20.11.2011 | 17:52
Bjarni Ben leiðir Sjálfstæðisflokkinn áfram!
Samkvæmt fréttum fékk Bjarni Ben 727 atkvæði eða 55%, Hanna Birna 577 atkvæði eða 44%. Bjarni hafði þetta sem sagt, en þetta er enginn stórsigur. Hann væntanlega verður umdeildur áfram, ekki fullkomlega fastur í sessi. Og Hanna Birna hefur einn séns enn til að velta honum, sem má vera að hún láti reyna á - en 1,5 ár er í Alþingiskosningar. Þannig að tími er fyrir einn landsfund enn fyrir þær kosningar.
Endurkjör Bjarna breytir litlu - Evrópumálin óleyst
Bjarni endurkjörinn formaður með 55 prósentum atkvæða. Hanna Birna: Enn sömu skoðunar um forystuna
Mínar efasemdir
Hafa snúist um Vafningsmálið og N1, þó svo að Bjarni þverneiti allri vitneskju um þ.s. gerðist í tengslum við Vafning, þær ákvarðanir er leiddu til stórfellds tjóns - sem skattborgarar á endanum tóku að sér skv. ákvörðun Steingríms J.
Sjá: DV.is - Fréttir - Bjarni Benediktsson tók þátt í broti
- Að auki var Bjarni einnig stjórnarformaður N1 hf.
En það félag hefur einnig þurft á björgun að halda, en þó umdeilt sé hve mikið stjórnarformaðurinn vissi um þær fjárfestingar sem síðar meir sliguðu félagið þannig að það þurfti að fá stórar upphæðir afskrifaðar af skuldum, svo félagið yrði ekki gjaldþrota.
Þá lítur það virkilega ílla út - að Bjarni Ben hafi á sl. áratug verið stjórnarformaður tveggja félaga, og að í báðum tilvikum hafi orðið ma. - ma. tuga tjón.
- Þetta setur efasemdir um hans stjórnvisku, mat á áhættu bakvið ákvarðanir, skynsemi.
Jafnvel þó hann sé ekki beint brotlegur, þá í besta falli bregst hann eftirlitshlutverki sínu sem stjórnarformaður, að fylgjast ekki betur með - þegar ákvarðanir eru teknar er leiða til stórfellds tjóns, setja fram spurningar um það hvort þær ákvarðanir eru skynsamar o.s.frv.
Spurning hvort þetta sé sá leiðtogi sem þjóðin vill til framtíðar?
Ég vonaðist eftir Hönnu Birnu
Vegna þess að hún er ekki með eins stór mál á bakinu - andstæðingar hafa því færri vopn gegn henni.
En augljóslega munu málin alltaf stöðugt koma upp, þegar Bjarni Beitir sér fyrir flokkinn - vera honum og þannig flokknum fjötur um fót. Hann mun alltaf og flokkurinn um leið, þurfa að glíma við þann mótvind, sem liggur í þeirri torgriggni sem aðkoma hans að ofangreindum málum skapar honum - sem mun þá einnig bitna á flokknum.
Kannski er hann það öflugur leiðtogi, að hann geti einfaldlega hrist þetta allt af sér - þ.e. sjálfsagt veðmál þeirra flokksmanna sem studdu hann.
En, það hefði tvímælalaust verið auðveldara fyrir Framsóknarflokkinn - að starfa með Hönnu Birnu. Enda flokkurinn með góða reynslu af henni, í borgarstjórn.
Framsóknarflokkurinn hefði átt auðveldara með það að glíma við þá gagnríni, að vilja halla sér að Sjálfstæðisflokknum enn á ný, með sitt spillingarorð ekki síður frá fyrri tíð en sjálf Framsókn, ef formaður með minna spillingarorð í augum almennngs, hefði leitt Sjálfstæðisflokkinn.
Fyrir bragðið mun Framsóknarflokkurinn þurfa að viðhalda ívið meiri fjarlægð við Sjálfstæðisflokkinn, en ella - til að eiga betur með að endurreisa sína fyrri góðu ímynd.
Niðurstaða
Framósknarflokkurinn mun þurfa að viðhalda meiri fjarlægð frá Sjálfstæðisflokknum, vegna þess að Framsóknarflokkurinn er að leitast við að endurskapa sína ímynd, og enn frekar á svo við fyrst að Bjarni Ben var endurkjörinn - þó svo það væri ekki með miklum mun, léleg kosning fyrir sitjandi formann.
Þetta getur flækt næstu stjórnarmyndun, því Framsóknarmönnum mun ekki finnast það þægilegt - að hafa Bjarna Ben sem ráðherra eða forsætisráðherra.
Spurning hvort unnt væri að leisa málið, með því að skipa ráðherra sem ekki eru þingmenn.
Þannig að hvorugur formannanna taki ráðherrasæti, enginn þingmannanna heldur.
Kv.
20.11.2011 | 04:07
Væri frjáls innflutningur matvæla stórgróði fyrir almenning?
Um daginn var unninn sérkennileg skýrsla um það að hvaða marki þarf að auka stuðning við bændur, svo þeir standi á sléttu - ef frjáls innflutningur landbúnaðarvara er heimilaður. Skv. fréttum er útkoman að einungis aukningu um 5ma.kr. þurfi til, en í dag er stuðningur upp á 9ma.kr. v. landbúnað.
- Vandi við þetta, er að höfundar skýrslu miða við 20% hækkun krónunnar - en allt önnur tala kemur í ljös auðvitað, ef við miðum við gengið í dag og/eða 20% lægra gengi.
- Að sjálfsögðu er tóm steypa, að reikna með gengishækkun - en gengislækkun á hinn bóginn er mjög líkleg, sbr. að verð á aflandskrónum hafa sl. 1,5 ár verið um 40% lægra en Seðlab. gengi krónu.
Það gengi aflandskróna inniber þó veðmál fjárfesta er hafa keypt þær krónur, um það að þegar höft verða losuð komi þeir út í gróða, annars hefðu þeir ekki keypt þær eftir allt saman - þannig að þeir reikna með ívið minni lækkun hennar frá núverandi gengi Seðlabanka en þeirra kaupverði.
Segjum að þeirra veðmál sé rétt - þá er líklegt gengisfall við losun hafta á bilinu 20-30% sennilega, sem gerir fyrir þá hagnað á bilinu 10-20%, meiri í einhverjum tilvikum. Sem sagt góður díll.
Fleiri punktar úr skýrslunni voru:
- Matvælaverð í Evr. að meðaltali 30% lægra - sem er minni munur en ég hélt.
- 26% lægra í Svíþjóð en hér.
- Verð til bænda í Finnlandi hafi lækkað um 40-50% fljótl. eftir inngöngu.
- Verð á svínakjöti lækku um 41%.
- Eggjum um 44%.
- kjúklingum um 50%.
- Um 25% á mjólkurvörum.
Önnur vandamál við forsendur
- Spurning hvort sú forsenda að lægra matvælaverð erlendis myndbyrtist örugglega hér að sama skapi:
- flutningskostnaður er töluverður hingað - en hann mun minnka e-h þá verðlækkun sem raunverulega verður möguleg.
- fákeppni í matvælaverslun, er líklegt er að verslanir gípi tækifærið til að taka til sín hærra hlutfall heildarverðs, í gegnum hækkaða álagningu.
Svo er það viðskiptajöfnuðurinn
- En ef innflutningur matvæla ryður innlendri framleiðslu, svo minna er hér framleitt og það í stað flutt inn.
- Þá um leið, verða ruðningsáhrif þess innflutnings á annann innflutning á varningi.
- En gjaldeyristekjur okkar eru takmarkaðar.
- Þannig, að ef innflutningur eykst í heildina, getur skapast viðskiptahalli - sem er ósjálfbært ástand.
- Þannig, að ég reikna fastlega með því að Seðlabankinn muni eftir sem áður gæta að viðskiptajöfnuðinum, og lækka krónuna eftir þörfum til að triggja að nægur afgangur sé til staðar.
- Með öðrum orðum, ég reikna með því að gengið verði fellt - til þess að gæta að því að heildarinnflutningur aukist ekki þannig að ósjálfbær viðskiptahalli skapist.
Þannig að aukning lífskjara sem skv. þeim sem vilja frelsi í innflutningi matvæla - verði til muna minni en þeir halda, því þegar þeir reikna taka þeir ekkert tillit til áhrifa aukins innflutnings matvæla á viðskiptajöfnuðinn.
Ég er ekki einu sinni viss um að nettó aukning lífskjara yrði.
Annar kostnaður sem vanalega er ekkert tillit til tekið
- Allt landbúnaðarlandið sem hætt verður að nýta sem slíkt.
- Atvinnutækin sem hætt verður að nýta - þ.e. glötuð fjárfesting.
- Tap í formi lækkandi verðlags á landbúnaðarlandi og einnig húsnæði á jörðum, ásamt líklegum gjaldþrotum skuldugra bænda.
- Svo er það menningin tengd landbúnaði hérlendis - en heilu samfélögin geta lagst af.
- Einhvers staðar þarf nýtt húsnæði fyrir þá bændur, sem leita til þorpa og bægja í atvinnuleit.
Það sem ég vil gera í staðinn með íslenskann landbúnað!
Það kemur allt fram í eldri færslu, og ég hef ekkert við það að bæta sem þar stendur:
Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur!
- Lausnin er sem sagt, að auka skilvirkni og þjóðhagslega hagkvæmni innlends landbúnaðar.
- En, sleppa því drakoníska skrefi sem Samfylking vill fara - þ.e. að opna allt upp á gátt, en þá einfaldlega efast ég um að margt annað lifi en sauðfjárrækt að einhverju marki, og hrossarækt.
- Einhverjir fáir bændur ef til vill ná að sérhæfa sig, í framleiðslu á dýra sérhæfða markaði.
Ég held einnig að í framtíðinni, muni það aftur aukast að hver þjóð framleiði þ.s. hún getur heima fyrir, flytji fyrst og fremst það inn - sem ekki er unnt að framleiða með hagkvæmum hætti.
En ég tel að hækkandi eldsneytiskostnaður muni smám saman, minnka verslun yfir langar vegalengdir.
Niðurstaða
Ég tel að það sé stórlega íktur sá meinti hagnaður fyrir lífskjör almennings, sem frjálsum innflutningi matvæla myndi raunverulega fylgja. En, stóra málið er að ef innflutningur ryður innlendri framleiðslu, þá á móti þarf sá innflutningur að ryðja að einhverju marki öðrum innflutningi. Það er, að aukinn innflutningur matvæla þíði að það tapist innflutningur á einhverjum öðrum vörum, þ.s. ekki má skapa viðskiptahalla.
Þess verði gætt, að viðskiptajöfnuður verði ekki óhagstæðari eftir breytingu, svo að halli keyri landið ekki í þrot eða ónógur afgangur það geri.
Þannig, að gengið verði þá látið síga á móti, til að tékka af jöfnuðinn.
Um leið er þá minnkaður umtalsvert sá hagnaður fyrir lífskjör, sem á að verða.
---------------------------
Svo þarf að taka tillit til alls þess kostnaðar sem mun fylgja þeirri miklu röskun á landbúnaðarsvæðum hérlendis, því að heil landbúnaðarhéröð geta lagst af eru líkleg til að gera það, því verðmætatapi sem verður þá þegar landverð fellur, tæki sem fjárfest hefur verið í nýtast ekki, sama um húsnæði o.s.frv. Síðan kostnaður við það, að skapa önnur störf, reisa annað húsnæði annars staðar o.s.frv.
Svona mál má ekki bara skoða af meintri kredit hlið - meta þarf einnig debit hliðina.
Kv.
Bloggfærslur 20. nóvember 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar