14.12.2011 | 02:27
Magnaður sbr. The Economist á aðdraganda hrunsins 1931, og því sem nú er í gangi innan Evrusvæðis!
Þetta er langflottasti samanburður sem ég hef séð á því sem átti sér stað í Evrópu og Bandaríkjunum síðustu misseri svokallaðs gullfótar, og því sem nú er að gerast. Sjá: Lessons of the 1930s.
En gullfóturinn á merkilega margt sameiginlegt með hugmyndinni um evruna. Í báðum tilvikum er gengisfelling útilokuð - í tilviki gullfótarins var það tenging við gull viðhaldið af sameiginlegu kerfi ríkja Evrópu með þátttöku Bandaríkjanna og Kanada. Til þess að tryggja trúverðugleika, voru reglurnar hluti af landslögum hvers þátttöku lands. Að því leiti mynnir þetta einnig á hugmynd Merkelar og Sarkozy um "Stability Pact". Í gullfótar kerfinu voru allir þátttöku gjaldmiðlar innleysanlegir gagnvart gulli, þannig að hver sem er gat gengið inn í banka og fengið gull fyrir peninginn sinn, farið síðan með lest til næsta lands, gengið aftur inn í banka og fengið þar peninga í staðinn. Þarna vantar þann stigsmun að ganga alla leið, og hafa sama gjaldmiðilinn. Svo ekki þurfi að skipta í bönkum. En meðan gullfóturinn var til staðar var innbyrðis virði gjaldmiðlanna fryst svo þeir gátu ekki hreyfst gagnvart hverjum öðrum, þannig a.m.k. í kenningunni var engin hætta á misgengi.

Á endanum yfirgáfu öll þáttöku lönd gullfótarins hann í heimskreppunni á 4. áratugnum, en ekki fyrr en eftir hrunið 1931 - sem var miklu mun alvarlegra hrun en hrunið 1929.
Það var þá sem bankar rúlluðu út um allt, og í framhjáhlaupi urðu miklu fleiri gjaldþrot annarra fyrirtækja þá í kjölfar þess hruns, en í kjölfar þess fyrra.
Í mynd 1 - gerir The Economist sbr. á samdráttaraðgerðum sem voru framkvæmdar í Bandaríkjunum af Roovelt forseta árin 1936 - 1938 og því sem er að eiga sér stað í núverandi efnahagskrýsu.
En þá skapaðist ótti um það í Bandar. að alríkið væri á leið í skuldavandræði, með skuldastöðu er nálgaðist 40% af þjóðarframleiðslu. Sem þætti ekki mikið í dag. En þá var reyndar "Federal Budget" ekki nema um 11% af þjóðarframleiðslu Bandar. Svo skuldin var mun hærra hlutfall af tekjum alríkisins en 40%.
Það sem Economist bendir á sem má íhuga í sbr. við atburði þessa árs sem er að líða, er að samdráttaraðgerðir eru eins og nafnið bendir til, eru samdráttaraukandi.
- Það sem rendurnar sýna er niðurskurður sem framkv. var - og tölurnar aftast sýna þann ríkissjóðshalla sem ríkti við upphaf sparnaðar.
- Bandar. þegar samdráttaraðgerðir hófust voru með pósitívan hagvöxt - en sá snerist við í samdrátt sem varð 11% af landsframleiðslu yfir tímabilið. Sem verður að teljast verulega umtalsvert, mun meiri en samdráttur en Bandar. sjálf urðu fyrir í kjölfar hrunsins 2008.
- En punkturinn er að samdráttar aðgerðirnar bjuggu til samdráttinn 1936 - 1938.
- Það er vert að muna í dag, en árið í ár hófst með nokkuð líflegum hagvexti í Evrópu alveg fram til mánaðarmóta apríl/máí. Þegar skiptir alveg um gír og eftir það hefur nánast stöðugt hægt á mánuð fyrir mánuð.
- En þetta er einnig tímabil sem Evrópuríkin hafa verið að beita sjálf sig verulega harkalegum sparnaðar aðgerðum.
- En skv. áætlun Merkel og Sarkozy - ætlast þau til meiri, miklu meiri og harkalegra sparnaðaraðgerða í framtíðinni.
Er hægt að efast um að sagan frá Bandar. milli 1936-1938 verði endurtekin í Evrópu?

Í mynd 2 - Gerir The Economist annann áhugaverðann samanburð, en þ.e. á tímabilinu frá hruninu 1929 til seinna hrunsins 1931, og tímabilinu frá hruninu 2008 og tja - fram að þessum tíma.
Eins og þá hefur orðið verulegur samdráttur í peningamagni innan skuldugra ríkja - þó ekki enn eins mikill meðaltai og þá (fyrir utan Grikkland), er vert að benda á móti á að samdráttur peningamagns í S-Evr. er í fullum gangi í dag, svo þetta sýnir þann samdrátt sem orðinn er fram að þessu.
En takið eftir að aukning peningamagns á sér stað í svokölluðum kjarnaríkjum þá, og enn fram að þessu í dag - þ.e. peningar streyma þangað frá ríkjunum í vanda. Veruleg sveifla bæði þá og í dag.
- Þýskaland og Austurríki höfðu þá orðið "boom and bust" eins og Grikkland í dag.
- Frakkland var þá með hlutverk þ.s. Þýskaland leikur nú.
Maður hefði kannski búist við að í ljósi sögunnar væru Þjóðverjar betri í dag en Frakkar voru þá:
- "As pressure built in Germany, the leaders of the largest economies repeatedly met to discuss the possibility of assistance for the flailing economy.
- But the French, in particular, would brook no reduction in Germanys debt and reparations payments."
- "Recognising that the absence of a lender of last resort was fuelling panic, the governor of the Bank of England, Montagu Norman, proposed the creation of an international lender.
- He recommended a fund be set up and capitalised with $250m, to be leveraged up by an additional $750m and empowered to lend to governments and banks in need of capital.
- The plan, probably too modest, went nowhere because France and America, owners of the gold needed for the leveraging, didnt like it."
- "Just two months after the Credit Anstalt bankruptcy (May 1931) a big German bank, Danatbank, failed. The government was forced to introduce capital controls and suspend gold payments, in effect unpegging its currency. Germanys economy collapsed, and the horrors of the 1930s began."
Spurning sem brennur á allra vörum - er hvort verið er að endurtaka söguna?
Ég óttast nákvæmlega það - en gríðarlega margt er svo skelfilega sambærilegt.
- Fjármagnsflótti stöðugur frá löndum í vanda - tékk.
- Ríki í vanda knúinn til harðra samdráttaraðgerða ofan í kreppu - tékk.
- Ekki hægt að fella gengi - tékk.
- Eigendur skulda neita að gefa afslátt af þeim - tékk.
- Fjármagnsflótti magnar samdrátt.
- Samdráttaraðgerðir magna samdrátt.
- Aukin skuldabyrði magnar samdrátt.
Þetta er allt atriði sem árin eftir hrunið 2008 eiga sameiginlegt með tímabilinu milli hrunsins 1929 og hrunsins 1931.
Í dag hryktir mjög sjáanlega undir fjármálakerfinu í Evrópu - þ.e. fj. banka lyfir á neyðarlánum eingöngu.

Að auki - sjáið myndina vinstra megin, þar sést hve stórfellt hefur dregið úr eftirspurn eftir skuldabréfaútgáfum evr. banka.
Á sama tíma, sjá hægra megin á myndinni, þá er framundan mjög mikið af erfiðum afborgunum lána, sjáið að hæstu súlurnar eru fyrri hl. nk. árs.
Ofan í þetta er vitað að evr. bankar eru einnig í vandræðum með öflun skammtíma lána í gegnum aðrar leiðir, og þau vandræði fara vaxandi.
Vitað er að fj. banka hyggur á mikla sölu eigna á næsta ári, til að afla sér lausafjár.
Talið er að sú sala hlaupi líklega á bilinu 1.500-2.000ma.. Sem bankarnir ætla sér að selja af eignum. Ekkert smáræði.
Það ofan í kreppu, þ.s. kaupendum sem hafa áhuga á kaupum fer fækkandi.
Ljóst að stefnir í gríðarl. brunaútsölu bankaeigna.
Að auki bætist við, að ríkisstjórnirnar hafa skipað þeim að hækka eiginfjárhlutfall úr 5-6% að meðaltali, í 9%. Þeir hafa frest til þess fram í júní nk. eða júlí. Man ekki hvort.
Þar sem þeim er skipað að hækka eiginfjárhlutfalli - ath. ekki skipað að afla sér eiginfjár, þá hvetur þetta bankana til enn frekari sölu eigna, eða samdráttar útlána, eða hvort tveggja.
Í samhengi við stefnu Sarkozy og Merkelar um gríðarlegann viðbótar niðurskurð útgjalda meðal Evru 17 - virðist ljóst að stefnir í stórfellt hættu ástand í evr. hagkerfinu.
Niðurstaða
Ég verð að segja - að ef það væri einbeittur vilji Sakozy og Merkelar að endurtaka söguna, að skapa sambærileg skilyrði fyrir stórfellt fjármálahrun - síðan hyldjúpa heimskreppu, er varð í kjölfar hrunsins í Evrópu er hófst í maí 1931 og barst síðan um heim allann?
Þá nánast væri ekki mögulegt fyrir þau að búa til betri kokteil að þeirri útkomu en þau eru nú í sameiningu að sjóða samann.
Maður myndi kalla þetta einbeittann brotavilja!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggfærslur 14. desember 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 5
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 374
- Frá upphafi: 871889
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 350
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar