30.11.2011 | 23:30
Mun sameiginleg aðgerð nokkurra stórra seðlabanka bjarga evrunni?
Þetta er reyndar smá "hyperbole" því í reynd hefur samfellt síðan í september sl. verið í gangi peningadæluaðgerð sömu seðlabanka, þ.e. :
- Seðlabanki Bandaríkjanna.
- Seðlabanki Bretlands.
- Seðlabanki Sviss.
- Seðlabanki Japans.
Það sem þeir hafa nú gert, er eitthvað sem mætti kalla tjúnnun á prógramminu, sem hafið var í september og þá skv. tilkynningum átti að ná fram til nk. áramóta.
Sjá: 15.9.2011 | 16:36 Helstu seðlabankar heimsins, koma Evrusvæði til aðstoðar!
Markets cheer bank liquidity move :"In a co-ordinated move with the other central banks the US Federal Reserve slashed the penalty rate that it charges them on dollar liquidity from 100 to 50 basis points."
- Sem sagt, Seðlabanki Bandar. lækkar þóknun sína úr 1% í 0,5%, svo hinir Seðlabankarnir geti endurlánað dollara gegnt minni kostnaði..
- Prógrammið er framlengt til 1. febrúar 2012 í stað þess að renna út 1. janúar 2012, eins og áður var áformað.
- "That's it" - þetta er nákvæmlega sama prógrammið og hófst í september sl. að öllu öðru leiti, þ.s. Seðlab. Bandar. afhendir dollara svo hinir Seðlab. geti endurlánað þá.
Sjá tilkynningu Federal Reserve: Release Date: November 30, 2011
- Það sem þessi aðgerð gerir, er að tryggja að til staðar sé nægt framboð af dollurum - svo bankar séu ólíklegri en annars að lenda í vandræðum með skuldbindingar í dollurum.
Það kemur sér auðvitað vel fyrir Seðlabanka Evrópu að fá þessa aðstoð Seðlab. Bandar. ásamt þátttöku hinna Seðlab. í prógramminu, þ.s. ECB getur auðvitað ekki prentað dollara, og ECB þá með þessu getur veitt neyðarlán 3. mánuði í senn skv. prógramminu.
Þetta eru auvitað klassísk neyðarlán - og þau hafa þá takmörkun að þau eru einungis veitt svo lengi sem viðkomandi bankastofnun hefur eignir sem ECB tekur góðar og gildar.
En þessi aðstoð er búin að vera í gangi síðan í september - og áhrif hennar fram að þessu á evrukrísuna hafa verið óveruleg!
- Þetta auðvitað gerir ekkert fyrir skuldastöðu landa í vanda.
- Ekkert heldur fyrir hallarekstur ríkissjóða.
- Né þann viðskiptahalla nokkurra þjóða, sem einnig er að valda stöðugri söfnun skulda.
- Og það eru í reynd þessir þættir sem eru bakgrunnur bankakrýsunnar í Evrópu, því vegna þess hve bankarnir eiga mikið af skuldum einstakra aðildarríkja, þá veldur það bönkunum mjög verulegu tjóni - þegar einstök ríki komast í vandræði, og óvissa skapast um greiðslugetu þeirra.
- Því þá verðfalla skuldabréf þeirra ríkja, þ.e. eign bankanna rýrnar að verðgildi, hún verður minna virði en upphaflegt kaupverð, sem er bagalegt fyrir bankastofnanir sérstaklega ef sú rýrnun skapar tap sem nemur verulegum upphæðum.
- Tap banka vegna verðfalls ríkisbréfa ríkja í vandræðum, er farið að framkalla verulega óvissu um - ekki einungis lausafjárstöðu, heldur hreinlega eiginfjárstöðu fj. bankastofnana.
Þá kemur einmitt að lykilvandanum, en neyðarlán stoða lítt nema vandræðin séu vegna skorts á lausafé - en ekki vegna þess að eiginfé viðkomandi stofnunar er á hröðu undanhaldi.
Af hverju hækkuðu markaðir svo mikið í gær?
Mér finnst það reyndar full mikil hækkun vegna tilefnisins, en ódýrari neyðarlán - er eðlilegt að hækki gengi hluta bankastofnana eitthvað.
En það virðist að baki hækkuninni liggi einnig orðrómur um það, að Seðlabanki Evrópu ætli sér að leggja meira til í sarpinn.
En það væri sosum ekki í fyrsta sinn að markaðurinn hleypur eftir orðróm!
- The Dow Jones is up 4.24pc - its biggest gain since March 2009 -
- the S&P 500 rose 4.33pc and
- the Nasdaq climbed 4.17pc.
- The FTSE 100 climbed 3.16pc,
- the CAC gained 4.22pc and
- the DAX rose 4.98pc.
Niðurstaða
Seðlabanki Evrópu getur nú veitt neyðarlán í dollurum til evr. banka í vandræðum, gagnvart vöxtum sem hér eftir verða 0,5% lægri - væntanlega.
Það hjálpar sjálfagt einnig eitthvað að sameieginleg aðgerð seðlabankanna sem hófst í september skuli nú framlengd um mánuð.
Ég sé þó ekki að þetta boði nokkra dramatíska breytingu.
Finnst viðbrögð markaða vera dálítið yfirdrifin - eignilega hysterísk.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.12.2011 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2011 | 01:15
Fjármálaráðherrar Evrópu bjóða upp á gamla hugmynd, ekki einu sinni í nýjum klæðum
Niðurstaða fundar fjármálaráðherranna, er að endurvekja hina áður misheppnuðu hugmynd um það, að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis (ESFS - skv. enskri skammst.) án þess að í hann sé lagður nokkur nýr peningur, af hálfu aðildarríkjanna sjálfra.
- Síðast er sú hugmynd var lögð fram, átti að fá Kínv. - Japani - S-Kóreu - Indland - Brasilíu o.flr. að leggja í reynd fram fjármagnið.
- Þetta var auglýst sem stækkun ESFS í 1.000ma.. Menn létu taka af sér myndir. Létu eins og öllu væri bjargað.
- En hvernig sem sölumenn ESB reyndu að selja þ.s. góða fjárfestingu að kaupa inn í púkkið, þá var niðurstaðan sú að enginn fékkst til þess - enginn.
Niðurstaða fundarins er sem sagt að endurvekja þessa hugmynd, tja - þeir geta greinilega ekki fundið neina betri.
En nú er það "Plan B" að selja til fjárfesta ekki einstakra ríkja, þá hugmynd að kaupa sig inn í það púkk sem boðið er upp á. En í reynd felur hugmyndin í sér að gera ESFS að einni risastórri afleiðu, þ.s. aðildarríkin nýta þær ábyrgðir sem þau þegar hafa lagt ESFS til - en bjóða að ábyrgjast 20% af tapi þeirra aðila sem verða meðeigendur.
- Þannig með því að minnka áhættu, var og er vonast eftir að fjárfestar fáist út á vextina í boði.
En ef þessi hugmynd var vonlítil fyrir nokkrum vikum síðan - er hún fullkomlega vonlaus nú!
Bloomberg: EFSF Gets Ministers Approval for Expansion
Reuters: Euro unmoved by EFSF plans, market burned before
Telegraph: Wolfgang Schauble admits euro bail-out fund won't halt crisis
Wall Street Journal: Euro Zone Boosts Rescue Fund
- Þó svo þeir séu ekki lengur að tala um 1.000ma. þá er enn vonast eftir heildarupphæð á milli 500-750ma..
Sem ath. er ekki til í dag, heldur hefur ESFS einungis getu til að lána rúml. 200ma. fræðilega séð, ef tekið er mið af því sem þegar hefur verið lánað, og því sem ESFS á eftir að nýta af ábyrgðum landa sem enn hafa "AAA" lánshæfiseinkunn. En einungis ábyrgðir þeirra eru í reynd nothæfar ef skuldabréfaútfága ESFS á að fá "AAA" vottun.
- Þetta þíðir að þeir eru að dreyma um að útvega milli 300 og 500ma. á mörkuðum.
- Sem mér sýnist óheyrilega bjartsýnt miðað við að Þýskalandi sjálfu í sl. viku tókst ekki að selja 6ma. af skuldabréfum, náði bara að selja 3,9ma. þ.e. 35% vantaði upp á.
- Bendi á að í gær seldi Ítalía bréf á óheyrilega dýrum verðum þ.e. 7,56% fyrir 10 ára bréf, 7,89% fyrir 3 ára bréf.
- Seðlab. Evr. hefur verið að hjálpa þessum útboðum hinna ríkjanna - eða í reynd Bundesbank eða gamli Seðlab. Þýskal. sem enn starfar sem hluti af ECB, en Bundesbank hefur í reynd alltaf eða nær alltaf verið að kaupa er ECB kaupir því innan Bundesbank eru peningarnir til.
- Ég held að þ.s. gerðist er Þýskaland seldi og Bundesbank keypti þau 35% sem upp á vantar, hafi einungis verið þ.s. er í gangi á þessum uppboðum.
- Vegna þess að það var Þýskal. sjálft að selja, þá keypti Bundesbank beint þ.s. á vantaði án þess að vanalega er það kallað að ECB kaupi, og þá kemur það hvergi fram í opinberum gögnum fyrr en eftir á. Þá einungis þannig að þeir segja frá heildarupphæð þess sem var keypt þá vikuna, en ekki hvaða upphæð hér eða þar.
- En Bundesbank tilkynnti um það um leið - megin munurinn hafi verið gangsægi, í það skiptið.
Ef þessi grunur er réttur - þá útskýrir það af hverju útboð Þýskalands misheppnaðist, meðan önnur uppboð t.d. Ítalíu í gær eru sögð hafa heppnast - en þetta virðist manni ekki alveg ganga upp.
Þá eru þau í reynd öll misheppnuð upp á síðkastið, en Bundesbank bakvið tjöldin hefur verið að redda þeim - en fyrir allra augum í þetta eina skipti.
En að auki, ef sá grunur er réttur - þá er ekki nokkur hinn minnsti möguleiki á því að það verði unnt að safna þeim ógnar upphæðum sem talað er um, með sölu bréfa til fjárfesta á markaði.
Þá er skuldabréfamarkaðurinn í Evrópu í reynd hruninn - og þessi áætlun enn eitt dæmið um algert gagnsleysi þeirra sem ráða ráðum innan ESB þessa dagana og vikurnar.
Það er einmitt þ.s. mér sýnist!
PS: Það er víst hluti af samkomulagi ráðherranna, að nýta AGS sbr:
"Jean-Claude Juncker, chairman of the so-called "Eurogroup": We also agreed to rapidly explore an increase of the resources of the IMF through bilateral loans, following the mandate from the G20 Cannes summit, so that the IMF could adequately match the new firepower of the EFSF and cooperate even more closely."
Hugmynd að AGS setji upp björgunarsjóð á móti, áhugavert að sjá - en þó Evrópa ráði rúml. 30% atkvæða innan AGS, þá ræður hún ekki þar öllu - eða ekki alveg öllu.
Allra síst getur hún neytt fram framlög annarra ríkja - en sjóður AGS er fjármagnaður af aðildarríkjum AGS sameiginlega.
Niðurstaða
Ekki sýnist mér björgun að fá, frá uppvakningu fjármálaraðherra evrusvæðisríkja á þeim draug, sem þeir fyrir rúmum mánuði kynntu sem björgunina miklu.
-----------------------------
Það virðist vera svo að AGS eigi að koma til skjalanna cirka 50/50. Þ.e. nýtt. En þ.e. ekki beint svo að Evrópa geti ein ákveðið slíkt.
Fyrir mánuði þverneituðu aðildarlönd AGS að koma til aðstoðar - sögðu vandann vera á ábyrgð Evrópu sjálfrar, hennar að leysa hann.
Á hinn bóginn er ESFS klárt alltof lítlll - og ljóst virðist nú að aðildarríki Evrusvæðis hafa endanlega gefist upp á frekari tilraunum til að stækka hann. Jafnvel þó áætlanir gangi fullkomlega upp, sem ég stórfellt efast um - þá er hann stækkaður skv. þeirra hugmyndum of lítill til að redda Spáni einsömlum - hvergi nærri dugar til að halda Ítalíu á floti nema kannski í eitt ár.
Fjármálaráðherra Þýskalands kvá á fundinum hafa áréttað eina ferðina enn, harða andstöðu við hugmynd um svokölluð Evrubréf. Að auki um það að heimila Seðlab. Evr. að prenta án takmarkana - sem virðist mér eina leiðin til að bjarga evrunni - hið minnsta um einhverja hríð.
---------------------------
Spurning um það hverskonar fundur - næsti fundur fjármálaráðherra Evrusvæðis verður þann 9. des nk. Sumir gárungar hafa hent því upp - að það verði kveðjufundur. Síðasta kvöldmáltíðin!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 30. nóvember 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar