Olíuhámark náð 2012-2017, það standi yfir um 15 ár, framleiðsla fari síðan að dala. Þetta er skv. WikiLeaks gagni lekið frá sendiráði Bandaríkjanna í Saudi Arabíu!

Miðað við þetta, þá fer heimsframleiðsla á olíu að dala eftir 2027-2030. En stóra fréttin er örugglega, að aðili með mikla þekkingu á olíugeiranum, áður einn af stjórnendum ríkisolíufélags Saudi Arabíu, skuli í trúnaðarsamtali við sendiherra Bandaríkjanna í Ryadt telja að heimsframleiðsla nái hámarki 2012-2017. Haldist síðan í því hámarki til 2027-2030. Þetta samtal á sér stað, 2007.

 

Mynd að neðan: "Sadad al Husseini, recently retired head of exploration and production for Saudi Aramco"

WikiLeaks skjal: Cable: Saudi oil company oversold ability to increase production, embassy told

Sadad al Husseini sees peak in 2015

Sadad al Husseini Energy website :Þetta vefsvæði inniheldur lýsingu á starfsferli hans, er virðist vera magnaður.

Interview with Sadad al Husseini

Interview with Sadad al Husseini: Part 2

En Dr. al Husseini er klárlega enginn smá karl. Dokstorsgráðu í jarðfræði, gengur til liðs við ríkisolíufélag Saudi Arabíu 1972. Tekur við stjórn olíuleitar á vegum þess. Undir hans stjórn hafi 20 olíulindir fundist. Frá 1984 - 2004 meðlimur í stjórnendateymi þess. Hættir 2004 hjá því.

Starfar í dag sjálfstætt!

Þetta virkar mjög trúverðugur maður!

Eins og hann segir frá, er það með hófsömum hætti, þó innihaldið sé explósívt. En, eins og hann segir frá þessu, er ástæða vandans sambland vandamála.

Vandræðum valdi, að þegar verðlag á olíu fór á sl. áratug um tíma langt niður, þá hafi hægt á byggingu nýrra eimingastöðva. Olíueymingastöðvar "oil refineries" séu risastór batterý, sem taki fleiri ár í byggingu, og þær séu mjög dýrar í uppsetningu. Hann segir að framleiðslugeta eymingarstöðvanna, sé hið raunverulega þak á framleiðslugetu um þessar mundir.

Varðandi olíulyndir, þurfi að taka til þess að framleiðsla er að þverra í eldri lindum, þannig að nýjar lindir þurfi að koma inn, til þess eins að viðhalda framleiðslu. 

Að auki, taki mörg ár að koma nýjum lindum í fulla framleiðslu.

Samhliða öllu þessu, sé eftirspurn eftir olíu stöðugt í vexti, sérstaklega frá Kína og Indlandi.

Niðurstaða hans er þá samantekt á heildaráhrifum af rírnun olíulinda - þeim tíma sem þarf til að koma nýjum í gagnið - og þeirri þekkingu sem hann hefur á þeim nýju lindum sem hafa fundist og eru í þróun.

Þessi texti frá 2005 - "From here forward, satisfying oil demand will require 1.2 - 1.6 mmbd of new refinery capacity per year or 4 to 5 new world-scale refineries every year. These normally require 4 - 5 years to execute at a cost of no less than $ 2 B per 100,000 b/d of capacity" - "Given the current outlook in terms of global exploration and development, the rate of investments in the oil value chain, energy prices, and the prevailing legal and political investment climate, I believe oil production will level off at around the 90 - 95 mmbd by 2015. This plateau can be sustained beyond 2020 at continuously higher oil prices and with rapid improvements in overall energy efficiencies throughout the world."

Úr 2007 WikiLeaks skjali -"l Increasing output is not simply a function of adding new capacity to already existing operations.

  1. Instead, due to depletion rates, new reserves must be brought online to both replace depleted production and satisfy growth in consumption.
  2. The International Energy Agency (IEA) has estimated global depletion rates at 4 percent,
  3. while a 2006 Aramco statement has estimated Saudi Arabia's overall depletion rate at 2 percent.
  4. Al-Husseini estimates that moving forward, satisfying increases in global demand will require bringing online annually at least 6 million b/d of worldwide output,
  5. 2 million to satisfy increased demand and
  6. 4 million to compensate for declining production in existing fields."
  • "Considering the rapidly growing global demand for energy - led by China, India and internal growth in oil-exporting countries - and in light of...constraints on expanding current capacity, al-Husseini believes that the recent oil price increases are not market distortions but instead reflect the underlying reality that demand has met supply..."
  • "Due to the longer-term constraints on expanding global output, al-Husseini judges that demand will continue to outpace supply and that for every million b/d shortfall that exists between demand and supply, the floor price of oil will increase 12 USD."
  • "Al-Husseini added that new oil discoveries are insufficient relative to the decline of the super-fields, such as Ghawar, that have long been the lynchpin of the global market."
  • "While stating that he does not subscribe to the theory of "peak oil," the former Aramco board member does believe that a global output plateau will be reached in the next 5 to 10 years and will last some 15 years, until world oil production begins to decline."
  1. "In al-Husseini's view, once 50 percent depletion of original proven reserves has been reached and the 180 billion bbls threshold crossed, a slow but steady output decline will ensue and no amount of effort will be able to stop it.
  2. By al-Husseini's calculations, approximately 116 billion barrels of oil have been produced by Saudi Arabia, meaning only 64 billion barrels remain before reaching this crucial point of inflection.
  3. At 12 million b/d production, this inflection point will arrive in 14 years.
  4. Thus, while Aramco will likely be able to surpass 12 million b/d in the next decade, soon after reaching that threshold the company will have to expend maximum effort to simply fend off impending output declines.
  5. Al-Husseini believes that what will result is a plateau in total output that will last approximately 15 years, followed by decreasing output."


Olíuverðs hækkanir eru rétt að hefjast fyrir alvöru!

  • Ef hann hefur rétt fyrir sér, að heimurinn sé við það að ná hámarks framleiðslu.
  • Er klárt, að alger verðsprengja er framundan á olíumörkuðum á þessum áratug.

Þetta getur ekki hent á verri tíma fyrir Vesturlönd:

  1. En, kreppan núverandi hefur stóraukið skuldir þróaðra iðnríkja. 
  2. Án undantekninga nærri því, eru ríkissjóðir þeirra reknir samtímis með halla.
  3. Almenningur, eftir að húsnæðisbólur sl. áratugar hafa hjaðnað, er skuldugur og lítt fær um að taka á sig stórfelldar álögur.
  4. Bankakerfi eru einnig veik fyrir, eftir stórfelld útlánatöp.
  5. Ekki bætir úr skák, víða skuldugt atvinnulíf.

En stórfelld hækkun olíuverðs ofan í þessi vandamál, er mjög slæmur kokteill.

  • Kostnaður við alla flutninga á varningi mun aukast í takt við hækkandi verð.
  • Alveg sama hvort um flug - bíl eða skip er að ræða.
  • Stórfelld hækkun olíu mun hafa mikil áhrif á heimsverslun!
  • En mikil hækkun getur stórfellt dregið úr flutningum á varningi, yfir langan veg heimsálfa á milli.
  • Það myndi framkalla miklar breytingar á heimshagkerfinu!
  • Þá, græða hráefnarík lönd, með næga markaði tiltölulega skammt undan, eða sjálf með stórann innri markað.
  • Verst fara auðlyndasnauð lönd, með fáar útflutningsvörur.
  • Okkar ástand er dálítið óljóst. Þó við flytjum mikið inn, sem verður enn óhagstæðara í framtíðinni, höfum við nokkrar traustar auðlyndir. Það vegur nokkuð á móti. Þeirra verðmæti, mun fremur aukast en hitt. Svo kannski jafnast mál út.

En, heildarniðurstaðan hlýtur að skila rýrnandi lífskjörum á Vesturlöndum almennt!

 

Hvað með okkur?

  • Það þarf að setja mikinn kraft í eflingu innlendra orkugjafa!
  • En, ekki síst þarf að huga að því, að skipta yfir í innlennt eldsneyti á togaraflotanum! En olíukostnaður getur annars farið að há mjög veiðum.
  • Hentugt væri einnig, að bjóða upp á þann kost fyrir almenning.
  • Landbúnaður, á að geta framleitt sitt eigið eldsneyti hér þ.e. metan, og nýtt að mestu í stað innflutt eldsneytis.
  • Innflutningur á áburði ætti að minnka, og þ.s. hann verður mun dýrari í framtíðinni - bæði vegna flutningskostnaðar og vegna þess að hann verður dýrari þ.s. köfnunarefnisáburður er víðast hvar framleiddur með hjálp olíuefna.
  • En, Ísland á að geta verið sjálfu sér nógt um áburð - með það í huga hvað hér er mikið framboð af lífrænum úrgangi.

Heildarafleiðingin sýnist mér vera, að í framtíðinni verði hagkvæmara að lönd framleiði sem mest sjálf.

Hráefnarík lönd með stórann innri markað eða stóra markaði nálægt, munu hafa það best.

Hráefnasnauð lönd, með lítinn innri markað og/eða langt frá öðrum löndum, munu hafa það verst.

Ísland, er langt frá öðrum löndum, en ekki auðlyndasnautt - sem betur fer!

Auðlyndir okkar verða vermætari til muna í framtíðinni.

En, á móti kemur að vegna þess að áfram verður hátt hlutfall innflutt - þá mun hækkun verðs á innfluttu hamla gegn lífskjaraaukningu.

Að einhverju leiti vega þessi áhrif hver önnur upp! Hvað okkur varðar.

 

Hvað með Evrópusambands aðild?

Mig grunar að hækkun flutningskostnaðar, muni eyða upp þeim hagnaði sem margir vonast eftir að auðnast í formi lækkaðs matarverðs - : Gróðinn af því að stórauka innflutning á matvælum, í kjölfar inngöngu í ESB, verður til muna minni en margir halda. Jafnvel með tíð og tíma - enginn!

Hækkun flutningskostnaðar, mun að auki minnka möguleika þess, að aukning verslunar skili okkur hagnaði, en sú hækkun mun óhjákvæmilega draga úr verslun milli landa - sérstaklega þegar fjarlægðir eru umtalsverðar.

Óhjákvæmilega, mun olíuverðshækkun bitna á möguleika Evrópu ásamt öðrum Vesturlöndum til hagvaxtar. Þetta kemur ofan í áhrif fólksfj. þróunar sem þegar skv. stofnunum ESB er farin að minnka hagvaxtargetur ESB aðildarríkjanna. Að auki, ofan á erfiða skuldastöðu - almennings sem ríkissjóða.

Munum, að Ísland mun einnig verða fyrir neikvæðum áhrifum. Útlit er fyrir erfiða skuldastöðu landsins, sem og almennings, til margra næstu ára - nema eitthvað róttækt verði gert!

Punkturinn er sá, að ég sé ekki neinn grundvöll fyrir auknum hagvexti af aðild - sé ekki á hvaða grundvelli hann ætti að vera! 

Ísland verður enn minna áhugaverður staður fyrir starfsemi til útflutnings til annarra landa - útlendingar eru jafnvel enn líklegri en áður, að velja staðsetningu í landfræðilegri nálægt við markað, og því ekki Ísland.

Þetta ástand breytist í reynd ekki neitt við aðild! En, engir tollar eru í dag milli Íslands og ESB. Nema fyrir matvæli! En, þá erum við að tala um fisk. En, með fullnýtt mið, er ekki að sjá að utanaðkomandi fjárfesting myndi nokkru skila. Einungis hugsanlega fyrir eldisfisk.

En vegna þess að Evrópu skortir fisk, eru tollar ekki háir! Þó hærri á unnum en óunnum. Á móti koma frýtollkvótar á unnum fiski sem ekki eru fullnýttir seinni árin. Þannig að í reynd borgum við enga tolla af útfluttum fiski seinni árin.

Ekki má gleyma, að þegar útlendinga fá rétt til fjárfestinga og eignar á kvóta, þá flyst hagnaður þeirra eigenda úr landi þ.e. ekki skattlagður hér. Þ.e. hreint tap miðað við ástand mála í dag, um það að allur hagnaður skattlegst hér meðan kvóti telst í eigu aðila með Ísl. kennitölu.

Það tap kemur á móti einhverjum hugsanlegum hagnaði + auknar greiðslur í sameiginlega sjóði gera það að auki!

Fyrir þá sem dreymir um Evruaðild, þá er klárt að það tekur vart skemmri tíma en 15-20 ár. En, þar ræður mest um agaleg skuldastaða ríkissjóðs sem mjög vandséð er að muni nást niður á skemmri tíma, ásamt mjög slökum horfum um hagvöxt meðan hagkerfið er svo niðurnjörvað af skuldum almennings og fyrirtækja einnig.

Mín skoðun er, að þetta sé tilgangslítið streð að rembast við ESB aðild. Henni fylgi enginn umtalsverður arður fyrir okkur. Enn síður þegar haft er í huga áhrif olíuverðs hækkana.

 

Niðurstaða

Ljóst virðist að stórfelldar olíuverðs hækkanir eru framundan. Þær munu hafa mjög neikvæð áhrif á efnahagsframvindu í heiminum. Þetta áfall bætist ofan á fyrra áfall vegna kreppunnar er skall á 2007-2008. Sú erfiða og vaxandi skuldastaða sem mörg ríki vesturlanda glíma við - ásamt veikum bankakerfum, útbreiddum skuldum meðal almennings. Gerir síðan íllt mun verra.

Samanlögð áhrif, eru líkleg að skila mjög dapri efnahagsfamvindu á vesturlöndum. Meira að segja þróunarlönd þau er hafa verið í hröðum vexti undanfarin ár, munu ekki komast hjá því að sjá hagvaxtarforsendur dala, sennilega umtalsvert.

Lífskjör veðra því sennilega á niðurleið á vesturlöndum, meðan að hægir á því að þau batni í hagvaxtarsvæðum þróunarlandanna.

Í reynd er alls ekki loku fyrir skotið, að kreppa skelli þar á einnig.

Fyrir okkur, ítrekar þessi þróun, að við verðum að taka okkur á. Núverandi forsendur um hagvöxt miðað við núverandi ástand mála og framvindu reiknaða þaðan í frá. Virðist nú enn síður líklegar til að skila árangri. 

Mér sýnist ljóst að enn brýnna en áður, sé að beita djarfari stefnumótun. Ekki síst, beita mun öflugari úrræðum en fram að þessu hefur verið beitt, til að lækka skuldir almennings og fyrirtækja. En, mjög varasamt mun reynast, að keyra mál áfram með ofurskuldsett þjóðfélag - þegar síðan olíuverðshækkanirnar dembast svo á í ofanálag og þau samdráttaráhrif er þær munu hafa hér og víðsvegar út um heim. 

 

Kv.


Bloggfærslur 10. febrúar 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 373
  • Frá upphafi: 871897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband