1.5.2011 | 01:07
Af hverju bjargar Evruaðild ekki málum!
Það hefur verið haldið uppi mjög öflugum áróðri fyrir því að Ísland verði að skipta um gjaldmiðil svo það geti þrifist til framtíðar. Vandinn við þær fullyrðingar er að þegar leitast er við að rökstyðja málið, er jafnaði vísað til dæma erlendis frá. Það skortir yfirleitt rökstuðning fyrir því, byggt á ísl. reynslu af hverju betra væri fyrir Ísland, að starfa með gjaldmiðil sem Ísland sjálft hefur enga stjórna á.
Málið með Ísland er að Ísland er örhagkerfi, og örhagkerfi hegða sér ekki nákvæmlega eins og stærri hagkerfi.
- Örhagkerfi hafa mjög lítinn innri markað, sem þíðir að kostnaðarleg hagkvæmni framleiðslu til heimabrúks er jafnaði slök, kostnaður því mikill og slík framleiðsla á erfitt með að ná því að verða samkeppnisfær. Að auki þá er hætta á fákeppni mjög mikil því leitun að einhverri stærðarhagkvæmni, endar á því að markaðurinn er dómineraður af mjög fáum aðilum, eins og við könnumst mjög vel við.
- Ísland býr við klassískan eiginleika örhagkerfa, að búa við mjög fábreitta framleiðslu, þ.e. mjög fáar greinar undirliggja okkar efnahag. Þetta þíðir að efnahagssveiflur eru til mikilla muna tíðari en í löndum, sem hafa fleiri greinar sem undirbyggja hagkerfið. Við þessu vandamáli er ekkert að gera, nema að búa til fleiri útflutningsgreinar - ef unnt er að finna möguleika til þess.
- Smæð innra markaðar, hve erfitt er að skapa tækifæri fyrir greinar sem vinna að framleiðslu til heimabrúks, veldur því að örhagkerfi búa við þann ókost, að vera háð innflutningi um nánast allar þær vörur, sem nota þarf.
- Vegna þess hve innri markaður skiptir litlu máli í heildargrundvelli lífskjara, eru þeir fáu atvinnuvegir sem skapa gjaldeyristekjur í reynd megingrundvöllur uppbyggingar nútímatæknisamfélaga, í örhagkerfum.
- Örhagkerfin standa eða falla með því hvort þeir atvinnuvegir sem framkalla gjaldeyristekjur, þrífast eða ekki. Ísland hefur í gegnum tíðina auðsýnt einmitt klassíska örhagkerfis hegðan, einmitt með því að þegar gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir lenda í kreppu, þá lendir allt hagkerfið í kreppu, lífskjör hrapa þangað til að samkeppnishæfni gjaldeyrisskapandi greina er endurreist.
Vandi samt er að örhagkerfi eru samt ólík, eiga ekkert sameiginlegt annað en tiltekna þætti sem orskaðir eru af smæðinni einni saman.
Síðan, þarf að skoða/greina nánar framleiðsluþætti hvers og eins.
Mér tókst að finna áhugaverða skýrslu á vef AGS:
IMF Working Papers 2008
Rapid Current Account Adjustments: Are Microstates Different?
"In other words, there is a threshold beyond which adjustment is more likely. Edwards (2005), without being concerned about the source of CA deficits, illustrates that CA deficits of over 5 percentage points of GDP are not sustainable for most countries....History...suggests that high CA imbalances cannot be maintained for long and are followed by periods of CA adjustment, typically in response to a crisis." - bls. 14.
Þessi niðurstaða ætti ekki að koma okkur á óvart að (Current Account deficit) viðskiptahalli (þegar reiknað er einnig með öllum fjármagnstilfærslum) umfram visst mark leiði óhjákvæmilega til hruns, en þetta er hegðun hinnar klassísku ísl. hagsveiflu.
"In other words, in microstates tolerance for a large and persistent CA deficitwhich manifests itself in a crisisis probably much lower than in advanced countries, where it would seem manageable. Therefore, to preempt a crisis it is advisable that microstates improve their CA rapidly to protect themselves against problems in turbulent times." - bls. 14.
Það er ekki erfitt að skýra af hverju þetta er svo, t.d. á Íslandi. En, málið er smæðin á innri markaðinum. Í milljónaþjóðfélögum heldur framleiðsla á vörum til notkunar innanlands oft uppi stórum hluta vinnandi handa, og þannig er stór þáttur í heildarhagkerfinu. Þetta veitir heildar hagkerfinu ákveðinn "buffer" gagnvart ytri sveiflum, og minnkar afleiðingar þeirra á heildarkerfið.
Ísland er með svo agnarlítið innra hagkerfi, að það viktar mjög lítið í heildarhagkerfinu og nær því ekki að milda sveiflurnar - áföllin sem koma. Að auki, vegna smæðar innra markaðar, þá er auðvitað utanríkisverslun með mjög stóra hlutfallslega vikt fyrir bragðið, sem þíðir að halli á henni er einnig hlutfallslega alvarlegur.
Svo halli á utanríkisverslun hjá okkur leiðir því óhjákvæmilega fremur hratt til vandræða, sem við höftum margoft séð gerast.
"Our most significant findings are that for our whole sample, countries are more likely to have large CA adjustments if (i) they are already running large CA deficits; (ii) they run budget surpluses; (iii) the REER depreciates; (iv) the terms of trade improve; and (v) they are less open.." - bls. 21.
Ekkert af þessu ætti að koma á óvart, að líkur á stórri minnkun á viðskiptahalla aukist ef:
- Ef stór viðskiptahalli er til staðar.
- Ef ríkið hefur tekjuafgang.
- Gengið fellur.
- Viðskiptaaðgangur batnar.
- Sett eru á innflutningstakmörkun af einhverju tagi.
Að tekjuafgangur ríkisins auki líkur á stórri sveiflu er áhugavert, en kannski ekki endilega furðulegt, því ríkið eftir allt saman hefur mestar tekjur á toppi á uppsveiflu, svo tekjustaða þess er líklega í hámarki rétt fyrir nýtt hrun.
- "Terms of trade improvements are more significant in reducing the CA deficit in microstates, suggesting that external factors beyond government control matter.
- Declines in per capita GDP growth in microstates greatly stimulate CA improvements.19
- REER depreciations do not appear to significantly reduce the CA deficits in microstates." - bls. 21.
Eitt kemur á óvart miðað við okkar reynslu, að í flestum dvergríkjum skili gengislækkun litlu, þegar kemur að því að laga halla á viðskiptum. En, ég reikna með að þetta eigi einkum við ríki í fátækari kantinum þ.s. innflutningur er mjög há prósenta brýnar nauðsynjar, sem þörf er á hvernig sem hlutir ganga. Inni í þíðinu hjá þeim eru einmitt fjölmörg eyríki í Kyrrahafi, sem einmitt flest hver eru mjög mikið fátækari samfélög, en við hér á Íslandi. Reyndar er meirihluti dvergríkja í heiminum mikið fátækari þjóðfélög. Þetta er sennilega skýringin á því. Um þetta er Ísland því atípískt dvergríki.
Í tiltölulega ríku samfélagi eins og Íslandi, gildi allt annað. En, þá er mikill innflutningur varnings til neyslu, sem ekki flokkast til brýnna nauðsynja, þannig að gengisfelling hérlendis miðað við okkar reynslu, er okkar helsta leið til að rétta af viðskiptaójafnvægi þ.e. halla þegar hann skapast með þeim hætti að innflutningur neysluvarnings skreppi saman.
Við erum þegar með mjög góð viðskiptasambönd, svo frekari bæting þar um er ekki í boði. (Ath. að Ísland nýtir ekki frýtollkvóta sem það hefur fyrir fullunnar fiskafurðir, þannig að það stenst ekki að sá tollur sem þar sannarlega er enn til staðar, sé raunverulega að hinda útflutning fullunninna vara. Eitthvað annað er í gangi. Að auki, hefur Ísland haft frýverslun við ESB síðan á 8. áratugnum, en hnignun útflutnings fullunninna var átti sér stað einkum eftir 2000 - mig grunar að fullvinnsla hafi verið enn eitt fórnarlamb bólunnar sem fór hér af stað eftir 2004 þegar bankar yfirborguðu laun í hagkerfinu, vinnslan hafi ekki verið samkeppnisfær um laun, ekki getað fengið starfsfólk og flust úr landi.)
Sannarlega hefur kreppan og samdráttur lífskjara orsakað, minnkandi innflutning.
"A crisis could set back development by years in many of them. Government policies should therefore aim at preventing such a crisis from occurring. This study suggests that possible preventive measures are fiscal consolidation and export diversification. These should rank high on the agenda of microstate policy-makers." - bls. 22.
Ég held að þetta sé okkar skilningur einnig, þ.e. að mestu máli skipti að komast hjá stórum áföllum.
Og að, auka fjölbreytni útflutnings.
Reyndar má fullyrða, að þ.s. við þegar erum með 100% frýverslun við Evrópu, fullnýtum ekki frýkvóta fyrir fullunnar fiskvörur til ESB; þá sé mjög erfitt að framkalla frekari bætingu viðskiptakjara við þá álfu, nema að við bætum við fleiri frýverslunarsamningum við önnnur svæði. Það flottasta væri að fá aðild að NAFTA og vera á sama tíma áfram með aðild að EES. Það myndi skv. minni skoðun, skapa okkar besta mögulega viðskiptaumhverfi.
Af hverju er Evra ekki augljóslega lausnin?
- I. Af hverju lækka vextir ekki, á lán til almennings og smærri fyrirtækja:
Það kemur til, að ástæða hárra vaxta hér, þá vísa ég nánar tiltekið til raunvaxta á lán ekki nafnvaxta, er ávöxtun lífeyrissjóða upp á 3,5%. Tenging þess við bankavexti er sú, að sjóðirnir eru helstu kaupendur skuldabréfa sem skv. kröfu sjóðanna verða að hafa raunávöxtun upp á 3,5%. Eftir hrun, eru bankarnir lokaðir frá alþjóðamörkuðum. Að auki, er einnig klárt að erlendir aðilar eru mjög ólíklegir eins og sakir standa að bjóða þeim ódýrari fjármögnun. Það ástand er mjög ólíklegt að lagast í náinni framtíð, en tæp staða bankanna mun í besta falli lagast smám saman á rúmum áratug.
Meðan bankarnir sjálfir eru að fjármagna sig á 3,5% raunávöxtun, geta þeir ekki boðið ódýrari lán en gegn 3,5% raunávöxtun + sá vaxtamunur sem þeir þurfa að auki fyrir eigin rekstrarkostnaði. Gjaldmiðilsskipti breyta í engu þessu ástandi, með nokkrum augljósum hætti.
Í reynd sýnist mér klárt að raunávöxtun innan hagkerfis okkar lækki ekki að ráði, nema að fjármögnun lífeyrissjóðanna, sé færð úr landi. Þá alveg sama hve langur tími líður frá gjaldmiðilsskiptum.
- II. Hverra hagsmunir eru þá gjaldmiðilsskipti yfir í Evru?:
Banka og fjármálafyrirtækja einkum, og að einhverju leiti fyrirtækja sem ekki stunda útflutning sem eru nægilega stór, til að erlendir bankar vilja lána. En eins og útskýrt að ofan lækka bankavextir hérlendis sennilega ekki. Fyrir útflutningsfyrirtæki og önnur fyrirtæki með aðaltekjur í gjaldeyri, er aðgangur að erlendu lánsfé í engu betri eða verri en áður. En, fyrir fyrirtæki sem í dag hafa aðaltekjur í krónum þ.e. bankarnir í dag og einhver stærri þjónustufyrirtæki; þá myndu gjaldmiðilsskipti útrýma gengisáhættu af því að taka erlend bankalán - þannig að hagur slíkra fyrirtækja klárlega batnar hvað það varðar. Þau fyrirtæki eru einu augljósu sigurvegararnir af gjaldmiðilsskiptum, sem ég kem auga á.
Fyrir almenning, væru vextir áfram þeir nokkurn veginn sömu. Einnig fyrir smærri til miðlungs fyrirtæki. Eins og útskýrt að ofan, það sama á við fyrirtæki með gjaldeyristekjur, en þau hafa geta nýtt sér erlend lán án gengisáhættu og fyrir þau er því ástand mála óbreytt. Þetta eru nær öll lykirfyrirtækin, sem undirbyggja okkar hagkerfi.
- III. Evra verndar lífskjör!
Nei alls ekki. En ég bendi á að í dag, eru flest aðildarríki Evrusvæðis í nettó lífskjara lækkun, því hagvöxtur í flestum tilvikum er neðan við verðbólgu. En hagvöxtur þarf að ná því að vera a.m.k. jafnt og verðbólgan til að lífskjör standi í stað, ef hann er minni er lífskjararýrnun í gangi. Að auki, bendi ég á að laun á Írlandi hafa lækkað samfellt síðan 2008. Að auki, hafa laun lækkað á Grikklandi cirka 20% og ljóst er að þau munu lækkar aftur um cirka að líkindum 20%. Portúgal, þar voru laun hækkuð 2010 upp í svipað horf og áður, en ljóst núna að það verður lífskjarahrun með gjaldþroti Portúgals sem er nú staðreynd.
Sannleikurinn er sá, að kreppa bitnar alltaf á almenningi, á lífskjörum almennings, sama hvort land starfar með eigin gjaldmiðil eða útlendan gjaldmiðil.
- IV. Evra lækkar verðbólgu
Menn eru alltaf að vísa til gengisfellinga í því samhengi. Á hinn bóginn, þó upptaka Evru myndi afleggja snögga verðbólgusprengingu vegna gengisfellinga, þá hefur upptaka Evru engin áhrif á verðbólgu sem skapast fyrir eftirspurn innan hagkerfisins sjálfs, þ.e. að verð hækki t.d. vegna launahækkana, sem sé velt í verðlag, eða vegna þess að einhver tiltekin gæði séu af skornum skammti vegna umframeftirspurnar. Þannig, að Evra kemur ekki í veg fyrir hina klassísku uppbyggingu verðspennu sem á sér hér staða að jafnaði, þegar hagvöxtur magnast þegar nálgast topp hagsveiflu.
Þetta er dálítið mikilvægt atriði, því þ.e. einmitt sú upphleðsla verðspennu vegna þenslu, sem er undanfari allra efnahagsófara fram að þessu, sem síðan leiða til gengisfellinga.
Svo menn ímynda sér, að ef möguleikinn á fellingu er tekinn burt, þá muni aðilar vanda sig, skilja að allt muni fara til andskotans - þá meina ég allt í raunveruleg fokk - ef þeir lagi ekki hegðan sína, því snögga reddingin hafi verið tekin burt.
En, ég spyr á móti, er þá ekki raunveruleg hætta á því, að ef reddingin snögga er fjarlægð, þá muni skortur á björgun þíða að hlutir hreinlega bjargist ekki?
- V. Evra skapar stöðugleika!
Lykilbreytan hér, er viðskiptajöfnuður við útlönd - en baráttan við hann er lykilstef í ísl. hagssögu:
- Viðskiptahalli er alltaf fram að þessu undanfari hruns hérlendis, en miðað við þ.s. kemur fram í AGS rannsóknargreininni, er það alls ekkert furðulegt.
- Hagvöxtur leiðir alltaf til viðskiptahalla - hingað til.
- Viðskiptahalli getur einnig skapast, ef tekjuhrun verður í þeim greinum sem afla gjaldeyristekna, eða veiðar minnka vegna slæmra umhverfisskilyrða.
- Gengisfellingar hér, koma alltaf eftir að viðskiptaójafnvægi hefur vaxið upp fyrir þ.s. hagkerfið ræður við, að viðhalda.
- Slíkt getur átt sér stað vegna þátta sem hagstjórnin hér hefur enga stjórn á, þ.e. gengisfelling á sér ekki endilega stað vegna óstjórnar.
- Í þeim tilvikum þarf að vera unnt, að aðlaga hagkerfið með skjótum hætti.
- Vandinn er að mögulegar leiðir til þess eru ekki svo íkja margar:
- Gengisfelling verður úr sögunni.
- Ekki heldur hægt að setja innflutningshöft, ekki heldur löglegt í dag.
- Svo þá verður að halda aftur af launahækkunum, og eftirspurn.
- Eina leiðin til aðlögunar gegn snöggu áfalli, er þá launalækkun.
Hve stórt var hagkerfisáfallið sem Ísland varð fyrir? Mælt í dollar, lækkaði landsframleiðsla um 40%.
Af þeim 3. löndum á Evrusvæðinu sem lent hafa í alvarlegum efnahagsvandræðum, þ.e. Grikkland, Írland og Portúgal; hefur einungis Írlandi tekist að ná fram samstöðu launþega um framkvæmd aðlögunar með launalækkunum, þ.e. með samfelldum launalækkunum frá 2008 hefur Írlandi tekist að snúa viðskiptahalla við í hagnað, þ.e. náð sambærilegri aðlögun viðskiptajöfnuðar og við hér á Íslandi.
Hvorki Portúgal né Grikklandi hefur tekist að ná slíkri aðlögun með þeim hætti, en í stað samfelldra launalækkana, þá hækkuðu laun aftur í þeim löndum 2010. Viðskiptahalli er enn mikill og skuldir hratt vaxandi, útflutningsgreinar enn í hnignun.
1. tilvik af 3. segir mér, að ekki sé unnt að treysta því að leið launalækkana til aðlögunar, virki sem aðlögunargrundvöllur í stað þess möguleika að geta fellt gengi.
Það verður að muna, að sveiflur verða einnig vegna verðsveifla í helstu útflutningsgreinum, og ferðamennsku. Slíkar sveiflur eru þættir sem ísl. ríkið hefur enga stjórn á.
Að auki, náttúrufarssveiflur þ.e. í sjónum og náttúruhamfarir, geta skapað næglega stóra sveiflu, að krefjist snöggrar aðlögunar. Einnig þættir sem eru utan við þ.s. stjv. geta stýrt.
Að lokum, að hingað til hefur ekki gengið vel að halda aftur af hækkunum launa.
En, ég bendi á að nú eru í gangi stífar launakröfur frá samtökum vinnumarkaðar. Á sama tíma, er borð fyrir báru til launahækkana í reynd afskaplega lítið. En skv. Seðlabanka var raunafgangur af utanríkisverslun 2010 einungis 1,7% af landsframleiðslu og hann reiknar með 2,4% raunafgangi í ár.
Sjá Peningamál bls. 38.
- "Viðskiptajöfnuðurinn 2010...Ef leiðrétt er fyrir áföllnum vöxtum vegna innlánsstofnana í slitameðferð verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um rúma 26 ma.kr. eða sem nemur 1,7% af vergri landsframleiðslu
- "Fyrir árið í 2011 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður...þegar leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð, verði...jákvæður um 39 ma.kr. eða 2,4% af vergri landsframleiðslu.
Að auki verður að muna, að greiðslur af AGS pakka hefjast næsta ár, vaxtagjöld milli 50-60ma.kr. miðað við gengi krónunnar 2010, sem er hærri upphæð en nettó tekjuafgangur síðasta árs og áætlaður af Seðlabanka nettó afgangur 2011.
Nú, í ljósi þess að Ísland þarf að borga af AGS lánapakkankum á næsta ári, er sennilega óvarlegt svo meira sé ekki sagt, að þurrka alveg út tekjuborð þessa árs. Segjum að við tökum helming þess út.
- Þá verður útreiknuð max launahækkun: 1,2% + 2,3% = 3,5% eða 1,2% + 1% = 2,2%.
- Eftir því hvort hagvöxtur verði 2,3% eða 1%.
Ef Íslendingar geta ekki haldið aftur af sér, þegar þeir standa annars frammi fyrir öruggu greiðsluþroti; þá er tómt mál að tala um að það skapi slíkann aga að orsaki breytta hegðun hér, að taka möguleikann á gengisfellingum út!
Það verður því sannarlega áhugavert að fylgjast með útkomu kjarasamninga, en ef launahækkanir verða klárt vel umfram þ.s. hagkerfið í reynd ræður við, miðað við hinar mjög svo tæpu aðstæður, þá verða líkurnar - svo ekki sé meira sagt - frekar yfirgnæfandi að mjög ólíklegt sé að Íslendingar hafi þann aga sem til þarf, að fylgja leið launalækkunar aka Írland. En, Íslendingar eru þá að feila á mun vægara prófi þ.e. að hækka ekki laun of mikið, þegar þeir standa frammi fyrir mjög skýrri áhættu, sem hlýtur a.m.k. að vera eins öflugur agaþáttur, og að taka möguleikann á gengisfellingum af okkur.
Ef það verður útkoman, að launahækkanir verða til muna hærri - sem ég óttast - en raunverulega er til peningur fyrir, í svona óskaplega tæpri stöðu; þá lít ég á það sem síðasta líkistunaglann í þeirri hugmynd, að unnt sé að skipta um gjaldmiðil og taka upp Evru, og láta það ganga upp.
Þá er niðurstaðan, að þvert á móti séu þá yfirgnæfandi líkur til þess, að það endi fyrir rest með ósköpum.
En málið er, að þ.s. eina leiðin til aðlögunar er launalækkun innan Evru. Og ef það staðfestist að mjög ólíklegt sé að hér sé agi til að framkvæma slíka lækkun mögulegur. Þá yrði afleiðing þess að nauðynleg aðlögun fer ekki fram sú, að allt heila hagkerfið eins og það leggur sig, getur fallið á hliðina. Sem sagt, að mál bjargist ekki, og þá verði rökrétt afleiðing mjög stórfellt hagkerfishrun, ásamt margra tuga prósenta atvinnuleysi og fullkomlega öruggu hruni almannaþjónustu, lífeyriskerfis og annarra grunnkerfa; og auðvitað algerlega öruggu þroti ríkisins ásamt helstu sveitarfélögum.
Eftir stæði rústir einar. Nema aðeins að einhver björgunarvagn myndi koma, sem myndi láta okkur hafa fullt af peningum, nokkurn veginn frítt. Þessi grimma útkoma sé áhættan af upptöku Evru fyrir okkur, vegna þess að Ísland er míkróhagkerfi þ.s. allt og ég meina allt stendur og fellur með því að núverandi gjaldeyrisskapandi greinar haldi áfram að ganga. Án slíks grunns, sé ekkert hagkerfi hér!
Niðurstaða
Ég veit að hópur fólks mun blása á þ.s. ég hef sagt hér, sem argasta hræðsluáróður. Ég skora á það fólk að koma með mótrök en ekki sleggjudóma. En, mér er vel kunnugir þeir veikleikar sem núverandi peningakerfi glímir við. En, ég segi að þrátt fyrir þá, sé eina leiðin - eina vonin. Að búa áfram við okkar gjaldmiðil, en læra af reynslunni og gera betur.
Klárt að það verður martröð að vinda ofan af kúfnum á okkar peningakerfi þ.e. krónubréf, aflandskrónur og að auki þann bing sem enn er til staðar í innanlands peningakerfinu. Ég er að tala um þá staðreynd að heildarumfang þess, hleypur á nærri því 2X þjóðarframleiðslum. Sem er vel umfram þ.s. er í reynd ávaxtanlegt innan okkar hagkerfis, þegar það er svo laskað sem það er í dag. Það fjármagn sem er umfram 1X þjóðarframleiðslu, mun vilja komast út úr kerfinu því þeir sem eiga það eru líklegir til að skilja, að sú staða er ósjálfbær. Ofan af þessu öllu þarf að vinda og sá kostnaður er sennilega á bilinu 1.000 - 1.200 ma.kr.
Engar þægilegar leiðir til þess eru í boði, einungis drakonískar. A)Gera bankana gjaldþrota í annað sinn, endurreisa þá aftur með yfirfærslu eigna á afslætti cirka 50%. B)Framkvæma gjaldmiðilsbreytingu sbr. þ.s. þjóðverjar framkv. eftir seinna stríð er þeir skiptu "Reichsmark" fyrir "Bundesmark" og samtímis, yfirfærðu eignir á mismunandi gengi, sem leið til að afskrifa eignir sem raunverulega eru verðlausar. C)Af aflétta höftum og láta krónuna falla. En, þá þarf að frysta fyrst vísitöluna, en þessi aðgerð er gagnslaus annars. Þarf einnig fyrst að semja við krónubréfahafa um það að umbreita bréfunum þeirra í lán, gegn tilboði um 100% skv. endurgreiðslu sem væri mun betri kjör en þeir annars fá og þeir því líklegir að taka slíkum díl. En tilgangur væri að minnka útflæðið á gjaldeyri niður í viðráðanlegt. Að sjálfsögðu má ekki nýta gjaldeyrissjóðinn til að verja gengið falli. En, tilgangurinn er einmitt að láta það falla um 50% sem það mun þá líklega gera, svo krónueignir raunverðfalli.
Allar þessar 3. leiðir geta hugsanlega skilað þeirri cirka 50% raunafskrift krónueigna sem framkvæma þarf, svo peningakerfið hér nái því að verða sjálfbært á ný (Í forbifarten raunverðfalla krónuskuldir almennings um sama hlutfall/einnig krónuskuldir fyrirtækja, sem ætti aflétta skuldakreppunni sem nú stendur yfir innan okkar hagkerfis). En þ.e. cirka umfang þeirrar afskriftar sem ég held að þurfi. Þá fer umfang krónueigna niður í cirka eina landsframleiðslu, sem verður viðráðanlegt - sjálfbært.
Svo þaðan í frá, verður hagstjórn að leggja áherslu á að koma í veg fyrir stór áföll annars vegar og hins vegar, verður áherslan vera á að auka útflutning. En þ.e. hin raunverulega leið til aukinnar velsældar. En, hagvöxtur byggður á neyslu er í reynd lokað sund hér, vegna þess hve fátt er hér framleitt þá myndi slík stefna einungis búa til vandamál aftur.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 1. maí 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 871895
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar