Gróðinn af því að stórauka innflutning á matvælum, í kjölfar inngöngu í ESB, verður til muna minni en margir halda. Jafnvel með tíð og tíma - enginn!

Það sem ég vísa til, er hækkun olíuverðs sem ég held að fáir deila um, að muni fara mjög umtalsvert hækkandi næstu árin og síðan næstu áratugina. Þar til, eitthvað annað en olía mun taka yfir.

Þetta víxlverkar við aðrar ástæður, eins og innlenda fákeppni á matvörumarkaði. En, sú mun að flestum líkindum áfram vera til staðar. En, ég bendi efasemdarfólki um það atriði á, að markaður hérlendis fyrir olíu- og bensínvörur hefur svipaða eiginleika þ.e. markaðinum skipt milli fárra stórra aðila sem viðhafa augljóslega þ.s. kallað er fákeppni, þ.s. aðilar snúast sameiginlega gegn nýjum ógnum og samtímis leitast ekki við að ógna stöðu hvers annars. Sá markaður hefur verið frjáls síðan EES samninguinn tók gildi á 10. áratugnum. Fullt verslunarfrelsi á þeim markaði hefur ekki framkallað aukna samkeppni. Heldur er ástand mála óbreytt að mestu samanborið við ástandið áður en fullt verslunarfrelsi komst á.

 

Hvaða áhrif mun hækkun olíuverðs hafa?

  • Kostnaður við alla flutninga á varningi mun aukast í takt við hækkandi verð.
  • Alveg sama hvort um flug - bíl eða skip er að ræða.
  • Þetta mun bitna sérdeilis á okkur þ.s. svo hátt hlutfall varnings hérlendis er innfluttur.
  • Hækkun flutningskostnaðar, mun þíða að verðin sem virðast hagstæð í dag - jafnvel á vöru hingað komin, verða það mun síður á morgun.
  • Sú þróun mun svo ágerast enn frekar, lengra fram í tímann.
  • Það fer auðvitað eftir því hve mikið olían hækkar - en ef þeir sem telja hana verulega af skornum skammti hafa rétt fyrir sér, verða þær hækkanir fyrir rest miklar.
  • Og þá, getur það alveg átt sér stað, að okkar eigin framleiðsla verði kostnaðarlega hagkvæmari.
  • Eitt er víst, að því dýrari sem olían verður, því stærri áhrif mun það hafa á heimsverslun!
  • En mikil hækkun, mun hafa mikil áhrif þar um, og jafnvel geta stórfellt dregið úr flutningum á varningi, yfir langan veg heimsálfa á milli.
  • Það myndi framkalla miklar breytingar á heimshagkerfinu!
  • Þá, græða hráefnarík lönd, með næga markaði tiltölulega skammt undan, eða sjálf með stórann innri markað.
  • Verst fara auðlyndasnauð lönd, með fáar útflutningsvörur.
  • Okkar ástand er dálítið óljóst. Þó við flytjum mikið inn, sem verður enn óhagstæðara í framtíðinni, höfum við nokkrar traustar auðlyndir. Það vegur nokkuð á móti. Þeirra verðmæti, mun fremur aukast en hitt. Svo kannski jafnast mál út.

 

Framleiðslukostnaður færist einnig í aukana!

Verskmiðjulandbúnaður notar mikið af tilbúnum áburði, þ.s. olía er hluti af framleiðsluferli. Slíkur væntanlega hækkar einnig í verði.

Landbúnaðartæki sem nota olíu, en hækkun olíuverð mun að sjálfsögðu auka kostnað af noktun þeirra tækja.

Verðlag á aðföngum eins og korni til þess að fóðra skepnur, mun hækka verðlag á mjólkurvörum sem dæmi, áður en kemur að kostnaði við flutning á hinni endanlegu framleiðslu.

Verðlag á matvælum, mun hækka og það mikið!

Mjög skoðunarvert, er hvort ekki verði mögulegt hérlendis, fyrir landbúnað að framleiða allt eldsneyti til eigin þarfa! Þá á ég við metan! Það myndi auka hagkvæmnina verulega!

 

En stóri punkturinn er!

Það verður hagstæðara í framtíðinni, að hvert land fyrir sig framleiði fyrir eigin þarfir og framast er unnt.

Þannig, að það getur falist í því ákveðin skammýni, að ef Íslendingar velja þá leið, sem leiðir til mikils samdráttar í framleiðslu á þáttum, sem hægt er að framleiða hér. Þá á ég við landbúnaðarvörur. Ekki síst, þegar þær breytingar sem ég er að tala um, þegar eru hafnar.

Að auki, má nefna að innlend framleiðsla sparar gjaldeyri. Gjaldeyri þarf til alls innflutnings. Ef innlend framleiðsla minnkar, og þ.s. áður var hér framleitt er þess í stað flutt inn. Þá minnkar á móti sá gjaldeyrir sem til staðar er, til að kaupa aðra hluti.

En, magn gjaldeyris er takmarkað. Þeirri köku þarf að skipta upp á milli þátta sem eru fluttir inn. Aukinn innflutningur þíðir þá einfaldlega að, minna er til staðar af gjaldeyri til þess að flytja inn eitthvað af öðru í staðinn - en enginn græðir á halla um okkar viðskiptajöfnuð.

Sögulega séð, er Ísland alltaf og stöðugt að berjast í bökkum við það verk, að hindra einmitt slíkann halla. En, halli á viðskiptajöfnuði framkallar skuldasöfnun, sem einungis verður borgaður til baka með því að skerða lífskjör, svo minna sé flutt inn en flutt út um tíma, og sá afgangur er þá verður notaður til að borga þær skuldir niður.

Þetta er galli við það að heimila frjálsan innflutning landbúnaðarvara, sem ekki hefur fengist almennilega ræddur hérlendis. 

En, ábendingar um þetta er yfirleitt svarað með skætingi, af fylgismönnum innflutnings.

En, þ.e. vitað að okkar landbúnaður mun þá skreppa mjög saman, framleiðsla hætta á ímsum hefðbundnum sviðum - en kostnaðarlega getur hann ekki mögulega keppt við núverandi aðstæður. 

Þó það geti breist síðar, eftir að verð á olíu hefur hækkað nægilega mikið, til að innflutningur matvæla sé við það að hætta að borga sig almennt séð, þá getur það verið að þegar að þeim tímapunkti kemur að innflutningur fer að verða mjög óþægilega dýr - að þá verði ekki auðvelt eða sérlega kostnaðarlítið að starta framleiðslu á ný!

En yfirleitt, tekur umtalsverðan tíma, að endurreisa heilar greinar. Ekki hrist úr ermi, nema yfir árabil - sennilega vart mikið skemmri tíma en áratug eða einn og hálfan. En, uppsöfnuð þekking glatast, og verður ekki fljótt endursköpuð. Stofna þar einnig, að byggja upp að nýju. Vörulínur o.s.frv.

 

Niðurstaða

Ódýru matvælin sem marga langar svo í frá Evrópu, verða ekki svo íkja ódýr - mikið lengur.

Hækkun olíuverðs mun valda þessu!

Hækkun olíuverðs mun minnka verslun í heiminum.

Hagkvæmara verður að framleiða frekar í eigin landi fremur en að flytja gæði heimsálfa á milli.

Þannig, að viss skammsýni getur verið að minnka framleiðslu hér á landbúnaðarvörum, einmitt þegar þessar breytingar eru ekki einungis framundan, heldur þegar hafnar.

Sjá hérna hvernig ég tel að bæta megi hagkvæmni ísl. landbúnaðar:

Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur!

 

Kv.


Bloggfærslur 4. febrúar 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 373
  • Frá upphafi: 871897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband