1.3.2011 | 16:38
Hvað gerist ef Icesave fer fyrir EFTA dómstólinn og Ísland tapar? Um þetta atriði er búin að standa undarleg ritdeila á opinberum vettvangi!
Sko, ef Ísland er dæmt brotlegt - sem væntanlega væri niðurstaða dóms ef Icesave fer fyrir dóm og málið tapast - þá er dómurinn búinn að dæma mál með þeim hætti, að Íslandi ber að borga svokallaða lágmarkstryggingu þ.e. 20þ. . Í því tilviki, ber Íslandi að borga Bretum og Hollendingum til baka, þann huta sem þeir greiddu sínu fólki er nemur lögbundinni lágmarksupphæð.
Dómur mun gefa einhvern tímafrest fyrir okkur, að ná slíkum samningum.
Eftirlitsstofnun EFTA: Neyðarlög standast - - Íslandi ber að borga Icesave.
Directive 94/19/EC
- Auðvitað er það möguleiki að niðurstaða nýrra samninga myndi skila lakari niðurstöðu, þannig þá að vaxtakostnaður væri meiri t.d. 5,5% eins og var í gamla samningnum.
- Þ.e. einnig möguleiki, að fordæmi núverandi samnings væri notað.
- Það er hið minnsta möguleiki á lakari samningi.
- En, þ.e. einnig möguleiki á því, að Ísland myndi vinna málið og ekkert þurfa að borga.
- Það er engin leið að vega og meta þessa möguleika, þ.s. engin dómafordæmi eru til staðar akkúrat um þetta atriði.
- Ég treysti mér þó að slá einu föstu, að nær engar líkur séu til að Ísland fengi dóm, skv. kröfu um greiðslur umfram 20þ. .
- En, þ.e. enginn lagagrundvöllur í sjónmáli til að undirbyggja kröfu um greiðslur umfram 20þ. . Enda var gildandi lágmarksupphæð 20þ. en ekki 50þ. . Bretlandi og Hollandi, var heimilt að greiða umfram 20þ. eða veita hærri tryggingu. En, á því heimildarákvæði er ekki hægt að undirbyggja kröfu gagnvart okkur.
- En, þeir sem hafa nefnt slíkt sem möguleika byggja það fyrst og fremst á því, að hérlendis hafi allar kröfur verið tryggðar - en augljósa mótbáran við því er það, að ekki hafi verið í boði nein raunhæft vægari aðgerð en að tryggja allar innistæður hérlendis, til að mæta því sannarlega lögmæta markmiði að koma í veg fyrir algert hrun innlenda fjármálakerfisins.
Dómur ekki aðfararhæfur hér!
- Þ.e. út af fyrir sig rétt, að ekki er hægt að framfylgja honum með beinum hætti gagnvart Íslandi, með öðrum hætti en þeim, sem lúta að almennum ákvæðum EES um það, þegar ríki gerast brotleg við EES samninginn.
- En, ef Ísland semur ekki við Breta og Hollendinga, innan þeirra tímamarka sem dómur myndi gefa, þá er möguleiki að beita svokölluðum gagnaðgerðum, sem heimilt er að grípa til af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA, gagnvart brotlegu ríki.
- Uppsögn EES er ólíkleg, en gagnaðgerðir myndu líklega fela í sér að kafli 4. um Fjármagn myndi tímabundið vera numinn úr gildi gagnvart Íslandi, eða þangað til að Ísland hefur lokið samningum við Breta og Hollendinga.
- Það má deila um það, hversu óþægilegt það væri.
- Mér finnst samt alls ekki koma til greina, að neita að semja í kjölfar tapaðra réttarhalda, nema að svo vildi til að Ísland væri statt í einhvers konar seinna hruns ástandi, og klárt að greiðslugeta væri algerlega fyrir bý.
- En, þ.e. þó óþarfi að fara sér óðslega við þá samningagerð, kasta til hendinni - eða taka einhverjum fáránlegum afarkostum. Ég er þó ekki að tala um vísvitandi tafir.
- Það verða óþægindi af gagnaðgerðum, en ekki slík að það gefi ástæðu til að - að láta undan þrýstingi og klára mun lakari samninga en þá núverandi.
- Þvert á móti, ættum við þá að stefna að sambærilegum samningum.
- Svo lengi, sem viðræður eru í gangi, væri ólíklegt að gagnaðgerðir vindi upp á sig, þannig að einhverjar raunverulegar líkur skapist á uppsögn EES.
- En mér finnst alveg koma til greina, að við sjálf segjum EES upp. En, mér sýnist að það geti veitt okkur möguleika, ekki síst til að mismuna innlendum aðilum á kostnað erlendra. En, það má vera, að uppsögn EES myndi auðvelda okkur, að beita sem dæmi skattalegri mismunun til að efla útflutning. Að, skilda útgerð til að landa afla hérlendis. O.s.frv.
- Hin hættan, er að ekki verði af ESB aðild. Sem mér finnst ekki endilega vera skaði.
Ég tek fram, að ég er ekki að leggja til að Icesave deilunni verði beitt, til að koma í veg fyrir ESB aðild. Eða henni beitt, til að eyðileggja EES samninginn vísvitandi. En, Bretland er mikilvægt viðskiptaland okkar, alveg burtséð frá EES eða ESB fyrirætlunum. Þannig, að það eru margvíslegir hugsanlegir ókostir af því, að standa í langtímadeilum við þá.
Þannig, að það er sennilega okkur alltaf í hag að semja, ef kostnaðurinn við samning vs. áhætta, er hvort tveggja ekki mikil.
Þó núverandi samningur sé skárri, er hann langt - langt í frá án áhættu eða áhættulítill. Mín prívat skoðun er að, betra sé að salta Icesave málið þangað til, að búið er að selja eignir úr þrotabúi Landsbanka Íslands hf. Þannig, að þá liggi fyrir hvort upphæðir raunverulega eru viðráðanlegar.
Samtímis, minnkar væntanlega óvissan um framvindu Ísl. efnahagsmála þ.e. hver akkúrat er okkar framtíðar greiðslugeta.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 1. mars 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 372
- Frá upphafi: 871896
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 346
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar