Nei, þetta er ekki mistök í fyrirsögn. Heldur, er það þannig í reynd að fjármálaráðherrar aðildarríkja Evrusvæðis, hafa náð samkomulagi um stækkun björgunarstjóðs ESB, sem tekur gildi með nýjum björgunarsjóði sem á að hefja starfsemi sína 2013.
Ministers Agree 500-Billion-Euro Permanent Rescue Fund :"Euro-zone finance ministers meeting in Brussels on Monday agreed that a permanent rescue mechanism to be set up from 2013 would total 500 billion euros ($675 billion) -- significantly higher than the current rescue fund." - "The EFSF currently has a volume of 440 billion but can only lend up to 250 billion to ailing euro member states because it has to keep a large cash buffer in order to maintain top credit ratings." - "Juncker said the ESM's 500 billion would be the "effective lending capacity" of the new rescue fund."
Deal reached to boost eurozone bail-out fund :"European finance ministers agreed Monday that their new rescue system for struggling eurozone economies would be able to lend 500bn ($675bn) for any future bail-outs, but deferred all decisions on how they will ensure the fund can achieve that level of financial firepower."
Maður verður eiginlega að taka þessu sem gríni. En, eins og allir vita er krýsan til staðar í dag - á þessu ári, en ekki eftir 2 ár.
Portugal calls for EU rescue fund flexibility :"The cost of 10-year borrowing was almost 7.4 per cent, (today) - "Traders say the ECB bought Portuguese bonds last Thursday after the yield on its 10-year debt rose to a euro-era high of 7.63 per cent."
En, sl. föstudag missti markaðurinn þolinmæðina, og vaxtakrafan fyrir Portúgal sló öll fyrri met og fór í 7,63% - en lækkaði síðan þegar talið er að Seðlabanki Evrópu hafi gripið inn. Síðan þá hefur vaxtakrafan verið vel yfir 7% og var víst í dag rétt undir 7,4%.
Stjórnendur Evrópu, ykkar er að taka til hendinni - eða:
Þetta er ekkert grín. Róm er að brenna. En, fréttin um samkomulag fjármálaráðherra Evruríkjanna á sl. mánudag, segir einfaldlega að - að þeir gátu ekki náð saman um stækkun og/eða aðra eflingu björgunarsjóðs Evrópu - þess sem nú er til staðar.
Evran getur raunverulega hrunið. Það áfall, getur sett efnahagslíf Evrópu á hliðina. En, menn rífast hægri og vinstri þess í stað. Alvara máls virðist mönnum ekki fyllilega ljós.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2011 | 00:29
Hver er staða Landsbanka? Hver borgar þá 53 ma. sem sagt er að vanti?
Þetta er farið að líkjast spennuleikriti. En, skv. fréttum MBL t.d þessari (Landsbankinn sendir skilanefndinni svar í dag eða á morgun).
Í dag var fundað um stöðu NBI í Viðskiptanefnd Alþingis, og í frétt Rúv var eftirfarandi haft eftir Eygló Harðardóttur:
Staða nýja Landsbankans er tvísýn :Eygló Harðardóttir...segir að...ekki sé vitað um verðmæti eignasafnsins. Talið hafi verið að stór hluti þess hefði verið í erlendri mynt og því hafi endurfjármögnun Landsbankans meðal annars verið í formi erlends skuldabréfs milli Nýja og Gamla Landsbankans. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir óvissu um lögmæti gengistryggðra lána. Eygló segir fulltrúa nýja og gamla Landsbankans hafa staðfest að sá nýi þurfi endurfjármögnun til að geta staðið skil á skuldabréfinu. Þetta gæti haft áhrif á endurheimtur vegna Icesave. Hún segir að það þurfi viðbótarfé sem verði að koma frá ríkinu því ríkið sé aðaleigandi Landsbankans."
Svar NBI við þeirri frétt er síðan eftirfarandi:
Fullyrðingar Eyglóar rangar : "Í yfirlýsingunni segir að samkvæmt nýjasta uppgjöri bankans hafi eiginfjárstaða hans verið 17,3% í lok september á síðasta ári og að hún hafi styrkst frá þeim tíma.Lausafjárhlutfall bankans sé gríðarlega hátt og gjaldeyristengdar eignir og skuldir í góðu jafnvægi. Ekkert bendi því til þess að Landsbankinn muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum við gamla bankann. Verði niðurstaðan sú að bankinn geti ekki sjálfur fjármagnað allar greiðslur í gjaldeyri, muni hann einfaldlega kaupa gjaldeyri á markaði smátt og smátt."
Vandinn er tengdur gengistryggðum lánum:
Mistökin liggja í því, að svokölluð gengistryggð lán voru áfram skilgreind sem erlend gjaldeyrislán, við stofnun NBI í kjölfar yfirfærslu lánapakka þangað úr þrotabúi Landsbanka Íslands hf.
En sem hluti samkomulags tengt yfirfærslunni, var að NBI myndi stofna til skuldabréfs í erlendum gjaldmiðli að verðmæti 260ma.kr. miðað við gengi krónu þess tíma, og sjá um að greiða af því til þrotabús Landsbanka Íslands hf.
Eins og allir vita í dag, þá voru gengistryggð lán einfaldlega krónulán sem verðtryggð voru með mynnkörfu. Þetta bannaði Hæstiréttur í frægum dómi.
Þá breyttist ofangreint reikningsdæmi á einni nóttu. Því, miðað við það að gengistryggð lán væru gjaldeyrislán, þá var dæmið reiknað þannig að NBI hefði nægar gjaldeyristekjur, til að greiða af 260 ma.kr. gjaldeyrisláninu.
En, þegar þau lán voru dæmd innlend krónulán, af Hæstarétti. Þá raskaðist það reikningsdæmi all hressilega. Vitað er, hvað sem líður neitunum bankastj. NBI, að síðan þá hefur hallað á bankann varðandi gjaldeyriseign.
- Ríkisstj. var á sínum tíma, margvöruð við gengistryggðu lánunum.
- En, enginn virtist hlusta á það innan Iðnaðar og Viðskiptaráðuneytis né innan Fjármálaráðuneytis.
- Framsóknarflokkurinn, sem dæmi, í yfirlísingu fyrir síðustu Alþingiskosningar, óskaði eftir því að bankarnir yrðu endurreistir án gengistryggðra lána.
- Betur hefði farið ef þannig hefðu þeir verið endurreistir.
- Frægt er frá því umræðunni í sumar, að fyrir Gylfa Magnússyni þáverandi ráðuneyti viðskipta og efnahagsráðherra, lágu a.m.k. 3. lögfræðiálit þ.s. löggildi gengistryggðra lána var dregið í efa.
- Það áður en samningar um um yfirfærslu lána í NBI voru kláraðir.
Ef farin verður leið sú sem bankastj. NBI talar um?:
Sú lausn er í reynd með þeim hætti, að skuldarar NBI borgi þ.s. upp á vantar - ef þ.e. rétt að upp á vanti 53 ma.
En, þ.e. þá gert þannig, að NBI kaupir af Seðlabanka gjaldeyri fyrir krónutekjur.
Það vill þá svo skemmtilega til, að þá er búið í reynd pent hækka kostnaðinn við Icesave um þessa litlu 53 ma.
En, þeir peningar eiga að renna inn í þrotabú Landsbanka Íslands hf, og koma þar til skipta. Ef þeir peningar berast ekki þangað inn, þá minnkar þ.s. verður til skipanna um akkúrat þessa 53 ma.
Nú, ég sé ekki mun á að almenningur borgi brúsann í gegnum það að borga af lánum til NBI og að ríkið myndi taka þennan halla af NBI og við værum að borga akkúrat sömu upphæð í gegnum skatta.
Hægri vs. vinstri vasinn. Upphæðin sem almenningur borgi, verði þá ekki 44 ma.kr. - ef við segjum að það sé hin rétta upphæð - heldur hækki hún í 97 ma.kr.
Þá er eftir að taka tillit til annarrar óvissu vegna Icesave - sbr. umsögn GAMMA:
Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!
....................................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%
........................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis
........................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.
Aukinn forgangur...................-26.............-30...........-35............-42...............-51
Endurheimtur standast...........-44.............-55...........-67............-83..............-155
Seinkun um 9 mán.................-56.............-65...........-80...........-102.............-212
10% lakari heimtur................ -93...........-115..........-145..........-182.............-233
- Þá bætum við þessum litlu 53 ma. við allar upphæðir!
Niðurstaða
Nú þegar ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum, virðist liggja mikið niðri fyrir, að koma Icesave í gegnum Alþingi með hraði. Virðist liggja þegar fyrir allnokkur kostnaðarhækkun almennings.
Hvað fleira kemur í ljós seinna - ef ofangreindum aðilum tekst ætlunarverk sitt, að koma Icesave í gegn og þessum kostnaði á þjóðina?
Kv.
Bloggfærslur 15. febrúar 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 373
- Frá upphafi: 871897
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 347
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar