10.3.2011 | 01:46
Það eru tiltekin vandamál í íslenska peningahagkerfinu, sem þarf að leysa burtséð frá upptöku evru eða áframhaldandi krónu
Það eru 2. stór vandamál í peningahagkerfinu okkar, sem hverfa ekkert af sjálfu sér þó skipt sé um gjaldmiðil. Þessi vandamál þarf að leysa, annars munu þau halda áfram að valda okkur vandræðum. Burtséð frá því hvort haldið er áfram með krónuna eða skipt yfir í annan gjaldmiðil.
Húsnæðislán verða að hafa breytilega vexti
"Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að ef Íslendingar ætli að halda í krónuna og reka hér sjálfstæða peningamálastefnu þá verði þeir að taka upp breytilega vexti á húsnæðislánum. Nauðsynlegt sé að vextir Seðlabankans bíti, en það hafi þeir ekki gert fyrir hrun."
"Gylfi sagði að háir vextir Seðlabankans hefðu...ekki slegið á þenslu vegna þess að allar húsnæðisskuldir þjóðarinnar væru með fasta vexti. Þetta væri sérkennilegt í ljósi þess að vaxtahækkunin hefði komið til vegna eignabólu. Þess vegna þyrftu vextir að vera breytilegir á húsnæðisskuldum svo að þeir hefðu raunveruleg áhrif og þá þyrfti heldur ekki að hækka þá jafnmikið og Seðlabankinn gerði fyrir hrun."
Verðbólga sem knúin er af eftirspurn, hverfur ekkert þó skipt sé um gjaldmiðil. Enda, var innan Evrunnar heilmikill munur á verðbólgu milli aðildarlanda Evrusvæðis. Þannig, að ef okkar húsnæðislán halda áfram að vera með fasta vexti, þá myndi það ástand að stýrivextir hafa nær engin áhrif á hegðun neytenda hérlendis - viðhaldast. En, það myndi mjög grafa undan því markmiði að skapa hér efnahagsstöðugleika.
Það sama á við, ef við ákveðum að halda krónunni, að það verður að breyta húsnæðislánum í lán með breytilega vexti - annars er hætta á að endurtaka sl. áratug þegar Seðlabankinn leitaðist við að halda aftur af eftirspurn en vextirnir höfðu ekki þau áhrif sem textabækur hagfræðinnar segja að þeir eigi að hafa.
En, forsendur þess að stýrivextir virki til þess að draga úr neyslu, er að þeir hafi áhrif til hækkunnar vaxta á lánum - þeim sem fyrir eru. Og, þá þurfa þau lán að hafa breytilega vexti.
Það verður alls ekki auðvelt mál að laga þetta - en þetta er algerlega nauðsynlegt.
Lækka ávöxtunarkröfu lífeyriskerfisins
Þetta kom fram í grein á bls. 14 í Morgunblaðinu þann 15.10.2010. En hann bendir á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna þ.e. krafan þess efnis að þeir séu ávaxtaðir skv. 3,5%.- Vandi sé að þetta 3,5% raunvaxtaviðmið setji gólf á raunvexti í þjóðfélaginu - þar á meðal fyrir Íbúðalánasjóð.
- Lífeyrissjóðirnir séu bundnir af því að fjárfesta einungis í þáttum sem gefa ekki minna en 3,5% raunvexti.
- En, þegar kemur að því að þeir láni sjálfir, þá séu þeir einnig bundnir af þessu viðmiði - þeir þurfi einnig vaxtamun, svo útkoman er að verðtryggð lífeyrissjóðs lán beri um 5% raunvexti.
- Ottó B. Ottóson, vill lækka raunvaxtaviðmið fyrir sjóðina í 2,2% - þannig að þeir geti lækkað vexti á lánum til lánþega í 3%.
- Hann telur heildarupphæð innlendra íbúðalána vera 1200 milljarðar - þar af 770 í eigu Íbúðalánasjóðs. Meðalvextir þessara lána séu 4,8%.
- Vaxtabyrði 40 ára verðtryggðs láns sem tekið var í ársbyrjun 2005 myndi lækka um 37% og greiðslubyrði um 27%. Engu öðru sé breytt um lánið en vöxtunum.
- Sé viðbótar úrræðum bætt við eins og "Aðlögun skulda að eignastöðu" yrði lækkun greiðslubyrði enn stærri sbr. veðsetning orðin 150% - sama lán og áðan - veðsetning færð í 110%, þá myndi lækkun vaxta í 3% fela í sér lækkun greiðslubyrði um 47%.
Að hans mati er kostnaðurinn við þessa aðgerð þ.e. lækkun vaxta íbúðalána í 3% óverulegur, þ.e. cirka 22 milljarðar á fyrsta ári, 14 milljarðar af því beri Íbúðalánasjóður.
Lægri fjármögnunarkostnaður muni koma á móti og síðan lækki hann smám saman eftir því sem árin líða og greiðslur af lánum skila sér inn.
Þessar aðgerðir ættu að hafa jákvæð áhrif á greiðslugetu fólks, aukið kaupmátt þess. Það myndi síðan skila sér til hagkerfisins og aukning umsvifa í hagkerfinu, skila sér í aukningu veltuskatta fyrir ríkissjóð. Ríkið hefði þá vel efni á að rétta Íbúðalánasjóð af vegna þess taps er hann verður fyrir. Jafnframt ætti lægri fjármögnunar kostnaður að auka fjárfestingu.
Það þarf að lækka vexti hér á landi
Málið með lífeyriskerfið er, að ég fæ ekki betur séð, að í því fræðilega dæmi að við myndum taka upp Evru en lífeyriskerfið væri enn með þessa sömu grunnávöxtunarkröfu; þá myndi bankakerfið enn vera dæmt til þess, að bjóða lán skv. ofangreindum kjörum.
En, ef ávöxtunarkrafa sjóðanna er ekki lækkuð, heldur hún áfram að mynda gólf fyrir ávöxtunarkröfu fjármagns á Íslandi, alveg burtséð sýnist mér frá því hvort haldið er áfram með krónu eða Evra tekin upp.
Þannig myndi það stóra loforð, að lækka hér vexti til almennings, algerlega fara forgörðum.
Ég bendi þeim á, sem halda að þá komi erlendir bankar hingað - að þann rétt hafa þeir haft síðan 1994 er EES samningurinn tók formlega gildi. Þeir hafa fram að þessu ekki séð hag í því, að setja hér upp útibú - og ég sé ekki af hverju það ætti allt í einu að breitast.
Hið eiginlega mein, er ávöxtunarkrafa lífeyriskerfisins - rétt greining er því að hana þurfi að lækka!
Að auki hefur verið bent á, að íslenska hagkerfið ráði ekki til lengdar við það að ávaxta svo mikið magn af peningum á 3,5% raunvöxtum.
En, málið er einfaldlega að ef ávöxtun er umfram hagvöxt - þá hlýtur kerfið á endanum, að vaxa íslenska hagkerfinu upp fyrir höfuð, og síðan hrynja yfir okkur öll með brauki og bramli.
Lækkun ávöxtunarkröfu sé því ekki einungis nauðsynleg svo hægt sé að lækka vaxtastig hér - heldur einnig svo að hægt sé að tryggja rekstraröyggi sjálfs lífeyriskerfisins til frambúðar.
Niðurstaða
Húsnæðilán verða að hafa breitilega vexti, svo hægt verði að stýra eftirspurn hérlendis með vöxtum í framtíðinni. En, þ.e. stór liður í því að komast hjá endurtekningu hagvaxtarbóla.
Grunnávöxtunarkröfu lífeyriskerfisins verður að lækka, svo:
- Unnt verði að lækka vexti hérlendis.
- Unnt verði að tryggja framtíðar rekstraröryggi lífeyriskerfisins.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 10. mars 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 372
- Frá upphafi: 871896
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 346
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar