Hvernig getum við innleitt þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag með einföldum hætti?

Eitt helsta vandamálið í stjórnskipun Íslands, að mínu mati er að hérlendis hefur framkvæmdavaldið lengst af drottnað yfir Alþingi, í krafti þess að meirihluti Alþingis með ráðherra framkvæmdavaldsins í fylkingarbrjósti, hefur lengst af nýtt Alþingi sem stimpilpúða.

Þetta hefur í reynd þítt, að Alþingi hefur lengst af ekki getað komið fram sem sjálfsætt vald - þannig að í reynd hefur lengst af skort á virka 3. skiptingu valds hérlendis.

Þessu er nauðsynlegt að breita!

Við heyrum nú í fjölmiðlum, hvern verjanda ofurvalds framkvæmdavaldsins á fætur öðrum, koma fram og álasa forseta okkar, Ólafi Ragnar - fyrir að grípa fram í hendurnar á Alþingismönnum.

  • Þeir koma fram með frasa - eins og að Ólafur vilji taka upp forsetaræði!
  • Hann brjóti þá meginreglu um þingræði! Sem gilt hafi hér sl. 100 ár. 

Það ber að taka fram, að reglan um þingræði er eingöngu sú - að ríkisstjórn sytur í umboði meirihluta þings eða að er umborin af þeim.

Reglan um þingræði, snýst sem sagt ekki um að - þingið ráði öllu í landinu - eða nánar tiltekið að það ríki einræði ríkjandi meirihluta sem drottni bæði yfir þingi og ríkisstj án takmarkana annarra en þeirra sem Hæstiréttur setur!

Þ.e. einmitt slíkt einræði ríkjandi meirihluta, sem skapað hefur stórfelld vandamál hér!

Hlutverk þings er að setja lög - staðfesta tiltekna milliríkjasamninga - veita ríkisstjórn / framkvæmdavaldi aðhald.

Og ef það getur ekki veitt það aðhald - er í stjórnarskrá vorri öryggisventill - í formi 26. gr. Stjórnarskrár okkar - þannig að forsetinn getur gripið inn ef einræðistilburðir framkvæmdavalds eru gersamlega að ganga fram af þjóðinni.

Við heyrum nú sem sagt þetta klassíska væl, sambærilegt því sem DO og HÁ komu fram með, þegar fjölmyðlalögum var synjað og nú ítrekað frá núverandi meirihluta - vegna þess að þeir geta ekki farið sínu fram eins og þeim sýnist. Völd þeirra eru sem sagt takmörkuð! Húrra fyrir því!

Ég held þó að rétt sé að formbinda þá takmörkun nánar - en ljóst er að framkvæmdavaldið mun leitast við, í tengslum við endurskoðun stjórnarskrár að draga úr vægi - 26. gr. Stjórnarskrárinnar.

Við því þarf að bregðast, með því að formbinda þá breytingu sem átt hefur sér stað - með virkjun Ólafs Ragnars á forsetaembættinu - með þeim hætti að innleiða hér formlegt þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomula!

  • En, það kemur ekki til greina - að heimila framkvæmdavaldinu að hafa þau ofurvöld, sem það hefur lengst af haft!
  • Það verður að spyrna við - þegar framkvæmdavaldið mun leitast við að færa hlutina til baka aftur! Um það þarf alls ekki að efast, miðað við tal þess vörslumanna.
  • Alls ekki kemur til greina - að undanskilja sum mál - eins og þeir tala um!
  • Það má ef til vill krefjast aukins fj. undirskrifta - þegar tiltekin mál eiga í hlut!
  1. 25.000 undirskriftir fyrir flest mál.
  2. 40.000 eða jafnvel 50.000 þegar mál eiga í hlut er varða milliríkjasamninga, skattamál o.s.frv.

 

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

55. gr. [Eigi má Alþingi taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra flytji það.]1)
   1)L. 56/1991, 22. gr. 

26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

 

Þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag þarf að virka í báðar áttir:

  1. Hægt þarf að vera að stöðva mál - þ.e. krefjast þess að þau fari fyrir þjóðina.
  2. En einnig, þarf að vera hægt að safna undirskriftum, og knýja fram það að Alþingi taki tiltekið mál fyrir!

Mér sýnist, að auðvelt sé að umorða ofangreindar greinar Stjórnarskrár með þeim hætti:

  1. að forseti beiti neitunarvaldi þegar honum berst tiltekinn fj. undirskrifta, eftir því sem við á.
  2. að forseti, leggi fyrir Alþingi frumvarp sem þingmaður flytur fyrir hann, í kjölfar þess að forseta berst tiltekinn fj. undirskrifta undir áskorun þess efnis, að hann sjái til þess að tiltekið mál komist til kasta Alþingis.

Auðvitað er með þessu valdið ekki tekið af Alþingi:

  1. Það getur látið málið daga uppi.
  2. Það getur hafnað því. 

Spurning er þó í tilviki því, að Alþingi hafnar eða vill ekki afgreiða mál, sem fer fyrir það í kjölfar söfnunar undirskrifta - hvort þá skuli málið vera einfaldlega dautt / eða hvort þá fari það í þjóðaratkvæðagreiðslu?

En, það væri þá valkostur að þjóðin geti þá afgreitt málið sem gild lög!

En, eðlilegt getur þó verið, að krefjast tiltekinnar lágmarks þátttöku - t.d. 40% kosningabærra.

 

Niðurstaða

Það er allt ekki víst, að nauðsynlegt sé að skrifa nýja stjórnarskrá.

Með mjög litlum breytingum, má innleiða fyrirkomulag, sem væri mjög mikil betrumbót miðað við þ.s. hefur tíðkast fram að þessu.

Hægt væri að tryggja, að þ.s. hefur nánast verið alræði framkvæmdavaldsins, taki enda!

Þjóðin sjálf verði mótvægið - veiti framkvæmdavaldinu stöðugt aðhald - í stað þess að það sé veitt einungis á 4. ára fresti!

 

Kv.

 


Bloggfærslur 22. febrúar 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 373
  • Frá upphafi: 871897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband