Tillaga um framtíðarlausn á stýringu krónunnar!

Ég er að tala um áhugaverða hugmynd sem Jeffrey Frankel, við Harvard háskóla, setti fram í grein sinni árið 2003. En hann setur hana fram einmitt fyrir lítil auðlyndaháð hagkerfi. Síðan, hefur hann aftur skrifað grein um efnið, sem er mun nýrri þ.e. frá 2010.

A Proposed Monetary Regime for Small Commodity Exporters: Peg the Export Price (‘PEP’)* Jeffrey Frankel, Harvard University, 2003. 

A Comparison of Monetary Anchor Options, Including Product Price Targeting, for Commodity-Exporters in Latin America - Jeffrey Frankel, Harvard University, 2010.

Ég rakst á þessar greinar í netleit á "scolar.google.com" sem er undirleitarvél google sem leitar einungis í samhengi fræðigreina.

Eldri umfjallanir:

Ný leið, sem getur leyst vandamál okkar með stýringu krónunnar!

Hvernig er rétt að stýra krónunni? Flot eða tenging, ef tenging, þá tenging við hvað?

 

Trúverðug tenging!

Á grunni hugmynda Jeffrey Frankel, legg ég til að krónan sé tengd við körfu sem sé samsett af fiskverði vs. álverði, á alþjóðamörkuðum.

  • Þá lækkar krónan ef verð á útfl. vörum lækkar, en hækkar þegar aftur er verð fara upp.
  • Þetta væri mun snjallari tenging fyrir okkur en aðrir hugsanlegir tengingarmöguleikar.

Við myndum alltaf lenda í sama vandnum, sama hvaða gjaldmiðill við tengdum okkur við:

Það kemur alltaf að sama aðlögunarvandanum, sama hvað tengingu við annann gjaldmiðil er valinn, því það hagkerfi væntanlega hefur ekki sömu sveiflu, og þ.e. mjög ólíklegt að við getum varið tengingu ef kemur stór hagsveifla hjá okkur í aðra átt.

Aftur á móti er þessi tengingarleið einmitt trúverðug:

Vegna þess, að hún vinnur með þeim sveiflum sem verða á helstu tekjulindum þeim er standa undir hagkerfinu, þannig grafa þær sveiflur ekki undan tengingunni.

Sem þær myndu gera, ef tenging væri við annan gjaldmiðil - eða þá að Ísland væri innan ERM II.

Þetta ætti því að vera til muna traustari tenging - í okkar tilviki þ.e.

  • Því ætti ekki að vera nein veruleg hætta á því, að markaðurinn leitist við að veðja gegn slíkri tengingu, með stórum veðmálum.
  • Því tengingin sjálf, leiðréttir fyrir þeim helstu þáttum, sem sveifla hagkerfinu hér.

En það væri aftur á móti augljós hætta, að ef við værum tengd við annann gjaldmiðil - og hér verður svo stór hagsveifla.

Af hverju fiskverð / álverð:

Við þurfum verð sem er myndað á alþjóðamörkuðum, ekki t.d. í tvíhliða samskiptum aðila þ.s. pólitík getur þvælst inn í málið, eins og t.d. þegar Landsvirkjun semur við álfyrirtækin. 

Hvort tveggja fiskverð og álverð, er byrt á aljþóðamörkuðum - þ.s. okkar pólitíkusar hafa engann aðgang, enga leið til að hafa áhrif á útkomu.

Þetta er eiginlega trúverðugleika atriði - að tengingin sé trúverðugri með þeim hætti.

Hvernig myndi þetta virka?

  • Krónan fer niður - þegar verð útflutningsafurða lækkar.
  • Krónan fer upp - þegar verð útflutningsafurða hækkar.

Þá um leið er bundir endir á það fyrirkomulag, að krónan sveiflast bara í eina átt.

En venjan hefur verið, að ísl. launafólk hefur alltaf tekið það út með kauphækkunum, er verð á útflutningsafurðum hækka - eða meira veiðist, framleiðsla eykst og tekjur fyrir einhverjar orsakir.

Gallinn við að hækka laun allra yfir línu, hefur verið að því ávallt fylgir umtalsverð verðbólga, þ.s. aðilar í verslun geta einungis fjármagnað launahækkanir síns fólks með verðhækkunum, og hið opinbera getur lent í sama vanda - ef hagsveifla er ekki tekjum hins opinbera í hag, þannig að velta sé að aukast og skaffa viðbótar tekjur, þannig að opinbera getur einnig neyðst til að hækka - þá gjöld.

Einmitt þetta gerðist í sl. kjarasamningum, þ.e. verslanir hækkuðu sem þær alltaf gera, en það bættist við að það gerði allt hið opinbera líka, þ.e. ríki og sveitarfélög; fyrir bragðið fór hátt hlutfall launahækkunar beint í verðlag - umtalsverð aukning verðbólgu varð.

Svona lagað er ekki tengt því per se að hafa krónu, en slík víxlverkan myndi einnig virka með sama hætti innan annars gjaldmiðils.

  • Vegna þess að skv. ofangreindu fyrirkomulagi, ættu launamenn að vita að krónan hækkar jafnt sjálfvirkt. 
  • Ættu launamenn að vera til í að samþykkja, minni launahækkanir - þaðan í frá.
  1. Þá dregur úr þeirri víxlverkunar bólgu sem hér er einatt nær stöðugt.
  2. Bankavextir lækka þ.s. verðbólga lækkar, bankavextir eru alltaf yfir verðbólgu.
  3. Lánskjör heimila og allra skána, en þau eru mjög háð verðbólgunni.

Að auki vona ég, að þetta minnki mjög verulega líkur á kollsteypum:

Hin klassíska hagsveifla hér sem vanalega hefst eftir að krónan hefur fallið, þá fara launamenn að nýju að sækja sér þau kjör sem þeir misstu er krónan féll - það gerist í skrefum, kjarasamning eftir kjarasamning.

  • Kaupmáttur eykst ár eftir ár, sem þíðir að innflutningur eykst.
  • Hingað til launþegar hafa alltaf náð því í uppsveiflu að hækka laun umfram verðbólgu.
  • Raunlaunhækkun á sér því stað í uppsveiflunni sem vanalega hefst í kjölfar gengisfalls -hækkun kaupmáttar ár frá ári veldur því að sá viðskipta-afgangur af utanríkisverslun sem myndaðist við gengisfallið eyðist smám saman, og hverfur svo alveg.
  • Þannig hefur þetta alltaf gengið fyrir sig - svo í rest lokatímabilið fyrir næsta gengisfall, ríkir vaxandi viðskiptahalli.
  • Þ.s. viðskiptahalli er ósjálfbært ástand, er sá orsök þess gengisfalls er alltaf á sér stað fyrir rest.

Lykilatriðið er því: stýring á viðskiptajöfnuðinum, þannig að viðskiptahalli myndist aldrei.

Þá ætti einnig að vera bundinn endir á þessar dæmigerðu kollsteypur sem hér verða - statt og stöðugt.

Ég vonast sem sagt til þess, að hið nýja fyrirkomulag, breyti þessari grunndýnamík sem alltaf hefur ríkt - gervallt lýðveldistímabilið:
  1. Því að launþegar munu vita -
  2. að kjörin koma aftur jafnt sjálfvirkt til baka!
  3. að þ.s. krónan tekur þegar þegar verðin á alþjóðamörkuðum lækka,
  4. muni hún skila síðan jafnharðann til baka, þegar þau verð fara síðan upp í næsta skipti.
  • Það verði því unnt að sannfæra launþega um það, að samþykkja litlar launahækkanir í kjarasamningum, eins og tíðkast í Evrópu.
  • Kjarasamningar verði einnig til lengri tíma, en við höfum hingað til verið vön hér á Íslandi.
  • Verkföll verði sjaldgæfur atburður eins og er vanalega innan Evrópu.

Með lækkun verðbólgu og vaxta, vonast ég til þess að - að auki verði auðveldara, að fá fólk inn á stefnu, sem ætlað væri að hámarka stöðugleika:

  • En það þarf að vera sátt um að halda alltaf viðskiptahallanum ofan við mínus stöðu, svo hagkerfið sé ekki að safna skuldum, sem síðan verðfellir krónuna - veldur kollsteypu. 
  • Ég vona að sú sátt verði auðveldara að ná fram, þegar tekist hefur með stýringu á krónunni sem líkur eru á að geti virkað til langframa; að framkalla lægri verðbólgu og vexti.


Veikleikar

Þetta fyrirkomulag tryggir ekki að kollsteypur geti ekki orðið, því að ef ekki tekst að ná samstöðu um að halda viðskiptajöfnuðinum ávallt ofan við "0".

Þá getur aftur myndast viðskiptahalli einhverntíma í framtíðinni, og sá valdið gengisfalli fyrir rest.

Það er ekki heldur öruggt, að aðilar á vinnumarkaði - séu til í að spila með í þeirri tilraun, að lækka verðbólgu og auka stöðugleika með þessari aðfer.

En til þess að hún skili fullum árangri, þurfa þeir að samþykkja -

  1. að launahækkanir verði þaðan í frá lágar.
  2. og samningar til langs tíma.

Með sanngyrni að leiðarljósi - ættu þeir að geta séð, að sú peningastýring sem ég legg til, tryggir að kjörin skila sér jafnt sjálfvirkt til baka.

En ég get alls ekki tryggt að sú sanngyrni og réttsýni, myndi verða ofan á - hjá aðilum á vinnumarkaði.

Síðas en ekki síst - að verðtryggingin ætti að verða óþörf!

 

Nánar um viðskiptajöfnuðinn - vegna athugasemda:

  • Þegar fyrirkomulagið lækkar krónuna tímabundið vegna lækkunar útl. afurða á heimsmörkuðum - þá einnig að sjálfsögðu minnkar innflutningur.
  • Og öfugt, þegar fyrirkomulagið hækkar krónuna vegna hækkana á verðlagi útfl. afurða á heimsmörkuðum - þá að sjálfsögðu eykst innflutningur.
  • Þetta fyrirkomulag er því að umtalsverðu marki stýring á viðskiptajöfnuðinum. 

Að gæta þess að viðskiptajöfnuðurinn sé alltaf ofan við "0" er þá hugsað þannig, að aðilar á vinnumarkaði - atvinnulíf - ríkisstjórn og Seðlabanki, myndu vinna saman að jafnvægisstjórnun.

Þá hugsa ég það þannig, að það sé ekki beitt stýringu á genginu - heldur sé fyrirkomulagið alveg látið í friði - það sjái um gjaldmiðilinn.

  1. Heldur almennu aðhaldi, þannig að aðilar á vinnumarkaði gæta að sér í launakröfum.
  2. Fyrirtæki gæta að sér með fjárfestingar - að setja ekki inn of stóra pakka yfir lítið tímabil.
  3. Ríkið, gætir að sér í stýringu á eigin eyðslu, og fer ekki í of stór verkefni á röngum tíma, passar upp á að hafa ekki neinn verulegann halla, og afgang helst í góðæri, passar upp á eigin skuldastöðu.
  4. Seðlabanki, hans hlutverk breytist aðeins, því hann er ekki lengur að nota vexti til að stýra genginu, heldur sér fyrirkomulagið um það - hann þarf þó að gæta sín einnig, eins og sagan sýnir eru vextir mjög tvíeggja sverð - þ.s. þeir laða til sín fjármagn að utan sem nýtir sér vaxtamunaviðskipti, ekki minni lönd en Brasilía, S-Kórea, Indónesía, Tyrkland og Malasía - hafa lent í veseni með vaxtamunaviðskipti, sem trufla gengisskráningu.

Há vaxtastefna er atriði sem getur ógnað fyrirkomulaginu - þ.e. fé getur streymt að og viljað hækka gengið meir en hentar - - þess vegna er mjög nauðsynlegt, að vextir séu notaðir af ítrustu varfærni.

Þeir séu það síðasta - ekki fyrsta, tæki sem Seðlabankinn beitir. 

Seðlabankinn og stjórnvöld, verða eiginlega að hafa samvinnu um hagstjórn - þannig að jafnvægis sé gætt í sameiningu, Seðlabankinn beiti öðrum tækum svo sem að krefjast aukið eiginfjár fjármálastofnana og/eða aukinnar lausafjárbyndingar. Meðan að stjv. beita sér með sköttum - sem geta farið upp eða niður eftir þörfum t.d. vaskur, með eyðslu eða aðhaldi - o.s.frv.

  • Ef aðilar vinnumarkaðarins gæta sín einnig og viðskiptalíf - þá á þetta alveg að geta gengið.

Það getur verið rétt að hafa varnagla ákvæði, sem Seðlabankinn geti beitt - sambærilegt því sem fyrirtæki hafa rétt til þegar þau eru skráð á markaði, þ.e. að unnt er að stöðva sölu tímabundið ef hreyfingar þykja fara yfir tiltekin fyrirfram sett viðmið. 

Þá þarf auðvitað að liggja fyrir föst regla um beitingu slíks varnagla - þannig að notkun slíks ákvæðis komi markaðinum ekki í opna skjöldu.

 

 

Niðurstaða

Gott fólk, ég vonast eftir málefnalegri gagnrýni.

En þetta er sett fram vegna þess að eitthvað þarf að gera.

Það fyrirkomulag sem við höfum viðhaft, hefur ekki virkað nægilega vel.

Svo, ég eins og margir aðrir hafa verið að leita nýrra leiða.

Ákveðinn hluti landsmanna heldur að mál séu leyst með upptöku evru - en ég er ekki þeirrar skoðunar að evru-upptaka sé slík vænleg lausn, þegar okkar hagkerfi á í hlut.

Það er vegna þess, að þær sveiflur sem verða á alþjóðlegum mörkuðum á okkar megin útflutningstekjum, lúta ekki okkar stjórn - við getum ekkert gert við þeim, að mínu mati myndu þær ávallt valda okkur erfiðleikum innan gjaldmiðils sem við hefðum engin yfirráð yfir.

  • Þvert á móti, tel ég að við eigum að faðma sveiflurnar!
  • Stað þess að vinna gegn þeim - að vinna með þeim.
  • Svona eins og skip sem siglir upp og niður öldutoppa, eða hús sem sveiflast í jarðskjálfta - og brotnar ekki.

Með svipuðum hætti getum við, með því að tengja gjaldmiðilinn við þá þætti sem sveifla hagkerfinu reglulega, þannig að mestu tekið út það tjón sem þær eru statt og stöðugt að valda okkur.

Eins og Jeffrey Frankel útskýrir ágætlega, getur tengingin verið rekin af óháðum sérfræðingum, t.d. í Seðlabankanum.

Rekstur hennar þarf ekkert með pólitík að hafa - heldur er hún þá algerlega ákveðin af markaði.

Gjaldmiðillinn er þá að sjálfsögðu traustur - því aðilar á markaði vita hvað stýrir hennar verðmæti, að það verðmæti er ákveðið á markaði, af ölfum sem þeir skilja og treysta.

Krónan ætti þá að vera gjaldgeng alls staðar!

Þá þarf auðvitað að tryggja að þeir sérfræðingar séu raunverulega óháðir:

  • Þess vegna vil ég, að stjórnendur seðlabankans - og að auki helstu topp sérfræðingar, séu ráðnir erlendis frá.
  • Það sé eina leiðin til að vera nokkurn veginn viss, um það að þeir séu ekki í nokkrum óeðlilegum tengslum hér innanlands, eða öðrum slíkum sem geta með óeðlilegum hætti haft áhrif á þeirra ákvarðanir. 

Með þetta undir stjórn óháðra fagaðila - þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu en að sú aðferð sem ég legg til, ætti að geta virkað til frambúðar.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. nóvember 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871890

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 351
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband