Ragnar Hall óttast dómsmál!

Mótbára hans er sú, að ef dómsmál fer með þeim hætti, að stjórnvöld Íslands hafi ekki staðið rétt að innistæðubjörgunarsjóði, eða með einhverjum öðrum hætti skapað sér skaðabótaábyrgð skv. úrskurði dóms, þá geti sú útkoma leitt til alvarlegra skaðabóta krafna einstaklinga gegn ríkissjóði, mál sem rekin yrðu fyrir íslenskum dómstólum.

Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli :"Ragnar segir - „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlagt að taka þá áhættu," segir Ragnar."
  • Þetta er að sjálfsögðu rétt, hjá Ragnari Hall, að ef dómur fer með ofangreindum hætti - þá myndi það skapa grundvöll fyrir marga aðila til að hagnýta sér þann dóm sem fordæmi, til að reka skaðabótamál fyrir ísl. dómstólum.
  • Á hinn bóginn, er það vel mögulegt, burtséð frá kæru Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir EFTA dómstólnum, þ.e. burtséð frá því hvort slíkt mál verður rekið gegn ísl. stjv. eða ekki; fyrir einstaklinga sem aðild hafa að máli, að fara sjálfir með mál gegn ísl.stjv. fyrir EFTA dómstólnum.
  1. Allt og sumt sem þarf, er að það fyrirfynnist einstaklingur, sem er ríkisborgari aðildarlands EES, sem til er að kæra - gegn því að málskostnaður viðkomandi sé borgaður.
  2. Einfalt er að auglýsa eftir viðkomandi í fjölmiðlum, lofa t.d. einhverri greiðslu fyrir ómakið, og síðan að greiða málskostnað viðkomandi.


Í reynd losar Icesave samningur ekki ísl. stjv. undan þeirri hættu, að einstaklingar sem telja sig harm hafa að hefna, kjósi að fara í mál.

Slíkt er þeirra réttur. Og samningur okkar við bresk og hollensk stjv. hefur engin áhrif á þann rétt, hvorki til minnkunar eða aukningar.

Þó, sannarlega geti það verið þægilegt fyrir þá, sem hyggja á slíka einkamálsókn, að fyrst sé komið dómafordæmi. Þá, ef viðkomandi eru nægilega ákveðnir, er skortur á því ekki hindrun - því svo lengi sem þeir eru sjálfir aðilar máls eða finna sér slíkann; þá geta þeir látið reyna á rétt sinn - fyrir EFTA dómstól og fyrir ísl. dómstól.

OK, svo það má vera að líkur á skaðabótamáli fyrir ísl. dómstól, aukist - ef það fræðilega dæmi sem Ragnar Hall óttast, verður að veruleika. En, við erum ekki endilega að tala um stórfelldan mun á þeim líkum.

 

Kv.

 


Bloggfærslur 21. febrúar 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 373
  • Frá upphafi: 871897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband