14.11.2011 | 23:34
Er að vaxa upp ný ógn við lýðræði í Evrópu?
Krísur gera oft skrítna hluti, en þekkt er að þær ná fram því besta og einnig því versta í mannsandanum. Spurning hvort við erum farin að sjá einhverja byrtingarmynd af því slæma, í athöfnum valdamikilla aðila innan Evrópusambandsins.
Sannarlega er það samband lýðræðisríkja, en eins og margir hafa orðið varir við, hefur orðið breyting á vegna krísunnar - nokkurs konar tvíeikis stjórnun virðist nú ríkja á Evrusvæði.
Þetta blundaði kannski undir niðri, þ.e. möguleiki sem ekki hafði myndbyrst en var búinn um nokkuð skeið að blunda undir niðri sem "potential".
Án krísunnar hefði þetta hugsanlega ekki gerst, þ.e. aðilar hefðu ekki þorað að hegða sér með þeim hætti, en krísan kom - og það virðist vera orðinn til óformlegur aðgerðahópur nefndur Frankfurtarhópurinn, skipaður einstaklingum í áhrifastöðum innan mikilvægra stofnana ásamt forseta Frakklands og kanslara Þýskaland, ásamt því að núverandi yfirmaður AGS kvá sjást á fundum með hópnum.
Að mörgu leiti er myndun slíks hóps skiljanleg, því krísa krefst skjótra ákvarðana - sem verður að viðurkennast, ESB 27 eða Evra 17 - eru ekki fær um.
En, svo ég kvarta ekki beint undan því að slíkur hópur sé myndaður - heldur bendi á þá freystingu sem er til staðar, þegar loks er búið að mynda tiltölulega fámennann hóp valdamikilla einstaklinga, sem geta komið hlutum til leiðar með skjótum hætti - ef þeim sýnist svo.
Hálfgildings-valdarán í Grikklandi og Ítalíu?
Sjá mjög áhugaverða grein í Spectator: If you thought the EU couldnt get any less democratic, meet the Frankfurt Group
- Það eru vísbendingar uppi um að á sl. 2 vikum hafi aðgerðahópurinn með skipulegum hætti, komið tveim lýðræðislega kjörnum forsætisráðherrum frá völdum!
- Við eru teknir einstaklingar sem hópurinn treystir - til að vinna það verk sem þeim hefur verið falið að vinna.
- Má líkja þeim við - "governor" eða landstjóra. Auðvitað er líkingin ófullkomin, en Monti er fyrrum kommissari "Commissioner" beint úr innstu herbúðum Framkv.stj. ESB - mjög hæfur maður sbr. "super Mario". Sennilega mun betri stjórnandi en Berlusconi, sem enginn utan Ítalíu elskar. Á hinn bóginn, fannst mér virkilega ílla farið með George Papandreo, þakklætið sé lítið fyrir stöðuga baráttu hans við eigin innanlandspólitík, við það að fara eftir skipunum klíkunnar. En hann ákvað að leita til landsmanna - kjósenda, sem virðist í augum klíkunnar algert bannorð. Lýðræði = popúlismi.
- Svo þrengt er að Grikkjum í dag, að þar er nú starfsmaður frá Framkvæmdastjórninni inni í hverju ráðuneyti - til að fylgjast með því, að raunverulega sé farið eftir fyrirmælum.
- Sjálfstæði Grikklands hefur í reynd verið afnumið - ekki formlega, en allt raunverulegt.
- Þess sást merki í sl. viku hvaða meðulum var beitt gegn Berlusconi, en gegn Papandreo dugaði að hóta að landið yrði gjaldþrota fyrir jól sameiginlega af AGS og ESB, þ.s. Grikklandi er haldið uppi með naflastreng, en Ítalía er ekki alveg í þannig málum, þess í stað eru merki þess að ECB eða Seðlabanki Evrópu, hafi stöðvað í sl. viku að mestu kaup á skuldabréfum Ítalska ríkisins - og viti menn, verðið rauk upp. Síðan, er ECB hóf kaupin aftur - lækkaði það aftur, nokkurn veginn í sama far.
- Og það var ekki gert, fyrr en Berlusconi hafði samþykkt að hætta.
Völdin freysta!
Í heiminum eru tvær megin freystingar - peningar og völd.
Hættan er alltaf misbeiting peningalegs valds - en alls ekki síður, misbeiting valds.
Þetta er alveg nýtt, að hópurinn eða klíkan sýni klærnar með þessum hætti, þ.e. taki út tvær ríkisstjórnir, sem ekki voru nægilega hlíðnar að þeirra mati.
Skv. klassískri mannkynssögu, þá er einmitt atriði fyrir nýjan valdahóp - að taka einhverja fyrir, til að skjóta restinni af hjörðinni skelk í bringu.
Jafnvel þó svo hópurinn hafi einfaldlega verið að bregðast við í einhverskonar paník, að vernda þá efnahagsáætlun sem hann vill að löndin á evrusvæði fylgi - þá eru afleiðingarnar þær sömu og að ef hópurinn eða klíkan, var að beita valdinu til að sýna valdið.
En aðrar ríkisstjórnir innan evrusvæðis, hljóta nú að velta þessum málum fyrir sér, hvað kom fyrir Berlusconi og Papandreo, og hvort það sé hætta á að þær sjálfar verði beittar einhverjum slíkum meðölum.
Þjóðir innan ESB 27 en ekki innan evru 17, hljóta einnig að velta þessu fyrir sér - þ.e. þessari nýju þróun, hvernig eðli evrusvæðis virðist vera að breytast hröðum skrefum - yfir í einhvers konar "dominion" Frakka og Þjóðverja - Þjóðverja þá aðallega.
Er kannski ESB - sem á 10. áratugnum gegndi sannarlega mjög göfugu hlutverki við það að efla lýðræði í A-Evrópu, sjálft að verða ógnun við lýðræði og lýðfrelsi í Evrópu?
Sjá einnig eftirfarandi skoðanir:
The European project is now sustained by coup
The great euro Putsch rolls on as two democracies fall
Niðurstaða
Við þurfum að velta fyrir okkur þeirri nýju þróun sem er að verða innan ESB, þó sérstaklega innan evrusvæðis - en ljóst er að í stefnir að evran feli í sér mjög mikið viðbótar afsal fullveldis, en ekki til Framkvæmdastjórnarinnar, heldur virðist sem að Þýskaland sé að verða yfirsterkara þeirri stofnun sem svo lengi hefur verið nokkurs konar kjarni sambandsins, að í stefni að evrusvæði verði meir í tak við þ.s. kallað var "Deutche Mittel Europa" á árum áður, þ.s. hegemónískt fyrirkomulag ríkti - mestu leiti Þýskalandi sjálfu í hag.
Frakkland spilar meira stuðnings-hlutverk, en ljóst er að Þýskaland í reynd ræður. Þessu valdi nær Þýskaland fram í krafti fjárhagslegs valds, en innan Seðlabankakerfis Evrópu - kemur fjármagn megni til frá Þýskalandi. Þeir öðlast þau í krafti þess, að svo margir skulda þeim svo mikið. Þýskaland heldur nú í gegnum seðlabankakerfið uppi bönkum víða um Evrópu, sem þurfa neyðarlán frá Seðlabanka Evrópu - og því í reynd einnig ríkisstjórnum þeirra landa.
Spurning hvort það sé ástæða þess að Þjóðverjar vilja ekki heimila Seðlabanka Evrópu að prenta peninga - kannski raunverulega ástæðan, því þá væri það ekki lengur þeir Þjóðverjar eða nánar tiltekið Angela Merkel - sem væri með kranann. Þá færu kannski völdin mikið til einnig.
Undir Angelu Merkel, hefur Þýskaland síðan krísan hófst - verið að beita þessu nýfengna valdi, af sífellt vaxandi krafti.
Sjálfsagt höfðar til sumra að tilheyra nýju þýsku veldi - en ekki til mín.
Angela Merkel er kannski á leiðinni að verða ein af áhrifapersónum sögunnar.
Völdin eru sæt!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 14. nóvember 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar