5.10.2011 | 21:40
Eru evrópskir pólitíkusar loks að kippa við sér, 5 mínútur í 12?
Evrópskur risabanki, Dexia, er fallinn. Fyrsti stóri evrópski bankinn til að falla, síðan 2008 er "sub prime" lánakrýsan geysaði. Sjá: Evrukrýsan kominn á nýtt hættustig!
Lesið skemmtilega grein um sögu evrunnar frá Der Spiegel: How a Good Idea Became a Tragedy
Það sjálfsagt lýsir vel þeirri örvæntingu er ríkir á mörkuðum, að það þurfti ekki annað til að framkalla stórar hækkanir á miðvikudag, á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandar.
En að Angela Merkel tók vel í það að skoða málið um að taka þátt í mótun nýrrar björgunaráætlunar fyrir evr. banka. Engin loforð. Bara að hún væri til í að ræða það á næsta fundi eftir 2 vikur.
Sjá: European Stocks Rebound - - Dow Tacks On 131 Points
- Þó liggur ekkert fyrir um það, hvað hugsanlega verður gert.
- Né hvert er umfang aðgerða í umræðu milli ríkisstjórna Evrópu.
German Chancellor Angela Merkel backs moves to recapitalise eurozone banks
Merkel willing to recapitalise banks
Angela Merkel: "I think it is important, if there is a general view that the banks are not sufficiently capitalised for the current market situation, that one does it," - "Germany is prepared to move to recapitalise. We need criteria. We are under pressure of time and we need to take a decision quickly," - "If we need to discuss this at the summit then we are certainly ready to do that."
- Leiðtogafundurinn sem hún talar um, er leiðtogafundur sem til stendur að halda 17/10 nk.
- Takið eftir orðalaginu hjá henni, hún talar um að ræða um málið - en gefur ekki nein loforð.
- Það þurfti ekki meira til - hækkanir á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum, voru verulegar.
- Miðað við hvað þetta var í reynd þunnt - sýnir þetta örvæntingu aðila á markaði, eins og þeir séu að leita að minnsta strái.
Samkvæmt Financial Times er hugmynd þýskra stjv. ekki sú að þvinga alla evr. banka til að endurfjármagna sig eins og AGS lagði til fyrir rúmum mánuði.
Né er verið að ræða tiltekið viðmið, um það - að hvaða marki krafist verður viðbótar fjármögnunar.
Heldur, að ríkisstjórnir Evrópu búi til einhvers konar nýjan sjóð eða baktryggingu, sem unnt sé að beita með skömmum fyrirvara.
- Þessu trúi ég vel á Merkel, að leggja til að enn eitt apparatið verði stofnað.
Og, maður veltir fyrir sér - hvort ekki muni verða sama vandamálið um þann sjóð, eins og núverandi svokallaðann björgunarsjóð Evrusvæðis, það er bersýnilega of lítill til að ráða við málið.
En Þýskaland hefur ekki verið til í að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis umfram 440ma., þó mjög bersýnilegt sé að það umfang sé hvergi nærri nóg.
Eigum við ekki að segja - að fyrri atburðarás geri mig skeptískann um það, að bankasjóður verði hótinu betri hvað trúverðugleika varðar, en björgunarsjóðurinn.
Vegna skorts á því að vera nægilega digur til að ráða við dæmið.
Banks face new European stress tests
- Svo er það þessi frétt Financial Times, til að hámarka skrípaleikinn - stendur til að láta framkvæma þriðja stress test evrópskra banka, til að sanna - að þeir séu öruggir.
- Fyrsta testið tapaði trúverðugleika er írsku bankarnir féllu, en þeir stóðust fyrsta prófið.
- Próf 2 er nú líka klárt orðið ótrúverðugt eftir fall DEXIA bankans, sem stóðst próf 2. Og það skv. niðurstöðu átti hann að vera hvergi nærri því að vera í hættu.
Tvisvar er búið að framkvæma vita gagnslaus próf - og mér sýnist að þriðja prófið verði ekki hótinu betra.
En til stendur núna loksins, að gera ráð fyrir stórfelldu tapi vegna grískra skuldabréfa. En ekkert bendir til þess, að gert verði ráð fyrir tapi vegna hugsanlegra dómínó áhrifa.
En málið er, að krýsan er löngu búin að færa sig upp á skaftið, og Grikkland er ekki lengur miðjan. Heldur miklu frekar Ítalía. Eða jafnvel Frakkland. En franskir bankar hafa virst mjög valtir upp á síðkastið.
DEXIA er einmitt fyrsti franski bankinn til að falla, að vísu hálf franskur vs. hálf belgískur. En yfirtaka hans er sameiginleg aðgerð stjv. beggja landa. Markaðir örugglega líta svo á, að þetta sé fyrsti fallni franski bankinn - fremur en einangrað tilfelli.
Ef flr. bankar falla, þá getur hratt - ansi hratt, fjarað undan stöðu franska ríkissjóðsins. Ég er að segja að Frakkland geti orðið hin nýja þungamiðja krýsunnar.
En Frakkland er með cirka 4% halla á viðskiptum v. útlönd. Halli á ríkissjóði er einnig verulegur. Skuldir ríkissjóðs v. upphaf árs cirka 82% og nálgast 90% v. lok árs. Það mældist enginn hagvöxtur á 2. ársfjórðungi í Frakklandi. Þannig, að ef skuldir fara snögglega í rúmlega 100% af þjóðarframleiðslu - - þá verður Frakkland þungamiðja krýsunnar. Og það getur verið stutt í þá umbreytingu.
- Ég er hreinlega ekki viss, að það sé í tæka tíð - að hafa fundinn þann 17/10 eða eftir 2. vikur.
En þegar einn banki er fallinn - beinast sjónir manna að næsta, alveg eins og er um ríki í vanda. Vandi franskra banka hefur undanfarið verið einna erfiðastur - markaðir lokaðir. Fá hvergi lánafyrirgreiðslu, nema gegn mjög traustum veðum. Ekki cent út á traust.
Niðurstaða
Mér virðist ekki vera mjög öflug sú vakning sem ef til vill gætir meðal evrópskra stjórnmálamanna. Mjög veruleg hætta um það, að enn eina ferðina sé dæmið sem þeir bjóði upp á - of lítið og of seint.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2011 | 01:41
Evrukrýsan kominn á nýtt hættustig!
Eina ferðina enn, hefur krýsan á evrusvæðinu, komist á nýtt hættustig. Þrír atburðir marka þá útkomu:
- Fall Dexia risabankans. Fyrsta fall stórs evrópsks banka, síðan 2008.
- Fjármálaráðherrar Evrusvæðis ákváðu að fresta lokaákvörðun um Grikkland, fram í miðjan nóvenber.
- Lánshæfismat Ítalíu var lækkað um 3 sæti, í A2 úr AA2 af Moody's.
PS: Mjög merkilegt plagg, nýtt efnahags yfirlit fyrir Evrópu frá AGS. Á eftir að lesa það sjálfur, næ því ekki fyrr en í kvöld, en endilega þeir sem hafa tíma - lesið. Örugglega mjög áhugavert:
Regional Economic Outlokk: Europe
Dexia bankinn
Ég skal viðurkenna að ég veit ekki mikið um þann banka. En skv. fréttum er hann mjög umsvifamikill í lánum til sveitarfélaga í Frakklandi og Belgíu. Talað um hann sem fransk-belgískann. Og yfirtaka hans er sameiginleg aðgerð stjórnvalda beggja landa. En þetta er ákveðin þúfa sannarlega, því þetta er fyrsta fall stórs evrópsks banka, síðan fjármálakrýsa geysaði 2008.
Skv. fréttum verður honum skipt upp. Belgísk stjv. triggja mikilvæga starfsemi á vegum bankans innan Belgíu. Frönsk stjv. gera það sama, innan Frakklands. Aðrar eignir verða seldar, sem taldar eru söluhæfar. Síðan, stendur til að setja rest af eignum í svokallaðann "slæmann banka" sem hafi baktryggingu ríkissjóða beggja landa.
Með öðrum orðum, skattgreiðendur beri tjónið. Tryggt verði að eigendur skulda Dexia verði ekki fyrir tjóni. Að auki stendur til að triggja að enginn sem á inneign í Dexia verði fyrir tjóni. Ekki liggur enn nákvæmlega fyrir hvert umfang "slæma bankans" verður, upphæðin 200ma. er nefnd af fjölmiðlum.
Útlit er fyrir að mikilvæg starfsemi innan Frakklands, verði sameinuð Póstbanka Frakklands, sem er í eigu franskra stjv. - og er hluti af frönsku ríkispóstþjónustunni.
Þetta hlýtur að vera verulegur kostnaður fyrir skattgreiðendur landanna tveggja.
Verulegar líkur eru til þess, að fall Dexia auki óróa á markaði gagnvart stöðu evr. bankastofnana, en Dexia bankinn stóðst öll þau próf sem stofnanir ESB hafa gengist fyrir, skv. þeim átti staða hans að vera góð. Sem klárt sýnir að markaðurinn hafi haft rétt fyrir sér um að, lítið væri að marka þau próf.
Mikil og vaxandi spenna hefur ríkt á evr. bankamarkaði, millibankamarkaður er nær alveg frosinn - bankar lána nú ekki hverjum öðrum nema gegn veðum, ekki gegn trausti. Skuldatryggingaálag evr. banka, er komið nú langt yfir þau mörk, er það hæst fór rétt eftir fall Lehmans bankans.
- Markaðurinn er því mjög óöruggur með stöðu evr. banka!
Seinni partinn í gær - kom frétt í Financial Times: EU ministers look at bank aid plans
- Hún varð til þess, að það verðfall sem var í gangi á mörkuðum snerist við - rétt fyrir lokun. Þannig að þeir féllu ekki alveg eins mikið - og fyrst leit út fyrir.
- En allt er á huldu um, hvaða aðgerðir geti verið að ræða. Nema, að það virðist sem að fjármálaráðherrar Evrópu hafi formlega viðurkennt, að styrkja verði eiginfé evr. banka.
- En fréttin um lækkun lánshæfis Ítalíu kom ekki fyrr en í gærkveldi. Svo viðbrögð markaða við þeim fréttum, koma ekki í ljós fyrr en við opnun markaða á miðvikudag.
Grikkland fær ekki peninga fyrr en fyrsta lagi í miðjum nóvember
Þetta er mjög merkilegt, en þetta var ákvörðun fjármálaráðherra evrusvæðis. Merkilegt ekki síst vegna þess, að allar fréttir hafa sagt síðan í upphafi september, að Grikkland verði að fá pening fyrir miðjan október.
En nú, á allt í einu að vera óhætt að bíða fram í miðjan nóvember. Spurning, hver er að segja satt? Og hver hefur verið að ljúga?
Haft eftir - Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra:
"Greece has the money it needs to pay pensions, salaries and bond-holders until mid-November, claims finance minister Evangelos Venizelos." - "The country had previously said it would run out of cash in mid-October if it didn't get the next 8 billion installment of the 110 billion eurozone rescue package."
- Ég reikna fastlega með, að markaðir muni fylgjast mjög nákvæmlega með hvernig stjv. á Grikklandi gengur, að standa við innlendar skuldbindingar - út október mánuð.
- En, skv. fyrri fréttum þá munu stjv. Grikklands ekki geta staðið við allar innlendar skuldbindingar, í október. Þar er, stjv. verða að forgangsraða - geta ekki greitt öllum eða geta ekki látið alla fá allt þ.s. þeim ber.
- Sannleikurinn kemur þá einfaldlega í ljós, þ.e. hvort fyrri fréttir voru réttar, þá nánar tiltekið hvenær Venizilos var að ljúga - hvort þ.e. nú eða áður.
Hvað gerist ef reyndin er, að Grikkland verður í vandræði með að standa við allar innlendar skuldbindingar?
- En málið er, að Grikkland kvá ekki þurfa að greiða af neinum erlendum skuldbindingum fyrr en í desember.
- Það má vera, að tekin hafi verið ákvörðun um að - setja Grikkland í þá spennitreyju, að verða að spara - því þeir hafi ekki meiri pening - fái hann ekki.
- Ef svo er, þá er það leikurinn að eldinum.
- En hættan á uppþotum er augljós - ef ríkisstj. Grikklands á ekki fyrir því að greiða bætur til atvinnulausra, eða til aldraðra, eða til öryrkja.
- Á ekki von á að ríkisstj. spari laun til eigin starfmanna.
- Spurning hverja ríkisstj. Grikklands mun velja - að setja út á gaddinn?
Þetta verður allt að koma í ljós - en ef þetta gerist, þá eiginlega hlýtur það að eiga sér stað að svokölluð matsfyrirtæki merki "D - default" í kladdann fyrir Grikkland.
Þetta er ekki síður þ.s. ég á við, er ég tala um leik að eldinum - því um leið og "default" matið er komið, mun markaðurinn ráðast af enn meiri grimmd að nokkrum þeim sem á grískar skuldir í umtalsverðu magni.
Markaðurinn munu þá þegar, prísa fullt tjón.
Það getur dugað til að starta hverju því sem mun af stað fara, er Grikkland rúllar.
Vera með öðrum orðum, trigger!
Lánshæfi Ítalíu lækkað um 3. sæti í A2 úr AA2
Sjá Moody's full statement.
Uppgefnar ástæður eru:
- "The fragile market sentiment that continues to surround euro area sovereigns with high levels of debt implies materially increased financing costs and funding risks for Italy. The country is a frequent issuer with refinancing needs of more than 200b. in 2012."
- "The Italian economy continues to face significant challenges due to structural economic weaknesses. These problems - mainly low productivity and important labour and product market rigidities - have been an impediment to the achievement of higher potential growth rates over the past decade and continue to hinder the economy's recovery from the severe recession it experienced in 2009."
- " Finally, there is increasing uncertainty for the government to achieve fiscal consolidation targets. Since more than half of the consolidation measures are based on government revenue growth, the plans are vulnerable to the high level of uncertainty around economic growth in Italy and elsewhere in the EU."
Þetta er alveg eins og Moody's segir, að evrurkýsan er að draga jafnt og þétt úr líkum á því, að stjv. á Ítalíu takist að sannfæra markaðinn um það, að risaskuldir ítalska ríkisins - séu sjálfbærar.
Að auki benda þeir réttilega á, að þó svo aðgerðir ítalskra stjv. við það, að auka skilvirkni innan hagkerfisins á Ítalíu - nái að skila árangri, þá sé það ekki atriði sem skili snöggum viðsnúningi.
Að auki, séu versnandi horfur um efnahagsmál á evrusvæðinu sem heild, að draga úr möguleikum Ítalíu til hagvaxtar.
Ég á samt ekki endilega von á rosalegum markaðsviðbrögðum út af þessu, því aðilar hljóti að hafa verið farnir að reikna með því - að lækkun lánshæfis Ítalíu væri yfirvofandi.
Skv. Moody's er hin nýja einkunn á neikvæðum horfum. Svo líkur eru á frekari lækkun.
Niðurstaða
Það er ekki síst að bankakrýsan á evrusvæðinu virðist vera að stigmagnast og það hratt, sem skapar hið nýja hættustig er ég vísa til. En bankahrun væri mjög alvarlegur atburður. Jafnvel þó að stjv. Evrópu takist að forða algeru falli evr. fjármálakerfisins, þá myndi það verða mjög mikið fjárhagslegt áfall fyrir ríkisstj. Evrópu.
En gagn-aðgerðir munu mjög líklega auka umtalsvert skuldir aðildarríkja. Þannig, magna í reynd skuldakrýsu ríkissjóðanna sjálfra.
Við þetta, augljóslega - myndi svigrúm ríkja til að koma hverju öðru til bjargar - skreppa saman, hugsanlega svo um munar. Vilji almennings, til þess að aðstoða önnur ríki - myndi þverra enn frekar.
Spurning hvaða ákvörðun yrði þá tekin varðandi evruna, ef nær öll ríkin eru orðin alvarlega skuldug?
En fræðileg útleið - er massíf peningaprentun. Í reynd, að skapa verðbólgubál - láta það brenna upp skuldir, lækka lífskjör - þannig skapa útflutningsatvinnuvegum aukna samkeppnishæfni. Í reynd, væri það verðfelling.
En, önnur gjaldmiðilssvæði eru líkleg til að beita gagnaðgerðum - sbr. tengingu Sviss við evru. Þetta gæti einnig skapað hættu á því, að önnur svæði fari að beita viðskiptahindrunum. Alþjóða verslun gæti brotnað niður.
Önnur leið, væri að grípa til niðurskurðar - þá meina ég, grimman niðurskurð útgjalda af mun fleiri ríkjum en bara Grikklandi. Það væri í reynd að viðurkenna ósigur fyrir kreppunni. En við tæki þá spírall niður í dýpri og enn dýpri kreppu.
Niðurstaðan væri aftur mjög mikil skerðing lífskjara, en betri möguleiki væri um að verja heims-verslunarkerfið. Ekki væri farið í gjaldmiðlastríð.
Óljóst er hvor útkoman er minna slæm!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 5. október 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar