Hvað er varasamt við samdráttar stefnu Þjóðverja?

Þjóðverjar og stuðningsmenn þeirra - þar á meðal fj. ísl. aðildarsinna - hafa hampað "internal devaluation" eða kostnaðar aðlögun hagkerfis innan frá, sem valkosti við gengisfellingu. Nefnd eru dæmi um að slíkt hafi heppnast af dæmum Eistlands og Írlands, og sannarlega virðist sem að framkvæmd hafi verið veruleg innlend kostnaðar aðlögun í báðum löndum.

Benda þarf þó á að í báðum löndum minnkaði hagkerfið að umfangi um rúml. 20%. En ef notaður er GDI (Gross Domestic Income) mæling í stað GDP (Gross Domestic Product) þá fæst minnkun eigin tekna írska hagkerfisins um liðlega 20%. En hin mælingin gefur lægri sem munar cirka 10% - vegna þess að sú tekur með tilteknar eigin tekjur erlendra fyrirtækja sem þar starfa, og dregur ekki frá hagnað þeirra sem sendur er úr landi í reynd - nýtist sem sagt ekki landinu í reynd.

Ég held að GDI sé í þessu tilviki réttari mæling þ.s. hún dregur frá hagnað erlendra fyrirt. sem verður ekki eftir í landinu.

 

"Internal devaluation" leiðir til þess að evruskuldir hækka

Hagkerfin sem munu fylgja innri aðlögunar plani Þjóðverja, munu öll verða fyrir því eins og almenningur hér varð fyrir sem átti erlend lán, að misvægi verður milli tekna og lána. Það er vegna þess að evran virkar þannig að hún mun ekki lækka, þó þessi tilteknu hagkerfi skreppi saman.

Segjum að S-Evrópu ríkin fari þá leið að lækka laun eins og Eistland og Írland - leggjum umræðuna um það hvort það sé yfirleitt mögulegt í bið.

Þá gerist það sama sbr. rúm 20% minnkun hagkerfa beggja landa, að þessi innlenda kostnaðar aðlögun minnkar heildar umfang S-evr. hagkerfanna.

Það þíðir - eins og ég sagði - þ.s. evran heldur sínu verðgildi, að skuldirnar hækka í hlutfalli við landsframleiðslu.

En umfang hagkerfanna minnkar, vegna þess að launalækkun hefur bein áhrif til minnkunar umfangs viðkomandi hagkerfis, því kaupmáttur minnkar og velta minnkar því.

Þetta er eina leiðin sem Þjóðverjar bjóða S-Evr. þjóðunum upp á, þ.e. að ná til baka kostnaði með lækkun launa, og niðurskurði útgjalda.

Kauplækkun, sem stuðlar að minnkaðri eftirspurn - því minnkaðri veltu innan hagkerfisins, mun framkalla viðbótar niðurskurðar þörf fyrir ríkissjóðina - því tekjur ríkissjóðanna minnka vegna minnkaðra skatttekna af veltu.

Að auki, þá minnkar niðurskurður útgjalda þá veltu innan hagkerfanna sem er á vegum ríkissjóðanna sjálfra, sem hefur einnig áhrif til minnkunar heildarveltu hagkerfanna - þannig einnig til aukningar umfangs skulda per landsframleiðslu, og að auki minnkar það skatttekjur sem koma á móti af launum þeirra sem missa störf vegna þess að ríkið minnkar sitt umfang - - þá þarf ákveðinn viðbótar niðurskurð fyrir því.

Til að standa undir skuldum, sem hækka við alla þessa minnkun veltu, þurfa ríkissjóðirnir þá að hækka skatta - líklega umtalsvert.

Þær skattahækkanir, þá minnka veltu hagkerfanna til viðbótar, sem eykur enn hlutfall skulda per landsframleiðslu - þær skattahækkanir að auki draga úr getur hagkerfanna til hagvaxtar, og minnkar því getu þeirra til að ná sér upp úr táradalnum með hagvexti.

 

Er þetta mögulegt?

Sko í augum launamanna er það alltaf slæm hugmynd að samþykkja launalækkun - þess vegna er vanalega öflug andstaða við slíkar leiðir líkleg.

Þetta er þó talið líklegra til árangurs í litlum löndum en stórum. 

Einnig í samfélögum sem eru þannig séð tiltölulega samrímd, með litlum deilum milli hópa - en þeim þ.s. andstæður eru meiri milli hópa, og almennt samkomulag milli þeirra lakara.

Síðan þarf að benda á, að á Írlandi var þetta ferli hafið þegar fyrir árslok 2008, og stóð fram á þetta ár. En í S-Evr. er það í reynd varla hafið enn.

Þessi aðlögun tók sem sagt á þriðja ár í Írlandi - og að auki, þarf að benda á að laun þar hafa lækkað í reynd ekki nema rétt um bil sem nálgast 10%.

Víða í S-Evrópu þarf mun stærri launalækkanir en 10%.

  1. Óháðir hagfræðingar telja að Ítalía þyrfti cirka 30% gengislækkun.
  2. Portúgal um 50%.
  3. Spánn um 40%.
  4. Grikkland milli 70-80%.

Að auki eru þessi lönd mun fjölmennari en Eistland og Írland, nema Portúgal.

Að auki er almennt viðurkennt, að í þessum löndum er sátt milli hópa samfélaga ekki nærri eins góð og í N-Evrópu öllu að jafnaði.

Þetta samhengi segir mér - að þó svo innri aðlögun hafi tekist í tveim tilteknum löndum, sé hún líklega praktíst séð ómöguleg fyrir löndin í S-Evrópu.

Gjáin sem þarf að brúa sé einfaldlega of stór!

-------------------------

Valkostirnir séu bara tveir:

  1. Vera varanlega á naflastreng frá Þýskalandi, nokkurs konar leppríki Þýskal.
  2. Eða yfirgefa evruna, framkvæma klassíska gengisfellingu eftir innleiðingu eigin gjaldmiðils.

Valkostur 1 er þá langvarandi kreppuástand - stöðnun eða samdráttur til mjög langs tíma.

2 er sneggri en djúp kreppa, síðan eins og hér gerðist, að hagvöxtur hefjist á ný innan 2-3 ára frá hruni því sem verður. En þaðan í frá upp-á-við.

Góð spurning hvort að samfélögin hafa úthald í langvarandi táradal - í raun og veru, fátæktargildru.

Eða hvort að samfélags uppreisn verði, og kosnir verði til valda einstaklingar - sem taka löndin út úr evrunni. Lísa þau greiðsluþrota. Láta allt flakka - svo möguleiki sé að byggja upp út úr rústunum.

 

Markaðurinn mun sennilega ráðast á evruna í næstu viku

Markaðurinn er búinn að sjá hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í Eistlandi og Írlandi, og síðan í Grikklandi. 

Markaðurinn veit alveg, að miðað við það að S-löndin þurfa að framkv. stærri aðlögun en Írland og Eistland þurftu, að fyrirsjáanlegt er að skuldakrýsan mun versna áfram í S-Evrópu.

Markaðurinn getur alveg framkv. lauslegan líkinda reikning út frá þekktum staðreyndum, og ákveðið hvort slíkar áætlanir hafi trúverðugleika.

Ég tel að niðurstaðan verði líklega sú, að slíkar áætlanir hafi það ekki - þegar kemur að S-Evrópu.

Markaðurinn muni því líklega komast að þeirri niðurstöðu að samkomulagið um björgun evrunnar frá því aðfaranótt sl. föstudags, sé líklega ekki trúverðug leið fyrir Evrópu upp úr núverandi vanda.

Hann getur alveg áætlað nettó áhrifin af því, ef öll löndin sem í dag hafa viðskiptahalla þ.e. Frakkland, Belgía, Ítalía, Spánn, Portúgal - fara að beita forskrift þeirri sömu sem beitt var á Grikkland; sem augljóslega verða mjög í þá átt að magna upp tilhneigingu til samdráttar heildar hagkerfis evrusvæðis.

Og að auki, séð út lauslega, hvað gerist fyrir bankana innan evrópu, ef fyrirsjáanlega af völdum stefnunnar skuldsetning sömu landa per landsframleiðslu mun aukast - sennilega um prósentu tugi.

Því þá veit markaðurinn að trúverðugleiki greiðslugetu þeirra af skuldum versnar - sem þíðir að skuldabréf þeirra sömu landa munu verðfalla; sem mun þíða að enn meir mun sverfa að eiginfé þeirra banka innan Evrópu sem eiga verulegt magn af skuldabréfum þeirra sömu landa.

Markaðurinn mun sem sagt sjá, að fjármálakrýsan mun fyrir bragðið magnast við þessar aðferðir - og halda áfram að gera það um fyrirsjáanlega framtíð.

Miðað við það hve staðan er þegar tæp fyrir fjölmarga banka - miðað við framreikning um áframhaldandi táradal fyrirsjáanlega um langa framtíð; sem sagt að ekki er unnt að sjá út hvenær hlutir fara að batna.

Þá spái ég því að markaðurinn jafnvel þegar í næstu viku, jafnvel þegar nk. mánudag, muni beita sér gegn evrunni.

Það verði gerð atlaga að henni!

 

Niðurstaða

Ég er þess fullviss að leið innri aðlögunar er ófær fullkomlega fyrir aðildarríki evru í S-Evrópu. Þetta tel ég að markaðurinn sé að líkum búinn að átta sig á. Ég hugsa að í tómi helgarinnar, þegar menn hafa frið til að hugsa málið, þá sjái þeir að samþykkt sú er ríki Evrópu gerðu aðfararnótt sl. föstudag sé alls engin redding. Þvert á móti, sé ekkert fyrirsjáanlegt annað en versnandi ástand.

Mér finnst því líklegt að mjög fljótlega verði gerð atlaga að evrunni.

En það er augljóst að einhvern tíma kemur að þeim punkti - að hún verðfellur og það hraustlega.

Það má vera að sá tímapunktur sé nk. vika.

Sjá áhugaverð grein: Questioning the Legality of a Separate Euro Treaty - By Christoph Schult

Það er full ástæða að ætla að nýi sáttmálinn sé einfaldlega ólöglegur.

 

 

 

Kv.


Bloggfærslur 10. desember 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 246
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 870101

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband