Evrópusambandið mun aldrei fást til þess, að borga fyrir okkur Íslendinga kostnaðinn við það að losa um höftin!

Ég við að við göngum beint í það skipulega, að losa um gjaldeyrishöftin.

Stjórnvöld vilja fara skref fyrir skref aðferð í því að losa um höftin, þ.s. eins og þeirra stuðningsmenn segja, eignum væri hleypt út í skynsamlegri röð samtímis því að gjaldeyrisvarasjóð væri beitt jafnframt til að styðja á móti við gengi krónunnar. 

Þetta selja margir á þeirri forsendu, að með því að verja gengið sé verið að verja lífskjör launamanna - en þá er ekki sagt frá galla þeirrar aðferðar, að ef varasjóðurinn er notaður með þessum hætti þá verður hann að skuld skattborgara þ.e. launamanna. Það mun sannarlega bitna á þeirra lískjörum seinna, að greiða það til baka.

Síðan hefur hópur einlægra ESB sinna talað fyrir því, að losa um höftin eftir að Ísland er komið inn í ESB, þ.e. að fá þegar eftir aðild tengingu við Evru.

Ég tel hugmynd þeirra hreina og klára draumóra!

 

Tengja krónu við Evru, og losa höftin

Af stjórnmálamönnum einkum úr Samfylkingu má helst ráða að eina leiðin til að losa um höftin, sé með einhverskonar samkomulagi við Evrópusambandið um stuðning við krónuna.

Mér hefur alveg frá því ég fyrst heyrði þá hugmynd, fundist hún vera skemmtileg fantasía. 

En, líklega myndum við geta komist inn í ERM II, fordyri Evrunnar cirka 2. árum eftir - gefum okkur að þjóðin segði "JÁ" - þannig að staðfestingarferli allra 27 aðildarríkja ESB sé þá lokið. En, 2. ár er ekki ósanngjarn tími fyrir það staðfestingarferli. 

ERM II kveður á um, +/- 15% vikmörk, þ.e. seðlabanki Evrópu samþykkir að styðja gjaldmiðil, ef hann ætlar að sveiflast umfram þau mörk. En, aðildarþjóð verður síðan sjálf ef hún stefnir á Evruaðild, að vinna að því að venja hagkerfi sitt við þrengri vikmörk en þetta. En, Seðlabanki Evrópu aðstoðar ekki við það verkefni.

En spurningin er líka um, hvaða gengi yrði væntanlega miðað við? Það er einmitt stórt atriði.

En, eðlilega vilja menn helst tengja gjaldmiðla saman við gengi, sem er sem næst eðlilegu markaðsgengi milli viðkomandi gjaldmiðla.

En, draumurinn virðist vera, að tengja krónuna við gengi cirka 1/150 sem er nokkru hærra gengi en í dag.

En, þ.e. einmitt þess vegna, sem ESB sinnar þessa dagana, keppast hver um annan þverann, um að spá hækkun gengis krónunnar næstu mánuðina að, draumagengið er þessi tiltekna viðmiðun.

Af hverju 1/150? Ástæðan er einföld, draumurinn er að stofnanir ESB í reynd borgi fyrir að losa höftin af krónunni - en, því mun fylgja mikið útstreymi peninga úr hagkerfinu okkar.

----------------------------------------Af hverju útstreymi?

(Þeir sem vilja skoða gögn seðlabankans geta gert það um stöðu bankakerfisins í bankatöflum Seðlabankans.) Sjá stöðu des. 2010.

  1. Innlendar eignir alls 3.000.379 þ.e. 200% þjóðarframleiðsla.
  2. Innlendar skuldir alls 3.434.835.
  3. Peningamagn og sparifé M3,  1.457.517.
  4. Peningamagn og almennt sparifé M2, 951.155.
  5. Peningamagn M1, 498.804.

Til samanburðar er landsframleiðsla sl. árs skv. AGS um 1.500ma.kr.

----------------------------------------Af hverju útstreymi

Prinsippið er að þegar Seðlabanki Evrópu skiptir á gjaldmiðli ríkis og Evru, þá sé um að ræða því sem næst jöfn skipti í raunverðmætum.

  1. Ég fæ það ekki til að ganga upp, að 2-þjóðarframleiðslur af eignum geti raunávaxtast innan hagkerfis, sem þar að auki er í neikvæði ávöxtun þ.e. samdrætti.
  2. Bætum við krónubréfum - sem munu auka hér peningamagn, þegar losað er um þau.
  3. Síðan aflandskrónur, sem einnig þarf að veita aðgengi - en þetta einnig eykur peningamagn.
  • Tekið saman, er ég að segja að krónan sé nærri því 40-50% of hátt verðlögð.
  • Ég er að segja, að þegar höftin séu losuð muni það fé sem er umfram 100% af milklu leyti streyma úr landi, vegna þess að mjög klárt er að hagkerfið getur ekki ávaxtað það.
  • Yfir 1.000 ma.kr. muni fara beint út! Kúfurinn sé milli 1.000 og 1.500 ma.kr.
  • Ef ESB samþykkti að tengja krónuna á genginu 1/150 myndi allur þessi kostnaður lenda á Seðlabanka Evrópu, sem að sjálfsögðu þíðir að ESB mun aldrei samþykkja tengingu nokkurs staðar nærri þessu gengi, heldur miklu frekar nærri genginu 1/260 - 1/280 sem er kaup og sölu gengi aflandskróna í dag.
Íslendingar munu ekki losna undan því, að þurfa að standa sjálfir straum af kostnaðinum við það, að losa um höftin.

 

Vegna þess, að ESB mun ekki borga þennan kostnað fyrir okkur, er engin ástæða að bíða þetta lengi með það, að taka höftin af!

Spurningin er hvernig? En vandinn er kúfurinn á peningakerfinu okkar þ.e. hvernig tökum við hann niður?

  1. Losa um höftin: Ein leiðin er einfaldlega að losa um höftin og láta allt út flæða sem út flæða vill. Hið minnsta verður þá að frysta lánskjaravísitöluna. Að auki, væri í því tilviki betra að ná fyrst samkomulagi við krónubréfahafa t.d. um það að umbreyta skuldabréfum þeirra í lán með afborgunum. En, ef það myndi takast að losna við það útflæði er smá séns að það myndi rúmast innan ramma gjaldeyrvarabyrgða.
  2. Gera bankana gjaldþrota: Önnur leið væri hugsanlega sú að gera bankana gjaldþrota í annað sinn, en mig grunar að ef framkvæmd væri svokölluð "fair valuation" á þeirra eignum - en þá er slegið mati á þær skv. líklegu söluandvirði; þá myndi verðgildi eigna lækka mikið skv. því mati og bankarnir sennilega ekki lengur uppfilla skilyrði um eiginfé að lágmarki. Þá skv. lögum ber FME að taka þá yfir. Eftir það, mætti endurtaka leikinn að búa til nýja banka. Færa innlán yfir en í þetta sinn á genginu 0,5 þ.e. hálfvirði. Síðan, taka aftur 50% afslátt á lánum. Þannig væri hægt að endurskapa bankakerfið, innan þeirra stærðarmarka sem hagkerfið þolir. Þá, væri síðan unnt að losa um höftin enda hætta af útflæði innan úr krónuhagkerfinu mestu þá farin. Ef samningar næðust í því tilviki einnig við krónubréfahafa - má vera að losun hafta skilaði mjög óverulegri gengissveiflu.
  3. Gjaldmiðilssbreyting skv. þýskri fyrirmynd: Sjá útlistun þeirrar hugmyndar hjá Lilju Mósesdóttur (Lilja segist hafa lausnina í gjaldmiðilsmálum: Vill breyta um nafn á íslensku krónunni : ) og bloggi Friðriki Jónssonar. Plásturinn af... - Krónur og kennitölur... - Krónur og Norður-Kórea . Sjá einnig eigin bloggfærslu: Það á að láta þjóðina borga pólitíska gæðinga út úr krónunni, og síðan standi hún eftir með skuldina!
  4. Gylfi Magnússon "...þarf einfaldlega að leysa með því að afnema höftin í skrefum, hleypa eignum út í skynsamlegri röð og hafa gjaldeyrisforða sem stuðpúða."
  5. Taka höftin af, þegar komið er inn í ESB.

Mér finnst hugmyndir sú sem Gylfi Magnússon og Már Seðlabankastjóri halda á lofti, þ.e. að losa smám saman um höftin, mjög slæm - ekki síst vegna þess hve slíkri leið fylgir óskapleg spillingarhætta.

  1. En muna þarf að, varasjóðurinn er tekinn að láni - og sú aðferð að hleypa út eignum samtímis því að gengi krónunnar er varið; felur það í sér að þjóðin er látin gefa þeim tilteknu aðilum stórfé, sem síðan lendir á almenningi að greiða fyrir rest.
  2. En, það mun einmitt skipta þá aðila mjög miklu máli fjárhagslega séð, að komast inn í hóp þeirra, sem munu þá fá þá sérmeðferð. 
  • Í seinna atriðinu liggur einmitt spillingarhættan - því að ríkir aðilar pólitískt tengdir, borgi svimandi háar mútur, til aðila innan stjórnarflokkanna, til að fá að komast í þann hóp - sem fær þá meðfert að skattgreiðendur gefa þeim stórfé.
  • Innanbúðarmenn, sem hafi ákvörðunarvald og þeir sem vilja koma peningunum sínum undan, splitta með sér hagnaðinum.

 

Niðurstaða

Valkostirnir eru því - Losa um höftin og láta út flæða - Gera bankana gjaldþrota aftur og endurreisa í annað sinn - Gjaldmiðilsbreyting skv. þýskri fyrirmynd.

Milli þeirra 3-ja meginvalkosta þurfi að velja. Valkostir stjv. eða einlægra ESB sinna, séu síður vænlegir.

Það mikilvæga er að vinna að þessu sem allra - allra fyrst. Við komumst ekki hjá því að taka þetta viðbótar áfall á okkur. Ég skil alveg að þeir sem telja sig eiga miklar peningalegar eignir innan bankanna, séu tregir til að sjá þær verðlækka að því marki, sem ég tel nauðsynlegt.

En, ég er í reynd að segja, að sú eign sem nemur mismuninum milli gengisins í dag og líklegs gengis eftir að höftin væru afnumin -ef við létum allt einfaldlega flæða út sem út mun þá flæða- sé í reynd þegar tapað fé, ekki raunveruleg eign.

Með öðrum orðum, að fjárhagslega bólan í hagkerfinu okkar sé því miður ekki enn að fullu koðnuð. Þetta sé restin af bólunni, og þegar búið sé að sprengja það kíli - sé því ekkert til fyrirstöðu að okkar gjaldmiðill verði gjaldgengur eins og hver annar þarna úti.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. mars 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 372
  • Frá upphafi: 871896

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 346
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband