Er hættan á hruni innan Kína, of sögum sagt?

Töluvert er ræddur í dag, möguleikinn á hruni innan Kína. En, hagvöxtur í Kína hefur verið mjög mikill síðan 1979 og er enn. Samtímis, hefur verið óskaplega hröð uppbygging í borgum og bæjum. Heilu borgirnar hafa risið þ.s. einungis stóðu þorp áður. Nú nýverið, var kynnt í Kína að til standi að byggja stærstu borg í heimi með liðlega 40 milljónir íbúa.

Bent er á þessa ógnarhröðu uppbyggingu, og sumir vilja meina að farnar séu að myndast fasteignabólur. Jafnvel, fullyrt að þær hafi náð ógnarstærðum.

Bloomberg: China's Housing Market Nears U.S., Japan Bubble Levels: Chart of the Day

Citigroup Inc. : ...investment in residential property accounted for 6.1 percent of China’s gross domestic product last year, the same level as the record in the U.S. in 2005 that was followed by the subprime crisis, said Shen Minggao,...It’s also about 2 percentage points away from Japan’s 1970s housing boom, he said." - "“China’s property market is entering into a bubble stage,” Shen said in a phone interview. “It’s evident that property prices are no longer sustainable once the residential investments achieve above 8 percent of nominal GDP, and China may not be an exception.”"

Síðan önnur skoðun:

Ft.com: China property

"Since August 2005, when the official sale price data series for 70 cities began, the average yearly rise has been 7 per cent, well below the roughly 12 per cent annual increase in urban disposable incomes."

BeyondBrics: Chinese property bubble: a myth?

"The key indicator when it comes to identifying potential property bubbles is the ratio of property prices to average disposable incomes. This ratio has been declining in China since the end of 2007, and is far lower than in the US, Britain and continental Europe." 

 

Þetta er ágætis svar.

  • En, ef kaupmáttur vex að meðaltali um 12%. 
  • Á meðan að húsnæði hækkar að meðaltali um 7%.
  • Þá í reynd, er um raunverðlækkun að ræða, ef kaupmáttaraukning er höfð í huga.
  • En, þetta þíðir um almenning í borgum, að kaupmáttur hans í húseignum eykst nettó um 5%.
  • Síðan má ekki gleyma, að hækkun fasteignaverðs er ekki óeðlileg, í ástandi efnahags uppgangs.

Samkvæmt þessu eru verðin langt - langt í frá, að vera bólukennd. 

En, í fasteignabólum hækka verð umfram aukningu kaupmáttar!

Ofangreindar tölur eru þó aðeins meðaltöl. Þau geta falið svæðisbundnar bólur, vegna þess að þróun er enn mjög misskipt innan Kína. Bláfátæk héröð enn til staðar, meðan að bólurnar eru sagðar vera einkum í strandhéruðum þ.s. uppbygging hefur verið langmest og við höfuðborgina.

  • Aftur á hinn bóginn, þá er ríkissjóður Kína með mjög óverulegar erlendar skuldir á bakinu, þ.s. Kína hefur haft svo miklar tekjur af útflutningi síðan 1979 að hægt hefur að mestu verið að framkvæma án þess að taka erlend lán.
  • Að auki, þá ræður ríkissjóður Kína yfir risastórum kodda að verðmæti $2.850 ma. Hægt væri sem dæmi, að taka lán út á helming þess verðmætis, nýta sjóðinn sem veð á móti. Ef nauðsyn krefði, væri þá hægt að greiða það lán upp, einfaldlega með makaskiptum við eigendur skuldar á bandar. skuldabréfum í eigu kínv. ríkisins.

Ég er því ekki neitt óskaplega áhyggjufullur út af Kína!

 

Kv.


Bloggfærslur 3. febrúar 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 373
  • Frá upphafi: 871897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband