En hve maður er orðinn þreyttur á lýginni í umræðunni. Lágmarkslaun hér, eru ekki með því lægsta sem gerist. Og, Ísland er enn ríkt samanborið við Erópu.

Landsframleiðsla Íslands lækkaði við hrunið úr tæplega 62.000 dollurum, og 2010 var hún skv. CIA World Factbook 36.700 dollarar. Þetta gerir hrun um 40%.

Eins og sést neðst, er meðaltal ESB 32.900 dollarar á haus. Þannig, að þrátt fyrir hrunið er Ísland enn ríkt, í Evrópskum samanburði. Heimssamanburði að sjálfsögðu einnig. 

Það sem ýtir lífskjörum samt nokkuð niður, eru skuldirnar. En, á síðasta ári var afgangur af utanríkisverslun um 11% af þjóðarframleiðslu, en skv. Seðlabanka Ísl. þegar tekið er tillit til afborgana af skuldum þá var afgangurinn einungis nettó um 4% (þá er sleppt reiknuðum vaxtakostnaði vegna þrotabúa gömlu bankanna, sem eru í reynd ekki vaxtaborgandi skuldir fyrir landið).

Þarna er almenningur, að tapa um 11% af þjóðarframleiðslunni, sem hann gæti haft hærri lífskjör - en hámarks lífskjör sem sjálfbær eru - er þegar inn-/útflutningur er í járnum þ.e. hvorki plús né mínus.

Að auki, bætast við að margir eru með háar krónuskuldir, sem minnka ráðstöfunartekjur. Sérstaklega er staða barnafjölskylda, erfið hvað það varðar.

Þannig, að þegar mál eru skoðuð er vandinn ekki tekjuvandi per se heldur skuldavandi!

Magnað hvað það eru enn til mikið fátækir staðir í Evrópu - ríku álfunni!

CIA World Factbook:

  1. Liechtenstein:  141.100$
  2. Luxembourgh: 81.800$
  3. Noregur: 56.000$
  4. Bandaríkin: 47.400$
  5. Andorra: 44.900$
  6. Sviss: 42.900$
  7. Austuríki: 40.300$
  8. Holland:  40.500$
  9. Kanada: 39.600$
  10. Svíþjóð: 39.000$
  11. Belgía: 37.900$
  12. Írland: 37.600$
  13. Danmörk: 36.700$
  14. Ísland: 36.700$
  15. San Marino: 36.200$
  16. Þýskaland: 35.900$
  17. Grænland: 35.900$
  18. Finnland: 35.300$
  19. Bretland: 35.100$
  20. Frakkland: 33.300$
  21. Færeyjar 32.800$
  22. Ítalía: 30.700$
  23. Grikkland: 30.200$
  24. Mónakó: 30.000$
  25. Spánn: 29.500$
  26. Slóvenía: 28.400$
  27. Tékkland: 25.600$
  28. Malta: 25.100$
  29. Portugal: 23.000$
  30. Slóvakía: 22.200$
  31. Kýpur: 21.000$
  32. Eistland: 19.000$
  33. Úngverjaland: 19.000$
  34. Pólland: 18.800$
  35. Króatía: 17.500$
  36. Litáen: 15.900$
  37. Rússland: 15.900$
  38. Lettand: 14.300$ 
  39. Hvíta Rússlan: 14.300$
  40. Búlgaría: 12.800$
  41. Tyrkland: 12.300$
  42. Rúmenía: 11.500$
  43. Serbía: 11.000$
  44. Svartfjalla-land: 9.900$
  45. Makedónía: 9.400$
  46. Albanía: 7.400$
  47. Úkraína: 6.700$
  48. Bosnía: 6.600$
  49. Kosovo: 2.500$
  50. Moldavía: 2.500$
  51. ESB 32.900$

 

Maður er orðinn þreyttur á lýginni

  • Eitt sem maður hefur heyrt fullyrt ítrekað er, hve laun eru mikið - mikið betri á norðurlöndum.
  • M.a. annars að, lágmarkslaun séu mikið hærri en hér.
  • En, hvað kemur í ljós?
ASÍ - Lögbundin lágmarkslaun í Evrópu 2011
  1. Í janúar 2011 voru 20 of 27 aðildarríkjum ESB (Belgía, Búlgaría, Tékkland, Eistland, Írland, Grikkland, Spánn, Frakkland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Ungverjaland, Malta, Holland, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvenía, Slóvakía og Bretland) og þrjú umsóknarríki (Ísland, Króatía og Tyrkland) með lög eða almennt gildandi samninga sem kveða á um skuldbindandi lágmarkslaun.
  2. "Þau lönd sem ekki hafa slík ákvæði eru sleppt, en slíkt á við um Þýskaland, Kýpur, Makedóníu, Danmörk, Ítalíu, Austurríki, Finnland, Svíþjóð, Noregur og Sviss."
  • Einmitt, engin gildandi lágmarkslaun á Norðurlöndum. Dásamlegt - sýnir hve lígin í umræðunni, er svakaleg!

Röðum síðan löndunum upp:

  1. Lúxembúrg.
  2. Ísland fyrir hrun.
  3. Írland.
  4. Holland.
  5. Belgía.
  6. Frakkland.
  7. Bretland.
  8. Ísland.
  9. Grikkland.
  10. Spánn.
  11. Slóvenía.
  12. Malta.
  13. Portúgal.
  14. Pólland.
  15. Tékkland.
  • Ísland í könnuninni, telst meðal landa fyrsta hóps með lágmarkslaun yfir 1.000 Evrum.
  • Hópur 2, er með lágmarkslaun 550-950 Evrur.
  • Neðsti hópurinn, er með lágmarkslaun milli 100 og 400 Evrur.

Frakkland, virðist hafa 1200 Evrur í lágmarkslaun =193.116

Lúxembúrg, virðist hafa 1420 Evrur í lágmarkslaun = 228.520

Þetta setur kröfu verkalýðshreyfingarinnar um 200þ.króna lágmarkslaun í samhengi. Ef hún næst fram, eru lágmarkslaun hér 1242 Evrur, og þau orðin 3. hæst í Evrópu.

Innan hæsta hópsins, munar einungis 60þ.kr. eða um 400 Evrum á lægstu lágmarkslaununum og þeim hæstu. Þó þetta sé nokkur munur, þá er hann engan veginn sá sem hefur verið gefinn í skin.


Hættum þessum barlómi

Framtíðin er einföld - við eigum, að auka útflutning.

Passa okkur, á að það sé hvorki mjög mikill innflutningshalli - því þá söfnum við skuldum sem kemur niður á okkur síðar í versnandi lífskjörum, né of mikill afgangur af útflutningi - því hámarks lífskjör þau sem eru sjálfbær, er þegar útflutningur og innflutningur er akkúrat í járnum hvorki plús né mínus en þó með teknu tilliti til nauðsynlegs afgangs vegna afborgana af skuldum.

Ef við pössum upp á, að viðhalda þessu jafnvægi. Þá eru okkur allir vegir færir.

Því, einfaldur samanburður á löndum, sýnir að löndin með eigin gjaldmiðil vegnar hið minnsta síst verr.

Að vera með eigin, framkallar meiri sveigjanleika um hagstjórnina og skjótari aðlögunarhæfni, og í okkar tilviki gerir það betra að vera með eigin gjaldmiðil því okkar framleiðsluþættir eru í eðli sínu mjög sveiflugjarnir.

Við getum þó þurft, að aðstoða barnafjölskyldur í mesta vandanum meir - en fram að þessu hefur verið gert. En, það myndi bæta aðstöðu ríkisins til að standa í slíku, ef fyrst er komið af stað hagvexti.

Spurning hver er besta aðferðin til slíks. En, mögulegar aðferðir eru allt frá því, að frysta vísitöluna og búa til verðbólgu - láta skuldir brenna í verðbólgu. Yfir í, að ríkið aðstoði beint með fjárframlögum, en þá þarf helst fyrst að hafa átt sér stað nokkur tekjuaukning þess. Fyrri leiðin, er möguleg án slíkrar - en getur haft óheppileg hliðaráhrif.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. mars 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 372
  • Frá upphafi: 871896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 346
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband