Eigum við að segja upp EES eins og Ögmundur Jónasson vill?

Ég get ekki skilið orð Ögmundar Jónassonar í viðtali á RÚV með öðrum hætti, en að hann vilji losna við EES samninginn sem allra fyrst. Sjá: Vill jafnar hömlur á fjárfestingar

"„Ég vil taka umhverfið allt til skoðunar með það fyrir augum að tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir landi, víðernum landsins og auðlindum okkar lands," segir Ögmundur og þá gildi einu hvort útlendingar sem hér vilja fjárfesta séu frá Svíþjóð eða Singapúr."

Ég sé ekki hvernig þ.e. samrímanlegt við veru innan EES, að samræma reglur um eignaraðild útlendinga á landi hér, og samtímis triggja innlenda eignaraðild.

Því innan EES eða regluumhverfis ESB á sviði samkeppnisregla, gildir að útlendingar á EES eða frá ESB, hafa sama rétt og við Íslendingar til eignar á landi.

Svo ég get ekki gert ráð fyrir öðru en því, að Ögmni vilji EES samninginn burt!

Ágætt er að muna að regluumhverfið í heiminum er mjög breytt síðan EFTA samningurinn tók gildi 1971. En tollar í alþjóðaumhverfinu eru miklu lægri en þá. Þannig að tjónið er miklu minna í dag, þ.s. tollar á iðnvarning eru ekki nema á bilinu 4-10%, ekki lengur tugir prósenta. Sem meðlimir Heims Viðskiptastofnunarinnar/World Trade Organization (WTO) njótum við ákveðinnar verndar, t.d. sbr. regla um svokölluð bestu kjör - sem þíðir sem dæmi að Evrópa má ekki veita okkur verri kjör en Evr. veitir öðrum ríkjum sem starfa á grundvelli regla WTO. WTO rekur dómstól, og slík mál má kæra - og ESB er skuldbundið til að hlíta þeim úrskurðum.

Alþjóðlega reglu-umhverfið er allt annað í dag, sem í reynd dregur úr mikilvægi frýverslunarsamninga miðað við það mikilvægi er þeir áður höfðu.

Sem þíðir ekki að þeir hafi ekkert gildi!

 

Hvaða þíðingu hefði það að hafa ekki lengur EES samninginn?

1993 nr. 2 13. janúar Lög um Evrópska efnahagssvæðið

Tjón:

  1. Án frýverslunarsamnings við Evrópu þurfa okkar útfl. aðilar að borga tolla, bæði af álinu og af fiski. Þetta væri á bilinu 4-10% skerðing útfl. tekna, sem væri bein lífskjaraskerðing.
  2. Það gæti þurft kannski allt að 10% gengislækkun krónu til að vega upp á móti, skerðingu tekna fyrirtækjanna af tollum - svo viðskiptajöfnuður haldist jákvæður að nægilegu marki.
  3. Að auki hafa okkar fyrirtæki ekki lengur sjálfvirka heimild til að starfa innan Evrópu, þurfa þá eins og bandar, kínv., S-kóreönsk, rússnesk o.flr. - að sækja um heimild frá ráðuneyti viðkomandi ríkis, til að hefja starfsemi í landi X.
  4. Sama gildir um einstaklinga, þeir fá ekki lengur sjálfvirka heimild til að starfa innan Evrópu, verða að útvega sér atvinnuleyfi.
  • EES samningurinn er uppsegjanlegur með árs fyrirvara - sem gefur væntanlega aðilum tíma til að útvega sér starfsheimildir eða starfsleyfi, sem í flestum tilvikum ætti að ganga, enda yfirleitt ekki nein veruleg tregða til þess að veita slík leyfi - þó auðvitað slíkt geti einnig brugðist.
  • Flestir þeir Íslendingar er starfa erlendis, eru innan Norðurlanda - og langflestir þeirra ættu að geta fengið starfsleyfi, svo þ.e. ekki sérlega líklegt að við værum að tala um að þetta 40þ. eða svo myndi vera hrakið heim, heldur myndi það fólk langflest halda hindrunarlaust áfram sínum störfum.
  • Enda Norðurlönd yfirleitt ekki óvinsamleg Íslendingum.

Tjón fyrirtækja er þó nokkuð t.d. Marels, Össurar og CCP - þ.e. þau geta ekki lengur sjálfvirk flutt starfsm. milli landa, starfsleyfi geta verið tafsamt ferli og því fylgir e-h kostnaður v. óhagræðis.

Þau þurfa þaðan í frá, að útvega sér starfsleyfi fyrir starfsemi sína í Evrópu, geta ekki sjálfvirkt sett upp sjoppu í Evrópulandi X. Því fylgir e-h óhagræði, þó svo að slík leyfi séu ekki með þeim hætti að þau séu íllfáanleg, þá tekur þetta alltaf e-h tíma.

Síðan þurfa þau þá að fara í gegnum tollskoðun með varning frá Ísl. til Evr. héðan í frá, bendi þó á að þ.e. sama kvöð sem er til staðar í tilviki starfsemi í Bandar. Þetta er einhver kostnaður - sem getur komið ef þau eru að flytja varning milli landa, en má vera að þau geti fengið slíkann toll endurgreiddann, ef þetta er innan fyrirtækisins. Ég held reyndar að það séu reglur um slíkt.

Það sem fer, er ákveðið kostnaðarforskot sem þau fyrirtæki hafa á keppinauta í löndum utan Evrópu, en þá auðvitað þaðan í frá eru þau að starfa í sama umhverfi og fyrirtæki frá Bandar., S-Kóreu, Japan, Rússlandi, Kína - sem starfa að einhverju leiti innan Evrópu.

Hvort þ.e. lykilatriði að missa það forskot - að sjálfsögðu munu forsvarsmenn þeirra berjast um hæl og hnakka gegn slíkri breytingu; en vel rekin fyrirtæki eiga að geta búið við þetta, fyrst að vel rekin fyrirtæki frá Bandar., S-Kóreu, Japan og víðar, það geta.

 

Lykilatriðið er eiginlega, rekstrarumhverfi hér innanlands!

Hvort þ.e. samkeppnisfært v. rekstrarumhverfi í þeim löndum! Því miður hefur ríkisstjórnin einmitt verið að vinna stórfellt tjón á rekstrarumhverfi ísl. fyrirtækja - með skattalagabreytingum sem auka rekstrarkostnað, gera það dýrara að hafa fólk í vinnu, auka kostnað v. fjármögnun o.s.frv.

  • Það væri einmitt lykilatriðið, að ef ákvörðun væri tekin um að yfirgefa EES - þá yrði að bæta okkar fyrirtækjum það upp hér í innlendu skattalegu umhverfi sem og regluumhverfi.
  • Ef Ísland er skattalega og í laga og reglu-umhverfi, algerlega samkeppnisfært við - Japan, S-Kóreu, Bandar. o.flr., þá þarf ekki að kvíða afleiðingum þess að hætta í EES.

Þær afleiðingar verða þá ekki umfram - þá tekjuskerðingu sem tollarnir valda. Kannski um 10% lífskjaraskerðing heilt yfir.

En ef áfram verður haldið á þeirri vegferð að skerða hér starfsumhverfi fyrirtækja, síðan er bætt því þar á ofan að yfirgefa EES - gætu efnahagslegar afleiðingar orðið verulega alvarlegar.

 

Hvað vinnst hugsanlega á móti?

Það er eiginlega að losna við bannið við því að mismuna erlendum aðilum á kostnað innlendra.

  • Við munum eftir Impregilo, en þaðan í frá gæti ekki erlendur verktaki komið með starfsm. sína hingað, eða reiknað með því að geta komið hingað með sína starfsm.
  • Erlendar ferðaskrifstofur geta þá ekki lengur sjálfvirkt hafið samkeppni hér v. okkar innlendu ferðaskrifstofur, flutt starfsm. sína með sér - þá getum við látið okkar ferðaskrifst. að mestu einoka ferðamannaiðnaðinn, og ísl. starfsm.
  • Útlendingar hafa ekki lengur rétt til þess að kaupa hér land, þ.e. jafnan rétt til þess og Íslendinga. Við getum því ef við kjósum svo - komið í veg fyrir það að land sé selt til útlendinga.
  • Ef erlendir aðilar vilja fjárfesta hér, er þá unnt að krefjast þess að innlendir verktakar, íslendingar - fái störfin. Nema auðvitað að ekki sé þá þekkingu að fá hérlendis.

Það væri hentugast að settar verði almennar reglur um það, hvenær má koma hingað með erlenda starfsmenn - svo það liggi fyrir, ekki sé sú kvöð að þurfa sérheimildir.

Reglur séu sem sagt gegnsægjar.

 

Mun þetta hindra erlenda fjárfestingu?

Það efa ég reyndar. Ég held að stærra atriði sé stöðguleiki í innlendu laga og reglu-umhverfi, en hvort við það eru tollar á okkar útflutning á bilinu 4-10%. Það má ekki vera þannig að því umhverfi sé raskað á 4. ára fresti. Heldur verður að vera samstaða um það - hvernig það skal vera, og það verður að vera - af fyrsta klassa:

  • Ferðamenn koma hingað vegna þess að þeir eru að sækjast eftir Íslandi sjálfu.
  • Fyrirtæki sem vilja nýta orku, eru að sækjast eftir henni - tollar þíða einflaldega að við tökum þá tekjuskerðingu ekki fjárfestirinn.
  • Vel rekin fyrirtæki í Bandaríkjunum, S-Kóreu, Japan - hafa verið að hefja starfsemi út um heim, þó þau þurfi að búa við það að tollar séu til staðar, og að þau geti ekki flutt viðstöðulaust starfsm. milli landa.
  1. Gott skattaumhverfi.
  2. Gott lagaumhverfi.
  3. Skilvirk stjórnsýsla.
  • Þetta eru stærri atriði - að mínu viti.

 

Niðurstaða

Tek fram að ég er ekki endilega að mæla með uppsögn EES. En því fylgja ekki eingöngu ókostir að losna út úr því lagaumhverfi sem þar ríkir. Afleiðing algerlega óhjákvæmilega væri nokkur lífskjaraskerðing - ofan á þá skerðingu lífskjara sem þegar er orðin.

En þetta gerir ekki Ísl. að Kúpu norðursins. Þetta hindrar ekki sókn til lífskjara.

Þetta myndi þó gera enn stífari kröfur til okkar um það að hafa samkeppnisumhverfið hér í lagi - því með uppsögn EES væri það samkeppnisforskot innan Evrópu fyrir bý, sem sá samningur gefur okkar fyrirtækjum umfram fyrirtæki sem hafa lönd utan Evrópu sem heimaland.

Ef við gerum okkar laga-, reglu- og skattaumhverfi samkeppnisfært á við þ.s. best gerist annars staðar, þá er engu að kvíða.

En ef við segjum upp EES í því samhengi, að haldið sé áfram jafnharðann þeirri vegferð að skerða starfsumhverfi fyrirtækja hér innanlands, þá verður tjónið af uppsögn EES hugsnlega verulegt!

 

Kv.


Bloggfærslur 27. nóvember 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband