12.2.2011 | 02:06
Hver er hinn raunverulegi kostnaður við Icesave?
Þetta er álitið umhugsunarefni vegna þess, að nú stendur til að knýja í gegn á næstunni, lög frá Alþingi þ.s. fjármálaráðherra væri veitt heimild Alþingis til að staðfesta þá samninga sem gerðir voru við Breta og Hollendinga, 8. des sl.
- Raunkostnaður er auðvitað lykilatriði, en muna verður að skuldastaða Íslands er alvarleg.
- Ísland má því ílla við því að taka á sig frekari skuldbindingar.
- Einfaldlega vegna þess, að viðbótargreiðslu-geta, ef þá einhver, er þá mjög takmörkuð.
Umsögn InDefence um Icesave
Nefndarálit - meirihluti
Nefndarálit - 1. minnihluti
Skoðun Ólafs Margeirssonar hagfræðings, hvað gerist ef Icesave er samþykkt!
Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!
Skuldabréf Nýja Landsb. til gamla, skili 266 ma.kr. endurheimtum í þrotabú 2014. Upphaflegt virði 260 ma.kr. - afborganalaust fyrsu 5 árin.
Nýi Landsbankinn hefur skuldbundið sig, að gefa út skuldabréf eigi síðar en 15. apríl nk., upphæð 92ma.kr. - áætlaðar endurheimtur skv. skilanefnd 17 ma.kr. 2016.
Við lok 2010 var skilanefnd með 346 ma.kr. í reiðufé, og ráðgerir að 94 ma.kr. bætist við þetta ár. Við skipti kemur 51% í hlut TIF eða 176 ma.kr 1. júlí nk. og 48 ma.kr. 30. des nk. Höfuðstóll skuldar um 400 ma.kr. við árslok 2011 skv. áætlun skilanefndar.
Ef tafir verða á greiðslum úr þrotabúi, þarf ríkið að greiða vexti af öllum höfuðstólnum eða 20ma.kr. á ári miða við 650 ma.kr eða 12 ma.kr. miðað við 400 ma.kr.
Takið eftir að ríkisstj. og Seðlabanki Ísl. miða upphæð sem eftir standi 44ma.kr. við það að gengi krónu hækki umtalsvert á þessu ári eins og því síðasta.
GAMMA miðar allar upphæðir við að það lausafé lækki skuld, svo upphæðir eru þá kostnaður sá er þá eftir stendur, miðað við breytingar á forsendum!
....................................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%
........................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis
........................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.
Aukinn forgangur...................-26.............-30...........-35............-42...............-51
Endurheimtur standast...........-44.............-55...........-67............-83..............-155
Seinkun um 9 mán.................-56.............-65...........-80...........-102.............-212
10% lakari heimtur................ -93...........-115..........-145..........-182.............-233
- Ég nota umsögn GAMMA því hún virðist feykilega vandað og vel unnið plagg!
- Umsögn InDefence er einnig góð!
- Ég er þeirrar skoðunar að fjarskalega ólíklegt sé að vafamálum, um það hverjum bera að fá aðgang að þrotabúinu, verði lokið á þessu ári.
- Svo ég geri ráð fyrir frestun sölu eigna um 9 mánuði.
- En, lausafé Skilanefndar getur samt gengið upp í skuld!
Eins og sést, miðað við þá forsendu, þá hækkar skuld mjög hratt ef gengi krónu sveiflast í hina áttina - einnig.
Það er klárt af því, að alls ekki má afnema gjaldeyrishöftin - því fullkomlega er öruggt að krónan mun þá falla til mikilla muna meir, en einungis 2%.
Ég hvet ykkur til að lesa umsögn Seðlabanka, en hún er hluti af nefndaráliti meirihluta. En sú umsögn er ein af verri steypum sem ég hef lesið. Ég virkilega meina, hvað gekk mönnunum til að rita þann þvætting?
Skoðið sérstaklega hvað þeir skrifa um losun gjaldeyrishafta og umræðu þeirra um líkur á frekari lækkun krónu. En, þar er hvergi minnst einu orði á skuldastöðu landsins, almennings eða fyrirtækja. Þó, er það allt lykilbreytur - í því samhengi hvaða hegðun gengi krónu er líklegt til að auðsýna.
Ef mennirnir virkilega trúa því sem þeir skrifuðu, þá þarf að reka þá á stundinni.
Er þetta heildarkostnaður? Hvað um skuldabréf Landsbanka?
- 260 ma.kr. skuld NBI við þrotabú Landsbanka Ísl. hf. sem áætlað er að skili 266ma.kr. í þrotabúið. Væntanlega fær TIF 51% af því eða 136ma.kr.
- Skuld NBI við þrotabú Landsbanka Ísl. hf, 92 ma.kr. - skilar 17 ma.kr. 2016 skv. Skilanefnd. 51% af því er 8,67 ma.kr.
Uppfært: Flæði gjaldeyris ekki nægt til að Landsbanki geti staðið við skuldbindingar :"Að sögn Morgunblaðsins er greiðsluflæði gjaldeyris inn í Landsbanka hinn nýja ekki nægilegt til að greiða af skuldabréfinu en það bréf gaf Landsbankinn út í tengslum við uppgjör bankanna á milli." - "Landsbanki Íslands hefur sent frá sér tilkynningu...Lausafjárstaða Landsbankans er einnig mjög sterk, hlutfall hennar er um 46% af innlánum sem er mjög hátt og því ætti Landsbankinn að geta keypt erlendan gjaldeyri á næstu árum til að mæta skuldbindingum sínum, gerist þess þörf."
- Frétt MBL í gær þess efnis, að gjaldeyrisflæði inn á reikninga NBI væri ekki nóg fyrir greiðslum af 260 ma.kr. skuldabréfinu, vakti athygli.
- Ég lít á svar NBI sem staðfestingu þess að þetta sé rétt ábending.
- NBI ætli sér með öðrum orðum, að kaupa gjaldeyri fyrir mismuninum!
Það sem þetta þíðir, hafandi í huga að tekjur NBI í krónum eru greiðslur af lánum frá fyrirtækjum og almenningi, þá er ljóst að greiðslubyrðin af láninu liggur í reynd á hagkerfinu okkar.
Þannig, hafandi í huga að ríkið á NBI og að það ber endanlega ábyrð á skuldum NBI fyrir bragðið, þá hefur ríkið mjög mikla hagsmuni af því að tryggja aðgang NBI að gjaldeyri úr hyrslum Seðlabanka.
Að auki bætist við skuld NBI sem hann verður að undirgangast við þrotabúið á þessu ári upp á 91 ma.kr. eða samtals með hinu láninu upp á 352 ma.kr.
- Landsframleiðsla 2010 skv. AGS var um 1.550 ma.kr.
- 352 ma.kr. / 1.550 ma.kr. = 22,7%
- Ef ríkið skuldar 90% í dag, þá myndi skuld þess hækka í 112% ef þessi lán féllu á ríkið.
- Þetta tekur ekki tillit til hækkunar skuldar ríkisins af þjóðarframleiðslu vegna Icesave.
- Punkturinn er, að þ.s. þessi lán eiga að verða hluti af eign Landsbanka Íslands hf sem kemur til skipta -
- þá sé rétt að hækka skuld landsmanna vegna Icesave upp um 352 ma.kr. Og það í hverju tilviki að ofan, þegar verið er að meta kostnað við mismunandi aðstæður!
- En rökin eru þau, að þjóðin er að borga þá heildarupphæð, þ.s. tekjur NBI sem standa undir hans skuldum við þrotabú Landsb. Ísl. hf eru tekjur vegna greiðsla almennings og fyrirtækja af skuldum við NBI.
Niðurstaða
Ég geri mér grein fyrir að fjölmargir munu verða ósáttir við það, að ég vil telja skuldir NBI við þrotabú Landsbanka Ísl. hf með skuldum þjóðarinnar, vegna Icesave. Hækka því skuld alltaf upp um litlar 352 ma.kr. - miðað við hvert frávik.
En, miðað við þær upplýsingar sem fram komu í gær, hefur NBI ekki gjaldeyristekjur fyrir skuldum við þrotabúið. Þetta þýðir að NBI þarf að borga með krónutekjum, sem einfaldlega er það sama og að þjóðin borgi þær skuldir NBI.
Svo, fyrir þjóðina kemur þetta algerlega eins út, og að ríkið hefði samþykkt sjálft að standa undir greiðslum við þessi skuldabréf, sem hefði skilað betri stöðu NBI en verri stöðu ríkisins. En einungis bókhaldslega. En fyrir þjóðina munar í reynd engu, hvort verið er að borga þetta í gegnum skatta eða í gegnum greiðslur lána til NBI.
Alveg sama hvað gerist erum við skuldbundin um að borga skuldbindingar NBI við þrotabúið.
En, við höfum val um hvort við bætum restinni einnig við, skv. skokölluðum Icesave samningi.
Kv.
Bloggfærslur 12. febrúar 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 373
- Frá upphafi: 871897
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 347
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar