40% gengisfall gæti bjargað evrunni, forðað heimskreppu!

Þetta virkar einfaldlega þannig, að skv. áætlun óháðra hagfræðinga þarf Ítalía cirka 25-30% gengisfall, Spánn á bilinu 35-40%, Portúgal á bilinu 40-50%. Ályktunin er sú að 40% væri í reynd nóg. En það myndi að flestum líkindum duga Spáni og Ítalíu, bilið sem eftir væri fyrir Portúgal væri brúanlegt með öðrum viðbótar lausnum - t.d. innri aðlögun.

Grikklandi væri ekki bjargað - en bilið væri a.m.k. helmingað sem þar þarf að brúa, því kreppan sem Grikkland mun þurfa að ganga í gegnum einnig stytt til helminga.

 

Ástæðan fyrir því að þetta bjargar Evru:

Er sú að þetta dugar til þess að hagkerfin sem skipta megin máli þ.e. Ítalía og Spánn, nái vopnum sínum, geti snúið vörn í sókn.

Þar sem slíkt gengisfall dugar til að þurrka út viðskiptahalla beggja, snúa honum við í afgang - þá með því sama, verða skuldir þeirra sjálfbærar.

Það þíðir að markaðurinn aftur öðlast tiltrú á þeim, alveg eins og gerðist með Ísl. þegar viðskiptahalli snerist við og varð að afgangi, sbr. lán sem Ísl. fékk fyrr á árinu á mjög viðunandi kjörum miðað við þ.s. gerist og gengur í dag, þ.e. 4,993% fyrir 5 ára lán. Sést einnig á stöðugri lækkun skuldatryggingaálags Ísl. - sem hefur verið jafnaði á þessu ári í 200 - 260 punktum. Sem er lægra áhættuálag en Belgía svo dæmi sé nefnt.

Að auki þíðir það, að þessi lönd þurfa ekki lengur á aðstoð - þ.e. naflastreng frá Þýskalandi, sem losar þau undan þeirri klemmu, að Þjóðverjar hafi óeðlileg tök á þeim.

Það auðvitað breytir þeirri óeðlilegu valdastöðu sem Þjóðverjar hafa verið með undanfarið, þ.s. þeir ekki lengur geta treyst 100% eða því sem næst á atkvæði Frakka, Ítala og Spánv. - þannig stýrt öruggum meirihluta atkvæða.

En Frakkland hrynur ef Ítalía hrynur, svo að í forbyfarten, þíðir gengisfallið að Frakkland er einnig hólpið, en það mun einnig þurrka út og vel það þeirra viðskiptahalla, það sama mun eiga við viðskiptahalla Belgíu. Þannig, að þá hættir væntanlega sú hækkun skuldatryggingaálags Frakkl. og Belgíu, sem verið hefur í gangi upp á síðkastið.

  • Málið er að með því að þurrka út það viðskiptaójafnvægi sem verið hefur til staðar innan Evru, þurrka út viðskiptahalla Frakklands - Belgíu - Spánar - Ítalíu, Portúgals að mestu - helminga halla Grikklands.
  • Þá er bundinn að mestu endir á skuldakrýsu aðildarríkjanna, því þ.e. viðskiptaójafnvægið sem er drifkrafturinn að baki þeirrar krýsu.
  • Bankakrýsan endar sennilega við það einnig - því þ.e. óttinn um fjárhagsl. tap banka vegna skuldakrýsu aðildarlandanna, sem hefur verið megin drifkraftur bankakrýsunnar, er að skapa þá hættu á hruni bankakerfis Evr. sem er nú til staðar.

Það er ekki réttur sá skilningur sem Þjóðverjar halda fram, að það sé halli ríkissjóða sem sé megindrifkraftur krýsunnar - enda sbr. Ítalíu, skiptir skuldalega séð litlu máli fyrir Ítalíu hvort halli ríkissjóðs sé 3% - sem er löglegt mark - eða 4% þ.s. hann er nú staddur. Heldur er það lykilatriði að snúa núverandi viðskiptahalla milli 3,5-4% í afgang.

Því þegar land hefur viðskiptahalla, þá er skuldastaða þess lands gagnvart útlöndum ósjálfbær - því framreiknað þegar halli er til staðar á viðskiptajöfnuði þá hækka þær skuldir stöðugt og skuldastaða verður óhjákvæmilega ósjálfbær fyrir rest.

  • Hvort svo er í reynd er þá einfaldlega líkindareikningur, þ.e. á grundvelli líka um það hvernig viðkomandi þjóð muni ganga að snúa þeim halla við í afgang.
  • Nú eru 3 ár liðin frá kreppu upphafi 2008, og enn eru ofangreindar þjóðir allar með viðskiptahalla, og samtímis eru hagkerfi Evrópu að spírala niður.

Svo líkindi þess að þau nái að framkvæma svokallaða innri aðlögun fara minnkandi, að öllu óbreyttu sem máli skiptir, að auki mun niðursveiflan draga úr tekjum þeirra landa, gera skuldastöðu því enn síður sjálfbæra.

Að lokum, verður ekki séð að sú áætlun sem Þjóðverjar knúðu fram aðfararnótt sl. föstudags, innihaldi aðgerðir sem líklegar eru til að skila minnkun þessa viðskiptaójafnvægis sem ríkir innan Evrusvæðis, og tja - einkum þeir græða á.

Reyndar verður ekki séð betur en að það aðgerðaplan miði allt við hagsmuni Þýskalands:

  1. Þjóðverjar eru kröfuhafar - svo þeir eru eðlilega á móti því að þynna út virði gjaldmiðilsins með peningaprentun, svo þeir hafa alltaf verið henni mótfallnir, og eru enn.
  2. Þeir hafa að auki verið mótfallnir því að veita þeim þjóðum sem skulda afslátt af skuldum, nema að því marki sem einkaaðilar myndu taka þann kostnað að einhverju leiti, en ekki komið til greina að gera það með þeim hætti að skuldir sem þýska ríkið á beint eða óbeint, séu afskrifaðar að hluta. Kröfuhafar eru vanalega tregir til afskrifta.
  3. Að auki þverneita þeir að veita ábyrgð á skuldum hinna, þannig niðurgreiða í reynd þeirra skuldakostnað - en ég hef reyndar skilning á því þ.s. slík aðgerð væri verulega fjárhagsl. áhættusöm fyrir Þjóðverja. En ég hef mun síður skilning á tregðu þeirra við það að heimila prentun eða aflætti af skuldum.
  • Málið er að Þjóðverjar viðhafa þá algengu tregðu kröfuhafa, við það að skilja þegar að þeim punkti er komið að svo stendur á, að þeirra skuldarar eru komnir í svo erfið mál að það sé öruggt nær svo að þeir muni aldrei endurgreiða að fullu þau lán sem þeir hafa tekið.
  • Að það sé svo komið, að í reynd sé það þeim einnig í hag, að skera hlutfall af þeim skuldum, svo aðilarnir sem skulda þeim, geti náð vopnum sínum og náð að forðast gjaldþrot.
  • En við slíkar aðstæður - við þrot þá verða kröfuhafar óhjákvæmilega fyrir því tjóni - líklega meira en ef þeir hefðu afskrifað að hluta. En þess í stað að afskrifa, eru Þjóðverjar að heimta: Stórfelldann niðurskurð velferðar í löndum sem skulda þeim. Að þau selji fjölskyldusylfrið þ.e. framkv. allsherjar brunaútsölu ríkiseigna - sem væntanlega Þýskir aðilar sjá tækifæri í að njóta, hækki skatta og lækki laun; allt til þess að Þjóðverjar sjálfir þurfi ekkert að afskrifa, engu að tapa - eða svo virðast þeir virkilega halda að sé mögulegt.
Mér finnst þetta ekki fallegar aðfarir - góð meðferð á þjóðum sem eiga að vera þeirra vinir skv. kenningunni um það að ESB sé samfélag aðildarþjóða, þeirra sameiginlegi hagsmunaklúbbur.

 

Ef markaðurinn fellir evruna um 40%

Mun hefjast ógurlegt ramakvein - ekki síst ísl. aðildarsinna og evrusinna.

En þ.e. merkilegt hve þeir taka algerlega málstað Þjóðverja - hafa gert mistúlkun þeirra að sínum skilningi, þ.e. málið sé að S-þjóðirnar hafi verið vondar, þ.e. lifað um efni fram, klúðrað.

Þjóðverjar sjálfir séu góðir - hafi gert allt rétt, ekkert sé upp á þá að klaga.

S-Evr. þjóðirnar eigi sem sagt að skera niður - taka hyldjúpa kreppu, í reynd refsingu.

Merkilegt hvernig það rímar einnig við afstöðu þeirra gagnvart Íslendingum í Icesave deilunni, þ.s. talað var eins og Íslendingar væru syndug þjóð, sem þyrfti að undirgangast hreinsunareld - svo Evrópuþjóðirnar myndu síðar meir fyrirgefa okkur.

  • En ísl. aðildarsinnar í báðum málum - þ.e. vandræðum okkar, og vandræðum aðildarþjóðanna í S-Evrópu, tileinka sér hagsmuni kröfuhafa. Þ.e. þeirra sem eiga skuldirnar.
  • Ég veit ekki af hverju þ.e. svo - þetta blessaða fólk styður með ráðum og dáð hagsmuni eigenda skulda, það sjónarmið að skuldir séu heilagar - þeir sem tóku lán beri alla sök.
  1. Það er sem sagt ekki viðurkennt það sjónarmið, að sök sé eðlilegra að líta á sem skipt.
  2. Þ.e. í tilviki S-Evrópu sé réttmætt að Þjóðverjar og þær mætist á myðri leið.

En þ.e. þ.s. myndi gerast með gengisfalli evru um 40%. Þ.s. það gengisfall þíðir þá raun virðislækkun skulda þeirra, því í reynd sambærilegt við það að Þjóðverjar afskrifi að hluta, að auki hverfur þeirra viðskiptahalli að mestu svo að það verður ekki lengur þannig að Þjóðverjar muni þurfa að halda þeim uppi nk. ár - fyrir utan Grikkland. 

  • Þær greiða síðan upp restina af sínum skuldum með tíð og tíma, verða ekki greiðsluþrota.

Vegna þess þær verða ekki greiðsluþrota, er einnig stórfelldum útlánatöpum banka forðað á evrusvæðinu, en í reynd þíðir 40% fall víðast hvar þ.s. verðtrygging víðast hvar er ekki beitt, að skuldir almennings - fyrirtækja, einnig raunlækka.

En vegna þess að inneignir raunverðfalla einnig á móti, þá skapast við það ekki ójafnvægi á efnahagsreikningum banka - þess í stað vegna þess að eftir raunverðfall eru skuldarar mun ólíklegri þaðan í frá að verða gjaldþrota, vegna þess að ríkin sem í dag standa frammi fyrir þroti verða það ekki heldur - fyrir utan Grikkland - - þá er sennilega einnig bankakerfi Evrópu forðað frá því að rúlla.

Í reynd væri bundinn þar með endir nokkurn veginn samstundir, á fjármálakrýsuna innan evrusvæðis. Því bankarnir geta alveg þolað það tap sem Grikkland myndi valda, eitt og sér.

En með 40% falli evru væri ekki lengur nokkur hætta um það, að það verði dómínó áhrif af þroti Grikklands - sú hætta væri alveg farin.

 

Hvað með Ísland

Við myndum auðvitað græða á því að heimskreppu væri í reynd afstírt.

Á móti kemur að sennilega þarf krónan að fylgja evrunni niður - og ég er hræddur um að ASÍ heimti aftur að vísitalan sé ekki fryst. Auðvitað mun Gylfi svo hrópa enn á ný "KRÓNAN" þó svo það að láta vísitöluna hækka lánin væri skv. hans beiðni eins og það var síðast. En Gylfi ASÍ virðist fyrst og fremst hugsa um lífeyrissjóðina. Það er peningalega hagsmuni - ekki hagsmuni almennings, verkafólks.

Ef það verður svo að ríkisstj. aftur gerir þ.s. Gylfi segir henni, að láta vísitöluna hækka lánin, þá mun skuldastaða almennings versna enn á ný - og það verulega.

Því alveg eins og innan Evrópu, ef krónan fylgir evrunni niður, þá mun allt innflutt hækka og það verulega, nema auðvitað vörur frá Evrópu.

En olía hækkar þá mikið - vörur annars staðar frá.

Þetta þíðir umtalsverða verðbólgu enn á ný - alveg eins og það sama mun gerast á evrusvæðinu.

Aftur hækka vextir á bankalánum, sem sannarlega mun þá einnig gerast á evrusvæði.

Eitt gæti þó unnist með þessu, að sú míta meðal ísl. evrusinna að evran sé hafin yfir hagfræðileg lögmál, ætti að rofna.

Bankavextir myndu á evrusvæði sennilega fara hátt að 20% - vegna verðbólgunnar sem mun af hljótast. En hún verður sennilega innan v. 20%, segjum milli 15-20%.

Síðan eins og hér gerðist, hverfur hún á 1,5-2 árum. Þ.e. verður horfin 2014 snemma árs.

 

Niðurstaða

Markaðurinn hefur tækifæri til að taka ráðin úr höndum Angelu Merkel og Þjóðverja, með því að bjarga evrunni frá enn alvarlegra hruni, með þeim hætti að fella hana í virði að nægilegu marki til þess að Ítalíu og Spáni sé bjargað.

Ég held að rökrétt sé að miða verðfall evru einmitt við það að bjarga þeim löndum, þess vegna sé rökrétt að miða við 35-40% gengisfall, kannski nær 40%.

Það myndi bjarga þeim lykillöndum frá greiðsluþroti - þar með einnig evrópska bankakerfinu frá því að hrynja saman, og ergo - forða heimskreppu, sem verður ef mál halda áfram í núverandi ósjálfbæra farvegi.

Þó svo að við þetta verði evrunni bjargað - heimskreppu forðað, munu ísl. evrusinnar og evrópskir rísa upp, og hefja upp ramakvein um samsæri markaðarins - sennilega mun heyrast röflið um samsæri engilsaxa sem eiga skv. tali sumra að vera að baki þessu öllu.

Það kaldhæðna er, að ef þetta gerist, þá í reynd styrkir það grundvöllinn undir það plan sem Þjóðverjar vilja fylgja, þ.e. sparnað.

En með því að útflutningur S-Evrópu nái vopnum sínum, þá mun þeirra útflutningshagkerfi geta stutt við þeirra efnahag, meðan þau framkvæma þá aðra innri aðlögun sem góð ástæða væri að framkvæma.

Áætlun sem getur ekki gengið upp í dag, væri allt í einu orðin möguleg.

Svo að ef löndin vilja búa til sameiginlega hagstjórn, er ekkert sem hindrar þau í því að halda áfram með þá hugmynd.

Þjóðverjar tapa í reynd ekki því sem þeir myndi ekki hvort sem er tapa -  þ.e. peningalega séð.

Á hinn bóginn tapa þeir þeim óeðlilegu völdum sem þeir hafa haft yfir Evrópu sl. misseri, því gengisfallið losar S-Evrópulöndin Ítalíu og Spán, og því einnig Frakkland, úr snörunni.

Evrusvæðið getur síðan í framhaldinu náð betra efnahagslegu jafnvægi - en nú ríkir. Betri eftirfylgni og lærdómur af efnahagslegum mistökum sl. áratugar, getur skilað því að gjaldmiðilssvæðið virki betur í framtíðinni en það fram að þessu hefur gert.

Þaðan í frá þarf evrusvæðið að vera mjög vakandi fyrir því að slíkt ójafnvægi myndist á ný.

Svo evrukrýsan verði ekki endurtekin seinna.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. desember 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 246
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 870101

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband