12.4.2011 | 16:18
Skýrsla Danske Bank ásamt spá fyrir Ísland, er stórfellt gölluð - alls ekki boðleg!
Maður les skýrslu Danske Bank og gapir af undrun. En, þeir gera ráð fyrir að krónan hækki aftur upp í svipað gengi gagnvart Evru og fyrir hrun þ.e. hækkun um 33% á næstu 3. árum annars vegar og hins vegar gera þeir ráð fyrir að, góður afgangur af viðskiptum haldist út spátímabilið þ.s. sá sem til varð er krónan féll. Þessar tvær breytur útiloka hverja aðra.
Mér sýnist þessi nýja skýrsla Danske Bank því miður vera mjög sennilega keypt áróðursplagg, sennilega pantað af ríkisstjórn Íslands!
Sjá skýrslu Danske Bank um Ísland
Sjá bls. 3-4 í skýrslu Danske Bank.
Á þeirri blaðsíðu sýna þeir að kaupmáttur í krónum hafi lækkað um 25% síðan fyrir hrun sbr. ppp eða "Purchasing power parity".
Því fylgir engin röksemdafærsla, að lækkun á kaupmætti í krónum þíði að krónan sé undirverðlögð - einfaldlega fullyrt að krónan sé undirverðlögð um 25% með því einu að benda á að kaupmáttar króna í Evru hafi lækkað um 25%.
Þetta eru hræðileg vinnubrögð - en ef stúdent í hagfræði skilaði ritgerð, með svo stórri fullyrðingu án nokkurs rökstuðnings, þá fengi hann mjög stórann mínus þ.e. frádrátt í einkunn frá mér.
Króna féll gegn dollar um cirka 40%.
Þetta er annar samanburður - alveg í samræmi við þá hundalógík sem beitt er af Danske Bank, er þá fullt eins hægt að segja að ísl. krónan sé undirverðlög um 40% gagnvart dollar.
Eða, eins og sumir hafa verið að benda á að krónan hafi fallið á sl. 67 árum um 99,9% gegn danskri krónu - þá má allt eins segja að ísl. króna sé undirverðlög um 99,9% gagnvart danskri krónu.
Þetta er tóm steypa!
Sjá bls. 6 í skýrslu Danske Bank
Sko, þarna tala þeir um viðskipti við útlönd og benda á að er krónan féll hafi innflutningur hrunið saman og umtalsverður afgangur af viðskiptum við útlönd skapast.
OK - en síðan segjast þeir gera ráð fyrir áframhaldandi góðum afgangi út spátímabilið.
En, á sama tíma, ráðgera þeir að gengi krónunnar hækki aftur upp í það sama jafnstöðu gengi við Evru er krónan hafði fyrir hrun - og þeir segja að hrunið á genginu hafi búið til þann afgang.
Hvernig, á það þá ekki að gerast, að þegar kaupmáttur Íslendinga eykst gagnvart Evru aftur um 33%, að þá aukist ekki innflutningur stórfellt á nýjan leik - þannig að afgangurinn minnki að sama skapi?
Síðan rétt fyrir neðan, á sömu blaðsíðu sína þeir, að með fjármagnshreyfinum sbr. current account, að þá má afgangur af viðskiptum alls ekki minnka!
Þetta er tóm steypa!
Hver á að borga?
Þetta er einfalt - eins og þeir réttilega sýna á bls. 6 sbr. Current Account, að þrátt fyrir mikinn afgang af vöruviðskiptum, þá vegna skuldastöðu landsins er greiðslustaðan í járnum.
- Það þíðir að gengi krónunnar - má alls ekki hækka. Hreint ekki neitt.
- En, hækkun þíðir aukinn kaupmátt í krónum sem þíðir aukinn innflutning - sem þíðir að Ísland á ekki fyrir afborgunum vaxta af skuldum þ.e. "current account" verður þá neikvæður.
Eina leiðin til að hækka gengi krónunnar með sjálfbærum hætti - er að gera það í takt við raun-aukningu gjaldeyristekna þjóðarbúsins.
- Þannig, að á móti auknum innflutningi komi auknar gjaldeyristekjur!
En, einhver þarf að borga fyrir þá raunaukningu kaupmáttar sem verður - ef krónan er hækkuð.
En, engar tekjur koma á móti - þá óhjákvæmilega skapast aftur sá viðskiptahalli sem var hér fyrir hrun á nýjan leik, og hagkerfið fer aftur að safna skuldum með hröðum hætti.
Slíkt er algerlega ósjálfbært - og vart getur þá annars verið að vænta en að skuldatryggingaálag Ísland myndi þá fara að vaxa hröðum skrefum í stað þess að hafa verið í lækkunarferli síðan hrun.
- Ísland varð fyrir mjög raunverulegu hagkerfistjóni þegar bankarnir féllu!
Mælt í Dollurum þá féll landsframleiðsla á mann á Íslandi um 40%. Ef Ísland væri fyrirtæki hefðu hlutabréf þess verðfallið.
Hver er rétt gengisskráning krónu?
Krónan er ekki undirverðlögð - heldur er verðlag hennar síst of lágt þegar haft er í huga, að Ísland A)varð fyrir rauntekjufalli, B)skuldir hækkuðu - hvort tveggja veldur eðlilega lækkun gengis.
Frekar, er ástæða að ætla frekara gengisfalls, en - einfalt er að svara því hvort hún er undir- eða yfirverðlögð á markaði, með því einu að spyrja - hvað gerist ef höftin eru tekin af?
Ef krónan er undirverðlögð miðað við markaðslegar aðstæður, þá ætti slepping hafta að leiða til styrkingar hennar. Þessi spurning er "no brainer".
Síðan, er einnig þeirri spurningu fljótt svarað, hvert er hennar markaðsgengi, þ.e. hvort þ.e. nær aflandskrónu-gengi eða núverandi skráðu gengi? Einfaldlega, ef menn eru sammála mér að krónan myndi falla mjög verulega ef höftin væru aflögð t.d. á morgun, þá eru þeir væntanlega einnig sammála mér um það, að aflandsgengi er sennilega mun nær raunverulegu markaðsgengi en núverandi skráð gengi.
Niðurstaða
Þessi skýrsla er pantað áróðursplagg, og Danske Bank setur mikið niður með því að hafa sig í slíka augljósa vitleysu! En, sú kaupmáttaraukning krónu gagnvart Evru sem þyrfti til að vinna upp fall um 25% eða cirka 33% verður ekki framkvæmd með sjálfbærum hætti, án sambærilegrar aukningar gjaldeyristekna yfir sama tímabil, ef á sama tíma á að viðhalda sambærilegum afgangi af utanríkisverslun þrátt fyrir þann aukna kaupmátt.
Mér sýnist það vera krafa um cirka 11% aukningu per ár - áhugavert sbr. viðmið þeirra um rúml. 3% hagvöxt ár hvert frá 2011.
Spurning hvað ríkisstjórnin hefur borgað Danske Bank mikið fyrir þetta?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2011 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 12. apríl 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 871895
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar