Enn eina ferðina er Financial Times okkur hliðhollt!

FT er lesið af kaupsýslufólki víðsvegar um heim allann. Þetta er einn áhrifamesti fjölmiðill heims. En, ekki síst innan lykilgeirans, hins alþjóðlega viðskiptaheims.

Því hefur verið haldið fram, að alþjóðlegi viðskiptaheimurinn sé líklegur til að fillast einhvers konar ógeði á Íslandi, vegna Icesave málsins - þ.e. meintrar glæpsamlegrar hneigðar Íslendinga!

Það er því mjög áhugavert, að hve statt og stöðugt FT hefur staðið með málstað Íslands í Icesave!

 

Iceland: can’t pay? Won’t pay! :"Icelanders appear to want a clear legal liability to be established before agreeing to pay. That is understandable: the sum involved is an enormous 50 per cent of Iceland’s gross domestic product." - "Icelanders’ defiance has ensured that a nation of 320,000 people will not be impoverished for a generation." - "The case for repaying these investors (not depositors - Ireland) may be legally stronger than in Iceland and, in any case, the European Central Bank insists that haircuts are not an option. Financially and politically, it is equally unjustifiable."

 

Þetta segir aðal fjármála analista dálkur FT. Þarna á bakvið er heilt starfslið sérfræðinga - þetta er ekki einhver einangruð skoðun eins manns. Heldur, er þetta framhald af því, sem verið hefur "consistent" afstaða, helstu fjármálasérfræðinga FT alveg frá upphafi.

Þetta er sterkt - þó þetta hafi ekki áhrif á skoðanir stjórnvalda eða embættismanna, þá skilar þetta sér til aðila á hinum frjálsa markaði.

 

Kv.


Munum við einfaldlega geta hundsað skuldakröfu Breta og Hollendinga?

Þetta er áhugaverður vinkill. En í Fréttablaðinu í dag er lítil klausa á forsíðu þ.s. talsmaður ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) segir, að ef Ísland tryggir greiðslu 20þ.€ lágmarksgreiðslu þá fari ekki fram neitt dómsmál, þ.e. ESA fylgi kæru sinni ekki áfram.

  • Spurningin er þó, akkúrat hve sterka yfirlísingu þarf til að ESA samþykki, að bíða og sjá?
  • En, möguleiki er að tjá þeim, að mjög  miklar líkur séu á því að þrotabúið geti greitt alla lágmarkstrygginguna.

Spurning hvort slík yfirlísing myndi duga - án formlegrar tryggingar?

En, þetta get ég auðvitað ekki fullyrt - en, ef svo verður þá sýnist mér, að við ættum alveg að geta hundsað skuldakröfu Hollendinga og Breta, sem segjast hafa lánað okkur.

En, okkar svar er þá, að þeir hafi greitt sínu fólki sinna hagsmuna vegna, ekki síst til að koma í veg fyrir óróa almennings þegar bankakrýsan var í hámarki 2008 í Evrópu.

Það sé ekki okkar mál í sjálfu sér - við séum að hrinda greiðslum eins fljótt í verk og raunverulega mögulegt er, og ekkert sé út á okkur að sakast að þær hafi dregist.

Þeirrra ríkissjóðir hafi tekið yfir rétt til að fá 20þ.€ greiddar skilvíslega við fyrsta mögulega tækifæri er þeir greiddu sínu fólki - en sú staðreynd að þeir það gerðu, framkalli engan rétt frá þeim, að krefja okkar ríkissjóð um vexti á þá upphæð eins og um lán frá þeirra ríkissjóðum til okkar ríkissjóðs hafi verið að ræða.

Þannig, að þegar TIF smám saman greiðir 20þ.€ lágmarkið eftir því sem salan úr þrotabúinu fer fram, þá einfaldlega lítum við svo á að málum sé lokið - og látum það standa á þá að halda málum til streitu!

Fram kemur einnig í fréttablaðinu: Sérfræðingur segir allt óvíst um skaðabótamál

Að Bretar og Hollendingar verði að geta sýnt fram á tjón, svo mögulegt sé að krefjast bóta síðar meir fyrir EFTA dómstólnum.

Svo, tja - ef lágmarksgreiðslan kemst til framkv. á næstu misserum eftir því sem eignir eru seldar, þá getur það skilyrði reynst fjandanum erfiðara fyrir okkar vini í Bretlandi og Hollandi :)

En, ég sé ekki að það sé augljóst að þó þeir hafi kosið að greiða sínu fólki, síðan fari greiðslur frá TIF skilvíslega fram eftir sannarlega umtalsverðann drátt á þeim vegna tafa við afgreiðslu mála vegna þrotabús Landsbanka Íslands hf; þá sé engin framkvæmd af okkar hálfu sem hægt sé að benda á - er hafi með nokkrum hætti verið hluti af orsök þeirrar tafar á greiðslum frá TIF. Við séum auðvitað sorrí yfir þessu öllu, en ekki hafi verið unnt að afgreiða þær greiðslur með skjótari hætti.

Við séum ekki tilbúin að viðurkenna nokkra skaðabótaábyrgð, vegna þeirra tafa er hafi ekki verið umflúnar vegna ástands þess er skapaðist í kjölfar hrunsins hér haustið 2008.

Kv.


Bloggfærslur 11. apríl 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 871895

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband