7.10.2011 | 23:05
Rök mín fyrir því að Frakkland sé næsta land í vandræðum - líklega!
Það vill svo til, að ég á í fórum mínum gamlar upplýsingar um það, hver kostnaður aðildarríkja ESB var af síðustu banka-endurreisn í kjölfar "sub prime" krýsunnar. Þó svo það segi ekki endilega akkúrat hver kostnaðurinn verður nú. Grunar mig þó, að það veiti einhverja hugmynd.
Ég átti í dag niður í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins smá debatt um þá fullyrðingu mína, að Frakkland væri sennilega næsta land í vanda. Þá var ég ekki með í fórum mínum upplýsingar um kostnað Frakklands frá því síðast er endurreisn banka fór fram skv. útreikningum frá 2009.
En eins og tölur að neðan sýna var minnið mitt ekkert bilað, er ég talaði um kostnað franska ríkisins sennilega við 20% af þjóðarframleiðslu - sjá tölur að neðan.
En ástæður þess að ég tel að Frakkland sé líklegt til að verða næsta land í vandræðum:
- Skuldir ríkissjóðs 83% af landsframleiðslu v. upphaf árs, nálgast 90%,
- Ef tekið er tillit til skuldbindinga v. ábyrgða annarsvegar tengdum björgunarsjóð evrusvæðis, og hinsvegar tengdum seðlabankakerfis Evópu; að auki gert ráð fyrir því að ábyrgðir Ítalíu detti út. Þá hlaupa þær skuldbindingar á cirka 10% af landsframleiðslu.
- Hagvöxtur á 2. ársfjórðungi mældist "0" í Frakklandi, síðan þá hafa tölulegar stærðir frá Evrusvæði, bent fremur til frekari minnkunar í vexti umsvifa í hagkerfi evrusvæðis. Með það í huga, getur það mjög vel verið að Frakkland hafi verið í samdrætti á 3. fjórðungi.
- Frakkland er með viðskiptahalla upp á rúmlega 4% af landsframleiðslu, en til þess að geta endurgreitt skuldbindingar við aðila utan hagkerfis þarf afgang. Meðan halli varir, þá setur það spurningarmerki við greiðslugetur lands. Og það ágerist eftir því sem frá líður og hallinn viðhelst, skuldir halda áfram að hlaðast upp - jafnt og þétt. Nú eru 3 ár komin frá 2008.
- Að auki er franska ríkið með umtalsverðann halla á fjárlögum. Viðbótar skattahækkunum og niðurskurði, stendur til að hrinda í framkv. til að glíma við þann halla. Slíkar aðgerðir frekar auka líkur á þróun yfir til samdráttar en hitt.
- Svo er það franska bankakerfið. En það hefur verið mjög undir þrýstingi fjárfesta undanfarið. Bréf franskra banka hafa hríðfallið þ.e. um helming að andvirði frá upphafi árs. Sem verður að teljast tilfinnanlegt. Nú þegar er fyrsti franski bankinn fallinn - DEXIA. Kostnaður skattgreiðenda a.m.k. 200 ma. af þeim banka einum.
- Ef kostnaður franska ríkisins af bankaendurreisn verður svipaður og síðast, þá mun það kosta á bilinu 18-20% af þjóðarframleiðslu. Sjá tölur að neðan, frá 2009.
- Þá er mín spá að skuldir franksa ríkisins fari a.m.k. í 110%. Ath. í samhengi, áframhaldandi viðskiptahalla + útgjaldahalla ríkisins + að samdráttur sé hafinn í hagkerfinu.
- Takið eftir tölunum að neðan, einkum því hver kostnaður franska ríkisins var síðast þegar fór fram fjárhagsleg endurreisn bankakerfa þ.e. í kjölfar "sub prime".
Sjá gömul bloggfærsla: 11.7.2009 Framtíð hagvaxtar í Evrópu
"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report" 2009 .
Austria 32,8
Belgium 79,2
Cyprus 0
Germany 23,2
Greece 11,4
Spain 12,1
Finland 27,7
France 18,1
Ireland 230,3
Italy 1,3
Luxemburgh 19,3
Malta 0
Netherlands 52,2
Portugal 12,5
Slovenia 32,8
Slovakia 0
Euro Area 24,6
EU 27 30,5%
Síðan er gaman að vitna í Mervyn King bankastjóra Bank of England. En skv. honum er núverandi fjármálakreppa sú versta sennilega í heimssögunni. Stór orð. En, ég get vel trúað því.
Mervyn King on QE2: why this time will be different :"The Governor of the Bank of England says the challenge facing the world economy is greater now than during the credit crunch."
World facing worst financial crisis in history, Bank of England Governor says :"This is the most serious financial crisis weve seen, at least since the 1930s, if not ever. Were having to deal with very unusual circumstances, but to act calmly to this and to do the right thing."
Og ef svo er, þá getur kostnaður Evrópuríkja reynst ívið hærri en ofangreindar tölur sýna.
- Síðan er áhugavert, að skv. fréttum er forseti Frakklands að þrísta á Merkel um að, fá að nýta neyðarsjóð Evrusvæðis, til að aðstoða við fjármögnun fjárhagslegrar endurreisnar franska bankakerfisins.
- En Merkel hefur talað á þeim nótum, að hvert ríki fyrir sig eigi að redda sér - eins og síðast. Og einungis komi til greina að nýta sjóðinn, ef um allt þrítur á einhverju landanna.
- Þau 2 munu eiga fund um helgina - það væri mjög áhugavert að vera fluga á vegg þar!
Niðurstaða
Ég hef mjög sterkan grun um að, Frakkland verði innan fárra vikna í litlu síður slæmum málum en Ítalía. Ítalía hefur eitt meira að segja fram yfir Frakkland, að þar mældist smá hagvöxtur. Ekki "0" eins og í Frakklandi.
Það er ekki síst þetta samhengi - viðskiptahalli vs. líklegur samdráttur í hagkerfinu; með þeirri líklegu snöggu aukningu skulda ríkissjóðs, sem fylgja mun líklega nýrri endurfjármögnun bankakerfisins í Frakklandi - sem lætur Frakkland líta ílla út.
Þá standa mál þannig, að ef maður ímyndar sér vegasalt. Með lönd í lagi öðru megin á evrusvæðinu, og lönd í vandræðum á hinni hlið þess. Þá verða löndin í vandræðum klárt orðin heldur þyngri - ef Frakkland annað stærsta hagkerfi evrusvæðis, bætist við Ítalíu það þriðja stærsta og Spán það 5 stærsta.
Við þær aðstæður sé ég einungis eina mögulega björgun frá hruni evru, þ.e. að veita fjármögnun ríkja og banka, beint í verðlag með mjög massívri peningaprentun.
Það er þó ekki víst að slík aðgerð myndi duga, því önnur gjaldmiðlasvæði eru líkleg til að sína viðbrögð - eigin prentun sennlega. Þá erum við að tala um gjaldmiðlastríð sbr. "competitive devaluation" og endimörk slíkrar þróunar, sögulega séð, hafa verið viðskiptahöft.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 7. október 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar