4.12.2011 | 20:59
Merkel og Sarkozy hafa bæði tvö rangt fyrir sér!
Vandinn er sá að S-Evrópuríkin eru gjaldþrota, sá vandi er einnig bakgrunnur vanda bankakerfis Evrópu, þ.s. verðfall skuldabréfa landa í vandræðum býr til fjárhagslega holu innan bankakerfa Evrópu, með sambærilegum hætti algerlega og er verðfall afleiða er innihéldu húsnæðislán verðféllu í Bandaríkjunum 2008 þegar svokölluð "undirlánskrýsa skall á" og það skapaði samskonar holu innan Bankakerfis Bandar. - Bretl. einnig - sem og Evr.; og allsherjar endurfjármögnunaraðgerð varð að framkv.
- Eins og ég hef útskýrt áður, er bakgrunnur evr. fjármálakrýsunnar tilurð þess sem ég kalla "evrópska bóluhagkerfið" sem myndaðist innan Evrusvæðis.
- Það virkaði svipað og Kín-Ameríku bóluhagkerfið hefur verið að virka, þ.e. A lánar B til að kaupa vörur af A. B fyrir bragðið safnar skuldum við A. Á einhverjum tímapunkti verður B óhjákvæmilega fyrir því að skuldastaðan verður ósjálfbær - þá glatar markaðurinn tiltrú á stöðu B og kreppa hefst hjá B.
- Þetta er gömul saga og ný. þesskonar atburðarás hefur gerst áður, og alltaf leiðir þetta til þess að land eða lönd sem safna skuldum í gegnum viðskiptahalla, lenda í vandræðum. Þar hefst kreppan.
- Einhvern veginn voru menn á sl. áratug innan evrunnar fullkomlega blindir fyrir þessu, að vaxandi viðskiptahalli S-Evrópuríkja v. Þýskaland væri hættuleg þróun.
- En slík blinda er því miður einmitt dæmigerð - það verður einhvers konar "euphoria" eða veislustemming, og allir sjá bara góða framtíð og betri, enginn hlustar á neikvæðar raddir - leiðindaseggi. Við sáum þetta hér, gengum í gegnum okkar eigin bólu.
Vandinn er síðan þegar bólan er loks sprungin - ef aðilar eru tregir til að horfast í augu við sannleikann.
Það er erfitt oft fyrir fólk að viðurkenna að það gerði rangt - eða hafði rangt fyrir sér, var sjálft blint.
Það er einmitt þ.s. ég les út úr ræðum Merkelar og Sarkozy - þ.e. BLINDA!
- Merkel telur allt vera í lagi, ef reglum ESB verði breytt þannig að samskonar mistök verði ekki endurtekin - þá skv. hennar sýn á það hver þau mistök voru. En hennar sýn er að mistökin hafi verið að ríkisstj. hafi eytt um efni fram. Hún sem sagt horfir ekki að vandann sem snýr að viðskiptajöfnuði þeirra v. Þýskaland sem enn er kolöfugur, sem að mínu mati er raunverulegi vandinn. Þ.e. þeirra hagkerfi geti ekki verið sjálfbær meðan þau hafa kolöfugann viðskiptajöfnuð. Þær geti ekki greitt upp skuldir v. aðila utan eigin landamæra, meðan það ástand varir. Að meðan Þjóðverjar eru enn að græða á kolöfugum viðskipajöfnuði við þær þjóðir, er viss réttlætiskrafa í því að þær fái þá peninga til baka í gegnum endurdreifingu, að Þjóðverjar skili til baka gróða sl. áratugar a.m.k. að hluta, með því að afskrifa að hluta þær skuldir sem þær hafa safnað upp við þá. Það sem ég sé er skort á því að sjá bjálkann í eigin augum - Merkel og Þjóðverjar sjá S-Evrópuþjóðirnar með þeim hætti að vandinn sé þeim að kenna, neita að horfa á þann part sem þeir eiga að sök.
- Sakozy er einnig blindur, bara með öðrum hætti. Hann telur að Frakkland hafi ekkert gert af sér, þó svo að enginn hafi neytt Frakka til að hafa halla á ríkisreikningum mér skilst samfellt sl. 30 ár, né að kaupa meir inn árum saman en þeir flytja út - þ.e. viðskiptahalli, sem þeir einnig hafa verið að safna skuldum í gegnum árum saman. Síðan hefur Frakkland hleypt bönkunum sínum upp í stærðina 440% af þjóðarframleiðslu, þó það sé minna en umfang okkar banka per þjóðarframleiðlsu, er það samt stærð sem er meiri en svo að franski ríkissjóðurinn ráði við - þannig að frönsku bankarnir eru of stórir til að þeim verði bjargað af frönskum stjv. Þar fyrir utan að þeir eiga mjög mikið af ítölskum skuldum - því í mikilli fallhættu þegar Ítalía færist nær bjargbúninni. Frakkland er því líklegur byrjunarreitur næstu bankakrýsu.
Þetta er það lið sem á að semja um lausn á vanda Evrópu í næstu viku:
- Bæði tvö blindir eins og kettlingar, þó svo nú sé 1. mínúta í 12 fyrir evruna.
- Þetta gefur ekki góðar vonir um að þau geti komið fram með nothæfa lausn.
En þ.s. þarf til er verulegar afskriftir skulda S-Evrópuríkja þ.e. um 30% fyrir Ítalíu, um 50% fyrir Portúgal, og cirka 70% fyrir Grikkland.
Að auki þurfa þau síðan þaðan í framhaldinu aðstoð árum saman - þ.s. viðskiptajöfnuður allra ríkjanna er kolöfugur enn, og 3 árum eftir að kreppan hófst hefur þeim ekki enn tekist að snúa jöfnuðinum við.
Það þíðir að þær munu á ný byrja að safna upp skuldum, vegna þess öfuga jöfnuðar. Þá er ákveðið réttlæti að sú þjóð sem nýtur að mestu hagnaðarins af þeim öfuga jöfnuði, styrki þær þjóðir nokkurn veginn fyrir það fé sem þangað inn streymir í gegnum viðskiptahagnað þeirrar þjóðar við akkúrat þær þjóðir.
En Þjóðverjar vilja ekki heyra minnst á "transfer union". En viðskipta-afgangur þeirra við þær þjóðir á sl. áratug var jafn ósjálfbær og viðskiptahalli þeirra þjóða var við þá.
Ég held að best sé að líta á allann hagnað þeirra af þeim viðskiptum við þær þjóðir sem "for-fate" eða glataðann eða í reynd að hann hafi aldrei verið raunverulegur hagnaður - þannig að Þjóðverjar einfaldlega afskrifi hann pent.
Þ.s. virðist í gangi er að elítan í Þýskalandi hefur aldrei útskýrt hvernig málin hafa gengið fyrir sig, fyrir eigin þjóð!
Almenningur á götunni í Þýskalandi veit ekki að Þjóðverjar hafa að umtalsverður leiti verið að lifa á þeim þjóðum á undanförnum áratug, að sá hagnaður hafi verið sýndarhagnaður - sem Þjóðverjar muni ekki geta haldið.
Þeir muni óhjákvæmilega tapa honum - betra því að afskrifa hann nú þegar og kannksi þannig koma í veg fyrir gjaldþrot S-þjóðanna, en að sá hagnaður afskrifist með þeirra gjaldþrotum.
En þær munu aldrei endurgreiða þær skuldir - þetta verður að skiljast.
- Því miður sýnist mér ekki að elítan í Þýskalandi sé að átta sig á þessu, eða sé líkleg til að skilja þetta í tæka tíð.
- Enn er hamast á því að þjóðirnar eigi að endurgreiða - að þær eigi að skera niður hjá sjálfum sér, þá verði allt í lagi, hlutir muni reddast.
En þetta mun ekki ganga - hlutirnir munu ekki reddast án þess að neitt sé afskrifað eða gefið eftir.
En mér sýnist þýska elítan skorta kjart til að viðurkenna fyrir eigin Þjóð hver sannleikurinn er.
Hættan er því augljós - að samkomulag leiðtoga Evrópu á nk föstudag verði eina ferðina enn, fullkomlega gagnslaust.
Ef svo er - verður verður vart úr þessu löng bið eftir hruninu mikla.
Niðurstaða
Miðað við ræður og ummæli Angelu Merkelar og Sarkozy forseta, er ekki mikil ástæða til að reikna með því að innan Evrópu verði fundin sú lausn á vandanum sem dugar.
Í mesta falli gæti verið að fundin verði ný leið - til að íta vandanum áfram eitthvað aðeins lengur.
En ein hugmyndin hefur verið að lána AGS 200ma. svo AGS síðan endurláni það fé til Evr. - þannig geti verið unnt að komast hjá því banni sem ríkir um að Seðlab. Evr. veiti ríkjum í vanda neyðarlán alveg þráðbeint.
Sú leið ef af verður getur keypt einhvern tíma. En einungis lítinn tíma.
Því hagkerfin eru að spírala nú niður á fullu blússi. Bankakerfi Evr. er nú þegar í alvarlegri fjármögnunarkrýsu sem fer hratt versnandi - sem skapar mikla sjálfstæða hættu:
Það langhættulegasta við stöðuna á evrusvæði, er staða bankakerfisins
Það eina sem við getum gert er að fylgjast með fréttum nk. viku.
En fátt getur manni ástæðu til bjartýni!
Kv.
Bloggfærslur 4. desember 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 246
- Sl. sólarhring: 246
- Sl. viku: 279
- Frá upphafi: 870101
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar