300, en vilja eiga bíl sem ekki hefur nokkra loftmengun, og þurfa ekki drægi að ráði umfram 100km. 

  • Í video prófuninni, er leitast við að nálgast það hvernig venjulegur ökumaður ekur bíl.
  • Þ.e. vifta er notuð á miðstöð, sem minnkar drægi. En ekki rafmagnsrúðuhitari eða útvarp.
  • Svokallað "eco mode" var ekki notað, sem minnkar hröðun umtalsvert og gerir hann minna skemmtilegann í akstri, á móti sparar rafmagn - en þeir álykta að þannig muni flestir aka.
  • Þetta skilar umtalsvert minna drægi, en þ.s. framleiðandi gefur upp sem mögulegt.
  • En, er alveg í anda við það, að framleiðendur venjulegra bensín- eða dísilfólksbíla, vanalega gefa upp eyðslutölur sem enginn venjulegur maður nær nokkru sinni.
  • Svo ég hallast að því, að þetta sé raunhæft!

 

Aðrir valkostir?

Margir myndu nefna blendingsbíla eða "hybrid". En, ég ætla að nefna bíl með fyrirkomulag sem gengur skrefinu lengra, þ.e. Chevrolet Volt. Sjá: 2011 Chevrolet Volt Road Test eða 2011 Chevrolet Volt Full Test - Road Test .

2011 Chevrolet Volt Hatchback

En, eins og t.d. Toyota Prius, þá getur hann ekið á rafmagni eingöngu. En, viðbótarskrefið sem stigið er, er að bensínvélin - þegar þú ert í rólegum akstri - fer í gang þegar rafgeymarnir tæmast, en starfar þá sem rafall þ.e. er ekki kúpluð inn í drifrásina. Á hinn bóginn, þá getur bíllinn kúplað hana inn, þannig að bæði bensínvél og rafmótor drífi bílinn í sameiningu eins og í Prius; en það gerist ef þú ert að flíta þér og gefur fulla eða nær fulla inngjöf.

Volt vísar þarna á næsta skref, þó hann klári það ekki alveg, þ.e. að vélin - bensín/dísil - sé ekki kúpluð inn í drifrás þ.e. starfi eingöngu sem rafall. En, þannig ætti að nást nær-hámarks skilvirkni út úr blendings eða "hybrid" kerfi.

 

En, er hægt að taka blendingsbíla enn eitt skref?

Já, þ.e. áhugaverð hugmynd frá Audi, sem þeir kalla "range extender" þ.e. að rafmagnsbíll sé með rafal í farteskinu sem geti verið lítil hefðbundin bensín- eða dísilvél, eða eins og í prufu eintaki Audi, eins rótor vankelvél sem vegur einungis 60 kg. og kemst fyrir undir gólfinu á skottinu, í staðinn fyrir varadekk.

Audi A1 12 kWh e-tron:The e-tron best lives up to the company's 'Vorsprung Durch Technik' mission statement

"The combination of a (three-hour) full battery charge from the household mains, and the petrol in the car’s three-gallon tank, gives a claimed 148mpg (1.9l/100km) on the upcoming EU electric vehicle test cycle."

Í staðinn, getur hann nýtt rafhlöðupakka sem sé helmingi minni og því helmingi ódýrari, en ef bíllinn gengi fyrir rafmagni eingöngu.

Vélin sé vísvitandi höfð of lítil til að geta haldið fullu í við það orkutap sem bíllinn verður fyrir, en fyrir bragðið fæst enn minni eyðsla en í blendingskerfi með stærri vél.

Að sögn Audi er um heildarsparnað að ræða, þ.e. litla vélin kosti minna en því sem nemur sparnaðinum af því, að hafa minni rafgeyma-pakka.

Mér sýnist þetta vera áhugaverð hugmynd - sennilega sé þetta eins langt og mögulegt sé að fara í því að minnka bensín- eða dísilnotkun, en vera enn að brenna bensíni eða dísil.

Ekki kom fram hvert drægið á að vera, en það fer klárlega eftir stærð rafgeyma-pakka vs. stærð vélar, en væntanlega stillanlegt á frekar víðu bili með því að hagræða þeim breitum.

 

Enn fleiri möguleikar!

Honda FCX Clarity - er orkuhlöðu (fuel cell) knúinn bíll, sem Honda hefur heimilað völdum hóp einstaklinga að nota sem einkabíl, í tilraunaskini. Þessi tilraun hefur staðið yfir í nokkur ár, en bíllinn hefur ekki verið settur í fjöldaframleiðslu. En, ennþá er tæknin nokkuð dýr. Hvert af 200 stikkjum raunkostaði um milljón dollara. 

2009 Honda FCX Clarity

En þessi bíll hefur samskonar drægi og fólk er vant í hefðbundnum bílum, og er algerlega eins þægilegur og hentugur. Verðið er þó enn, út úr kortinu. Enn vantar lausn til að framleiða vetni, með hagkvæmum hætti.

Ekki víst að sú lausn sé væntanlega alveg á næstunni.


Aðrar hugmyndir:

  •  Ræktað eldsneyti, en sú hugmynd er í reynd ekki sérlega sniðug ef hún felur í sér rækun æðri-plantna, vegna ótrúlegrar aukningar landnotkunar sem hún myndi hafa í för með sér, en því myndi fylgja fjölmörg umhverfisvandamál af öðru tagi, auk þess að matarverð myndi hækka mikið vegna hækkaðs verðlags á ræktarlandi. En, framtíð þessarar hugmyndar, liggur sennilega einkum í að nota smásægja þörunga, til að framleiða þann "bio"-massa sem til þarf. Þá má vera, að hægt sé að sameina eldsneytisframleiðslu skólphreinsun, þannig að skólphreinsunarkerfi stórborga samtímis framleiði umhverfisvænt eldsneyti. Þetta myndi draga mjög mikið úr slæmum umhverfisáhrifum, sem stafar af borgarmenningu mannkins.
  • Landbúnaður, getur framleitt metan sem bílvélar og landbúnaðartæki geta brennt.
  • Sólarorkuknúnir bílar. Þ.e. einungis fræðilega unnt, en ekki í reynd praktískt, nema hugsanlega til að auka e-h drægi rafmagnsbíla, að hafa sólarhlöður á ytra byrði, felldar inn í ytri byrðing. Fræðilega væri unnt, að hafa allan ytri byrðing bíls þannig, að efnið sjálft framleiddi rafmagn með sólarorku. En, fræðilega væri alveg hægt að setja slíka virkni í trefjaefni.


Niðurstaða

Á næstu árum munu sennilega bensín- og dísilbílar flestir þróast yfir í blendingsformið. Eins og kom fram að ofan, er nokkur sveigjanleiki mögulegur innan heildar klassa blendingsbíla. En sjálfsagt með þessum hætti, munum við hafa bensín- og dísilbíla a.m.k. næstu 20-30 árin. 

En, ef til vill lengur, sérstaklega ef umfangsmikil bio-eldsneytis framleiðsla hefst á því tímabili, með framþróun aðferða við það, að nýta smásægja þörunga til þess, sem krefst mjög mikið minna landrýmis en sú aðferðin að nýta æðri plöntur til slíkra hluta.

Það er ekki víst að vetnis-orkuhlöðu bíllinn komi nokkru sinni, þó tæknilega sé hann algerlega mögulegur, vegna vandræða við að gera framleiðslu á vetni skilvirka.

Metan verður sennilega alltaf hliðargrein, en meðfram öðru getur metanframleiðsla nýst vel einkum í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá nútíma landbúnaði.

Hreinir rafbílar, verða sennilega einnig ætíð hliðargrein. En sl. 100 ár hefur ekki tekist að auka drægi þeirra að nokkru umtalsverðu marki. Eins og að rafhlöðu tækni sé á vegg, sem hún komist ekki yfir.

 

Kv.


Bloggfærslur 14. maí 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 871895

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband