Samkvæmt niðurstöðu Hagstofu Íslands, var hagvöxtur/samdráttur eftir ársfjórðungum:
- -0,1
- -0,4
- +2,2
- -1,5
Það þarf varla að taka fram, að þessi niðurstaða setur síðustu spá Seðlabanka Íslands í uppnám, þá sem kom fram í nóvember sl.
Sjá umfjöllun: Skoðum aðeins hagspá Seðlabanka Íslands! Er þessi spá Seðlabanka pöntuð niðurstaða?
En Seðlabankinn taldi þá að hagvöxtur hefði hafist á 3. fjórðungi 2010 og sannarlega skv. niðurstöðu Hagstofu Íslands virðist hafa mælst vöxtur um 2,2% á 3. ársfjórðungi 2010.
En, miðað við þá niðurstöðu að síðan, hafi samdráttur átt sér stað á 4. ársfjórðungi, þá er ekki lengur hægt að halda því fram, að viðsnúningur sé klárt hafinn.
Héðan í frá, verður spennandi að sjá, hvað tölur fyrir 1. ársfjórðung 2011 munu bera með sér.
Frétt Bloomberg: Iceland Economy Contracts on Imports, Government Spending
Eins og kemur fram í tilvitnun að neðan, þá virkilega töldu Seðlabankamenn að viðsnúningur væri hafinn, og spá þeirra var um samfelldan viðsnúning frá 3. fjórðungi 2010 og síðan áfram. Þetta hefur klárt ekki gengið eftir, og það geta ekki annað en verið mikil vonbrigði fyrir stjórnvöld.
Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010
"Samkvæmt spá bankans tók árstíðarleiðrétt landsframleiðsla að vaxa á ný á þriðja ársfjórðungi eða um 3,1% milli ársfjórðunga og áætlað er að hún vaxi um 1,2% á síðasta fjórðungi ársins. Samkvæmt spánni lauk því tveggja og hálfs árs samdráttarskeiði um mitt þetta ár." - "Svipaða sögu er að segja um landsframleiðsluna en nú er gert ráð fyrir 2½% samdrætti í ár í stað tæplega 2% samdráttar í síðustu spá. Til þess að sú spá gangi eftir þarf hagvöxtur á síðari hluta ársins að vera rúmlega 2%."
Sjá Hagstofa Íslands: Landsframleiðslan á 4. ársfjórðungi 2010 - - Landsframleiðsla 2010
Tölur 3/4. ársfjórðungs 2010
Einkaneysla,....+ 3,3%..........+ 1,6% Samneysla, .....- 0,2%...........- 0,5% Fjárfesting,......- 3,3%.........+ 14,9% Útflutningur,....+ 1,4%..........+ 3,0% Innflutningur,..+ 4,6% ........+ 10,0%
Þjóðarútgj.,.....+ 3,9%..........+ 1,6% Hagvöxtur,......+ 2,2%...........- 1,5%
Árið í heild: tölur sýna magnbreytingar í prósentum
...................................................................2008.......2009.....2010 Einkaneysla...................................................-7,9.......-15,6.......-0,2
Samneysla......................................................4,6........-1,7........-3,2
Fjárfesting...................................................-19,7.......-50,9.......-8,1
Þjóðarútgjöld.................................................-8,5.......-20,7.......-2,5
Útflutningur alls...............................................7,0.........7,0.........1,1
Vörur............................................................11,4.........2,4.......-2,0
Þjónusta........................................................-2,2.......18,3........6,5
Innflutningur alls...........................................-18,4......-24,0.......3,9
Vörur............................................................-18,2.....-27,2.......2,2
Þjónusta Services...........................................-18,8......-17,0.......6,7
Verg landsframleiðsla (Gross Domestic Product).....1,4.......-6,9......-3,5
Vergar þjóðartekjur (Gross National Income)......-17,6.......-8,1.......0,3
Seðlabankamenn voru of bjartsýnir!
Seðlabankamenn vanmátu samdrátt 2010 um heilt prósent, þ.e. í stað -2,5% varð hann -3,5%. Stór hluti af skekkjunni getur auðvitað verið skortur á hagvexti síðasta árshluta 2010, miðað við þ.s þeir reiknuðu með.
En, þ.s. verður spennandi að sjá, er hver framvinda 1. fjórðungs 2011 verður. Því miður koma þær tölur ekki alveg á næstunni.
En miðað við skekkjuna í væntingum Seðlabanka og þeirrar útkomu sem varð, verður líklega að líta á spá Seðlabanka um framvindu þessa árs þ.e. hagvöxt upp á 2,1% sem ólíklega. En, í umfjöllun minni um þá spá, ákvað ég að spá hagvexti upp á 1%.
Kannski rætist það - en eins og sjá má að ofan, þá virðist hagkerfið raunverulega vera að ná botni. Aukning hefur orðið á innflutningi á ný og það var mjög lítill samdráttur í neyslu. Fjárfesting mun vart halda áfram að minnka, enda þegar kominn í sögulegt lágmark miðað við fjárfestingu síðasta árs.
En hagkerfið, getur einnig botnað án þess að það verði umtalsverður mældur hagvöxtur. En, sem dæmi spáði Greiningardeild Arion Banka einungis 0,5% hagvexti. Það er auðvitað möguleg útkoma einnig, að ástand stöðnunar eða nær stöðnunar taki við og ríki þetta ár.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 9. mars 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 372
- Frá upphafi: 871896
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 346
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar