Hvers vegna er ég feginn, að Ólafur Ragnar vísaði Icesave til þjóðarinnar?

Ég ætla að nefna önnur rök, en þau sem almennt eru í umræðunni. En, atkvæðagreiðslan fer fram þann 9. apríl nk.

Hvers vegna er gagnlegt, að fresta þeirri ákvörðun fram í apríl?

Þetta er einungis augljóst, ef viðkomandi hefur verið að fylgjast með atburðum á Evrusvæðinu þeim er viðkoma krýsunni þar, af þeirri nákvæmni sem ég hef verið að gera. 

  • Stóri punkturinn er, að leiðtogar og ráðherrar Evrusvæðis, hittast þessa mánuðina á reglulegum Þróun vaxtakostnaðar portúgalska ríkisins í evrulandi: 10 ára lán til ríkisins. fundum, þ.s. tekist er á um hugmyndir um endanlega lausn krýsunnar.
  • Það er t.d. fundur í næstu viku.
  • Þeir stefna að því, að fundaferlinu ljúki með samkomulagi í mars eða í síðasta lagi áður en apríl hefst.
  • Af hverju liggur á fyrir apríl? 
  • Málið er, að hjá nokkrum aðildarríkjum Evrusvæðis, eru stórir skuldagjalddagar í apríl.
  • Í langflestum tilvikum, stendur til að taka nýtt lán í staðinn.
  • Svo það væri mjög óheppilegt að ef krýsan er þá enn óleyst. En, sem dæmi í dag þá náði vaxtakrafa fyrir Portúgal 7,5% fyrir 10. ára bréf.

"Government borroving as a share of GDP, it is largest in Greece (25%), Italy (23%), Portugal (23%) Belgium (21%), France (18%) and Ireland (17%)."

"Portugal must come up with cash equivalent to 1.9, 2.7 and 2.9 percent of gross domestic product (GDP) on March 18, April 15 and June 15, respectively."

"Belgium faces similar crunches. Between March 17 and April 14, a series of maturity dates will force it to pay out the equivalent of 5.3 percent of GDP. It also faces a 3.1-percent-of-GDP payment on Sept. 28."

Fyrir Spán er hæsti toppurinn á árinu, í apríl - bæði fyrir banka og ríkissjóða Spánar.

 

Sko, ef leiðtogar Evrusvæðis klikka í því, að koma fram með lausn á krýsunni, sem markaðurinn er til í að viðurkenna sem nothæfa!

Þá getur atburðarásin frá og með apríl nk. orðið mjög svo eftirmynnileg í Evrópu. Nægilega svo, til þess að það reiknidæmi sem liggur að baki þeim forsendum, sem menn gefa sér um líkleg verð fyrir eignir þrotabús Landsbanka Íslands hf - geti úrelst allt í einu.

En, mjög raunveruleg hætta er enn til staðar - í bankakerfum Evrópu. Þannig, að ef stórt land lendir í greiðsluerfiðleikum vegna þess, að markaðurinn vill ekki lengur kaupa skuldabréf þess á viðráðanlegum kjörum; þá geta enn skapast dómínó áhrif sem hríslast geta í gegnum nær allt fjármálakerfi álfunnar.

Stór neikvæð tíðindi, eru svo sannarlega ekki enn orðin ólíkleg útkoma.


Niðurstaða

Ég hvet alla til að fylgjast mjög náið með fréttum af Evrusvæðinu, en fram að þessu hefur mér ekki virst hugmyndir leiðtoga Evrusvæðis líklegar til að duga. En, ekki er öll von úti enn. Og, vel hægt enn að framkalla nothæfa lausn sem markaðurinn er til í að bekenna.

Það sem ég er að segja, er að þetta mál sé það stórt - hvað varðar möguleg og hugsanleg áhrif á okkar stöðu, og stöðu þeirra eigna sem eru í húfi fyrir okkur; að rökrétt sé að láta það hafa áhrif á hvort metið sé að rétt sé að segja "Já" vs. "Nei" við Icesave.

Niðurstaðan ætti að liggja fyrir - þegar kemur að þeim degi er þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave verður haldin!

 

Kv.


Spurning hvort að Seðlabankstjóri Þýskalands, vill í raun og veru Evruna feiga!

Axel Weber æðstráðandi "Der Bundesbank" eða seðlabankastjóri Þýskalands skrifaði á mánudag sl. lesendagrein í Financial Times.

Axel Weber, February 21 2011: Europe’s reforms may come at a high price

Málið er, að þau viðhorf sem hann kemur fram með, lýsa þvílíkri harðlínustefnu að manni bregður!

  1. "First and foremost, it is up to the member countries themselves to consolidate their public budgets and to initiate comprehensive economic reforms.
  2. Financial assistance is a supplement to buy some time and to smooth this process.
  3. Against this backdrop the existing instruments for short-term crisis resolution are adequate and, despite repeated demands to the contrary, should not undergo significant adjustment."

Það sem hann segir í reynd, er að það sé í verkahring einstakra aðildarríkja að leysa úr sínum vandamálum.

Hann segir beinlínis, að núverandi aðferðir að veita svokölluð neyðarlán séu fullnægjandi, og þarfnist ekki neinnar umtalsverðrar endurskoðunar.

Þetta kemur þvert á aðvaranir fjölmargra hagfræðinga þess efnis, að Grikkland - Írland og Portúgal; séu komin í óleysanleg skuldavandamál. Að lánin, sem veitt hafi verið, muni aldrei verða greidd til baka að fullu - þ.s. slíkt sé ekki mögulegt.

En, þ.s. Weber lýsir svo kuldalega er þ.s. kallað er "internal devaluation":

  1. Launalækkanir.
  2. Niðurskurður ríkisútgjalda.
  3. Skattahækkanir.

Vandinn er, að þetta þarf allt að gera í senn. Hver þessara þátta skapar viðbótar samdrátt í hagkerfi, og veldur því að enn meir þarf að skera niður og hækka skatta, atvinnuleysi eykst enn meir o.s.frv.

Þetta er kallað "dept depression". Vandinn er, að skuldirnar hækka þá stöðugt sem hlutfall af landsframleiðslu eftir því sem hagkerfið minnkar meir.

Tekið saman með því, að enn eru Grikkland og Portúgal að auki með viðskiptahalla - er talið af fjölmörgum hagfræðingum að þau lönd séu "insolvent" þ.e. raungreiðsluþrota. Sama eigi við Írland.

 

Axel Weber: "Against this background I am rather sceptical about some proposals to broaden the scope or to soften the conditions of the agreed framework. If implemented, these would result in a weakening of the responsibility of financial market participants and member states, diminished incentives for sound fiscal policies, and again a shifting of risks to the taxpayers of other member states. I therefore perceive a danger in reducing the interest rates of ESM borrowing significantly below the conditions of the EFSF, thereby introducing eurobonds more or less through the back door."

Þarna lýsir hann yfir andstöðu við allar tillögur sem fram hafa komið um að milda álagið, á þau ríki sem eru í verstu vandræðunum.

  • En, tillögur hafa komið fram um að lækka vexti á neyðarlánum - til að gera greiðslubyrði af þeim lánum, viðráðanlegri og þannig milda þá skuldaaðlögun er þau ríki þurfa að fara í gegnum.
  • Að auki, að neyðarsjóðurinn hafi heimild til að kaupa skuldabréf útgefin af ríkjum í vanda, til þess að halda niðri markaðsverði þeirra - í reynd niðurgreiðsla lántökukostnaðar þeirra.
  • Hann sem sagt segir, að ef reynt er að milda álagið sem þessi ríki standa frammi fyrir - þá sé það slæmt því þá þurfi þau ríki minna að skera niður og önnur aðildarríki deili þeim kostnaði með ríkjunum í vanda. Hann sem sagt, vil meina að það sé slæmt að deila þessum kostnaði að hluta, svo ríkin í vanda þurfi að framkalla smærri lífskjara niðurskurð.
  • En, takið eftir að hann vill meina, að það sé alveg háheilagt prinsipp, að aðildarþjóðir megi ekki deila þessum kostnaði á milli sín. 

 

Axel Weber: "As I see it, bond purchases on secondary markets should not be incorporated into the ESM."

  1. First, the conduct of such purchases would run into significant operational governance problems regarding their volume, timing and conditions.
  2. Second, given the direct support of the ESM, member states in distress would already be protected from high market interest rates."
  3. Third, secondary market purchases with the aim of a debt buy-back would not only be a very inefficient way of reducing the debt burden, requiring very large volumes to achieve a sizeable effect, but they would also constitute a transfer from other member states − a transfer that would be all the higher, the lower the interest rate charged for ESM buyback loans.
  4. Fourth, proponents of secondary market purchases argue that these would stabilise bond prices and, as a result, financial markets, too. While that may be true, I doubt whether purchases would be an efficient way of achieving that goal. We should not forget our experience of setting up banking stabilisation tools in several member states at the height of the financial crisis.
  5. Finally, secondary market purchases combined with the well-justified and necessary preferred-creditor status of ESM loans might even jeopardise financial market stability as the risks of the remaining private bondholders would increase sharply, thereby significantly heightening the pressure to sell."

Lið fyrir lið lýsir Weber yfir andstöðu við hugmynd sem er til umræðu, en sú er að björgunarsjóðurinn aðstoði ríki í vanda, við það að kaupa aftur eigin skuldir - en á afföllum.

Sem dæmi hef ég heyrt að grískar skuldir fari í dag gjarnan á 30% afföllum í viðskiptum, sem sagt að markaðurinn gerir ráð fyrir að Grikkland geti einungis borgað til baka 70% af hverju láni.

Fræðilega, ef björgunarsjóðurinn veitir bakábyrðgir þá getur Grikkland boðið að kaupa til baka eigin skuldabréf áður útgefin á 20% afföllum, sem getur verið hagstæður díll fyrir þá sem hafa nýlega fjárfest í slíkum á 30% afföllum.

Auðvitað, eins og Weber segir réttilega, skilar slík aðferð ekki miklum heildaráhrifum til lækkunar skuldastöðu t.d. Grikklands, nema að slík kaup séu mjög mikil að umfangi.

Eina fræðilega hættan fyrir þýska skattgreiðendur er að bakábyrgðir falli á þá ef Grikkland verður gjaldþrota - en, einmitt þá minnkar þessi leið þá hættu.

Axel Weber: The current crisis has challenged the founding principles of EMU. Still, EMU can emerge stronger and more resilient than before. To that end, the decisions on EMU governance have to reinvigorate rather than circumvent the basic principles of subsidiarity, responsibility of individual member countries, and no-bail-out as laid down at the launch of monetary union. This is an opportunity that must not be lost."

Getur raunverulega verið, að Weber haldi að með því að hafna öllum leiðum til að milda álagið á verst settu ríkin, að þá sé það líklegt til að gera samstarfið um Evruna sterkara?

Eða, vill hann kannski Evruna í reynd feiga?

En skv. þessum teksta er það háheilagt prinsipp, að hvert ríki á að eiga sín vandamál sjálft - eitt og hjálparlaust og skattgreiðendur hinna landanna hafa ekkert erindi, að taka þátt í vanda skattgreiðenda landa sem komast í vanda.

  • Sko, þarna setur hann sjálfan sig á stall sem dómara?
  • En, málið er að Þjóðverjar kasta steinum úr glerhúsi.
  • En, þ.e. staðreynd sem Þjóðverjar neita - þverneita, að bekenna.


Málið er að Þjóðverjar eiga hlut í sök á vandanum!

Þjóðverjar skilgreina krýsuna að mig grunar viljandi með þeim hætti, að þeirra sök er skilgreind í burtu.

  • En, þeir lýta einungis á hana sem rekstrarvanda ríkissjóða.
  • Löndin eigi að skera hallann af - vandinn leystur!

Með þessu leiða þeir algerlega hjá sér að, útgjaldavandinn sem þeir leggja til að sé skorinn af, er einfaldlega einkenni hins raunverulega vanda - en ekki vandinn sjálfur.

Stóri vandinn, er að löndin í vanda urðu í reynd undir í samkeppni á viðskiptagrunni við Þýska hagkerfið, innan sama gjaldmiðils.

Hagkerfi landanna í vanda, smám saman töpuðu samkeppnishæfni samanborið við Þýskaland, sem orsakaði vaxandi viðskiptahalla milli Þýskalands og akkúrat þeirra landa. Ég á við, Þýskaland hafði hagnað af viðskiptum við þau sem fór vaxandi ár frá ári á sl. áratug samtímis því sem þau ríki höfðu yfir sama tímabil halla sem fullkomlega að sjálfsögðu var spegilmynd hagnaðar Þjóðverja á þeim viðskiptum.

Stór hluti þess skuldavanda, sem þau ríki eru að glíma við í dag, er vegna viðskiptaskulda við einmitt Þýskaland meðan góðærið rýkti. Á þeim árum græddu Þjóðverjar milljarða Evra á viðskiptum við þau lönd á hverju ári.

Nú, þegar að skuldadögum er komið fyrir þau lönd - segir Weber, við viljum ekki taka þátt í ykkar kostnaði við það, að snúa til baka úr kreppu! Umræðan í Þýskalandi tekur undir þennan tón! Er einhver furða að Þjóðverjar séu ekki lengur vinsælir víða hvar í Evrópu? Slík sjálfselska!

 

Ef Evran á að geta gengið upp, þurfa öll löndin að vinna saman að því, að hún það geri.

Annars - getur Evrusamstarfið mjög raunverulega tekið enda í einu risastóru krassi!

Viðhorf Þjóðverja gera mig ekki bjartsýnan um að því krassi verði forðað!

En það er ekki hægt að hafa hagnað af viðskiptum nema einhver annar hafi halla!

Viðskiptahalli og skuldasöfnun ríkja með halla, er því hin hliðin á hagnaði þeirra ríkja sem fá það fé til sín í gegnum gróða af viðskiptum við þau sömu lönd.

Hagnaðurinn - gróðinn af þeim, og hallinn - tapið af honum; er einn og sami vandinn!

Í augum Þjóðverja, er þeirra hagnaður - dæmi um stjórnvisku og stjórnkænsku. En, það geta ekki allir farið að þeirra dæmi. Það er fyrirfram dauðadæmt, að reyna að láta öll lönd apa eftir þýska hagkerfinu! Eða, hvert ætti að flytja út? Til Alpha Centauri?

 

Ég legg til að fólk fylgist mjög vel með fréttum í mars og apríl nk. En, leiðtogar Evrusvæðisins stefna að því að hafa einhverja nothæfa niðurstöðu tilbúna í mars þannig að hún geti tekið gildi, fyrir upphaf apríl nk. Þ.e. ástæða til þessa - því í apríl er fj. stórra gjalddaga hjá nokkrum aðildarríkjum Evrunnar.

Þannig séð er ég feginn, að forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson sagði "Nei" sl. sunnudag, því í apríl nk. þegar til stendur að verði kosið, getur ofangreind niðurstaða legið fyrir. Hún mun skipta máli!

Sjá harðorða grein - Ambrose Evans-Pritchard:

Is the Bundesbank spoiling for a fight over the destiny of EMU?

Sjá mjög áhugaverða skýrslu OECD:

OECD Economic Surveys: Euro Area, December 2010

 

Kv.


Bloggfærslur 24. febrúar 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 373
  • Frá upphafi: 871897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband